Morgunblaðið - 09.04.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.04.2002, Blaðsíða 17
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2002 17 verður haldinn þriðjudaginn, 23. apríl 2002 og rétthafar eru hvattir til þess að mæta. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi sjóðsins á árinu 2001 2. Tryggingafræðileg úttekt 3. Fjárfestingarstefna sjóðsins 4. Ársreikningur fyrir árið 2001 5. Kosning stjórnarmanna og varamanna þeirra 6. Kosning endurskoðanda 7. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins 8. Önnur mál Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins hafa verið sendar öllum sjóðfélögum og rétt- höfum. Einnig er hægt að nálgast tillögurnar á skrifstofu Kaupþings að Ármúla 13. Stjórn Lífeyrissjóðsins Einingar Ármúli 13, 108 Reykjavík sími 515 1500 www.kaupthing.is Ársfundur Lífeyrissjóðsins Einingar kl. 17.15, í þingsal A á Hótel Sögu. Sjóðfélagar MIKIÐ var um dýrðir í félags- heimilinu Ljósvetningabúð þegar leikfélagið Búkolla frumsýndi barnaleikritið Bangsímon þar sem áhorfendur voru úr öllum aldurs- hópum. Yngsta kynslóðin skemmti sér greinilega mjög vel enda Bangsímon í uppáhaldi hjá mörg- um. Leikritið Bangsímon eftir Peter Snickars er unnið upp úr sögu- bókunum „Winnie the Pooh“ og „Pooh’s Corner“ eftir enska smá- sagnahöfundinn Alan Alexander Milne (1882-1956), en hann var m.a. þekktur fyrir að semja ljóð og erindi fyrir börn, en þýðendur þessa verks eru Sigrún Karlsdótt- ir og Hanna Lára Gunnarsdóttir. Í Bangsímonleikritinu eru mörg skemmtileg atvik sem gerast í ímynduðum heimi Jakobs og tuskudýranna hans sem hann hef- ur mikið dálæti á. Sagan gerist í 100 ekru skógi þar sem Jakob, Bangsímon og allir hinir fara í rannsóknarleiðangur til að finna Norðurpólinn. Með hlutverk Bangsímons fer Bjarni Guðmundsson en Linda Björk Guðrúnardóttir fer með hlutverk Jakobs. Berglind Dagný Steinadóttir leikur Kaninku og Hulda Ragnheiður Árnadóttir leikur Grísling, en hún er jafn- framt búningameistari. Þá fer Marteinn Gunnarsson með hlut- verk Tígra en Jóhannes Haralds- son leikur Eyrnaslapa og pabba. Hönnun sviðsmyndar var í höndum Gunnhildar Ingólfsdóttur sem jafnframt var yfirsmiður og hefur hinn mikli skógur á sviðinu sem tekur á sig margar myndir við mismunandi lýsingu vakið at- hygli áhorfenda. Leikstjórinn, Oddur Bjarni Þor- kelsson, sem stundum áður hefur lagt Búkollu lið, gerði nokkra söngtexta við verkið ásamt Bjarna Guðmundssyni sem þeir syngja á sviðinu. Þar má heyra m.a.: Baular nú bumban mín biður hún um mat bragða vill hún berin fín og borða á sig gat. Um hunangið hugsa ég vil og heyra lítið lag. Baular nú bumban mín þú bita færð í dag. B.G. Aumingja Tígri slík endemis raun ekkert hann borðar og stækkar ekki baun. Vill ekki hunang og þistiĺekki heldur hindberjum í skálina hrækti skelfdur. Og allt það góða sem bragðlauka gleður gerir hann reiðan og ekkert hann seð- ur. O.B.Þ. Leikfélagið Búkolla hefur nú starfað í tíu ár og er þetta í ní- unda sinn sem leikverk er sett á fjalirnar. Formaður félagsins er María Kristjánsdóttir. Leikfélagið Búkolla sýnir barnaleikrit Morgunblaðið/Atli Vigfússon Berglind Dagný Steinadóttir og Bjarni Guðmundsson. Laxamýri ÁTTA kindur fundust við eyðibýlið Eyvindarstaði í Vopnafirði á dög- unum. Þar reyndust komnar tvær tvílembdar dilkær frá Breiðumörk í Hlíð og gimbur ásamt tvævetrum hrúti frá Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði. Hrúturinn frá Skjaldþingsstöðum hefur gengið úti nú næstum tvo vet- ur, hann gekk úti í fyrravetur og sást í göngum í haust en náðist ekki þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, var illur viðskiptis og réðist að þeim sem höfðu afskipti af honum á síð- asta hausti. Varðist hann með því að renna sér á þá sem nálguðust hann og reyndi að stanga bæði menn og hesta svo menn urðu við svo búið frá að hverfa. Það voru Steindór Sveinsson frá Vopnafirði og Viggó Eiríksson í Fögruhlíð sem fundu kindurnar rétt við veginn yfir Hellisheiði við eyði- býlið Eyvindarstaði í Böðvarsdal. Að sögn Viggós höfðu þessar kindur sést í vetur inn af Böðvarsdal á Gljúfurárdal og Eyvindarstaðaaf- rétt. Kindurnar voru vel á sig komn- ar og eru nú komnar til síns heima og ein gimbrin á Breiðumörk er bor- in. Viggó sagði þessar kindur hafa farið á milli smalasvæða í haust og þess vegna orðið eftir. Átta kindur finnast í Vopnafirði Norður-Hérað FJÖRUTÍU og tveggja manna lúðrasveit frá Växjö í Svíþjóð hélt tónleika í félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd nýlega. Á tónleikunum spilaði einnig lúðrasveit tónlistar- skóla Austur-Húnavatnssýslu. Auk þess að spila sitt í hvoru lagi spiluðu sveitirnar einnig saman tvö lög og voru þá um 60 blásarar á sviðinu í einu. Växjö er vinabær Skagastrandar í Svíþjóð og voru tónleikar Växjö skol- ornas musikkår hluti af heimsókn Svíanna til Íslands og Skagastrand- ar. Alls voru gestirnir um 50 talsins og gistu þeir í heimahúsum þann tíma sem þeir dvöldu hér. Lúðra- sveitina skipa ungmenni á aldrinum 14 til 20 ára og höfðu þau safnað sér fyrir ferðinni til Íslands með spila- mennsku við ýmis tækifæri í heima- borg sinni. Auk tónleikanna komu ungling- arnir í heimsókn í Höfðaskóla og kynntu þar nemendum skólans heimaborg sína. Að því loknu spiluðu þeir nokkur lög í íþróttahúsinu við miklar vinsældir krakkanna. Þess má geta til gamans að íbúar í Växjö eru um 75 þúsund talsins en á Skaga- strönd búa um það bil 630 manns. Sænsk vinabæjar- heimsókn Skagaströnd Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Sænska lúðrasveitin spilaði einkum kvikmyndatónlist á tónleikunum. NÝLEGA var gerð afstöðukönnun meðal íbúa Kirkjubólshrepps í Strandasýslu um sameiningu við nærliggjandi hreppa, þ.e. Hólmavík- urhrepp eða Broddaneshrepp. Til að skýra afstöðu íbúa Kirkju- bólshrepps voru lagðar fyrir tvær spurningar. Annars vegar um það hvoru sveitarfélaginu þeir kysu að sameinast og hins vegar hvort menn teldu þetta góðan, viðunandi eða slæman kost. Af þrjátíu og þremur sem höfðu tillögurétt völdu nítján sameiningu við Hólmavík en átta við Broddanes- hrepp. Svörun var tæplega 85% en fjöldi íbúa í Kirkjubólshreppi er fjörutíu og níu og því undir viðmið- unarmörkum sem eru fimmtíu og hafa verið það undanfarin þrjú ár. Sem svar við seinni spurningu voru afgerandi fleiri sem töldu Hólmavík góðan eða viðunandi kost. Í nefnd sem félagsmálaráðuneytið skipaði eru tveir úr Kirkjubólshreppi, þeir Matthías Lýðsson, oddviti, Húsavík, og Guðjón Sigurgeirsson, Heydalsá, og aðrir tveir frá Hólmavík. „Nefndin fylgir málinu eftir og gerir tillögu til félagsmálaráðu- neytisins sem mun í framhaldinu senda niðurstöður og kveða upp úr- skurð um hvenær og hvernig að sam- einingu verði staðið.“ sagði Matthías. Sameining við Hólmavík? Hólmavík Könnun meðal íbúa Kirkjubólshrepps í Strandasýslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.