Vísir - 05.06.1980, Side 8
8
VÍSIR
Fimmtudagur 5. júni 1980.
Útgefandi: Reykjaprent h.f.
Framkvæmdastióri: DavlA Guðmundsson.
Ritstjórar: óiafur Ragnarsson og Eliert B. Schram.
Ritstjórnartuiltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri
erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammenarup, Fríða
Astvaldsdóttlr, Halldór Reynlsson, lllugi Jökulsson, Jónlna Michaelsdóttir, Kristin
Þorstelnsdóttir, Magdalena Schram, Páll Aðagnússon, Sigurjón Valdimarsson,
Sæmundur Guðvlnsson, Þórunn J. Hafstein. Blaðamaður á Akureyri: GIsii Sigur
geirsson. Iþróttir: Gylfl Kristjánsson, Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi
Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun:
Gunnar Trausti Guðbjörnsson og Magnús Olafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson.
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson.
Ritstjórn: Siðumúla 14 simi 86óll 7 linur. Auglýsingar og skrifstofur: Síðumúla 8
simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611.
Askriftargjald er kr.SOOO á mánuði ínnanlands og verð i lausasölu 250 krónur ein-
takið. Visirer prentaður I Blaðaprenti h.f. Slðumúla 14.
Fulltrúar forsetaframbjó&endanna fjögurra kynna sér niöurstööur skoöanakönnunar
VIsis á ritstjórnarskrifstofu bla&sins aö morgni þess dags, sem hún var birt almenningi.
Þeir höföu áöur fengiö aö kynna sér grunngögn hennar og fylgjast meö vinnubrög&um
viö framkvæmd könnunarinnar.
unnið
Oft hefur raunin orðið sú,
þegar niðurstöður skoðanakann-
ana hér á landi hafa verið birtar,
að menn hafa verið ánægðir með
niðurstöðurnar, ef þær hafa
verið þeim hagstæðar, annars
ekki.
Nú ber nýrra við. Við birtingu
niðurstaðna úr viðamikilli skoð-
anakönnun Vísis um fylgi fram-
bjóðenda við forsetakjör, hafa
talsmenn allra frambjóðendanna
haft á orði, að þeir dragi ekki
niðurstöður könnunarinnar í efa,
jafnvel þótt þær séu þeim mis-
hagstæðar, einfaldlega vegna
þess að könnunin haf i verið unnin
„á vísindalega viðurkenndan
hátt samkvæmt marktæku úr-
taki", eins og einn talsmaðurinn
orðaði það í frétt í Vísi í fyrra-
dag.
Viðamestu skoðanakannanir
Vísis til þessa hafa einmitt verið
unnar á sama hátt, en þetta er í
fyrsta sinn, sem aðilum
könnunarinnar er boðið að fylgj-
ast með gerð hennar.
Óskar Friðriksson, talsmaður
stuðningsmanna Péturs Thor-
steinssonar, sagðist ekki hafa
getað betur séð en að vinnu-
brögðin við Vísiskönnunina hafi
verið til fyrirmyndar og könnun-
in ekkert sambærileg við aðrar,
sem farið hefðu fram um fylgi
forsetaframbjóðenda.
Þorvaldur Mawby, talsmaður
stuðningsmanna Alberts Guð-
mundssonar, sagðist telja, að
eins visindalega og könnun Vísis
hefði verið unnin, væri ekki
spurning um að hún væri mark-
tæk varðandi ástandið um þessar
mundir.
óskar Magnússon, starfs-
maður á skrifstofu Guðlaugs
Þorvaldssonar, sagði í Vísi í
fyrradag, að framkvæmd könn-
unar blaðsins væri til mikillar
fyrirmyndar.
Gunnar Gunnarsson, tals-
maður stuðningsmanna Vigdísar
Finnbogadóttur sagði í gær, að
könnun Dagblaðsins hefði alls
ekki verið sambærileg við
könnun Vísis hvað vinnubrögð
snertir. Gunnar sagði „vinnu-
brögðin við Vísiskönnunina, eins
og við kynntum okkur þau, voru
til fyrirmyndar og þannig á að
vinna kannanir af þessu tagi".
Hér er um að
ræða verkefni, sem ekki er sama
hvernig staðið er að, og skiptir í
því sambandi einna mestu, hvort
sá grunnur, sem könnunin er
byggð á, endurspegli örugglega í
smækkaðri mynd, þann hóp, sem
skoðanakönnuninni er beint að. I
úrtakinu, sem notað var í könnun
Vísis, voru 1055 manns af landinu
öllu. Við vinnslu þess hjá Reikni-
stofnun Háskóla íslands var það
vísindalega valið með tilliti til
þess að það gæfi spegilmynd af
þjóðinni og hlutföll aldurs, kyns
og búsetu væri hin sömu og í kjör-
skrá Hagstofu (slands, sem
byggt var á.
Við gerð formála, sem spyrj-
endur í könnuninni höfðu yfir
áður en þeir spurðu þátttakendur
svo og við hönnun fyrirspurna-
formsins, var gætt fyllstu óhlut-
drægni. Og til þess að eyða
hugsanlegri tortryggni þeirra
aðila, sem skoðanakönnunin
snerti, var svo fulltrúum fram-
bjóðendanna boðið að kynna sér
gögnin, vinnubrögðin og niður-
stöðurnar.
Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt
er gert hér á landi, en verður
væntanlega ekki í hið síðasta,
enda nauðsynlegt að vinna slík
viðkvæm verkefni fyrir opnum
tjöldum. Það er að minnsta kosti
skoðun ritstjórnar Vísis og
verður forvitnilegt að sjá hvort
aðrir framkvæmdaaðilar skoð-
anakannana hér á landi séu sama
sinnis.
Torfærukeppnin vlð Hellu:
EINN BAR AF ÖÐRUNI
Torfærukeppni Flugbjörg-
unarsveitarinnar á Hellu var
haldin um síöustu helgi meö
sama myndarbrag og undanfar-
in ár. Keppni hófst kl. 14 á
veðurblíöum laugardeginum viö
Varmadalslæk austan viö Hellu.
A þriöja þúsund áhorfendur
voru mættir á svæöiö en 7 bflar
hófu keppni, 6 Willys jeppar og
einn Bronco.
8 brautir voru lagöar, hver
með sinni þraut. Ekiö var upp
brattar brekkur, þröng gil,
dekkjagryfju, yfir hrúgu slma-
staura og I krappar beygjur, svo
eitthvaö sé nefnt. Drullupyttir
eru vinsælar þrautir, auk
aksturs viö misjöfn skilyröi i
Varmadalslæknum, sem
reyndar er straumharöari en
margur heldur.
Þegar þrautaleikurinn var
hálfnaöur, haföi einn bllanna
brotiö drifskaft og helltist þvi úr
lestinni. Þá þegar hafði Gunn-
laugur Bjarnason náö forskoti
sem hann hélt meö glæsibrag út
keppnina.
t hálfleik haföi bill hans
Willys ’74 komist yfir dekkja-
gryfju sem var öörum jeppum
ofviöa. Þá haföi hann bakkað
upp háa sandbrekku og öllum á
óvart, komist upp á topp — en
slikt haföi mönnum þótt afar
ósennilegt aö nokkur bill færi.
„Mjög erfitt er aö halda bllum i
beinni braut þegar bakkaö er
viö jafn erfiö skilyröi og þarna
voru” sagöi Óli Már Aronsson
einn flugbjörgunarmanna á
Hellu er blaöamaöur innti hann
eftir keppninni.
Slöasta þrautin var akstur
niöur meö Varmadalslæk og
supu tveir jeppar slíkar hveljur,
aö þeir áttu erfitt meö gang-
setningu.
Sigurvegarar voru:
1.1660 stig af 1800.
Gunnlaugur Bjarnason frá
Múlakoti á Siöu i Skaftafells-
sýslu á Z—907 sem er 8 cyl.
Willys ’74. Hann hlaut kr.
300.000 I vinning auk bikars og
gullpenings.
„Ég hef átt jeppa slöan 1972 en tók fyrst þátt I móti á Heliu 1978. Þá varö ég frá aö hverfa meö brotiö
framdrif” sagöi hinn nýbakaöi torfærumeistari Gunnlaugur Bjarnason.
BIII Sighvats Hafsteinssonar, sem hafnaöi I 3. sæti^á leiö yfir
staura i timabraut.
Gunnlaugur leggur af staö I þraut — afturábak upp háa sand-
brekku.
nr. 2. 1430 stig.
Sigurjón Eiriksson frá Lýt-
ingsstööum i Holtahreppi,
Rangárvallasýslu á Y—3366
sem er 6 cyl. Willys ’67 árgerö.
3. 1425 stig.
Sighvatur Hafsteinsson,
Þykkvabæ á 8 cyl. Willys árg.
’75 , G—13862.
Þeir Sigurjón og Sighvatur
hlutu einnig peningaverðlaun og
verölaunapeninga.
3000 kr. kostaöi inn á keppni-
svæöiö og allur ágóði rennur til
starfs Flugbjörgunarsveitar-
innar á Hellu. Aö sögn Óla Más
Aronssonar er þetta helsta fjár-
öflunarleiö félagsins — en þeir
þurfa aö standa fullan straum af
kostnaöi viö keppnina. „Viö
njótum I engu sérstakra friö-
inda t.d. viö auglýsingar á mót-
um þessum i rikisfjölmiðlum
þótt hér sé fyrst og fremst um
að ræöa björgunarstarf i þágu
almennings” sagði Ólafur Már
aö lokum.