Morgunblaðið - 09.04.2002, Síða 25
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2002 25
YFIRLÝSING George W. Bush
Bandaríkjaforseta um Miðaustur-
lönd í síðustu viku leiddi í ljós djúpan
ágreining innan Repúblikanaflokks-
ins varðandi afstöðu Bandaríkja-
stjórnar til deilnanna fyrir botni
Miðjarðarhafs. Annars vegar eru
ráðandi öfl í utanríkisþjónustunni,
sem vilja að Bush skakki leikinn án
tafar, en hins vegar er farið að bera
meira á íhaldsmönnum, hlynntum
Ísraelum, er vara forsetann við því
að skipta sér af tilraunum Ísraela til
að verjast hryðjuverkastarfsemi.
Vaxandi styrkur íhaldsvængs
Repúblikanaflokksins hefur sett
augljósari Ísrael-slagsíðu á flokkinn
en hann hafði í forsetatíð föður Bush
og valdið dramatískum breytingum í
flokknum, en á árum áður var meðal
íhaldssinnaðra repúblikana ólgandi
andúð á gyðingum. Þróunin innan
flokksins undanfarinn áratug hefur
fært hann til hægri, og það hefur
ekki aðeins haft áhrif á afstöðuna til
innanríkismála heldur líka magnað
rödd þeirra sem sjá utanríkismál
fremur í siðferðilegu ljósi en efna-
hagslegu eða út frá hagsmunagæslu.
„Með lokum kalda stríðsins hvarf
aðal óvinurinn sem íhaldsmenn not-
uðu til að skerpa athyglina,“ sagði
John J. Pitney, prófessor við Clare-
mont McKenna-háskólann í Kali-
forníu. „Nýi óvinurinn er hryðju-
verkastarfsemi, og ef maður vill
beita afli gegn hryðjuverkum leiðir
það oft til stuðnings við Ísrael.“
Bush forseti er bæði afurð þeirra
afla sem reistu þennan nýja Re-
públikanaflokk og glöggt dæmi um
það gildismat sem síast hefur inn í
umræðuna um hvernig brugðist
skuli við deilum Ísraela og Palest-
ínumanna. Yfirlýsing hans í síðustu
viku, um að Ísraelum bæri að draga
herlið sitt tafarlaust frá heima-
stjórnarvæðum Palestínumanna, var
tilraun til að koma til móts við hefð-
bundin viðhorf til utanríkisstefnu
Bandaríkjamanna, og afstöðu
bandamanna þeirra erlendis, en
Bush tók líka tillit til íhaldsmann-
anna sem áttu stóran þátt í því að
hann var kjörinn forseti.
Sumir þessara íhaldsmanna voru
andsnúnir kröfu hans um brottflutn-
ing ísraelska hersins. „Níutíu pró-
sent af því sem hann sagði missti
marks vegna kröfunnar um að Ísr-
aelar dragi sig til baka,“ sagði Gary
Bauer, baráttumaður kristinna
íhaldssinna. „Ef allt sem hann sagði
er satt, og ég tel svo vera, þá eru það
rök fyrir því að Ísraelar geri allt sem
þeir geta til að höggva að rótum
manndrápsaflanna,“ sagði Bauer.
En bandarískir embættismenn
benda á alla ræðu forsetans sl.
fimmtudag, fremur en bara orðanna
sem forsetinn beindi til Ariels Shar-
ons, forsætisráðherra Ísraels, og
segja að fordæming forsetans á
Yasser Arafat Palestínuleiðtoga taki
af allan vafa um hvern forsetinn
styðji. Ráðgjafi Bush viðurkenndi að
menn hefðu haft af því nokkrar
áhyggjur að yfirlýsingin yrði túlkuð
þannig að forsetinn væri að snúa
baki við Ísraelum.
Breytingarnar innan Repúblik-
anaflokksins eru til marks um aukin
áhrif kristinna íhaldsmanna, sem
margir hverjir byggja stuðning sinn
við Ísrael á Biblíunni. Þessir kristnu
íhaldsmenn, segir Bauer, „eru sann-
færðir um að Bandaríkjamönnum
beri skylda til að standa með Ísr-
aelum“, og sækja þessa sannfæringu
„í heilaga ritningu, þar sem guð-
spjallamennirnir segja að Guð hafi
lofað gyðingum þessu landi“.
Í þeirri umræðu sem nú stendur
hafa kristnu íhaldsmennirnir gengið
í lið með ný-íhaldsmönnum, sem
margir eru gyðingar, og krefjast
þess af stjórnvöldum að þau bregðist
við Miðausturlandadeilunni og Ara-
fat á sama siðferðilega afdráttar-
lausa mátann og þau brugðust við
hryðjuverkastarfsemi og Osama bin
Laden. Þessir íhaldsmenn sjá bein
tengsl á milli stríðs Bush gegn
hryðjuverkastarfsemi í heiminum og
átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs.
Þeir óttast að siðferðilegur tvískinn-
ungur í afstöðunni til Miðaustur-
landa grafi undan herferð stjórnar-
innar gegn hryðjuverkamönnum.
Að sögn háttsetts embættismanns
í Hvíta húsinu telur Bush tengslin
ekki svona augljós. Ákvörðun forset-
ans um að gefa yfirlýsingar um málið
og senda Colin Powell utanríkisráð-
herra til Miðausturlanda „ber ekki
að skoða í víðara samhengi“. Val
Bush á utanríkismálaráðgjöfum end-
urspeglar viðhorf íhaldssinnaðra
stuðningsmanna hans, en meðal
þessara ráðgjafa eru Donald Rums-
feld varnarmálaráðherra og Paul
Wolfowitz aðstoðarvarnarmálaráð-
herra. Íhaldsmenn segja að Bush
hafi gefið afdráttarlaust merki þegar
hann hafi í upphafi forsetatíðar sinn-
ar leitað eftir ráðgjöfum sem voru
nær Ronald Reagan en Bush eldri.
En eins og Marshall Wittmann,
starfsmaður Hudson-stofnunarinn-
ar, segir, hafa íhaldsmenn alltaf ótt-
ast það undir niðri að „þessi Bush
forseti taki upp á því að feta í fótspor
föður síns“, og þess vegna hafi orð
Bush í síðustu viku vakið grunsemd-
ir. „Menn óttuðust að utanríkisráðu-
neytið hefði haft betur en varnar-
málaráðuneytið í þessum slag,“ sagði
Wittmann, sem er bandamaður
íhaldsmanna í þessu máli, „að
minnsta kosti í augnablikinu“.
Yfirlýsingar George W. Bush um Miðausturlönd eru til
marks um innbyrðis ágreining í Repúblikanaflokknum
Styrkur kristinna
íhaldsmanna vex
Reuters
Bush á búgarði sínum í Crawford í Texas ræðir í síma við Ariel Sharon.
Washington. The Washington Post.
’ Kristnir íhalds-menn eru sann-
færðir um að Banda-
ríkjamönnum beri
skylda til að standa
með Ísraelum ‘
RANNSÓKN vísindamanna við
Karolinska-Institutet í Stokkhólmi
hefur óvænt leitt í ljós að of mikil
líkamsrækt kemur ekki áfengis-
fíklum til góða, heldur gerir þvert á
móti illt verra, að því er greint er
frá í nýjasta hefti The Economist.
Það er vel kunn staðreynd, að
þeir sem iðka hlaup af miklum móð
sýna oft einkenni fíknar. Þeir kom-
ast í svokallaða „hlauparavímu“ af
áreynslunni, en eftir því sem á líð-
ur þurfa þeir sífellt að reyna meira
á sig til að „fá skammtinn sinn“.
Rannsóknir Stefans Brenes og
samstarfsmanna hans á rottum
leiddu í ljós, að þeir sem komast á
bragðið með náttúrulega vímu eru
líklegri til að leita eftir vímu af
völdum utanaðkomandi efna á borð
við áfengi.
Rotturnar, sem komust upp á
lag með að hlaupa marga kílómetra
í hlaupahjólum, voru alveg jafn
áfjáðar í áfengi, þegar hjólin höfðu
verið tekin burtu en boðið var upp
á etanól í staðinn. Þegar hjólin buð-
ust aftur fór um helmingur rott-
anna að hlaupa á ný. Þegar svo var
boðið upp á áfengi aftur reyndust
rotturnar, sem höfðu tekið upp
íþróttir á ný, vera meiri byttur en
þær sem höfðu ekki farið í hjólin
aftur. Niðurstöður rannsóknanna
birtast í væntanlegu hefti Behav-
ioural Brain Research.
Æfingafíkn eykur
hættu á áfengisfíkn