Vísir - 16.05.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 16.05.1980, Blaðsíða 1
 Föstudagur 16. maí 1980/ 116. tbl. 70. árg. Byggðasióður veitir fé í Lislhúsio á Akureyri: SðLNES HF. FÉKK 5 MILLJðNA FRAMLAG „Það voru samþykktar 5 milljónir til endur- bóta og útbúnaðar á Listhúsinu á Akureyri," sagði Krist- inn Siemsen hjá Fram- kvæmdastofnun rikis- ins. Það var félagiB Sólnes hf. sem sótti um þessa fjárveitingu i ByggBasjóB fyrir hönd Listhúss- ins á Akureyri. í umsókninni komfram, aBupphæBinni skyldi verja til breytinga, endurbóta og kaupa til aö setja upp mark- aö fyrir innlend listaverk og safnmuni, aö sögn Kristins. Hann sagBi ennfremur, að ef einhver maöur sækti um lán vegna kostnaðar, sem væri viðurkenndur, gæti hann átt von á að fá 10-20% af upphæðinni. Samkvæmt þessu hefur Sólnes hf. þá sótt um 50-100 milljónir i sjóðinn. Það var Sverrir Hermannsson forstjóri Framkvæmdastofn- unar, sem bar upp tillöguna um aö veita Sólnes hf. upphæð úr sjóðnum, en i stjórn Fram- kvæmdastofnunar eiga sæti Eggert Haukdal stjórnarfor- maður, og alþingismennirnir Þórarinn Sigurjónsson, Stefán Guðmundsson, Geir Gunnars- son, Matthias Bjarnason, Stein- þór Gestsson og Karl Steinar Guðnason. Þó Sverrir, sem situr stjórnarfundina, hafi tillögu- rétt, hefur hann ekki atkvæðis- rétt á fundunum. Stjórnarmenn munu ekki hafa verið á einu máli um afgreiðslu þessa tiltekna máls, en erfitt reyndist að fá uppúr fundar- mönnum, hvernig atkvæði féllu, var ýmist, að menn sögðust ekki muna það eða vvssu ekki hvort þeir mættu segja þaö. Sam- kvæmt áreiðanlegumheimildum YIsis féllu þó atkvæð I atkvæða- greiðslunni þannig. að 6 voru með, en 1 á móti. Sá sem var á móti, var Geir Gunnarsson. —K.Þ I I I I I I I I I I I J „Aaaa hvað það er gott að hjúfra sig saman" gætu þessir krakkar veriö aðsegja,en þessa skemmtilegu mynd tók Jens ljósmyndari VIsis Isund- laug Vesturbæjar I vorbliðunni I gær. Vonandi verður vorið áfram hjá okkur svo að ánægjutilfinningin sem skln úr andlitum barnanna megi haldast. Jóhann Hafstein, fyrrv. forsætis- ráðherra. Jóhann Haf- stein látinn Jóhann Hafstein fyrrverandi forsætisráðherra lést I Reykja- vfk aðfaranótt fimmtudags 64 ára að aldri. Hann var fæddur 19. september 1915 á Akureyri, sonur Júliusar Havsteen sýslumanns og konu hans Þórunnar Jónsdóttur Havsteen. Jóhann sat á Alþingi frá 1946 og varð forstætisráðherra við fráfall Bjarna Benediktssonar I júli 1970. Jóhann Hafstein gegndi fjöl- mörgum trúnaðarstörfum auk ráðherradóms. Eftirlifandi kona hans er Ragnheiður Hauksdóttir Hafstein. —SG. Skólastlóramállö: RANNSÚKN AÐ LJÚKA Rannsóknarlögregla rikisins er nú I þann veginn að ljúka rann- sókn skólastjóramálsins I Grindavik. Rlkissaksóknari óskaði eftir þessari rannsókn á grundvelli kæru frá Friðbirni Gunnlaugssyni fyrrverandi skólastjóra I Grindavik. Var krafist þess að fram færi opinber rannsókn á þeim ástæð- um og atburðum sem urðu til þess að opinberum starfsmanni var meinað að rækja starf sitt og hafi séð sig knúinn til að segja af sér embætti, en á þessa leið vár kær- an orBuB. Hefur rannsókn málsins staBiB yfir frá þvi i október á siBasta ári en skólstjóramáliB vakti mikla athygli þá um haust- iö. —SG II „Fæ eKKl séð pá gagnrýnl. sem menn tiaia pöst lesa úr skýrslunni" segl velðlmálastlórl Bætur fyrir brot af tjóninu - segir Skúli Pálsson á Laxalóni um tiliðgur nefndarinnar ii ,,Ég hef nú ekki farið I gegnum skýrsluna ennþá, en þessar bætur eru ekki nema brot af þvi tjóni sem hefur orðið," sagði Skúli Pálsson að Laxalóni er Visir spurði hann álits á niðurstöðum nefndar sem skipuð var i fyrra til að kanna ýmis mál i sambandi við fiskirækt Skúla að Laxaióni. Nefndin, sem skilaði áliti fyrir nokkrum dögum, leggur til að beinar bætur rikisins til Skúla nemi 60-70 milljnónum auk þess sem gert er ráð fyrir lánafyrir- greiðslu rikissjóös. „Þetta er 30ára tjón hjá mér og nefndin leggur til að mér verði bætt það með sem samsvarar 2 milljónum á ári. Það er hlægi- legt," sagði Skúli. „Þó að tjónið sé auBvitaB tilfinnanlegast fyrir mig þá er þaB mest fyrir land og þjóB. ÞaB er buiB aB snuBa þjóBina — ekki um milljarB, heldur tugi milljarBa." 1 áðurnefndri skýrslu hefur þótt méga lesa gagnrýni á þá embættismenn sem fjallaB hafa um LaxalónsmáliB. Visir leitaBi til Þórs GuBjónssonar veiBimála- stjóra og spurBi han álits á skýrslunni. „Ég hef nú varla gert meira en aB fletta skýrslunni þvl ég var rétt aB fá hana i hendurnar," sagði Þór. „Ég fæ þó ekki séð i fljótu bragBi þá gagnrýni sem menn hafa þóst lesa úr skýrslunni eBa nokkuB sem réttlætir ummæli Arna Gunnarssonar alþingis- manns I blöðum undanfarið um þetta Laxalónsmál, sem virðist sérstakt persónulegt áhugamál þingmannsins." ÞJH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.