Vísir - 21.04.1980, Blaðsíða 6

Vísir - 21.04.1980, Blaðsíða 6
VÍSIR Mánudagur 21. april 1980 * JS * '. ♦ ♦ 6 1 Tíu fangar á Litla-Hrauni efndu til uppbots: Hafa verið hálfan mánuð í einangrun Tiu fangar á Litla-Hrauni stóðu fyrir mótmæla- aðgerðum þar á staðnum á föstudaginn langa, vegna þess að fangi hafði verið lokaður inni i ein- angrunarklefa. Þurfti að beita þá valdi þegar þeir neituðu það hlýða, og voru þeir siðan flestir settir i einangrun á eftir. Að sögn Frimanns Sigurðssynar, yfirfanga- varðar á Litla-Hrauni hafði einn fangi neytt lyfja, sem hann hafði komist yfir. Þegar það komst upp var hann settur i einangrunarklefa. Var þetta aðalástæðan fyrir uppþoti fanganna, en einnig tengdist þessu máli að tveir fangar sem nýkomn- ir voru á Litla Hraun, neituðu að hreinsa til á sal- emi i kjallara þar sem einangrunarklefarnir eru. Frimann sagði að þegar fangar áttu að hverfa til klefa sinna á föstudaginn langa, hefðu þrjátiu i fyrstu neitað að fara úr dagstofu fangelsisins fyrr en sá sem settur hafði verið i ein- angrun, yrði látinn laus. Fengu þeir þá smáfrest til að hverfa til klefa sinna, en þegar fanga- verðirnir komu aftur, voru enn tiu fangar sem neituðu að hlýðn- ast. Varð þá að beita valdi til að koma þeim i klefa sina. Urðu þar nokkur átök, þvi sumir fanganna beittu sér af alefli. Voru fjórir af þessum tiu þá strax settir í einangrun, en sá eini sem þar var fyrir var tekinn út. Daginn eftir voru svo aðrir fjórir fluttir i einangrun i Siðu- múlafangelsið. Frimann sagði að þetta væri alvarlegur atburður og væri langt siðan slikt hefði gerst á Litla-Hrauni. Hefðu mennirnir verið hafðir i einangrunar- sellum i 7-10 daga, en siðan lokaðir inni i klefum sinum. 1 einangrun hafa þeir þvi verið i meira en hálfan mánuð. Einn af aðstandendum þeirra fanga sem haldið hefur verið i einangrun, sagðist hafa reynt að fá að ræða við viðkomandi fanga en án árangurs. Hefði hann rætt við fangelsisstjórann, umboðsfulltrúann i dómsmála- ráðuneytinu og dómsmálaráð- herra, en hvergi fengið nein svör t.a.m. um það hversu lengi fangarnir yrðu hafðir i ein- angrun. Fannst honum að hefðu fangarnir verið að mótmæla einhverju, hefði átt að vera hægt að ræða við þá. Fangar hlytu að hafa einhver mannrétt- indi, enda mótmæltu þeir ekki nema eitthvað væri að. —HR Séð inn f einn af einangrunarklefunum á Litla-Hrauni eða „sellu” eins og þeir eru kaliaðir: Það eina sem menn mega hafa við hendina er Bibiian. — Vlsismynd GVA Kópavogsleikhúsið sýnir gamanleikinn „ÞORLAKUR ÞREYTTI" í Kopovogsbioi í kvöld kl. 20.00. ATHUGIÐ! Þor sem leikór félogsins er senn ó enda fer sýningum að fækka Leikurinn hefur fengið frábærar móttökur, hér eru nokkur sýnishorn úr umsögnum um hann: ... viljirðu fara i leikhús til aö hlæja, þá skaltu ekki láta þessa sýningu fara fram hjá þér. Hún krefst ekki annars af þér. BS-Visir Það er þess virði aö sjá Þorlák þreytta, ekki sist i þvi skyni að kynnast þvi hvernig fólk skemmti sér áður en heimsþjáningin tók endanlega völdin. JH-Morgunblaðinu Þaö var margt sem hjálpaðist að við að gera þessa áýningu skemmtilega, en þyngst á metunum var þó sú leikgleði sem einkenndi hana. SS-Helgarpóstinum ...ekki bar á ööru en að Kópavogsbúar tækju Þorláki vel, leikhúsiö fullsetiö og heilmikið hlegið og klappaö. ÓJ-Dagblaðinu ...leikritiö er frábært og öllum ráðlagt að sjá það, sem vilja skellihlæja og skemmta sér eina kvöldstund. Timaritið FÓI.K Næsta sýning fimmtudag (Sumardaginn fyrsta) kl. 20.30 Miðasolo fró kl. 1Ö - Sími 41965 Þjóðielkhúsiö: Málverk af Jökli Jakobssynl afhjúpað „Jökull Jakobsson hristi ekki leikritin fram úr erminni. Ein hvern tima var talaö um blóð, svita og tár og það er enginn vafi á þvi að það var hans blóö oghans tár. En engan mann veií ég umsem átti jafnauö\ elt meö að skrifa þegar stíflurnar brustu,” sagði Sveinn Ein- arsson þjóöleikhússtjóri m.a. i ræöu sem hann hélt viö afhjúpun málverks af Jökli heitnum i Þjóöleikhúsinu i gær- dag. Málverkið er eftir listmál- Fimm ára drengur lést eftir umferðar- slys Fimmr ára gamall drengur frá Siglufirði lést á sjúkrahúsi i Reykjavik á föstudags- kvöld af völdum meiðsla, sem hann hlaut er hann varð fyrir bil á Siglufirði. Drengurinn hét Freyr, og var sonur hjónanna ómars Möller og Magneu Sigurbjörnsdóttur. Hann slasaðist alvarlega er hann varö fyrir bil skammt frá heimili sinu við Suðurgötu á Siglufirði 11. april siðastliðinn. Freyr var fluttur meðvitundarlaus með sjúkraflug- vél til Reykjavikur þar sem hann var lagður inn á gjörgæsludeild Borgarspitalans. Þar lést hann svo á föstudagskvöldið án þess að hafa komist til meövitundar. -ÞRJ.Siglufiröi. arann Baltasar en það voru for- eldrar Jökuls, dr. Jakob Jóns- son og Þóra Einarsdóttir, sem gáfu Þjóöleikhúsinu það i tilefni af 30 ára afmæli leikhússins. Viöstaddir athöfnina i gær voru ættingjar Jökuls, þjóðleikhús- stjóri, leikarar og ýmsir gestir, auk listmálarans. 1 gærkvöldi var siðan hátiðar- dagskrá i tilefni afmælis Þjóð- leikhússins. Foreldrar Jökuls heitins Jakobssonar afhjiipa málverk þaö sem þau hafa gefiö Þjóöleikhúsinu. — Visismynd: BG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.