Vísir - 16.05.1980, Blaðsíða 23

Vísir - 16.05.1980, Blaðsíða 23
vism Föstudagur 16. mal 1980 r........................ ................ Mótið sem áltl að vera endurteknlng a aiDlnOlega skakmðtlnu I London ðrlð 1922: Slgur Mlles bætti upp uarveru Sovðtmannanna 27 Fyrir nær 60 árum, eða nánar tiltekið 1922 héldu Englendingar frægt alþjóðlegt skákmót I London. Til mótsins komu flest- allir fremstu skákmenn þess tfma, svo sem Alechine, Vidmar, Rubinstein, Bogolju- bov og Reti, aö ógleymdum heimsmeistaranum Capa- blanca, sem tefldi þarna á sinu fyrsta móti, eftir að hafa unniö titilinn frá Lasker árið áður. Capa vann öruggan sigur fékk 13vinninga af 15 mögu- legum og varö 1 1/2 vinningi á undan Alechine. Slikt stórmót hefur aldrei aftur verið haldiö á enskri grund, þó Englendinga hafi jafnan dreymt um að standa aftur aö slikum viðburöi. Framfarir ensku skákmannanna undanfarin ár hafa ýtt undir slikar bollalegg- ingar, og fyrir skömmu tók fyrirtækið Philips and Drew Kings af skarið og fjármagnaði stórmót sem minna skyldi á mótið góða frá 1922. Boð voru send mörgum öflugustu skák- mönnum heims, svo sem heims- meistaranum Karpov og fleiri sovéskum skákmönnum. Þó Sovétmenn afþökkuðu góð boð, var mikið mannval til staðar eins og úrslit mótsins gefa til kynna: 1.-3. Andersson Sviþjóð Kortsnoj, Sviss Miles, England 8 l/2v. af 13 4.-5. Sosonko, Holland Speelman, England 7 1/2 6.-8. Gherorghiu, Rúmenia Ljubojevic, Júgóslavia Timman, Holland 7 9. Sax, Ungverjaland 6 1/2 10.-12. Browne, Bandarlkin Larsen, Danmörk Stean, England 13. Nunn, England 14. Short , England 5 1/2 4 1/2 2. Hafi fjarvera sovésku kepp- endanna valdið enskum skák- unnendum vonbrigðum, bætti sigur Miles þaö fyllilega upp. Þessi 25 ára gamli snillingur sýndi enn einu sinni, að á næstu árum má búast við honum I návigi viö heimsmeistaratitil- inn. Speelman 23ja ára náöi áfanga að stórmeistaratitili, en hinn 14 ára gamli Short vermdi botninn, eins og raunar hafði verið gert ráð fyrir i upphafi. Miles tefldi þarna margar góðar skákir og hér fylgja tvær þeirra: Hvitur: Gherorghieu Svartur: Miles Drottningarindversk vörn. 1. d4 Rf6 2. C4 e6 3. Rf3 b6 4. Rc3 Bb4 5. Bg5 h6 6. Bh4 g5 7. Bg3 Re4 8. Dc2 Bb7 9. e3 Bxc3+ 10. bxc3 Rxg3 (Endurbót á 10... d6 11. f5, og hvitur fær oft tækifæri á aö leika d5 og Rd4. Leiur Miles er hins- vegar sá eölilegasti I stöðunni og furöulegt að honum skuli ekki hafa verið leikiö fyrr.) 11. hxg3 Rc6 12. Hbl De7 13. c5' h5 14. Be2 (Eða 14. g4 0-0-0 15. Hxh5 Hxh516. gxh5 g4 meö betri stöðu á svart.) 14. ... Ra5 15. Rd2 Bxg2 16. Hxh50-0-0 17. cxb6 axb6 18. Hxh8 Hxh8 19. Bf3 Bxf3 20. Rxf3 Df6 21. Ke2 Rc4 ( Nú gengur ekki 23... Dxg5 24. Da8+ og hrókurinn á h8 fellur. En við þennan peövinning tapar hvitur dýrmætum tima, og svartur þvingar fram vinning með nokkrum hnitmföuðum leikjum.) 22. Da4 D5 23. Rxg5 (Þrátt fyrir mikil uppskipti hefur hvltum ekki tekist að losna úr kverkatakinu. Hvit kóngurinn er hálf vandræða- legur á miðborðinu, enda fer fljótlegaað hitna umhverfis hans hátign.) 23... Kb7! 24. Rf3 Df5 25. Hcl Dg4 26. Ddl Hh5 (Hvltur þolir ekki leppunina eftir 27... Hf5, og leikur því... 27. Kfl Hhl+ 28. Rgl skák 1 i t 1 á t t & t & S# &&* A B C P E F G H _v.;. ^ ■ 5i - Umsjón: j Jóhann örn 1 Sigurjóns- toh- 28... Rxe3+! 29. fxe3 Dxg3 30. Ke2 Hh2+ og hvitur gafst upp. Hann er mát eftir 31. Kd3 Dg6+ 32. e4 Dxe4. Hvítur:Miles Svartur: Larsen Gamalindversk vörn. 1. d4 Rf6 2. c4 d6 3. Rc3 e5 4. Rf3 ( Skákfræðin telur hvitan ekki hagnast neitt á 4. dxe5 5. Dxe8+ Kxd8.) 4... Rb-d7 5. e4 Be7 6. Be2 c6 7. 0-0 a6? (Svartur hyggur á drottn- ingarvængs aðgerðir sem þó veröa aldrei neitt: Eins og svo oft áöur er eðlilegasti leikurinn sá besti, nefnilega 7. 0-0.) 8. Rh4! g6 (8... Rxe4 9. Rxe4 Bxh4 10. Rxd6+ væri gott fyrir hvítan.) 9. Bh6 Db6 10. Rf3 Rg4 (Larsen leggur ekki út I 10... Dxb2 þegar til á að taka. Eftir 11. Ra4 Da3 12. Bcl Db4 13. Bd2 Da3 14. Hbl er svarta drottn- ingin umkringd óvinum m.) 11. Bcl 0-0 12. h3 Rg-f6 13. c5! Dc7 14. cxd6 Dxd6 15. Be3 He8 16. Dc2 exd4 17. Bxd4 c5 18. Be3 Dc7 19. Ha-dl b6 20 Dd2 Bb7 21. Bf4 Dc6 22. e5 Rh5 23. Bc4! Rf8 ( Ef 23.. Ha-d8 24. Bd5 Dc8 25. e6 Bxd5 26. exd7 26. exd7 og vinnur.) 24. Bg5 Ha-d8 25. Rd5 Bxg5 26. Dxg5 Kg7 27. Rf4 Rxf4 28. Dxf4 Hd7 A * 14 IfiPl tt'á 1 t t & # tt © & &é a® 29. Hd6! (Veikleikinn á f7 gerir slikan leik mögulegn.) 29... Dc7 30. Df6+ Kg8 31. Rg5 Hd-e7 32. e6! fxe6 33. Rce6 Gefið. Eftir allsherjar uppskipti á e6 veröur hvitur skiptamun yfir og hefur léttunnið tafl. Jóhann örn Sigurjónsson Byggðirnar græða á góðum vegum Þá eru menn eitthvað að vakna til lifsins um vegagerð, og má það vera ölliim gleðiefni, sem áhyggjur hafa haft af þeim málum síðustu tvo áratugi. Ljóst er að I stóru en strjálbýlu landier erfitt um aila vegagerð, enda vegalengdir hér miklar miðað við mannfjölda. Þær voru það ekki slður á þeim árum, þegar vegir voru lagöir með skóflu og haka og aðkeyrslu- efniðvarflutt i hestakerrum. Sú tegund vegargeröar kom þó landinu I „samband” á miklum erfiðleikatimum I efnahagslegu tilliti, ef undan eru skilin vatna- svæðin við sunnanverðan Vatnajökul. Slðan hafa viNiorfin breyst mikið. Hver fjölskyida svo aö segja á bil, og sumar fleiri en einn, og milli þéttbýlisstaöa gengur stöðugur straumur flutningavagna með vörur. Fólk á þéttbýlisstöðum villsjá landið sitt, og þeir sem bóa i dreifbýli eiga rétt á þvl að geta komist leiðar sinnar án stórrar hættu á að þeir skemmi farartæki sln. Allt þrýstir þetta á um betri vegi. Það sem einkum bendir til þess, aö nýs skilnings sé að vænta um gerð þolanlegra vega er sii ákvöröun stjórnar Fram- kvæmdastofnunar rikisins að veita sjö hundruð milljónum úr Byggðasjóöi til varanlegrar vegagerðar á þessu ári. Hér er um aö ræða tillögu Sverris Her- mannssonar, sem stjórn stofn- unarinnar samþykkti sam- hljóöa, og að þvl er virðist án mikillar umræöu eða tregöu. Að vlsu fleyta sjö hundruð mill- jónir máiinu ekki langt áleiðis, þótt góður stuðningur sé að þeim. Hitt skiptir þó meira máli, að meö þessari samþykkt á tillögu Sverris er sýnt, að I kerfinu er að finna menn, sem skilja hárrétt hvað er á feröinni með kröfunni um varanlega vegi, og eru reiðubúnir aö brjóta blað I þvi efni. Með þvl að samþykkja aö Byggðasjóður skuli leggja fram fé til almennrar vegagerðar er verið að undirstrika svo sem verða má, að varanlegir vegir eru fyrst og fremst stórfellt hags- munaatriði fyrir dreifbýliö. Hin gamla saga um brúargerð I byrjun vegageröar I landinu hefur i ýmsum myndum átt alitof mikil Itök I stjórnmála- mönnum, þegar varanlegir vegir hafa verið til umræðu. Þá var eölilega töluvert rifist um hvaða manndrápsvötn átti að brúa þetta og þetta áriö, og það þóttu tlðindi ef þingmaður gaf eftir brú I sinu kjördæmi. Nú hefur alltof langur tlmi fariö I umræður og þóf um vegagerö almennt, sem blandað hefur verið saman við umræðuna um varanlega vegi. Svarthöfða minnir að Framsóknamenn. hafi yfirleitt rokið upp út af ein- hverjum fjallvegum og skaröa- brautum, hvenær sem minnst var á varanlega vegi, og krafist þess að lokiö yrði nýlagningu vega út I hvert horn iandsins, áður en haldið væri áfram raun- verulegri vegagerð, eins og er við hæfi seinni hluta tuttugustu aldar. Slðan hefur verið látið sitja við skarðabrautirnar, meðan varanlegir vegir hafa þokast áfram um þrjá klló metra á ári, nema þau ár, sem Ingólfur Jónsson á Hellu sneri upp á handleggina á heilli rikis- stjórn til að knýja fram sam- þykkt um gerð austurvegar. Fjárveitingin úr Byggðasjóði er svo markverð og stefnumót andi, að hún er raunar virði sjö sinnum sjö hundruð milljóna. Með henni er viöurkennt I eitt skipti fyrir öll, að það eru byggðirnar sem græða á góðum vegum —dreifbýlið. Þetta hefur auðvitað legiö i augum uppi þótt það hafi ekki veriö viðurkennt fyrr en nú. Og þaöverður ekki hætt fyrr en kominn er varan- legurvegurum alia fjallvegi og skarðabrautir landsins. Hins vegar er sýnt að lengur veröur ekki beöiöniðril byggðum eftir þvi að nývegalagningu ljúki á útkjálkum. Jafnframt er eytt þeim grunsemdum, að um varanlega vegagerö almennt rlki það sjónarmiö, að sllkir vegir komi helvltis Reykvlk- ingunum fyrst og fremst til góða. Það gildir aðeins um Þingvallaveginn, sem ekki má malbika. Svarthöföi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.