Morgunblaðið - 09.04.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.04.2002, Blaðsíða 16
SUÐURNES 16 ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Æfingabekkir Hreyfingar Ármúla 24, sími 568 0677  Er vöðvabólga að hrjá þig í baki, öxlum eða handleggjum?  Stirðleiki í mjöðmum og þreyta í fótum?  Vantar þig aukið blóðstreymi og þol?  Þá hentar æfingakerfið okkar þér vel. Reynslan hefur sýnt að þetta æfingakerfi hentar sérlega vel fólki á öllum aldri, sem ekki hefur stundað einhverja líkams- þjálfun í langan tíma. Sjö bekkja æfingakerfið liðkar styrkir og eykur blóð- streymi til vöðvanna. Hver tími endar á góðri slökun. Við erum einnig með göngubraut, þrekstiga og tvo auka nuddbekki. Frír kynningartími Apríltilb oð: 12 tíma r kr. 6.50 0  Byrgið er kristilegt líknarfélag sem var stofnað árið 1996, sem lít- ið meðferðarheimili fyrir heim- ilislausa vímuefnaneytendur.  Í mars 1999 var hafist handa við uppbyggingu í Rockville. Þar er nú starfrækt langtímameðferð og skiptist hún í vímuefnameðferð, vinnuaðlögun, líkamsþjálfun og nám.  Byrgið hefur undanfarin ár ver- ið að byggja upp sérhæfða með- ferð fyrir afbrotamenn, enda meirihluti skjólstæðinga með af- brotaferil.  80% núverandi skjólstæðinga voru heimilislausir við komu.  Í ársskýrslu Byrgisins í Rock- ville fyrir 2001 segir að 30% skjól- stæðinga hafi hlotið varanlegan og góðan bata.  60% skjólstæðinga á síðasta ári höfðu neyslusögu sem nam 15–25 árum samfleytt eða lengur. „ÉG VAR fljótur að átta mig á því þegar ég kom hingað í Byrgið að þetta var allt öðruvísi en ég hélt, ég var haldinn miklum ranghugmynd- um um starfsemina hérna,“ segir Hreinn, 35 ára, sem hefur dvalið í Byrginu í um sjö mánuði. „Ég hef farið nokkrum sinnum í meðferð síð- an ég var tvítugur. Ég náði einu sinni að vera edrú í sex ár, en það var allt- af eins og það vantaði eitthvað inn í lífið. Mér hefur aldrei liðið betur en núna. Þó að hlutirnir séu í meiri steik en nokkru sinni áður. Ég gekk í gegnum skilnað fyrir tveimur árum og ég hef aldrei skuldað meira en ég geri nú og aldrei liðið eins illa og þeg- ar ég kom hingað í Byrgið í haust. Þegar ég kom vissi ég ekki hvað ég var að koma inn í, en ég ákvað að gefa þessu tækifæri og leyfa Drottni að vinna í mér. Ég hef fengið svör við svo mörgu, þetta stendur allt í Bibl- íunni. Ég veit hvað hefur hjálpað mér, það er trúin.“ Hreinn er farinn að vinna í Byrg- inu sem vaktmaður, tekur á móti nýjum skjólstæðingum. „Það er mjög gefandi. Ég þekki þetta svo vel sjálfur, hef þessa reynslu sem ég mun búa að alla ævi.“ Sigurður er tvítugur og hefur dvalið í Byrginu í tæpa tvo mánuði. Hann hafði einu sinni farið í meðferð áður. Hann segist hafa verið harður kókaínneytandi áður en hann kom og hafi byrjað ungur að neyta áfengis. Í kjölfarið fylgdi amfetamín, e-töflur og sýra. „Ég ætlaði aldrei að vera hér lengur en í tvær vikur,“ segir Sigurður um komu sína í Byrgið. „En síðan frelsaðist ég og þá breytt- ist líf mitt algjörlega. Ég hef engar áhyggjur núna og ég finn ekki fyrir fíkn. Ég spái ekki í það, Drottinn leiðir mig í gegnum daginn.“ Sigurður segist hafa verið edrú um tíma fram að síðustu jólum, „en svo datt ég hryllilega í það og klúðr- aði öllu sem ég hugsanlega gat klúðr- að. Það þarf ekki nema tvo daga til þess. Því lengur sem ég var edrú inn á milli, þeim mun meira tókst mér að klúðra hlutunum þegar ég datt í það. Þú byrjar bara þar sem frá var horf- ið og leiðin liggur alltaf dýpra.“ Sigurður og Hreinn segja alla inn- an Byrgisins jafna. „Það er nú þann- ig að það er alveg sama hvaðan við komum, við erum öll eins og öll jöfn,“ segir Hreinn. „Róni úr Austurstræt- inu er ekkert verri en sá sem dettur í það í fína húsinu sínu á Arnarnesi. Við erum öll jöfn fyrir Drottni.“ „Í Byrginu eru allir jafnir“ „MÉR FANNST allt vonlaust þegar ég kom hingað, lífið var búið, það var ekki mikið eftir. Mig langaði ekki að taka þátt í þessu lífi lengur.“ Þannig lýsir Hreinn Jónsson, 35 ára þriggja barna faðir, líðan sinni er hann kom í Byrgið fyrir rúmu hálfu ári. „En mér hefur aldrei liðið betur en núna.“ Hreinn er einn af 60 skjólstæðing- um endurhæfingarsambýlisins í dag, en þangað geta leitað til meðferðar þeir sem eiga við vímuefna- og áfengisvanda að etja. Það er sérstök tilfinning að koma að Byrginu í Rockville á Miðnes- heiði. Þorpið Rockville stendur þar í auðninni, vírgirt á alla kanta, enda var þar áður ratsjárstöð varnarliðs- ins. Innan vírgirðingarinnar eru hús í misjöfnu ásigkomulagi, en þegar uppbygging endurhæfingarsambýlis Byrgisins hófst fyrir þremur árum hafði þorpið staðið yfirgefið um hríð og hvorki hiti né rafmagn verið á húsunum í tvö ár. Offiserabarinn svokallaði er því ekki svipur hjá sjón. Þar sem áður var dansað og öl þjórað í vindlingareykmettuðu lofti, er nú fúkkalykt, loftplötur að hrynja og parktetlagt dansgólfið bólgið af sagga og gjörsamlega ónýtt. „Við höfum unnið að því hörðum höndum að gera upp húsin hérna,“ segir Jón Arnar Einarsson, sem var leiðsögumaður blaðamanns og ljós- myndara um Rockville. „Við höfum nýlokið við að hreinsa allt út úr barn- um, því hér stendur til að hafa sam- komusal og félagsaðstöðu.“ Viðhald- ið er lengra á veg komið í mörgum öðrum húsum og í íbúðarhúsum þar sem skjólstæðingar Byrgisins búa á nokkurs konar heimavistum, er að- staðan orðin góð og sömu sögu má segja um mötuneytið og skrifstofur. Íþróttahúsið er þó stolt Rockville- búa. Húsið jafnast fyllilega á við bestu líkamsræktarstöðvar í Reykjavík, hvað varðar tækjakost og allan aðbúnað. „Þeir sem hafa verið hjá okkur lengst starfa hér í sjálfboðavinnu við uppbyggingu staðarins, en eru ennþá í enduhæfingu,“ útskýrir Guð- mundur Jónsson, forstöðumaður Byrgisins. Sjálfboðavinna og endurhæfing – Hvað er það helst í meðferðar- starfi Byrgisins sem er öðruvísi en á öðrum meðferðarstofnunum á Ís- landi? „Það er varla hægt að líkja þessu saman,“ segir Guðmundur. „En við segjum ekki að við séum betri en aðrir. En við eigum eitt umfram aðra: Við boðum og kennum kristna trú sem er sá félagslegi grundvöllur sem við þurfum að hafa í mannlegu samfélagi og starfið hér byggist á. Fólk verður að hafa eitthvað til að trúa á. Þegar það hefur misst allt, jafnvel trúna á sjálft sig, þarf það að sjá ljósið í tilverunni. Það er hvetj- andi fyrir okkur að sjá svo marga ná heilsu hér, ná að verða virkir þjóð- félagsþegnar á nýjan leik.“ Steinunn Marinósdóttir skrif- stofustjóri Byrgisins segir að starfs- menn leggi sig fram við að leysa úr hvers kyns vanda skjólstæðinga sinna. Margir eru heimilislausir áður en þeir koma í Byrgið og með miklar skuldir á bakinu. Byrgið hefur lög- fræðing á sínum snærum og starfs- menn aðstoða skjólstæðinga við að fá þá félagslegu þjónustu sem þeir eiga rétt á. Með tilkomu samnings við Fjölbrautaskólann á Suðurnesjum fer fram kennsla í Byrginu og í vor taka sjö próf. Flestir skjólstæðingar voru áður á aldrinum 35 ára og eldri. Þetta hefur breyst og margt yngra fólk dvelur nú í Byrginu. „Starfið hófst á að hugsa um götufólkið og þar er okkar köllun ennþá,“ segir Guðmundur. „Síðan hefur byggst utan um starfið og það þróast. Fólk hefur fengið trú á meðferðinni, hún hefur sannað sig í samfélaginu.“ Skjólstæðingar geta dvalið í Byrg- inu í þrjú ár, en eftir tvö ár segir Guðmundur að flestir séu búnir að öðlast ákveðinn rétt í félagslega kerfinu. „Þegar fólk fer að búa útaf fyrir sig aftur heppnast það oft, en í sumum tilfellum kann fólk ekki að búa eitt, þannig að við höfum reynt að beita okkur fyrir því að eiga sam- starf við félagslega kerfið. Við höfum líka eftirlit með okkar fólki. Þó að fólk fari héðan, er það alltaf í sam- bandi við okkur. Við erum alltaf fjöl- skylda.“ Guðmundur tekur dæmi um ótrú- legar hrakfarir skjólstæðinga sinna. „Fólk hefur komið héðan út gjör- breytt. Ég hef oft verið spurður að því hvort að hér fari fram heilaþvott- ur og því svara ég játandi. Það besta sem til er! Það þarf að verða hugar- farsbreyting hjá fólki. Ef það er heilaþvottur, þá skal svo vera.“ Óvíst um framtíð Rockville Skjólstæðingar Byrgisins borga meðferðina sjálfir með þeim bótum sem þeir fá og segir Guðmundur það einsdæmi í meðferðarsögu á Íslandi. Þá segir hann mörg fyrirtæki og ein- staklinga styðja við bakið á starf- seminni. Hið opinbera hefur styrkt uppbyggingu í Rockville að hluta, enda svæðið í eigu ríkisins. En fram- tíð Byrgisins í Rockville er óljós. „Við vitum ekki hvort við þurfum að fara héðan. Við höfum verið samn- ingslaus í eitt ár. Það hafa verið ýms- ar kvaðir á okkur að gera hlutina vel. Ef við þurfum að fara þá höfum við ekki verið neitt annað en verkafólk hjá íslenska ríkinu, í vinnu við að við- halda eigum þess.“ Guðmundur segir að Rockville henti starfsemi Byrgisins mjög vel. „Varnarliðið vildi gefa okkur þetta allt, líkt og þeir gera víða þegar þeir yfirgefa staði sem þennan. Þeir geta ekki gefið landið, það er eign ríkis- ins. Það ríkir því óvissu ástand. Við vorum skuldlaus þegar við komum til Rockville. Núna skuldum við. Ef ríkið á þetta þá viljum við að það borgi reikningana sem tengjast upp- byggingunni. Ef við eigum þetta, viljum við fá það viðurkennt. En við höfum það ekki viðurkennt í dag.“ Byrgið hefur boðið forseta Íslands í heimsókn á morgun, miðvikudag. Mun hann kynna sér starfsemina og ræða við starfsfólk og skjólstæðinga. Forseti Íslands heimsækir á morgun Byrgið, endurhæfingarsambýli í Rockville á Suðurnesjum „Fólk verður að hafa eitthvað að trúa á“ Íbúar Byrgisins eiga það sameiginlegt að hafa lifað tímana tvenna í myrkum heimi eitur- lyfja og áfengis. Sunna Ósk Logadóttir heim- sótti vírgirt Rockville og fann vinalegt samfélag fólks sem margt hvert dvaldi á götunni áður. Morgunblaðið/RAX Höfuðstöðvar kristilegu útvarpsstöðvarinnar KFM eru í Byrginu og skjólstæðingar þess hjálpast að við dagskrárgerðina. Það getur verið rok í Rockville á Miðnesheiði. Við hliðið er vörður sem spyr um ferðir fólks til og frá svæðinu. Rockville sunna@mbl.is Hvað er Byrgið?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.