Morgunblaðið - 09.04.2002, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 09.04.2002, Qupperneq 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 18 ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 8. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga stjórnar um að félaginu sé heimilt að kaupa eigin hluti samkvæmt 55. grein laga nr. 2 frá 1995 um hlutafélög. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Aðalfundur Samskipa hf. verður haldinn þann 11. apríl í Salnum, Kópavogi kl. 17.00. Aðalfundur Samskip Holtabakka við Holtaveg 104 Reykjavík Sími 569 8300 Fax 569 8327 samskip@samskip.is samskip.is Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, þurfa að berast stjórn eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur mun liggja frammi á skrifstofu félagsins sjö dögum fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað við upphaf fundarins. Stjórn Samskipa hf. A B X /S ÍA 9 0 2 0 2 0 5 R 234.800 m/vskIntel Pentium III M – 1GHz Intel 830MP kubbasett 256MB vinnsluminni 20GB ATA-100 diskur Windows XP Professional 2ja ára ábyrg› á vinnu og varahlutum f a s t la n d - 8 0 6 1 - 0 9 0 4 0 2 14.1" SXGA+ TFT skjár 16MB ATI Radeon skjákort – 4xAGP Innbyggt 56k mótald og 10/100 netkort 8xDVD drif og TV – out S É R S N I ‹ N A R L A U S N I R O G F Y R I R T Æ K J A R Á ‹ G J Ö F + I S O 9 0 0 1 V O T T A ‹ G Æ ‹ A K E R F I + H A F ‹ U S A M B A N D Í S Í M A 5 6 3 3 0 0 0 + W W W . E J S . I S Dell Inspiron 4100 er frábær vinnufélagi og öflug margmi›lunartölva, en fla› skemmtilegasta vi› hana er fló a› hún getur skipt litum. Árei›anleiki, afköst og frábær fljónusta fær›u Inspiron-línunni lesendaver›laun PC-Magazine á sí›asta ári. Gagn og gaman EIMSKIP birti öðrum hluthöf- um í ÚA í gær yfirtökutilboð í hluti þeirra eins og félaginu bar skylda til þar sem eignarhlutur Eimskips í ÚA var kominn yfir 50%. Tilboðið gildir til 8. maí nk. og hljóðar upp á gengið 7,2 fyrir bréf ÚA sem greidd verða með afhendingu nýrra hluta í Eim- skip á genginu 5,5. Þetta samsvarar hæsta gengi sem Eimskip hefur greitt fyrir hlutabréf í félaginu síðustu sex mánuði, að því er fram kemur í opinberu tilboðsyfirliti. Búnaðarbanki Íslands hefur umsjón með tilboðinu fyrir hönd Eimskips. Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Eimskips, og Guð- brandur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri ÚA, rita nokkur orð til hluthafa í tilboðsyfirlit- inu. Ingimundur segir m.a að í framhaldi af viðskiptunum verði Eimskip enn öflugra en áður og í dreifðari eign 20 þúsund hlut- hafa. „Miklir möguleikar felast í því að efla Útgerðarfélag Ak- ureyringa, en stór og öflug sjáv- arútvegsfyrirtæki eiga að hafa betri möguleika á að auka ný- sköpun og umsvif, hér á landi og erlendis,“ segir Ingimundur. Guðbrandur Sigurðsson segir skiptigengið virðast sanngjarnt og að áhugavert sé fyrir hlut- hafa í ÚA að skipta á hlutabréf- um og fá hlutabréf í Eimskip. Einnig verði að horfa til þess að viðskipti með hlutabréf í ÚA séu stopul og geri það hluthöf- um stundum erfitt fyrir í við- skiptum með þau. „Eimskip hef- ur verið virkur þátttakandi í mótun Útgerðarfélagsins á und- anförnum árum og þetta nýja fyrirkomulag sem nú er stefnt að gefur að mínu mati ýmis tækifæri varðandi áframhald- andi vöxt og eflingu félagsins,“ segir Guðbrandur. Eimskip birt- ir tilboð til hluthafa ÚA HJÁ rækjuverksmiðju Hólma- drangs hefur vinnsla gengið vel að undanförnu að sögn Gunnlaugs Sighvatssonar framkvæmdastjóra. Vinnslustöðvun vegna hráefn- isskorts varð styttri en áætlað hafði verið eða aðeins fimm vinnu- dagar fyrir páska og nú eru fjórir bátar frá Hólmavík á ísrækjuveið- um. „Við höfum keypt hráefni af togaranum Rauðanúpi sem er eitt skipa ÚA og er á veiðum í Flæmska hattinum. Nýlega var síðan landað hér úr flutningaskipi sem kom með rækju af norsku skipi sem er á veiðum í Barentshafi og hráefnis- staðan er í augnablikinu ágæt og ekki búist við frekari vinnslu- stöðvun í bráð,“ sagði Gunnlaugur. Morgunblaðið/Arnheiður Guðlaugsdóttir Blómarósir á rækjubandinu hjá Hólmadrangi. Frá vinstri: Þórdís Guð- mundsdóttir, Aðalbjörg Guðbrandsdóttir, Stefanía Jónsdóttir, Sjöfn Þor- steinsdóttir, Hafdís Gunnarsdóttir og Berglind Maríusdóttir. Hráefnisstaða ágæt Hólmavík. Morgunblaðið. ÍSLENSKIR aðilar hafa komið að rekstri sjávarútvegsfyrirtækjanna Pesquera Siglo S.A. og Nautico S.A. frá árinu 1995 en í ræðu Árna Vil- hjálmssonar, stjórnarformanns Granda hf., í síðustu viku kom fram að allt benti til þess að Grandi og íslensk- ir samstarfsaðilar myndu draga sig skipulega út úr rekstri í Mexíkó. Grandi á 40% hlut í fyrirtækinu Isla ehf. sem á helmings hlut í mex- íkönsku fyrirtækjunum Pesquera Siglo S.A. og Nautico S.A. Aðrir hlut- hafar í Isla ehf. eru Þormóður rammi- Sæberg hf., sem á 40% hlut, og Þor- steinn Vilhelmsson, athafnamaður, sem á 20% hlut. Pesquera Siglo gerir út 10 rækju- báta og 3 sardínubáta en frystihúsið Nautico vinnur m.a. bolfisk, smokk- fisk og sardínu. Reksturinn hófst 1995 og gekk í gegnum töluverða erf- iðleika af völdum hlýsjávarstraums- ins El Niño fyrst um sinn. Frystihús Nautico var tekið í notk- un 1997 en það er byggt eftir íslensk- um teikningum og stöðlum. Samtals starfa rúmlega 200 manns hjá fyrir- tækjunum tveimur. Í ræðu Árna kom fram að frystihúsið og rækjubátarnir 10 hafi verið til sölu um nokkurt skeið. Róbert Guðfinnsson, stjórnarfor- maður Þormóðs ramma-Sæbergs hf., sagði í Morgunblaðinu á sunnudag að ekki hafi verið rætt um að hætta starfsemi í Mexíkó. Þorsteinn Vil- helmsson vildi ekki tjá sig um málið við Morgunblaðið í gær. Óvíst um starf- semi í Mexíkó ● Á ÁRSFUNDI Lífeyrissjóðins Ein- ingar 23. apríl nk., verður lögð fram tillaga til þess efnis að Kaup- þing hætti að annast vörslu og ávöxtun sjóðsins og fulltrúi Kaup- þings sitji ekki í nýrri stjórn sjóðs- ins kjörinni á fundinum. Tillagan er lögð fram af sjóð- félaga. Svipuð tillaga mun hafa verið lögð fyrir ársfund í fyrra og var hún felld í atkvæðagreiðslu. Ávöxtun sjóðsins hefur verið nei- kvæð tvö síðustu ár. Kaupþing hætti vörslu Einingar ● FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ Straumur hefur selt 6,72% hluta- fjár í Olíuverzlun Íslands hf. og er eignarhlutur Straums nú 3,2%. Um var að ræða 45 milljónir að nafnverði á genginu 8,2 eða 369 milljónir að söluverðmæti. Eignarhlutur Fjárfestingarfélags- ins Straums hf. í Olís eftir söluna nemur 3,20% eða kr. 21.470.713 að nafnverði, en var áður 9,92% eða kr. 66.470.713 að nafnverði, eins og fram kemur í flöggun til Verðbréfaþings Íslands. Straumur selur í Olís HAGNAÐUR BYKO hf. nam 172 milljónum króna á síðasta ári sam- anborið við 124 milljóna hagnað ár- ið á undan. Rekstrartekjur félags- ins námu 6.424 milljónum króna og jukust um 17,2%.Rekstrargjöldin námu 6.023 milljónum og jukust um 16,05%. Fjármagnsgjöldin námu 108 milljónum króna og nam hagn- aður fyrir skatta 195 milljónum króna. Heildareignir félagsins um síð- ustu áramót námu 5.308 milljónum króna og jukust um 977 milljónir á milli ára. Eiginfjárhlutfall hækkaði úr 22,97% í 23,73%. Í tilkynningu til VÞÍ kemur fram að í ár er gert ráð fyrir því að heldur dragi úr um- svifum á byggingarmarkaði en gert er ráð fyrir að efnahagsumhverfið verði hagstæðara rekstri félagsins en árið áður. BYKO með 172 milljónir í hagnað
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.