Morgunblaðið - 09.04.2002, Side 26

Morgunblaðið - 09.04.2002, Side 26
LISTIR 26 ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala er hafin á Sunnudags-matinée 14. apríl Einleikstónleikar hins þekkta píanóleikara JOHN LILL Á efnisskrá eru verk eftir Mozart, Brahms, Shostakovich og Beethoven. Miðasala í símum 595 7999 og 800 6434 virka daga á milli kl. 9.00 og 17.00 og á slóðinni www.midasala.is, en einnig má leggja inn miðapantanir á símsvara í síma 551 5677. Miðasala er í húsinu klukkutíma fyrir alla viðburði. John Lill ÞEGAR óperettan Helena fagra var frumflutt í París árið 1864 naut Offenbach orðið mikill- ar hylli fyrir óperettur sínar og hafði með frumflutningi óperett- unnar Orfeus í undirheimum árið 1858 aflað sér, þá 39 ára gamall, mikilla vinsælda, en í því verki kemur fyrir hið víðfræga kankan- danslag. Eitthvað fór þó í taugar alvöruþenkjandi tónlistarmanna hve tónskáldið eyddi miklum hæfileikum í léttvægt efni. Ef til vill hefur líka ýmsa sviðið undan þeirri skopmynd sem hann dró upp af spillingu hástéttar síns tíma. Skopmyndateiknarar hömuð- ust við að gera mikið úr stóru nefi tónskáldsins sem svo mikið var í sviðsljósi Parísarborgar. Fyrir ut- an 102 óperettur, samdi Offen- bach eina stóra óperu, þ.e. Æv- intýri Hoffmanns, sem er sígilt verk í óperuhúsum heimsins. Í Helenu fögru valdi tónskáldið æv- intýraheim grísku goðsagnanna, sem byggðar eru að hluta á arf- leifð skáldsins Hómers úr Illíóns- kviðu, þar sem sagt er frá brott- námi Parísar Trójuprins á fegurstu konu Grikklands, Hel- enu fögru, konu Menelásar kon- ungs Spörtu. En sá verknaður leiddi til 10 ára stríðs og umsáturs um Tróju, sem frægt er orðið. Með því að velja þennan heim grísku goðsagnarinnar getur tón- skáldið í senn komið hárbeittri þjóðfélagsádrepu á framfæri und- ir rós og einnig endurvakið dul- armögn goðsögunnar. Offenbach ber þó takmarkaða virðingu fyrir sínum fyrirmyndum. Breytir ást- argyðju Grikkjanna henni Afró- dítu í ástargyðju Rómverja hana Venusi. Einnig gerir hann Kalkas æðstaprest í hofi Seifs að ómerki- legum loddara og kóngana að lít- ilsigldum dusilmennum. Þarna kemur einmitt að stefnuákvörðun um uppfærslu þessa verks sem ég get ekki verið sammála um. Þrátt fyrir ákveðinn vilja tónskáldsins til að draga dár að þessum grísku minnum, þá sýnist mér að þar sé það að vísa til ádeilu á spillingu og pretti síns tíma. Og þá vaknar sú spurning; hvernig skilum við þessum boðum til okkar tíma. Augljóst var að skopið og grínið komst til skila, en ég held að með sterkari skírskotun til glæsilegri umgjörðar og hófstilltari leiks hefði grínið orðið enn beittara. Flutningur tónlistarinnar, stjórnun og útsetning Roars Kvam, var yfirleitt mjög faglega og vel af hendi leyst. Burðarsöng- hlutverk sýningarinnar var í höndum Öldu Ingibergsdóttur, sem Helena fagra, og skilaði hún því hlutverki með mikilli prýði. Mér fannst reyndar að hún hefði mátt vera enn glæsilegar búin í fyrsta og þriðja þætti. París í með- ferð Sveins Arnars var leikandi léttur og skemmtilegur. Sveinn Arnar er með lipra og ljóðræna rödd, sem hann beitir smekklega, en skortur á styrk í hæðinni háir honum talsvert. Kalkas æðsti- prestur í meðferð Steinþórs Þrá- inssonar er kostulegur og mikið reynir bæði á söng- og leikhæfi- leika. Steinþór er bráðskemmti- legur, en ég er ekki sammála þeim yfirdrifna leik og því hjákátlega gervi sem hann birti, en eins og áður er að vikið þá gildir þetta reyndar um fleiri. Haukur Stein- bergsson gerði Melenás skopleg skil og komst vel frá söngnum. Elví Hreinsdóttir í hlutverki Örestesar lék og söng með ágæt- um. Ágæt bassarödd Jóhannesar Gíslasonar kom vel til skila í hlut- verki Agamemnosar. Ingimar Guðmundsson í hlutverki Akkiles- ar var mjög sannfærandi bæði í söng og leik og ætti að verða hon- um hvatning til að gera meira á þessu sviði. Hljómsveitin skilaði með prýði sínu hlutverki og studdi vel sönginn á sviðinu. Sigurði Ing- ólfssyni hefur farist þýðing verks- ins einkar vel úr hendi og textinn mjög söngþjáll. Það verður, því er nú betur, sífellt „þrætuepli“ (sí- gild tilvitnun í þessa grísku goð- sögu) hvaða stefna er tekin í túlk- un leikverka og skiptar skoðanir um hvar „akkilesarhællinn“ liggi (vitnað í sama). Ég þykist þó greina að helsta „þrætueplið“ um hvað gert var hafi verið, sem stundum áður, skipting fjármuna. Þannig hefði þessi sýning þurft meiri fjármuni í sviðmynd og búninga til að efnið gripi mann enn sterkari tökum. Í því sambandi nefni ég að mynd- arlegar grískar súlur og kyndlar hefðu mátt vera umgjörð fyrstu þáttanna. Og galeiða og strönd hefði gjarnan mátt sjást í lokaat- riði, sem flóttaleið fyrir París og Helenu. Boð Venusar með dúf- unni í fyrsta þætti hefðu þurft að vera sýnilegri og kóngarnir búnir sæmandi búningum. Einnig hefðu sviðshreyfingar og dansar mátt verða stærri þáttur. Eigi að síður er þessi uppfærsla enn eitt afrek Leikhúskórs Akureyrar í sam- starfi við Leikfélag Akureyrar. Vonandi verður framhald á þeim dug og þeirri dirfsku og að stjórn- endur og almenningur standi enn þá betur við bakið á þessari starf- semi. Fyrir þá sem vilja fá enn ýt- arlegri upplýsingar er vísað á ágæta vefsíðu Leikhúskórsins á netinu slóð: http://nett.is/leikhus- korinn/. Helena fagra á fjölunum á Akureyri TÓNLIST Samkomuhúsið á Akureyri Helena fagra eftir Jacques Offenbach. Flytjendur: Leikhúskórinn á Akureyri og einsöngvararnir: Alda Ingibergsdóttir, sópran, sem Helena fagra, Sveinn Arnar Sæmundsson, tenór, sem París Tróju- prins, Steinþór Þráinsson, baritón, sem Kalkas æðstiprestur, Haukur Steinbergs- son, baritón, sem Menelás konungur í Spörtu og eiginmaður Helenu, Jóhannes Gíslason, bassi, sem Agamemnon konungur konunganna, Elví Hreinsdóttir, mezzósópran, sem Órestes sonur Agmamemnosar og Hildur Tryggvadóttir, sópr- an, sem Bakkis þjónustustúlka Helenar. Auk þess gegndu félagar úr kórnum nafngreindum hlutverkum og þeirra stærst var hlutverk hins eina Akkilesar kon- ungs á Fítólítes í meðferð Ingimars Guðmundssonar, en önnur voru Ajax I kon- ungur Salamis í höndum Gísla Baldvinssonar, Ajax II kóngur Lókríen leikinn af Kristni Jónssyni, Pílades vinur og frændi Órestesar fluttur af Kjartani Ólafssyni, Árni Jökull Gunnarsson, sem Fílókómus þjónn í musteri Seifs, Valdimar Gunn- arsson sem Útíkles járnsmiður og vinkonur Órestesar, þær Partenis og Lena, voru leiknar af Hörpu Birgisdóttur og Önnu Gunndísi Guðmundsdóttur. Leik- húshljómsveit var skipuð: Aladàr Ràcs á píanó, Björn Leifsson á klarinett, Davíð Þór Helgason á kontrabassa, Hjálmar Sigurbjörnsson á trompet og flügelhorn, Mareka Alavere á fiðlu og Una Björk Hjartardóttir á flautu. Roar Kvam stjórnaði og útsetti tónlistina. Ingvar Björnsson hannaði ljósin, Ingibjörg Matthíasdóttir leikmynd og búningagerð var í höndum Ingibjargar Salóme Egilsdóttur. Lokasýn- ing, laugardaginn 6. apríl kl. 20. ÓPERETTA Jón Hlöðver Áskelsson VILHJÁLMUR G. Vilhjálmsson hefur opnað sýningu á 25 olíu- pastelmyndum á Café Milanó. Flestar myndanna eru frá Reykja- vík, einnig eru myndir frá Nesja- völlum, Þingvöllum og Þórshöfn í Færeyjum. Vilhjálmur lærði í Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1973–77 Skolen for brugskunst í Kaup- mannahöfn 1978–80 Auk þess hef- ur hann sótt ýmis námskeið m.a. hjá Myndlistaskólanum í Reykja- vík. Vilhjálmur er grafískur hönn- uður frá árinu 1980 og vinnur nú hjá auglýsingastofunni Taktik. Þetta er sjöunda einkasýning Vilhjálms en hann hefur að auki tekið þátt í ýmsum samsýningum hér á landi og einnig í Danmörku, svo og öllum sýningum sem haldn- ar hafa verið á degi heyrnar- lausra. Sýningin stendur í fjórar vikur. Vilhjálmur G. Vilhjálmsson: Kvöld í Reykjavík. Olíumyndir á Café Milanó LÚÐRASVEIT Reykjavíkur fagnar 80 ára afmæli sínu með tónleikum í Langholtskirkju annað kvöld þar sem flutt verður fjölbreytt tónlistar- dagskrá. Tónleikarnir hefjast kl. 19.30 og hefur sveitin fengið þekkta einleik- ara og söngvara til liðs við sig til að fagna þessum áfanga í starfi lúðra- sveitarinnar sem er sú elsta í land- inu. Flytjendur ásamt Lúðrasveit Reykjavíkur verða Páll Óskar Hjálmtýsson sem syngur nokkur lög með sveitinni, Þorsteinn Gauti Sig- urðarson píanóleikari sem spilar ein- leik í hinu sígilda djassverki „Rhaps- ody in Blue“ eftir Gershwin og Sigurður Flosason saxófónleikari sem leika mun af fingrum fram í djazzverkinu „Musica Divertida“ eftir Jan Hadermann. Þá leikur Helgi Hrafn Jónsson básúnuleikari einleik í skemmtiverkinu „Poem a la carte“ og Eyþór Gunnarsson hljóm- borðsleikari flytur lag sitt „Garden- party“ með lúðrasveitinni. Þröngt mega sáttir sitja Blaðamaður Morgunblaðsins hitti þrjá aðstandendur tónleikanna að máli, þá Þorstein Gauta Sigurðar- son, Helga Hrafn Jónsson og Lárus Halldór Grímsson, stjórnanda lúðra- sveitarinnar, og forvitnaðist nánar um dagskrá tónleikanna. Helgi Hrafn segir verkið sem hann leikur með sveitinni vera einkar skemmtilegt. „Þetta er nokk- urs konar skemmtiverk sem flutt er með miklum látum,“ segir Helgi Hrafn en hann er á þriðja ári í Tón- listarháskólanum í Graz í Austurríki og kom hingað til lands sl. laugardag til að æfa með lúðrasveitinni á æf- ingabúðum þeirra í Skálholti um helgina. Þorsteinn Gauti býr á Ítalíu og kom hingað til lands rétt fyrir helgi. Hann segist hlakka til þess að flytja verk Gershwins á tónleikunum ann- að kvöld. „Þetta er í raun í fyrsta sinn sem ég leik með lúðrasveit, og sömu sögu er að segja um Rhapsody in Blue eftir Gershwin sem samið var árið 1934. Verkið hefur verið gríð- arlega vinsælt síðan það fyrst kom fram, ekki síst í Bandaríkjunum þar sem ég stundaði tónlistarnám. Ég hafði ekki lært verkið fyrr en nú, og þegar ég settist niður til að æfa það, var eins og ég hefði alltaf kunnað verkið,“ segir Þorsteinn og hlær. „Mér finnst mjög gaman að fá að spila þetta í fyrsta sinn með lúðra- sveitinni á þessum tímamótum henn- ar, enda er unnið þar gríðarlega gott tónlistarstarf.“ Lúðrasveit Reykjavíkur saman- stendur af 60 hljóðfæraleikurum og er það að sögn Lárusar Halldórs Grímssonar orðið mikið vandaverk að koma sveitinni fyrir í Hljómskál- anum sem byggður var fyrir lúðra- sveitina fyrir 80 árum. Aldurshópur- inn er því orðinn mjög breiður þar sem margir meðlimanna hafi leikið með sveitinni í um hálfa öld, en aðrir eru nemendur í tónlistarskólum sem leika með hinum ýmsu lúðrasveitum skólanna. „Efniskráin endurspeglar á margan hátt þessa löngu sögu hljómsveitarinnar, en þar er að finna verk úr ólíkum áttum. Það er meira að segja eitt klassískt íslenskt verk á efnisskránni hjá okkur, þ.e. „Gard- enparty“ þeirra Mezzófortemanna. Við ætlum líka að flytja einn góðan brúðarmars, eftir norska tónskáldið Jan Magne Förde. Þá flytur hljóm- sveitin ein heilmikla svítu fyrir blás- arasveit eftir Alfred Reed, sem er nokkurs konar útsetning á þjóðlög- um frá ólíkum löndum. Páll Óskar ætlar síðan að flytja titillag úr James Bond-kvikmynd, þ.e. „Live or Let Die“, auk „Stormy Weather“ og „Copacabana“. Það mun þá kenna ýmissa grasa á þessum afmælistón- leikum lúðrasveitarinnar annað kvöld,“ segir Lárus að lokum. Afmælistónleikar Lúðrasveitar Reykjavíkur Frá brúðarmarsi til kvikmyndatónlistar Morgunblaðið/Þorkell Helgi Hrafn Jónsson básúnuleikari, Þorsteinn Gauti Sigurðarson píanó- leikari og Lárus Halldór Grímsson, stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavík- ur, búast við líflegum afmælistónleikum annað kvöld.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.