Vísir - 20.05.1980, Síða 23

Vísir - 20.05.1980, Síða 23
----4 .. vtsm Þriðjudagur 20. maf 1980 Umsjón: Kristin Þor steinsdóttir Þriðji þáttur „Dýröardagar kvikmyndanna” er á dagskrá sjónvarpsins i kvöld kl. 20.40. Nefnist þessi þáttur „Kúrekahetjurnar” og fjallar hann um hlutverk kúreka f kvikmyndaheiminum. Þátturinn er um 30 minútna langur. — K.Þ. Sonja Diego fréttamaður sér um þáttinn „Umheimurinn” i sjón- varpinu i kvöld kl. 21.35. Og fjall- ar hann að venju um erlenda viö- burði og málefni. — K.Þ. Útvarp kl. 21.45: Siddharta „Siddharta” er eftir Hermann Hesse. Hann fæddist i Wúrtem- berg árið 1877. Hann var bæði skáldsagnahöfundur og ljóðskáld. Faðir Hermanns og afi voru trú- boðar i Indlandi, en hann sjálfur hætti námi i guðfræði og gerðist verslunarmaður i bókabúð áður en hann varð rithöfundur. Hann fór til Indlands árið 1911 og bjó eftir það i Sviss og gerðist rikis- borgari þar. I fyrri heims- styrjöldinni vann Hermann fyrir Rauða krossinn. Hann andaðist i Montagnola, Lugano árið 1962. Hermann Hesse hlaut þó nokk- ur bókmenntaverðlaun á ferli sin- um sem rithöfundur. Þar risa hæst Nóbelsverðlaunin, sem hann fékk árið 1946. Fyrsta saga hans, sem segja má að slegið hafi i gegn var „Peter Camenzind”, sem kom út árið 1904. „Siddharta” kom út árið 1922. — K.Þ. Haraldur ólafsson lektor byrjar lestur sögunnar „Siddharta” I kvöld. í kvöld byrjar Haraldur ólafs- son lektor lestur sögunnar „Sidd- harta,” en hann hefur sjálfur þýtt hana. útvarp Þríðjudagur 20. mai 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. A frí- vaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.40 lslenskt mál. Endurtek- inn þáttur Guörúnar Kvar- an frá 17. þ.m. 15.00 Tónleikasyrpa Létt- klasslsk tónlist, lög leikin á ýmis hljóöfæri. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Slðdegistónleikar. Lárus Sveinsson, Jón Sigurösson, Stefán Þ. Stephensen, Björn Einarsson og Bjarni Guömundsson leika „Intrada og allegro”, verk fyrir tvo trompeta, horn, básúnu og túbu eftir Pál P. Pálsson/Sinfóniuhljómsveit Lundúna leikur Sinfóniu nr. 6 I h-moll op. 74 eftir Tsjalkovský; Loris Tjeknavorjan stj. 17.20 Sagan „Vinur minn Talejtin” eftir Olle Mattson. Guðni Kolbeinsson les þýð- ingu sina (8). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Viösjá. 19.50 Til- kynningar. 20.00 Nútimatónlist. Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 20.30 A hvitum reitum og svörtum. Jón Þ. Þór flytur skákþátt. 21.00 Grunntónn lifsins. Helgi H. Jónsson les erindi eftir Hrafn Sæmundsson prent- ara. 21.20 Septett i C-dúr op. 114 eftir Johnn Nepomuk Hummel.Con Basso-kamm- ersveitin leikur. 21.45 Utvarpssagan: „Sidd- harta” eftirHermann Hesse, Haraldur ólafsson lektor byrjar lestur þýöingar sinnar. 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 Þjóöleg tónlist frá ýms- um löndum. Askell Másson kynnir tónlist frá Bali; — annar hluti. 23.00 A hljóöbergi. 23.35 Tivoli-hljómsveitin i Kaupmannahöfn leikur lög eftir Lumbye. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Miðvikudagur 21. mai 7.00 Veðurfregnir. Fréttir Tónleikar. 7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn. 7.25 Morgunpósturinn. (8.00 Fréttir). 8.15 Veöurfregnir. Forustu- gr. dagbl. (útdr.) Dagskrá. Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna. 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Morguntónleikar. 11.00 „Sannleikurinn mun gjöra yöur frjálsa”. Prédik- uneftirséra Bjarna Jónsson dómkirkjuprest, flutt á aldarafmæli Jóns Sigurös- sonarforseta 1911. Benedikt Arnkelsson cand. theol. les. (1 þessum mánuöi er öld liö- in frá greftrun Jóns og konu hans I Reykjavik). 11.25 Kirkjutónlist. einsöngvarakórinn syngur Fjóra sálma op. 74 eftir Ed- vard Grieg; Knut Nystedt stj. sjónvarp Þriðjudagur 20. mai 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Tommi og Jenni 20.40 Dýrðardagar kvikmynd- anna.Þriðji þáttur. Kúreka- hetjurnar Þýöandi Jón O. Edwald. 21.10 Óvænt endalok Tiundi þáttur. Þýöandi Kristmann Eiðsson. 21.35 UmheimurinnÞáttur um erlenda viöburöi og málefni. Umsjónarmaður Sonja Diego. 22.25 Dagskrárlok „Gáiumaður” leitar sátta t Póltandt Merkilegur fundur á sér staö I Póllandi um þessar mundir milli Frakklandsforseta og Bresnéfs. Taliö er aö þeir séu aö ræöa Afganistan. Vegna afstööu margra þjóöa til ólympfuleik- anna I Moskvu er svo komið, aö Sovétmenn leita nú örþrifaráöa á siöustu stundu til aö bjarga leikunum. Frakkar hafa alltaf veriö mikiö „gáfumannafélag”, og þess vegna viöræöuhæfir fyr- ir Sovétmenn á neyöarstundu. Taliö er vist aö Frakklandsfor- seti veröi aö koma af þessum Póllandsfundi meö einhverja viöhlitandi lausn á Afganistan- málinu. Hún gæti þó hæglega veriö á þann veg, aö Frakkland yröi aö pressa duglega vina- þjóöir I vestri til aö fá þær til aö samþykkja aö leika sér í Moskvu gegn meira eöa minna dulbúnum undanslætti I Afganistan. Hegöun Frakka I þessu máli á ekki eftir aö auö- velda lausn Afganistandeilunn- ar og deilunnar um Ólympiu- leikana, fyrst sú afstaöa var tekin víöa aö senda ekki keppnisfólk þangaö. Sáttaboö þaö sem Frakklandsforseti kemur meö frá Póllandi hlýtur aö veröa þannig aö þaö bindi Afganistan I ánauö til frambúö- ar, veröi aö þvl gengiö til þess aö ólympluleikar veröi haldnir meö venjulegum hætti. Þaö er nefnilega ekki laust sem skratt- inn heldur. Þannig er Ijóst aö „gáfu- mannafélög” I Vestur-Evrópu eins og Frakkar stuöla meö ógæfulegum hætti aö þvl aö eyöileggja andmæli grannþjóöa viö ofbeldisverkum Rússa. Þaö getur veriö gott aö leita sátta viö þá sem sættir halda og raun- verulegar sættir vilja, en Frakkar hafa ekki veriö hinn sterki aöili á Vesturlöndum I sambúöarvandamálum viö rauö einræöisrlki. Þeir hafa raunar sjaldan veriö hinn sterki aöili I Evrópu á þessari öld, og þvl er von aö Sovétmenn kalli þá nú til fundar, þegar þeir þurfa aö koma einhverjum yfirbreiöslum á Afganistan til aö bjarga ólympiuleikunum I horn. Þótt Svarthöföi hafi veriö þeirrar skoðunar, aö ekki sé stórmannlegt aö blanda ólympiuleikum I deiluna út af Afganistan, er þó betra aö hafa þá deilu klára og kvitta en gefa Frökkum nú tækifæri til aö flækja máliö gegn einhverjum skyndi-Ioforöum út af Afganist- an. Eftir þaö gefst Sovétmönn- um tækifæri til aö hefja stór- fellda „friöarsókn” á Vestur- löndum meö tilheyrandi Kefla- vlkurgöngum, skólauppþotum og spjaldagný. Forustulaus Vesturlönd meö Frakka I samn- ingaumleitunum veröa þá enn einu sinni notuö sem vettvangur pólitlskra átaka til framdráttar þvl nýja þjóöskipulagi, sem ver- iö er aö koma á I Afganistan. Þannig gegna Vesturlönd meö vissu millibili hlutverki læmingjans, sem gengur ötull til sjávar og út I tortiminguna. Viö islendingar hljótum aö fylgjast meö fundi Frakklands- forseta og Brésnévs meö nokk- urri eftirvæntingu. Hér á landi skiptast mál nokkuö eftir stundarsveiflum erlendis fyrir tilverknaö háværs minnihluta, sem óafvitandi aö miklum hluta er I raun aö reyna aö þramma okkur inn I riki framtiöarinnar, eins og þaö hefur þegar birst okkur I Afganistan. Sakleysi og rugluð dómgreind hafa valdiö þvl, aö þrátt fyrir innrás I full- valda rlki austur i Aslu, stara menn bláum augum á svonefnt hlutleysi eins og hina einu sönnu lausn á sambúðarvandamálum heimsbyggöarinnar. Og þaö er einmitt eitt sambúöarvanda- máliö, sem Frakklandsforseti finnur sig nú knúinn til aö leysa meö aöstoö Brésnévs. Aftur á móti er ekki aö þvl spurt hverjir hafi verið helstu smiöir sambúöarvandamála siðan seinni heimsstyrjöldinni lauk. Um þaö varöar engan á svona stundum. Þaö er einungis hugsaö um aö semja sér per- sónulega til lofs og dýröar. Og liklega hefur hégóminn lengst af veriö stærsti bandamaöur Sovétþjóöa siöastliöna áratugi. Svarthöföi

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.