Vísir - 21.04.1980, Blaðsíða 7

Vísir - 21.04.1980, Blaðsíða 7
iMV1/ ViV J VÍSIR Mánudagur 21. april 1980 Einar Eyjólfsson, Orn Þórhallsson og Halldór Halldórsson voru önnum kafnir viö aö skipuleggja söfnunarstarfiö i ger. Þór Halldórsson og Hrefna Arnardóttir létu ekki sinn hlut eftir liggja og hjálpuöu feörum sfnum. „Ætium að veröa hæstir”, - sðgðu félagar í Llonskiúbbnum Nírðl um sðlu rauðu fjaðrarlnnar „Við erum þegar komnir meö rúmar fjórar milljónir króna og stefnum að þvi aö ná aö minnsta kosti fimm milijónum og ætlum aö veröa hæstir” sögöu félagar i Lionsklúbbnum Nirði í Reykjavik, þegar Visir heimsótti söfnunarmiöstöö þeirra i gær. Alla helgina voru félagar I Lionshreyfingunni um allt land önnum kafnir viö fjársöfnun slna til styrktar heyrnarskert- um og af einstökum klúbbum var Njörður sá sem mestum árangri haföi náð um miöjan sunnudaginn. „Það má lika segja aö viö höfum veriö sér- staklega heppnir með hverfi þvi margir fjölsóttustu skemmti- staðir borgarinnar og stór- verslanir eru á okkar svæöi og unga fólkið þar hefur tekið okk- ur einstaklega vel”, sögöu þeir félagar og bættu þvi við að það væri metnaðarmál hjá þeim að verða hæstir núna, þvi siðast þegar safnað var lenti Njörður i næstneðsta sæti. Af einstökum félögum klúbbs- ins er Daníel ÞórarinsSon sá sem selt hefur flestar fjaðrir. Siðdegis I gær var hann kominn á fimmtahundraðiö og ku ekki ætla að skila af sér fyrr en hann hefur selt 500 stykki. Þaö jafn- gildir um 10% af heildarsölu klúbbsins. „Við vorum að langt fram á nótt I gær og látum ekki deigan siga fyrr en dansstööunum verður lokað i nótt”, sögðu Lionsfélagarnir og bættu þvi við, að 30-40 manns heföu tekið þátt i söfnuninni á vegum Njarðar þegar flest var og auk þess hefðu félagar i' Flugbjörg- unarsveitinni rétt þeim hjálpar- hönd. —P.M. 1 sama mund og blaöamenn bar aö garöi hjá þeimLionsmönnum f Niröi.kom Jón B. Þóröarson askvaöandi og skilaöi af sér andviröi 50 fjaöra sem hann haföi rétt nýlokiö viöaö selja. Tvelr I sjðlnn með stuttu miilibili Tveir menn féllu meö stuttu millibili I Reykjavikurhöfn aöfaranótt siöastliöins föstudags. Um klukkan þrjú féil 23 ára gamail maöur I sjó- inn i nánd viö Tollstööina, en fyrir slembilukku átti lögreglubfll leiö þarna framhjá á sama tima og gátu lögregluþjónarnir bjargaö mann- inum. Honum varö ekki meint af volkinu. Um hálftima siðar haföi vakt- maöur um borð i skipi samband við Miðborgarstöðina og sagöist hafa séð mann falla milli skips og bryggju. Þrir þeirra lögreglu- manna sem fóru á staöinn, þeir Benedikt Lund, Guömundur Baldursson og Höröur Haröarson, gátu bjargaö manninum meö þvi að kasta sér i sjóinn og koma björgunarbelti utan um hann. Maöurinn var allþrekaöur þegar hann kom upp úr sjónum og var fluttur á slysadeild Borgar- spitalans en fékk að fara heim um hádegi á laugardag. —P.M. Hefurþú prófað djúpnæringu? Viö ábyrgjumst aö háriö veröur silkimjúkt og glansandi eins falleg og þaö mögulega getur oröiö. íx ~ J&v"ft, IIIII .. Djúpnæringakúrareru nauðsynlegirfyrirháriðsérstaklega það sem sett hefur verið permanent í. Bjóðum einnig tfskuklippingar, litanir, permanent, Henna litanir og úrval at’ hársnyrtivörum. HÁRSKERINN Skúlagötu 54, sími 28141 RAKARASTOFAN Dalbraut 1, sími 86312 HÁRSNYRTISTOFAN PAPILLA Laugavegi 24 simi 17144

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.