Morgunblaðið - 09.04.2002, Side 22

Morgunblaðið - 09.04.2002, Side 22
NEYTENDUR 22 ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ NIÐURSTÖÐUR mælinga á gildum fyrir PAH- efni í 14 gerðum jurtaolíu á markaði hérlendis (þar af 12 tegundum ólífuolíu), sem Hollustuvernd ríkisins hefur látið gera í Þýskalandi, sýna að allar viðkomandi gerðir olíu uppfylla skilyrði sem stofnunin setur fyrir innflutningi. Niðurstöður rannsóknarinnar sem nú er greint frá sýna að öll olíusýnin innihéldu minna en 0,5 míkrógrömm af PAH- efninu benzapyrene, sem notað er til við- miðunar í þessu sambandi, að sögn Elínar Guð- mundsdóttur fagdeildarstjóra hjá Hollustuvernd ríkisins. Engar samræmdar reglur eru til um leyfilegt hámarksmagn PAH-efna í ólífuolíum í Evrópu og segir Elín að flest ríki hafi sett sér við- miðunarmörkin 2-5 míkrógrömm af benzapyrene í kílói. Innflutningur á ólífuolíu hefur verið undir eftirliti frá því í fyrrasumar, en fyrir rúmu ári síð- an bárust fréttir af því að of mikið magn af PAH efnasamböndum hefði fundist í ólífuhratsolíu frá Spáni, Grikklandi og Ítalíu og að þessi efni hefðu einnig greinst í jómfrúrolíu í Noregi. „Þrátt fyrir aðgerðir Hollustuverndar varðandi innflutning á ólífuolíum virtust neytendur óvissir um hvort hægt væri að nota þá ólífuolíu sem hér er á mark- aði. Því ákvað Hollustuvernd að senda 14 tegundir af olíum til óháðrar faggiltrar rannsóknastofu í Þýskalandi og láta mæla innihald af BaP og öðr- um PAH-efnum. Öll framkvæmd var í höndum Hollustuverndar en fjárhagslegur stuðningur fékkst frá Meistaravörum ehf. Engin olíanna inni- heldur yfir 0,5 míkrógrömm per kíló af þeim PAH-efnum sem á grunni dýratilrauna eru talin krabbameinsvaldandi. Nokkur þeirra innihalda meira en 5 míkrógrömm per kíló af svokölluðum léttum PAH-efnum, en þau eru ekki á lista Heil- brigðisstofnunar Bandaríkjanna yfir krabba- meinsvaldandi efni,“ segir Elín. Olíusýnin sem send voru utan voru af eftirfar- andi gerðunum: Pure Wesson Sunflower Oil, Pure Wesson Corn Oil, La Espanõla Pure Olive Oil, Mic hel Montignac - Huile d’Olive Vierge Extra, FOOD-LINE Ekstra Jomfru Olivenolja, Filippo Berio Extra Virgin Olive Oil, Filippo Berio Olive Oil, Okologisk Mani-olivenolie, Olitalia Olio Extra Vergine Di Oliva, Olitalia Olio Di Oliva, Lesieur Huile d́Olive, Lesieur isio 4, La Espanõla Extra Virgin Olive Oil, Filippo Berio Olive Oil Mild & Light. Jurtaolíur rannsakaðar vegna umræðu um krabbameinsvaldandi efni PAH í ólífuolíu hérlendis mældist undir öryggismörkum ÍSLANDSMÓT kaffibarþjóna verður haldið í þriðja sinn og munu úrslitin ráðast á Matur 2002. „Íslandsmót síðastliðinna tveggja ára hafa slegið rækilega í gegn og eru allir sammála um að á þeim tíma hafi kaffimenningin breyst til muna á Íslandi,“ segja aðstandendur keppninnar. Í ár verður í fyrsta sinn valið landslið kaffibarþjóna sem áætlað er að fari út til Óslóar á heimsmeist- arakeppni kaffibarþjóna í júní. Keppnisrétt hafa allir þeir sem vinna við espressóvélar á kaffi- húsum, veitingahúsum, í bak- aríum, blómastofum og fleiru. Forkeppni verður haldin föstu- daginn 12. apríl og laugardaginn 13. apríl í Smáralind og stendur yfir frá 14–18 báða dagana. Valdir verða 3 stigahæstu keppendurnir hvorn dag, alls 6 keppendur, sem fara í úrslitin. Úrslitakeppnin verður svo haldin á sýningunni Matur 2002. Ítalía og ítölsk vín Vínþjónasamtök Íslands munu standa fyrir keppni meðal sinna félagsmanna á sýningunni Matur 2002 þar sem þemað verður Ítalía og ítölsk vín. Forseti ítölsku vín- þjónasamtakanna verður heið- ursgestur vínþjóna á sýningunni og fer skrifleg undankeppni fram fyrir sýninguna sem skera mun úr um hvaða þrír vínþjónar verða í úrslitum á sýningunni, samkvæmt upplýsingum frá aðstandendum. Úrslit fara fram á aðalsviði sýn- ingarinnar Matur 2002 og þurfa keppendur að sýna færni sína í umhellingu, blindsmakki á ensku og munnlegri þraut. Á sýningunni verða vínþjónasamtökin einnig með bás þar sem í boði verður ráð- gjöf um vín ásamt léttum leik þar sem dregið verður úr svörum að sýningunni lokinni. Eru stór- glæsileg verðlaun í boði fyrir einn heppinn þátttakanda, að sögn að- standenda. Kaffi- og vínbar- þjónar spreyta sig HÁTT í 200 aðilar tengdir mat, mat- argerð og brúðkaupum verða á sýn- ingunni Matur 2002, sem haldin verður í nýju knatthúsi Kópavogs- bæjar í Smáranum 18.–21. apríl. Matur 2002 verður fyrsti viðburð- urinn í nýja húsinu, sem er 9.000 fer- metrar að stærð, að sögn skipuleggj- enda. „Sýningin hefur stækkað mikið undanfarin ár og er búist við að hún nái yfir ¾ hluta sýningarhússins, en sýningarsvæðið er um það bil fjórum sinnum stærra en það er í Laug- ardalshöll, svo dæmi sé tekið,“ segja þeir. Sýningin Brúðkaup 2002 verður haldin í tengslum við Mat 2002 og verður þar að finna allt sem tengist brúðkaupi. „Á síðustu sýningu var haldin stærsta brúðkaupsveisla árs- ins og er stefnt að því að gera það aftur ef brúðhjón finnast,“ segja skipuleggjendur sýningarinnar enn- fremur. Fagfélög í matvælaiðnaði standa fyrir umfangsmiklu keppnishaldi meðan á sýningunni stendur og verð- ur keppt í að minnsta kosti 15 mis- munandi greinum. Matreiðslumaður ársins og mat- reiðslumaður Norðurlanda Keppnin um matreiðslumann árs- ins er haldin í áttunda sinn og segja aðstandendur „mikla stemningu“ meðal matreiðslumanna í kringum keppnina þar eð hún sé orðin árviss viðburður. Dómarar frá Norðurlönd- unum, Kanada og Englandi dæma í keppninni um matreiðslumann árs- ins og hráefnið sem keppendur spreyta sig á er barri í forrétt, kálfa- læri í aðalrétt og eftirréttur úr Vahlrona-súkkulaði. Keppnin um matreiðslumann Norðurlanda er haldin í fyrsta skipti hér á landi en Íslendingar hafa tekið þátt í keppninni undanfarin ár að sögn aðstandenda. Hráefnið sem matreiðslumenn spreyta sig á er bleikja og lúða í for- rétt og nautalund og bris í aðalrétt. Hráefnið í eftirréttinn er frjálst, nema hvað krafist er að smjördeig sé 10% innihaldsins. Keppt verður um Íslandsmeist- aratitil í framreiðslu á sýningunni og er það í þriðja sinn sem slík keppni er haldin. Keppnisgreinarnar eru eld- steiking, fyrirskurður, barmennska, vínfræði, borðdekkun og vinna í sal. Einnig verður haldin keppni meðal framreiðslu- og matreiðslunema, um matreiðslunema ársins og fram- reiðslunema ársins. Matreiðsl- unemar elda bleikju í forrétt, kjúk- ling í aðalrétt og laga eftirrétt úr jarðarberjum og súkkulaði, auk þess sem þeir taka skriflegt próf. Fram- reiðslunemar blanda drykki, dekka upp og skreyta veisluborð, keppa í eldsteikingu, blómaskreytingu og vínþekkingu og taka einnig skriflegt próf. Pastakeppni matreiðslunema Nemakeppni Sláturfélags Suður- lands, Neminn 2002, fer jafnframt fram á sýningunni og er opin öllum matreiðslunemum með námssamn- ing í faginu. Keppendur eiga að elda sinn rétt á innan við tveimur klukku- stundum og verða að minnsta kosti 40% innihaldsins að vera Barilla pasta. Keppnin í fyrra var hröð og spennandi og búast keppnishaldarar að sögn ekki við öðru í ár. Kálhausinn 2002 og keppni í eggjakökugerð Þá má nefna grænmetiskeppnina Kálhausinn, sem nú er haldin í fyrsta skipti og súpukeppni sem er öllum opin. Einnig verður efnt til eggja- kökukeppni þar sem ýmsir gestir verða fengnir til þess að matreiða úr 3 eggjum og afgöngum úr ísskápn- um. Nemakeppni í bakstri Nemakeppni Kornax í bakstri árið 2002 verður haldin í Mennta- skólanum í Kópavogi, föstudaginn 19. apríl og laugardaginn 20. apríl. Keppnin er haldin í tengslum við sýninguna Matur 2002 og felst í því að þátttakendur baka brauð, bæði stór og smá, nokkrar tegundir af vín- arbrauðum og skrautstykki úr deigi, samkvæmt fyrirfram ákveðnum reglum. Gefin er einkunn fyrir vinnu- brögð, nýtingu hráefna, útlit og bragð afurðanna og hvernig kepp- endur standast ákveðin tímamörk. Að lokum er gefin einkunn fyrir upp- stillingu á borði eftir að bakstri er lokið. Kjötiðnaðarmenn keppa í kjötskurði Félag íslenskra kjötiðnaðarmanna heldur keppni í kjötskurði, bæði fyrir kjötiðnaðarnema og kjötiðn- aðarsveina, samkvæmt tilkynningu frá félaginu. Nemar og sveinar keppa sitt í hvoru lagi og að sögn að- standenda reynir verulega á hug- myndaflug keppenda og skurð- arhæfni. „Við hvetjum alla til að koma á Mat 2002 og sjá snjalla fagmenn og nema að keppa í skemmtilegustu, en minnst kunnu iðngrein innan mat- vælageirans,“ segja kjötiðnaðar- menn. Íslenskir kjötdagar Meistarafélag kjötiðnaðarmanna gengst fyrir fagkeppni kjötiðn- aðarmanna, Íslenskum kjötdögum, sem haldin er nú sem fyrr í tengslum við matvælasýninguna Matur 2002. Keppt verður í sex flokkum, sam- kvæmt upplýsingum frá félaginu, og skiptast þeir þannig; hráar og soðnar kjötvörur, hráverkaðar vörur, soðnar matar- og áleggspylsur, kæfur og paté, blóðpylsur, sultur og slátur og sérvörur og nýjungar. Hópur dómara leggur síðan mat á hverja vöru sem byrjar með fullt hús stiga, eða 50 stig. „Síðan leita dóm- arar að öllum hugsanlegum göllum og við hvern galla sem finnst fækkar stigunum.“ Auk þessa verður keppni í köku- skreytingum og blómaskreytingum. Tilboðsverð á flugi vegna Matar 2002 Flugfélag Íslands verður með sér- stakt tilboðsverð frá öllum áfanga- stöðum sínum í tengslum við sýn- inguna, það er Akureyri, Egilsstöðum, Hornafirði, Ísafirði, Vopnafirði, Þórshöfn og Grímsey. Tilboðin verða í gildi vikuna fyrir sýningu og vikuna á eftir og er hægt að bóka sig á www.flugfelag.is „Lögð verður mun meiri áhersla á kaup- stefnuþátt sýningarinnar en verið hefur og sendur hefur verið beinn markpóstur til um 2.500 fyrirtækja og stofnana um land allt. Búist er við fjölda fólks alls staðar að af landinu og mun þetta samstarf því auðvelda mörgum aðgengi að sýningunni,“ segja skipuleggjendur Matar 2002. Morgunblaðið/Jim Smart Björgvin Mýrdal bar sigur úr býtum sem matreiðslumaður ársins 2000. Hátt í 200 aðilar verða á sýningunni Matur 2002 Matvælasýning í Smáranum 18.–21. apríl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.