Morgunblaðið - 09.04.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.04.2002, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ KJÓSENDUR eru mýs og kosninga- stefnuskrár lokkandi ostbitar segir Stefán Jón Hafstein, fram- bjóðandi R-listans, í Morgunblaðsgrein 5. apríl. Meta má málstað frambjóðenda eftir því, hvernig þeir fjalla um andstæðinga sína, hvort þeir gera það með málefnalegum rökum eða fara aðra leið. Ég kýs að halda mig við málefnin. Hjúkrunarrýmin og eldri borgarar Í átta ár hefur R-listinn fylgt þessari stefnu í mörgum málum: Úr því að ríkið kemur að málinu, skul- um við bara skella skuldinni á það. Stefnan hefur leitt til þess, að í nýrri skýrslu frá heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu segir um Reykjavík: „Það er hins vegar al- gjörlega óviðunandi til lengdar að fólk þurfi að flytja í önnur sveit- arfélög til að fá lausn sinna mála og því afar aðkallandi að mæta mjög brýnni þörf fyrir hjúkrunarrými í Reykjavík.“ Í upphafi skýrslu sinnar segir heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið að taka þurfi í notkun 400 til 500 ný hjúkrunarrými fram til ársloka 2007, langflest á höfuðborgarsvæð- inu. Telur ráðuneytið, að verði unnt að efla þjónustu við aldraða utan stofnana og skapa skilyrði til þess að fólk geti búið lengur á eigin heimil- um megi gera ráð fyrir að nægjanlegt verði að taka í notkun 20 til 30 ný hjúkrunarrými ár- lega frá árinu 2008 til ársloka 2010. Stefna okkar sjálf- stæðismanna tekur raunsætt mið af þessu, því að samhliða áherslu okkar á hjúkr- unarrýmin viljum við auðvelda eldri borgur- um að búa í eigin heimilum með stórlækkun fast- eignaskatta á 67 ára og eldri. Að segja þessi stefnumál okkar „stappa nærri mannvonsku“ eða gefin „með vondri samvisku“ eins og Stefán Jón gerir, byggist á öðru en umhyggju fyrir hag eldri borg- ara og þeirra, sem þurfa á hjúkr- unarrými að halda. Samgöngu- og löggæslumál Í grein sinni segir Stefán Jón: „Enginn ágreiningur er um að ljúka fyrsta áfanga Sundabrautar, beðið er eftir samgönguráðherra.“ Hið rétta er, að það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það, hvar Sundabrautin á að fara yfir Elliða- árvoginn, hvort það verður norðan Miklagarðs eða sunnar á móts við Skeiðarvoginn. Um þetta þarf að semja milli ríkis og borgar og R- listinn hefur lagst gegn íbúðabyggð á Geldinganesi, sem knýr á um nið- urstöðu, og viljað flytja fólk upp í holt og hæðir, sem kallar á aðrar vegaframkvæmdir en þær, sem tengjast Sundabrautinni. Minnir þessi afstaða á þær tafir, sem hafa orðið á mislægum gatnamótum, þar sem Miklabraut og Kringlumýrar- braut mætast, því að R-listinn ýtti áformum um þá framkvæmd til hliðar í skipulagsvinnu sinni. Fyrir átta árum sagði R-listinn í kosningastefnuskrá, að löggæsla í Reykjavík ætti að vera í höndum borgarstjórnar. Nú er fjallað um þessi mál af Stefáni Jóni eins og það sé náttúrulögmál, að ekki sé unnt að ná samkomulagi við rík- isvaldið um sameiginleg markmið til að tryggja öryggi borgarbúa undir öflugri löggæslu og vinna að þeim. Þegar um er að ræða sektir á borgarbúa vegna stöðumæla hefur Reykjavíkurborg komið sér upp liði manns til að starfa við hlið lögregl- unnar. Þegar að því kemur að huga að öryggi borgaranna á grundvelli skýrra markmiða og samnings við lögregluna um framkvæmd mála, er látið eins og það sé ekki málefni borgaryfirvalda. Stefán Jón kýs að kasta ábyrgð- inni á húsnæðisvanda þeirra, sem treysta á félagsleg úrræði Reykja- víkurborgar, á herðar Páls Péturs- sonar, félagsmálaráðherra úr Framsóknarflokknum, sem á full- trúa innan R-listans. Væri gott, að þessir pólitísku samherjar leystu úr ágreiningi um þennan málaflokk á eigin vettvangi og létu ekki deil- urnar bitna á borgarbúum. Stefnumála saknað Eftir að Stefán Jón fjallar lítil- lega um kaflann um skólamál, festir hann ekki hönd á neinu gagnrýn- isatriði en gerir okkur þess í stað upp skoðanir. Þegar hann ræðir um Orkuveit- una, segist hann sakna þess, að ekki sé ákvæði í stefnuskránni um sölu hennar. Það er ekki stefnumál sjálf- stæðismanna. Staða Orkuveitunnar verður mikilvægt viðfangsefni á næsta kjörtímabili og mun ráðast af nýjum raforkulögum og aukinni samkeppni á starfssviði hennar. Innviði hennar ber að styrkja en ekki leggja á hana byrðar eins og Línu.net. Þess er beðið með vax- andi eftirvæntingu, hver verður stefna R-listans í orkumálum og málefnum Landsvirkjunar, hvort viðhorf vinstri/grænna eða fram- sóknarmanna á að ráða gagnvart Landsvirkjun vegna Kárahnjúka- virkjunar og álvers á Austurlandi. Ábyrg stefnumörkun Við sjálfstæðismenn leggjum stoltir fram stefnu okkar, sem setur Reykjavík í fyrsta sæti. Við viljum hverfa frá kyrrstöðu og doða í höf- uðborginni og gera hana betri. Við viljum starfa með öllum borgarbú- um með hagsmuni þeirra að leið- arljósi. Við tökum á málefnum borgarbúa af raunsæi og lítum á hagsmuni þeirra í heild en skjótum okkur ekki undan ábyrgð í skjóli ríkisvaldsins. Ég mun ekki skjóta mér undan og spyrja sjónvarpsfréttamann eins og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir gerði haustið 1998: „Þekkir þú ein- hver dæmi þess, að þeir sem eru að bjóða sig fram til kosninga lofi skattahækkunum?“ eftir að hún hafði lofað „lækkun gjalda á Reyk- víkinga“ í kosningabaráttunni um vorið 1998. Síðan 1999 hafa skatt- arnir á okkur Reykvíkinga hækkað um 5,4 milljónir króna á dag, sam- kvæmt niðurstöðu Haralds Johann- essens, blaðamanns Morgunblaðs- ins, í greininni Ótrúlegar skuldir hinn 5. apríl. Skuldirnar, sem við þurfum að borga í nafni Reykjavík- urborgar, hækka um tæpar 9 millj- ónir króna hvern dag og er þá ekki tekið tillit til lífeyrisskuldbindinga borgarinnar. Fjármálaspurning kosningabar- áttunnar 2002 er ekki, hvernig við sjálfstæðismenn ætlum að fram- kvæma stefnu okkar. Fjármála- spurningarnar eru þessar: Hvað hefur R-listinn gert við alla pen- ingana, sem hann hefur tekið af okkur Reykvíkingum eða fengið að láni í okkar nafni? Hvar sést, hvernig þeim gífurlegu fjármunum hefur verið varið í okkar þágu? Björn Bjarnason Reykjavík Við viljum hverfa frá kyrrstöðu og doða og gera höfuðborgina betri, segir Björn Bjarnason. Við viljum starfa með öllum borg- arbúum með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Höfundur skipar 1. sæti á borgar- stjórnarlista Sjálfstæðisflokksins. Hagsmunir borgar- búa að leiðarljósi MIKIÐ hefur verið fjallað um sölu ríkis- jarða í fjölmiðlum undanfarið og einnig töluvert rætt á al- þingi. Þar hafa ein- stakir þingmenn gengið hart fram og brýnt klærnar á land- búnaðarráðherra sem verst af hörku, enda hefur hann ekkert óhreint mjöl í sínu pokahorni varðandi þessi mál. Það hefur verið stefna ríkisins að losa sig við ríkis- jarðirnar og hafa ábú- endur forkaupsrétt að þeim. Ekkert hefur verið rifist um söl- una sjálfa heldur hafa menn býsn- ast yfir verðlagningunni, hún þykir skammarlega lág. Dæmi eru um að ábúendur ríkisjarða hafi greitt um 2–10 milljónir fyrir sína jörð (fer eftir stærð, húsakosti o.fl. ) þegar nágranninn selur kannski sína á 50 milljónir á frjálsum markaði. Nú þykir örugglega einhverjum þetta hrópandi ósamræmi og næg ástæða þess að landbúnaðarráð- herra sé tekinn á beinið. Litlar sem engar skýringar hafa komið í fjölmiðlum á þessu lága verði og lítur helst út fyrir að vildarvinir ráðherra fái jarðirnar upp í hend- urnar fyrir lítið sem ekkert fé. Við skulum skoða málið betur. Hvað eru ábúendurnir að kaupa? Gefum okkur dæmi um bónda sem hefur búið í 30 ár á jörðinni. Að öllum líkindum er hann búinn að byggja upp þann húsakost á jörð- inni sem telst viðunandi í dag við framleiðslu matvæla vegna þess að heilbrigðiseftirlit og reglugerðir eru ekkert í líkingu við það sem þær voru fyrir 20–30 árum. Bóndi sem býr á ríkisjörð fjármagnar al- gerlega sjálfur allar nýbyggingar og ríkið kemur ekkert nálægt því. Þannig að í mesta lagi á ríkið gamlan reykkofa eða löngu úrelta hlöðu, hlaðna úr torfi og grjóti. Nú, eitthvað hefur bóndinn þurft að plægja akur sinn, þannig að hann á alla endurræktun og ný- ræktun, uppgröft, framræslu og víða þarf að kýfa tún. Líklegt má teljast að hann hafi þurft að girða eitthvað á þess- um tíma þannig að hann á allar girðingar á jörðinni. Í mörgum tilvikum hefur bóndi orðið sér úti um hitaveituvatn, þá annaðhvort borað eftir því á jörðinni eða verðið í fé- lagsskap með öðrum um að sækja það í holu í grenndinni. Hitaveitu- rétturinn eða þeir sek./mín. lítrar sem bóndi fær er klárlega eign hans og getur verðmæti þess í sumum tilvikum skipt milljónum. Það má ljóst vera eftir þessa upp- talningu að bóndinn á allt það verðmætasta á jörðinni nema ef kynni að vera einhverskonar hlunnindi. En þó má telja bónd- anum það til tekna að hlunnindum verður í mörgum tilvikum að sinna, annars geta þau rýrnað eða fallið niður s.s veiðihlunnindi. Þannig hefur hann haldið við þeim verðmætum, sem í hlunnindunum fólst. Hvað er þá eftir til að kaupa? Jú, í mesta lagi eru það nokkrar þúfur á útjörð, allt annað hefur ábúandi byggt og ræktað fyrir eig- ið fé. Talnaglöggir menn margfalda saman markaðsvirði kvótans og magn hans og fá út svimandi upp- hæð, og vilja meina að sú summa sé margfalt stærri en það verð sem bónda býðst að kaupa jörðina á. Talnaspekingum þeim vil ég benda á að ef bóndinn hefði ekki setið jörðina á þeim viðmiðunar- árum sem kvóti var settur á hefðu þessi verðmæti ekki skapast. Þannig að með sínum súra svita skóp bóndinn verðmætin með sama hætti og bóndi á eignarjörð. Það er ekki nema rétt síðustu ár að kvótaverð fór að rísa, en fyrstu árin eftir kvótasetningu var frjálst framsal ekki leyfilegt og þar af leiðandi var hann verðlaus. Með ofangreint í huga er ekkert óeðli- legt að bændur kaupi útjörð á því verðbili sem heyrst hefur. Það væri rétt að benda þeim að- ilum sem búa við andlega vanlíðan sökum verðlagningar ríkisjarða á að taka sig nú heldur til og reyna að sporna við samþjöppun auðæfa í sjávarútveginum, en þar ganga menn út með milljarða í fartesk- inu. Ekkert efast ég um að með ósérhlífni og áræði hafi þessir menn unnið fyrir þessu að hluta til en einnig sköpuðust þeim þessi auðævi vegna stjórnvaldsaðgerða. Það er sorglegt að sjá hvernig einstakir þingmenn hafa ráðist á og nítt niður með þröngsýni og fá- fræði þá stétt hér á landi sem lagt hafa hvað mest til, að halda land- inu í byggð og fegra náttúru. Sala ríkisjarða Valdimar Bjarnason Markaðsverð Það er sorglegt að sjá, segir Valdimar Bjarna- son, hvernig einstakir þingmenn hafa ráðist á og nítt niður með þröng- sýni og fáfræði þá stétt hér á landi sem lagt hef- ur hvað mest til, að halda landinu í byggð og fegra náttúru. Höfundur er á 2. ári í viðskiptafræði við HÍ. SPRAUTUNÁLAR, æla, rusl og skítur. Þannig lýsa miðborg- arbúar nánasta um- hverfi sínu árla morg- uns. Um helgar bætist við affall skemmtana- lífsins. Einu ráð R- listans til þessa hafa verið að firra sig ábyrgð. Skipulögð glæpa- starfsemi í hjarta borgarinnar Sér á parti eru síðan súlustaðnir margum- ræddu. Óháð því hvaða skoðanir við höfum á nekt og mark- aðssetningu fáklæddra kvenna, hljótum við flest að vera sammála um að slíkir staðir eiga ekki heima í hjarta miðbæjarins; eigi þeir yfirhöf- uð nokkurs staðar heima. Það er óumdeilt að rekstri slíkra staða fylgir ofbeldi, eiturlyf og skipulögð glæpastarfsemi. Eina svar R-listans við súlustöðunum til þessa, hefur verið að firra sig ábyrgð. Íbúar til óþurftar Í orði kveðnu virðist R-listinn vera sér meðvitandi um þennan vaxandi vanda miðborgarinnar. Í verki alls ekki. Þvert á móti virðist venjulegt fólk ekki velkomið í miðbæinn, komi það akandi á bíl. Þá eru þeir miðborgarbúar sem eiga bifreiðar engir au- fúsugestir heldur. A.m.k. hafa borgaryfir- völd sýnt lítinn áhuga á að koma til móts við þá, eins og sjá má á gífur- legri fjölgun stöðu- mæla í íbúðahverfum miðborgarinnar. Var einhver að nefna þétt- ingu íbúðarbyggðar miðborgarinnar sem vænlegan kost í stöð- unni? Engin framtíðarsýn Stærsti glæpurinn er þó að fjöl- skylda í miðbænum eigi tvo bíla. Hverri íbúð fylgir einvörðungu eitt íbúakort, sem þýðir að ef tveir bílar þurfa að vera á heimilinu, fær aðeins annar þeirra að standa óáreittur við það. Verst er þó hvað R-listann virð- ist skorta haldbæra framtíðarsýn í málefnum miðborgarinnar. Ingi- björgu og félögum virðist vera meira í mun að skella skuldinni varðandi allt sem aflaga fer á stjórnvöld, en að taka á þeim víðtæka vanda sem blas- ir hvarvetna við. Ábyrgð í stað ábyrgðarleysis Skilaboðin sem við óbreyttir borg- arar fáum beint og óbeint er því að Sjálfstæðisflokknum sé böl miðborg- arinnar um að kenna. En, fyrst R- listinn er jafn vanmáttugur í sam- anburði við Sjálfstæðisflokkinn og raun ber vitni, er þá ekki nærtækast að kjósa þennan öfluga flokk í kom- andi borgarstjórnarkosningum? Þar fer þó flokkur karla og kvenna undir forystu Björns Bjarnasonar sem mun ráðast á vandann í stað þess að firra sig ábyrgð. Ráðleysi R-listans Þórhildur Ósk Halldórsdóttir Höfundur er tölvufræðingur. Miðborgin Í orði kveðnu virðist R-listinn vera sér með- vitandi um þennan vax- andi vanda miðborgar- innar, segir Þórhildur Ósk Halldórsdóttir. Í verki alls ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.