Vísir - 21.04.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 21.04.1980, Blaðsíða 5
v „v 4» % t » Texti: Guö- mundur Pétursson VÍSIR Mánudagur 21. april 1980 Róstur á ind- landi Indlandsstjórn hefur nú aftur á sinu valdi oliuvinnsluna i Assam, en friöur hefur ekki náðst enn með andófsmönnum, sem hindr- að hafa oliustreymið siðustu fjóra mánuði. Herlið og lögregla náði á sitt vald oliuvinnslunni i Narengi i gær úr höndum 2.500 verkfalls- varða, sem allir voru hand- samaðir um hrið i gær, en látnir lausir fljótt aftur. — 1 mótmæla- skyni við framgöngu lögreglunn- ar efndu oliuverkamenn til nýs verkfalls, og horfir þvi ekki til þess, að oliuvinnslan hefjist strax. Það voru námsmenn, sem upp- haflega stöðvuðu oliuvinnsluna fyrir fjórum mánuðum i Narengi með þvi að meina sumum verka- mönnum að komast aö og fá aðra á sitt band. Stúdentarnir vildu, að 3,5 milljónir aðkomuverkafólks og fjölskyldur þeirra yröu látnar flytja burt úr Assam. Hermenn standa nú vörð um mannvirki oliuvinnslunnar og hafa fyrirmæli um að skjóta vandræðaseggi. Útgöngubann gildir i Narengi eftir sólsetur. Rikissjóður hefur tapað sem nemur 125 milljónum dollara á mánuði, vegna stöövunar oliu- vinnslunnar. Um 80 manns hafa látið lifið i róstum vegna mót- mæla staðarmanna, sem vilja ganga fyrir með atvinnu við oliu- vinnsluna, en láta flæma að- komufólk burt. Spiro Agnew segir, að hann hafi sagt af sér varaforsetaembætti USA árið 1973, þvi að hann óttað- ist að verða drepinn aö fyrirmæl- um skutilsveina Hvfta hússins, en húsbóndi þeirra var Nixon. Eitt blað i Baltimore i Mary- land segir frá þessu i grein, sem birtist i blaðinu i gær. Þar er sagt, að Alexander Haig, hershöfðingi, hafi hótað Agnew undir rós. Eins og menn minnast vék Spiro Agnew, fyrrum rikisstjóri Maryland, við skömm úr embætti varaforseta um það leyti, sem Watergatehneykslið stóð sem hæst. Hann slapp við kærur um mútuþægni i rikisstjóratið sinni með þvi að játa á sig sakir i skatt- svikamáli. Haig hershöfðingi og Nixon forseti. Haig var starfsmannastjóri Hvita hússins siðasta stjórnarár Nixons. var Agnew hótaö lífláti af skut- ilsveinum Nixons? Blaðið segir, að i næsta mánuði sé væntanleg á markað bók eftir Agnew, sem beri titilinn „Farðu með góðu..eða..”. — 1 bókinni segist Agnew hafa óttast um lif sitt eftir hótun Haigs hershöfð- ingja. ,,Ef menn höfðu ákveðið að fyrirkoma mér i bilslysi eða sviö- settu sjálfsmorði, hefði aldrei verið unnt að rekja það til Hvita hússins,” skrifar Agnew i bók- inni. Mun Agnew segja i bókinni, að hernaðarráðgjafi hans, Mike Dunn.hershöfðingi, hafi hafteftir Haig, að Agnew — hvort sem hann væri sekur eða saklaus — yrði örugglega dæmdur sekur i mútukærunum, og Nixon, sem ætti i vök að verjast i Watergate- málinu, gæti ekki lengur stutt hann. Spiro Agnew var varaforseti Nix- ons en sagði af sér við skömm vegna skattsvika og þótti sleppa frá öðrum alvarlegum sökum. Haig hershöfðingi á aö hafa sagt: „Þetta er allt komið i háa loft og við ráðum ekki við neitt lengur. Allt getur skeð. Þetta á eftir að verða illvigt.... forsetinn hefur mikil völd...gleymdu þvi ekki.” Elliot Richardson, þáverandi dómsmálaráðherra, sem stýrði rannsókn þess opinbera á skatt- svikum og mútuþægni Agnes, lýs- ir þessum fullyrðingum Agnews sem „fáránlegum” og „fráleit- um”. Agnew, sem orðinn er 61 árs, býr i Rancho Mirage i Kaliforniu og starfar sem miðlari i viðskipt- um bandariskra kaupsýslumanna við útlönd — aðallega arabariki. stúdentar hopa af há- skólalóðinni í Teheran Einn af róttækari hópum há- skólastúdenta i Iran hefur ákveð- iðað rýma flokksskrifstofur sinar á háskólalóðinni i Teheran, þar sem stjórnarsinnar hyggjast yfir- taka þær. Flokkur þessi, sem kallar sig „Mujahedin alþýðunnar”, átti drjúgan þátt i byltingunni i Iran i fyrra, en honum hefur verið sagt að rýma skrifstofurnar eftir óeirðir siðustu þrjá daga, þar sem múhammeðstrúarhópar gerðu aðsúg að Mujahedin. Hundruð hafa særst i þessum upphlaupum. Atökin spruttu upp úr fyrirmæl- um byltingarráðsins um, að vinstrisinna flokkar stúdentar rýmdu aðalstöövar sinar á há- skólalóðinni, þvi að ætlunin var að háskólarnir i Iran skyldu framvegis reknir i anda strangr- ar múhammeðstrúar. Vinstri- sinnar þverneituðu, en munu nú láta undan siga. stegger látlnn Hinn vinsæli danski lelkari, Jari Stegger, er látinn. Hann var 67 ára að aldri. Hann gekk ekki heill til skógar síðari árin, en iét þaö þó ekki alveg aftra sér frá þvi að þjóna leikgyöjunni, þótt hann yrði að minnka við sig vinnuna. — Hér heima minnast biógestir Steggers aðailega úr dönskum gamanmyndum, þar sem hann var imynd hins vingjarnlega holduga Dana, sem gat þó reist burstír, ef ýföur var. Landar hans minnast hans einnig úr fjötdanum af revíum ýmsum og sjónvarps- þáttum. ar (svona mibað við greiðslu- getu). — Hann gaf BB á dögunum demantshring að verðmæti 3,5 milljón króna i tilefni af þvi, að þá var tiu ára afmæli þess, að þau fengu skiinaðinn. Demantar eru sagðir bestu vinir stúlku og end- ast til eiiffðar, ef marka má það, sem sagt er, en það sama gildir ekki um öll hjónabönd. Kóka-kólaúeilunní er lokið Vinnudeilunni í Kóka-kólaverk- smiðjunni i Guatemala linnti loks fyrir helgi, þegar stjórn verk- smiðjanna gekkst inn á að ráða aftur 22 starfsmenn (meðlimi I starfsmannafélaginu), sem áður höfðu veriö reknir. Viö brottreksturinn hafði þeim verið gefið að sök að hafa unnið spellvirki á framieibslunni, en stéttarfélagsforystan sakaði fyr- irtækið um að reyna að knésetja stéttarfélagiö. Deila Kóka-kóla i Guatemala ieiddi til mótmæla hjá Kóka-kóla verksmiðjunum á Norðurlöndum og í Mexikó vegna afstöðu Guate- maiaverksmlðjunnar f verka- lýðsmálum. — Móðurfyrirtæki . Kóka-kóla (I Atlanta í Georglu) hefur látið á sér skilja, að það muni ekki endurnýja samninginn við Guatemalaverksmiðjuna, þegar hann rennur út á næsta ári. Mlnna sjónvarpað irð Moskvuieikum Breska einkasjónvarpsstöðin ITV hefur ákveðib að skera niður áætlanir sinar um sjónvarp frá ólympfuleikunum f Moskvu, þar sem einhverjar þjóðir verba þar ekki meðal þátttakenda. — BBC hefur einnig tilkynnt sams konar samdráttarákvarðanir. Fióðhættan i Feneyjum Fyrir nokkru hófust Feneying- ar handa við að beisla sjávarföll- in i stórstreymi til þess um leið að afstýra endurtekningu stórtjóns- ins, sem varð i flóðunum 1966. Verklegar framkvæmdir þessar- ar áætlunar eiga að byrja vorlö 1981. Það er kannski ekki að ailra smekk, en ýmsir — og þá aðallega Asfumenn —telja seyöi af möiubu hreindýrahorni og kryddi vera hinn ágætasta ástardrykk. Eða alia vega vel til þess fallinn að örva karlmannslundina á svipað- an máta og Japanir ætla að loðnu- hrognin verki. Japanskt fyrirtæki falaðist á dögunum eftir kaupum á 300 hreindýrum af Löppum f Norr- botten f Sviþjóð, en dýraverndar- lög bönnuðu hornafskurð af hreindýrum, sem værl kvalafull- ur fyrir dýrin, svo að Japanir gátu ekki fengiö keypt hornln ein, sem heföi verið einfaldast. Þeir segja, að bestu hornin séu þessir mjúku hnýflar á ungdýrunum, og verði helst að taka þau i júli. Svium þótti þetta ekki sniðug aðferð til þess að fara f kringum dýraverndunarlög þeirra, svo að þeir fengu með mótmælaabgerð- um stöðvað útflutninginn á dýr- tuium. Enda hafa Svfar enga tiltrú á hreindýrahornum I þessu skyni, og taka te af gínscng-rótum fram yfir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.