Morgunblaðið - 09.04.2002, Qupperneq 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
18 ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 8. gr. samþykkta félagsins.
2. Tillaga stjórnar um að félaginu sé heimilt að kaupa eigin hluti samkvæmt 55. grein
laga nr. 2 frá 1995 um hlutafélög.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Aðalfundur Samskipa hf. verður haldinn
þann 11. apríl í Salnum, Kópavogi kl. 17.00.
Aðalfundur
Samskip Holtabakka við Holtaveg 104 Reykjavík Sími 569 8300 Fax 569 8327 samskip@samskip.is samskip.is
Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, þurfa að berast stjórn
eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund.
Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur mun liggja frammi á skrifstofu
félagsins sjö dögum fyrir aðalfund.
Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað við upphaf
fundarins.
Stjórn Samskipa hf.
A
B
X
/S
ÍA
9
0
2
0
2
0
5
R
234.800 m/vskIntel Pentium III M – 1GHz
Intel 830MP kubbasett
256MB vinnsluminni
20GB ATA-100 diskur
Windows XP Professional
2ja ára ábyrg› á vinnu og varahlutum
f
a
s
t
la
n
d
-
8
0
6
1
-
0
9
0
4
0
2
14.1" SXGA+ TFT skjár
16MB ATI Radeon skjákort – 4xAGP
Innbyggt 56k mótald og 10/100 netkort
8xDVD drif og TV – out
S É R S N I ‹ N A R L A U S N I R O G F Y R I R T Æ K J A R Á ‹ G J Ö F + I S O 9 0 0 1 V O T T A ‹ G Æ ‹ A K E R F I + H A F ‹ U S A M B A N D Í S Í M A 5 6 3 3 0 0 0 + W W W . E J S . I S
Dell Inspiron 4100 er frábær vinnufélagi og öflug margmi›lunartölva,
en fla› skemmtilegasta vi› hana er fló a› hún getur skipt litum.
Árei›anleiki, afköst og frábær fljónusta fær›u Inspiron-línunni
lesendaver›laun PC-Magazine á sí›asta ári.
Gagn og gaman
EIMSKIP birti öðrum hluthöf-
um í ÚA í gær yfirtökutilboð í
hluti þeirra eins og félaginu bar
skylda til þar sem eignarhlutur
Eimskips í ÚA var kominn yfir
50%.
Tilboðið gildir til 8. maí nk. og
hljóðar upp á gengið 7,2 fyrir
bréf ÚA sem greidd verða með
afhendingu nýrra hluta í Eim-
skip á genginu 5,5.
Þetta samsvarar hæsta gengi
sem Eimskip hefur greitt fyrir
hlutabréf í félaginu síðustu sex
mánuði, að því er fram kemur í
opinberu tilboðsyfirliti.
Búnaðarbanki Íslands hefur
umsjón með tilboðinu fyrir hönd
Eimskips.
Ingimundur Sigurpálsson,
forstjóri Eimskips, og Guð-
brandur Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri ÚA, rita nokkur
orð til hluthafa í tilboðsyfirlit-
inu.
Ingimundur segir m.a að í
framhaldi af viðskiptunum verði
Eimskip enn öflugra en áður og
í dreifðari eign 20 þúsund hlut-
hafa. „Miklir möguleikar felast í
því að efla Útgerðarfélag Ak-
ureyringa, en stór og öflug sjáv-
arútvegsfyrirtæki eiga að hafa
betri möguleika á að auka ný-
sköpun og umsvif, hér á landi og
erlendis,“ segir Ingimundur.
Guðbrandur Sigurðsson segir
skiptigengið virðast sanngjarnt
og að áhugavert sé fyrir hlut-
hafa í ÚA að skipta á hlutabréf-
um og fá hlutabréf í Eimskip.
Einnig verði að horfa til þess
að viðskipti með hlutabréf í ÚA
séu stopul og geri það hluthöf-
um stundum erfitt fyrir í við-
skiptum með þau. „Eimskip hef-
ur verið virkur þátttakandi í
mótun Útgerðarfélagsins á und-
anförnum árum og þetta nýja
fyrirkomulag sem nú er stefnt
að gefur að mínu mati ýmis
tækifæri varðandi áframhald-
andi vöxt og eflingu félagsins,“
segir Guðbrandur.
Eimskip birt-
ir tilboð til
hluthafa ÚA
HJÁ rækjuverksmiðju Hólma-
drangs hefur vinnsla gengið vel að
undanförnu að sögn Gunnlaugs
Sighvatssonar framkvæmdastjóra.
Vinnslustöðvun vegna hráefn-
isskorts varð styttri en áætlað
hafði verið eða aðeins fimm vinnu-
dagar fyrir páska og nú eru fjórir
bátar frá Hólmavík á ísrækjuveið-
um.
„Við höfum keypt hráefni af
togaranum Rauðanúpi sem er eitt
skipa ÚA og er á veiðum í Flæmska
hattinum. Nýlega var síðan landað
hér úr flutningaskipi sem kom með
rækju af norsku skipi sem er á
veiðum í Barentshafi og hráefnis-
staðan er í augnablikinu ágæt og
ekki búist við frekari vinnslu-
stöðvun í bráð,“ sagði Gunnlaugur.
Morgunblaðið/Arnheiður Guðlaugsdóttir
Blómarósir á rækjubandinu hjá Hólmadrangi. Frá vinstri: Þórdís Guð-
mundsdóttir, Aðalbjörg Guðbrandsdóttir, Stefanía Jónsdóttir, Sjöfn Þor-
steinsdóttir, Hafdís Gunnarsdóttir og Berglind Maríusdóttir.
Hráefnisstaða ágæt
Hólmavík. Morgunblaðið.
ÍSLENSKIR aðilar hafa komið að
rekstri sjávarútvegsfyrirtækjanna
Pesquera Siglo S.A. og Nautico S.A.
frá árinu 1995 en í ræðu Árna Vil-
hjálmssonar, stjórnarformanns
Granda hf., í síðustu viku kom fram að
allt benti til þess að Grandi og íslensk-
ir samstarfsaðilar myndu draga sig
skipulega út úr rekstri í Mexíkó.
Grandi á 40% hlut í fyrirtækinu
Isla ehf. sem á helmings hlut í mex-
íkönsku fyrirtækjunum Pesquera
Siglo S.A. og Nautico S.A. Aðrir hlut-
hafar í Isla ehf. eru Þormóður rammi-
Sæberg hf., sem á 40% hlut, og Þor-
steinn Vilhelmsson, athafnamaður,
sem á 20% hlut.
Pesquera Siglo gerir út 10 rækju-
báta og 3 sardínubáta en frystihúsið
Nautico vinnur m.a. bolfisk, smokk-
fisk og sardínu. Reksturinn hófst
1995 og gekk í gegnum töluverða erf-
iðleika af völdum hlýsjávarstraums-
ins El Niño fyrst um sinn.
Frystihús Nautico var tekið í notk-
un 1997 en það er byggt eftir íslensk-
um teikningum og stöðlum. Samtals
starfa rúmlega 200 manns hjá fyrir-
tækjunum tveimur. Í ræðu Árna kom
fram að frystihúsið og rækjubátarnir
10 hafi verið til sölu um nokkurt skeið.
Róbert Guðfinnsson, stjórnarfor-
maður Þormóðs ramma-Sæbergs hf.,
sagði í Morgunblaðinu á sunnudag að
ekki hafi verið rætt um að hætta
starfsemi í Mexíkó. Þorsteinn Vil-
helmsson vildi ekki tjá sig um málið
við Morgunblaðið í gær.
Óvíst um starf-
semi í Mexíkó
● Á ÁRSFUNDI Lífeyrissjóðins Ein-
ingar 23. apríl nk., verður lögð
fram tillaga til þess efnis að Kaup-
þing hætti að annast vörslu og
ávöxtun sjóðsins og fulltrúi Kaup-
þings sitji ekki í nýrri stjórn sjóðs-
ins kjörinni á fundinum.
Tillagan er lögð fram af sjóð-
félaga.
Svipuð tillaga mun hafa verið
lögð fyrir ársfund í fyrra og var hún
felld í atkvæðagreiðslu.
Ávöxtun sjóðsins hefur verið nei-
kvæð tvö síðustu ár.
Kaupþing
hætti vörslu
Einingar
● FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ
Straumur hefur selt 6,72% hluta-
fjár í Olíuverzlun Íslands hf. og er
eignarhlutur Straums nú 3,2%.
Um var að ræða 45 milljónir að
nafnverði á genginu 8,2 eða 369
milljónir að söluverðmæti.
Eignarhlutur Fjárfestingarfélags-
ins Straums hf. í Olís eftir söluna
nemur 3,20% eða kr. 21.470.713
að nafnverði, en var áður 9,92%
eða kr. 66.470.713 að nafnverði,
eins og fram kemur í flöggun til
Verðbréfaþings Íslands.
Straumur
selur í Olís
HAGNAÐUR BYKO hf. nam 172
milljónum króna á síðasta ári sam-
anborið við 124 milljóna hagnað ár-
ið á undan. Rekstrartekjur félags-
ins námu 6.424 milljónum króna og
jukust um 17,2%.Rekstrargjöldin
námu 6.023 milljónum og jukust um
16,05%. Fjármagnsgjöldin námu
108 milljónum króna og nam hagn-
aður fyrir skatta 195 milljónum
króna.
Heildareignir félagsins um síð-
ustu áramót námu 5.308 milljónum
króna og jukust um 977 milljónir á
milli ára. Eiginfjárhlutfall hækkaði
úr 22,97% í 23,73%. Í tilkynningu til
VÞÍ kemur fram að í ár er gert ráð
fyrir því að heldur dragi úr um-
svifum á byggingarmarkaði en gert
er ráð fyrir að efnahagsumhverfið
verði hagstæðara rekstri félagsins
en árið áður.
BYKO með 172
milljónir í hagnað