Morgunblaðið - 09.04.2002, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2002 33
u mánuðina sjá sauðfjárbændur,
kjulægsta stétt landsins, fram á
tekjusamdrátt.
SS leggur áherslu
Danmerkurmarkað
því að útflutningsbætur voru af-
fur mikið verið rætt um að fara
leiðir við að selja lambakjöt á er-
kaði. Til margra ára var lamba-
út í heilum frosnum skrokkum.
lagt upp úr umbúðum og mark-
ar nánast ekkert. Margir hafa
lenskt lambakjöt sé gæðavara og
vissum vinnubrögðum ætti að
að vinna því markaði erlendis.
Skúlason, forstjóri Sláturfélags
s, hefur lengi fengist við að selja
til útlanda og þekkir markaðina
agði að það væri mikill eðlismun-
mörkuðum sem íslenskt lamba-
arið á.
r gert Danmörku að sínum for-
kaði, en það hefur sett þar upp
æki og selur kjötið sem íslenskt
undir vörumerkjum SS. Í fyrra
ð 320 tonn sem er mikil aukning
ri. Steinþór sagði að SS væri að
akjötið á svipuðu verði og ferskt
þýskt lambakjöt. Verðið væri 70–
ra en það verð sem Nýsjálend-
u sitt kjöt á, en það er eingöngu
Hann sagði að SS færi inn á
rkaðinn með langtímamarkaðs-
huga. Kjötið hefði fengið góðar
g salan hefði gengið allvel. Það
egar allt önnur hefð fyrir neyslu
í Danmörku en á Íslandi. Danir
itt kíló af lambakjöti á ári, en um
vínakjöti. Hver Íslendingur borð-
ar um 25 kíló af lambakjöti og 18
akjöti.
sagði að Noregur væri verð-
rkaður, en þangað fóru um 350
mbakjöti á síðasta ári. Markaður-
st á því að Ísland hefði gert
ð Noreg um að flytja til landsins
onn tollfrjálst. Kjötverð í Noregi
því hefur þessi markaður skilað
erði til bænda. Steinþór sagði að
hins vegar ekki selt sem íslenskt
r væri því blandað saman við
t. Þar væri því engin markaðs-
ann sagði að ef Noregur gengi í
i gera ráð fyrir að kjötverð þar í
aði og þar með færi verðmæti
kaðar.
ands fóru í fyrra 320 tonn. Stein-
að þar vær aðallega um að ræða
beinaða framparta sem færu til
andi vinnslu. Þetta hráefni tæki
msmarkaðsverði af sambærilegri
erðið hefði engu að síður verið
sérstaklega á slögum.
Til Færeyja voru flutt 384 tonn af lamba-
kjöti í fyrra. Steinþór sagði að verðið væri
þokkalegt, en sala til Færeyinga væri orðin
erfiðari eftir að þeir tóku upp danskar heil-
brigðiskröfur. Þetta þýddi m.a. að kjötið
þyrfti að fara í gegnum Danmörku áður en
það færi til Færeyja, sem þýddi aukinn
kostnað.
Um 162 tonn af kindakjöti fóru til Japans
í fyrra. Steinþór sagði að þarna væri að-
allega um að ræða feitt ærkjöt og feitt
lambakjöt. Verðið væri sæmilegt, en flutn-
ingsleiðin væri hins vegar löng.
Gott verð í Bandaríkjunum
en magnið er lítið
Lengi hafa verið uppi hugmyndir um að
selja lambakjöt til Bandaríkjanna. Tilraunir
voru gerðir í þessa veru 1995 og 1996 með
stuðningi framkvæmdanefndar um búvöru-
samninga. Sigurgeir Þorgeirsson, fram-
kvæmdastjóri Bændasamtakanna, sagði að
þessi tilraun hefði algerlega mistekist.
Menn hefðu þó lært ákveðna lexíu sem nýst
hefði í þeim verkefnum sem ráðist hefði ver-
ið í á síðustu tveimur árum.
Í fyrra voru 47 tonn af lambakjöti flutt til
Bandaríkjanna, þar af um 25 tonn til Whole
Foods verslunarkeðjunnar, en sá útflutn-
ingur skilaði langhæsta verðinu. Verðið er
rúmlega helmingi hærra en það verð sem
fékkst fyrir kjöt sem selt var til Færeyja og
Noregs. Þess ber þó að geta að það sem
flutt hefur verið til Bandaríkjanna er ófros-
ið og í hærra hlutfalli betri hlutar skrokks-
ins. Kjötið hefur verið markaðssett sem ís-
lensk gæðavara. Salan í haust fór öll fram í
um 30 verslunum Whole Foods verslunar-
keðjunnar í Washington og þar í kring.
Sigurgeir sagði að samstarf Íslendinga
við þessa verslunarkeðju hefði verið að
þróast á síðustu árum og hann
kvaðst gera sér vonir um að
þessi markaður ætti eftir að
eflast á næstu árum.
Sigurgeir sagði að þessi
verslunarkeðja ætti sér dálítið
sérstaka sögu. Búðirnar hefðu upphaflega
verið stofnaðar af fólki sem stóð nærri
hippahugsun fyrir þá sem vildu kaupa líf-
ræna vörur, en þær hefðu þróast yfir í mikið
verslunarveldi. Afar mikið væri lagt upp úr
vörugæðum en búðirnar væru að sama
skapi dýrar og álagning væri há. Hann
sagði að búðirnar legðu megináherslu á
náttúrulegar afurðir. T.d. væri ekki hægt að
fá þar keypt svína- eða fuglakjöt sem fram-
leitt er á verksmiðjubúum.
Þótt verðið sem fengist hefur fyrir kjötið
í Bandaríkjum sé gott er magnið enn mjög
lítið eða um 25 tonn, sem fór í þessar búðir
sl. haust. Kjötið er eingöngu selt ferskt og
salan er því árstíðabundin. Fram til þessa
hefur allt kjöt verið flutt með flugvélum á
markað sem þýðir að flutningskostnaður er
hár, en Sigurgeir sagði að tilraunir með að
gaspakka kjötinu hefðu gefist vel. Með
slíkri pökkun gæti skapast forsenda til að
senda kjötið út með skipi, en það þýddi að
hægt yrði að lækka flutningskostnað um
allt að 70–80 kr. á kg.
Ljóst er að mikill kostnaður hefur fylgt
þessum útflutningi til Bandaríkjanna og
sumir hafa gagnrýnt hann, ekki síst í ljósi
þess að enn sem komið er hefur náðst að
selja tiltölulega lítið magn. Sigurgeir sagði
að það væri einfaldlega þannig þegar menn
væru að koma vöru á markað þyrfti að verja
talsvert miklum fjármunum til markaðs-
setningar til að byrja með. Árangurinn
kæmi ekki strax í ljós. Næsta haust væri
áformað að selja lambakjöt í 50–60 búðum í
Bandaríkjunum m.a. í Boston og New York.
Hann sagði að meðan verðið væri þetta hátt
og salan væri að aukast væri fráleitt að
hætta þessum útflutningi, en tíminn yrði
síðan að skera úr um hvaða árangur gæti
náðst.
Steinþór Skúlason sagði að þó að verðið á
lambakjöti, sem farið hefði til Bandaríkj-
anna, væri tiltölulega hátt hefði fram-
kvæmdin verið erfið. SS hefði sent kjöt til
Minneapolis, en þar væri engin heilbrigð-
isskoðun þó að flugvöllurinn væri alþjóða-
flugvöllur. Þess vegna hefði þurft að flytja
kjötið til Chicago til að stimpla það og til
baka aftur. Hann sagði óvíst hvort SS héldi
þessum útflutningi áfram.
Fleiri hafa lent í erfiðleikum við að senda
kjöt út til Bandaríkjanna. Erfiðlega gekk
t.d. að koma lambakjöti sem pakkað var á
Húsavík á markaði í Bandaríkjunum vegna
þess að heilbrigðisyfirvöld voru ósátt við
merkingar. Merkingin átti að vera 0302, en
kjötið hafði verið merkt 302. Þetta olli vand-
ræðum.
Stærstur hluti kjötsins, sem farið hefur á
Bandaríkjamarkað, hefur komið frá Norð-
lenska. Jón Helgi Björnsson, framkvæmda-
stjóri sláturhúsa Norðlenska, sagði að mikil
vinna væri í að pakka kjötinu sem farið hef-
ur til Bandaríkjana og kröfurnar sem gerð-
ar væru um meðhöndlun vörunnar væru
miklar. Hann sagði að afkastageta vinnsl-
unnar væri takmörkuð og ef magnið myndi
aukast mikið yrði að finna leiðir til að ein-
falda vinnsluna. Hann sagði að verðið sem
fengist í Bandaríkjum gæfi vissulega vonir
um að þarna væri að skapast markaður.
Magnið væri hins vegar enn það lítið að
óvarlegt væri að draga miklar ályktanir um
möguleika í framtíðinni.
Nýsjálenskt lambakjöt á
hlægilega lágu verði
Almennt sagði Jón Helgi að útflutningur
á lambakjöti væri erfiður. Nýsjálendingar
væru ráðandi á þessum markaði. Bændur
gætu ekki til langframa sætt sig við það
lága verð sem þessi útflutningur hefði verið
að skila þeim.
Steinþór Skúlason sagði að það verð sem
nýsjálenskt lambakjöt væri selt á væri
hlægilega lágt og það væru auðvitað tak-
mörk fyrir því hvað hægt væri að verð-
leggja íslenskt lambakjöt hátt þó gott væri.
Hins vegar væru aðeins 4–5 ár síðan menn
hófu skipulegt markaðsstarf erlendis með
sölu á lambakjöti. Það þyrfti þolinmæði og
peninga til að ná árangri á þessu sviði.
Ekki liggja fyrir mjög skýrar upplýsing-
ar um hversu mikill kostnaður hefur verið
af sölu lambakjöts til Bandaríkjanna. Mark-
aðsstarfið hefur aðallega verið í höndum
Áforms en auk þess hefur verkefnið Ice-
land-Naturally stutt við bakið á því. Áform
hefur frá árinu 1995 fengið 25 milljónir ár-
lega á fjárlögum til átaksverkefnis um
framleiðslu og markaðssetningu vistvænna
og lífrænna afurða. Áform hefur lagt mikla
áherslu á að styðja með ýmsum hætti út-
flutning á lífrænt ræktuðu lambakjöti.
Markaðsstarf í Bandaríkjunum hefur að
stórum hluta hvílt á herðum þess, en ekki
sláturleyfishafans eins og er uppi er á ten-
ingnum í Danmörku þar sem SS sér alfarið
um sölu og markaðsstarf.
Segja má að aðeins sé
unnið skipulega að sölu ís-
lensks lambakjöts á tveim-
ur mörkuðum, í Danmörku
og Bandaríkjunum. Erfitt
er að bera árangurinn saman vegna þess að
þetta eru ólíkir markaðir. Það má hins veg-
ar benda á að SS hóf sölu til Danmerkur ár-
ið 1999 og seldi í fyrra 320 tonn. Menn hafa
hins vegar verið að þreifa fyrir sér með sölu
á lambakjöti til Bandaríkjanna með stuðn-
ingi frá hinu opinbera frá árinu 1995 og sal-
an í fyrra nam 47 tonnum.
Özur Lárusson sagðist vera nokkuð
bjartsýnn á sölu lambakjöts til útlanda.
Verðið á síðasta ári væri mun hærra en ver-
ið hefði síðustu ár. Lækkun gengis krón-
unnar hjálpaði til, en sú lækkun hefði þó
ekki enn skilað sér til bænda.
yrst íslenskra fyrirtækja til að setja upp flæðilínu í kjötvinnslu.
selja lamba-
il útlanda
ð saman síðustu mánuði og ljóst er að auka verður
sti. Aukinn útflutningur þýðir tekjulækkun fyrir
koðaði nýjustu sölutölur og velti fyrir sér hvers
lja íslenskt lambakjöt fyrir hátt verð til útlanda.
egol@mbl.is
Danir borða 1 kg á
ári af lambakjöti og
68 kg af svínakjöti
ÁKVÖRÐUN sem tekin varnýlega á fundi ylræktar-bænda í Sölufélagi garð-yrkjumanna um sérstakt
gjald af hverju kílói af tómötum, ag-
úrkum og papriku til Sölufélagsins
vegna kostnaðar við flutninga, pökk-
un og dreifingu, hefur verið umdeild.
Kílóagjaldið er lagt á vegna bein-
greiðslna til framleiðenda sem
stjórnvöld hafa ákveðið í staðinn fyr-
ir afnám tolla af grænmetistegund-
unum til að jafna samkeppnisskilyrði
innlendra aðila gagnvart innflutn-
ingi.
Gert er ráð fyrir að heildarfjárhæð
beingreiðslna til grænmetisbænda
nemi 195 milljónum kr. miðað við
áætlað framleiðslumagn sem er rúm
2.200 tonn á ári Gert er ráð fyrir að
ákveðnar fjárhæðir verði nýttar til að
lækka verð afurðanna eða 81 millj.
kr. af tómötum á ári sem svarar til 82
kr./kg, 74 millj. kr. af gúrkum eða
sem svarar til 73 kr./kg og 40 millj.
kr. af papriku á ári eða sem svarar til
190 kr./kg.
Til þessa hefur Sölufélagið haldið
eftir 21% af framleiðendaverði af
hverju kílói grænmetisafurða vegna
dreifingar, flutninga og pökkunar.
Með niðurfellingu tolla og upptöku
beingreiðslna til bænda til að lækka
útsöluverð á gúrkum, tómötum og
papríku minnkar hlutur félagsins í
afurðaverðinu og var því ákveðið að
taka kílóagjaldið upp og verður það
16 kr. á kílóið af gúrkum og tómötum
og 35 kr. á papriku. Alls nemur kílóa-
gjaldið því um 40 millj. kr. eða sem
samsvarar um einum fimmta hluta af
beingreiðslunum.
Umboðslaun sem leggjast
ekki á verð afurðanna
Forsvarsmenn Sölufélagsins segja
alrangt að með þessu sé Sölufélagið
að ásælast hlut í beingreiðslunum
eða að verið sé að skerða þær. Pálmi
Haraldsson, framkvæmdastjóri
Sölufélagsins, bendir á að heildar-
tekjur framleiðenda geti lækkað um
allt að helming við þessar breyttu að-
stæður og þar af leiðandi lækki heild-
artekjur félgsins um allt að helming.
,,Þetta eru bara mjög eðlilegar
breytingar en misskilningsins gætir í
því að félagið leggur ekki á vöruna,
heldur fær umboðslaun og þessar 16
krónur eru teknar af afurðaverðinu
en eru ekki lagðar á. Við vísum því al-
gerlega á bug að við séum að taka
hluta af beingreiðslunum. Þær renna
bara beint til framleiðandands,“ seg-
ir Pálmi.
Elín Björg Jónsdóttir, fulltrúi
BSRB í grænmetisnefndinni, telur
kílóagjaldið ekki í samræmi við þær
forsendur sem tillaga grænmetis-
nefndar um tolla, beingreiðslur og
verðmyndun á gróðurhúsaafurðum
byggist á. Hún leggur áherslu á að
beingreiðslur til garðyrkjubænda,
sem sátt hafi náðst um, séu ætlaðar
framleiðendum en eigi ekki að vera
beinn stuðningur við söluaðila.
,,Það var alveg ljóst að nefndar-
menn og tillaga nefndarinnar gerði
aldrei ráð fyrir því að milliliðirnir
tækju sitt að fullu og síðan ættu
framleiðendur og neytendur að
blæða. Það var ekki tilgangur þess-
arar nefndar og alls ekki vinna sem
fram fór á þeim átta mánuðum sem
nefndin vann,“ segir hún.
Um þá fullyrðingu talsmanna
Sölufélagsins að félagið sé ekki að
sælast eftir hlut í beingreiðslunum
segir Elín: ,,Það er verið að setja
beingreiðslur á þrjár tegundir,
agúrkur, tómata og papriku, sem
fara til bænda. Á sama tíma er Sölu-
félagið að taka upp nýtt gjald sem
heitir kílóagjald á nákvæmlega sömu
vörutegundir. Síðan geta menn leikið
sér að orðum – hvaða aur er hvað –
en þetta er eins skýrt og það getur
verið í mínum huga,“ segir Elín
Björg.
BSRB hefur lýst fullum stuðningi
við sjónarmið Elínar Bjargar, full-
trúa samtakanna í grænmetisnefnd-
inni. ,,Stefna BSRB er sú að stuðla
eigi að lægra verði til neytenda jafn-
framt því að hagur bænda verði sem
best tryggður,“ segir í ályktun sam-
takanna í gær.
Ari Edwald, framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins, sem einnig
átti sæti í grænmetisnefndinni, kann-
ast ekki við að þessi útfærsla hafi
verið rædd sérstaklega í nefndinni.
,,Ég tel að það hafi verið stjórnvalda
að útfæra og framkvæma tillögurn-
ar,“ segir hann.
Sami kostnaður og verið hefur
þrátt fyrir beingreiðslurnar
Í yfirlýsingu sem Georg Ottósson,
formaður stjórnar SFG, sendi frá sér
í gær segir hann að garðyrkjubænd-
ur reki sölufélagið til að annast flutn-
inga, pökkun og dreifingu á græn-
meti. ,,Til þessa hefur greiðsla vegna
þjónustu SFG verið ákveðið hlutfall
af afurðaverði grænmetis. Þar sem
beingreiðslurnar skekkja afurða-
verðið reyndist hlutfallsreikningur
ekki lengur nothæfur til viðmiðunar
á kostnaði við þjónustu SFG. Allir
hljóta að sjá að ef verð á vöru lækkar
um helming, þá lækka hlutfalls-
greiðslur vegna hennar einnig um
helming. Því var ákveðið að leggja
gjald á hvert kílógramm af agúrkum,
tómötum og papriku, til að mæta
þessum breytingum. Þó er ljóst að
SFG fær í sinn hlut lægri heildar-
þóknun en áður.
Hér er því einungis um að ræða
breytt fyrirkomulag á greiðslum
vegna flutninga, pökkunar og dreif-
ingar á grænmeti. Þetta er kostnað-
ur sem hefur verið til staðar og mun
verða til staðar, hvað sem öllum bein-
greiðslum líður. Það kostar jafnmikið
að dreifa grænmetinu og áður. Því er
alrangt, eins og ýmsir talsmenn laun-
þegasamtaka og stjórnmálamenn
hafa fullyrt í fjölmiðlum, að verið sé
að skerða beingreiðslurnar með ein-
hverjum hætti. Beingreiðslurnar
renna beint til garðyrkjubænda, líkt
og greiðslur sem þeir fá frá söluaðil-
um. Bændur ráðstafa þessum fjár-
munum til að greiða kostnaðinn við
að koma framleiðslunni á markað,“
segir í tilkynningunni.
Kristján Bragason, fulltrúi ASÍ í
grænmetisnefndinni, segir ljóst að
með upptöku beingreiðslna lækki
framleiðendaverðið af þessum teg-
undum grænmetis og þ.a.l. tapi Sölu-
félagið ákveðnum hlut sem félagið
ætli sér að ná til baka með upptöku
fastagjalds sem komi til viðbótar
þeirri prósentugreiðslu sem félagið
hefur fengið. Hann gagnrýnir hins
vegar á hvern hátt félagið hefur stað-
ið að kynningu á þessum breyting-
um. Að mati Kristjáns hefði einnig
verið skynsamlegra að fella 21%
þóknunargjaldið alveg niður og taka
fastagjald upp í staðinn.
Hann bendir einnig á að sá toll-
frjálsi og óhefti innflutningur á
grænmeti sem komið er á skipti mjög
miklu máli í þessu sambandi. ,,Ef
Sölufélagið setur óhóflegar álögur á
bændurna umfram þennan pökkun-
ar- og dreifingarkostnað sem þeir
telja sig þurfa á að halda, þurfa
bændurnir væntanlega að hækka
verðið á vörunni. Þá er alltaf til stað-
ar sá öryggisventill að flytja vöruna
inn og samkeppnisstaða innlendu
framleiðendanna yrði verri,“ segir
hann.
Kílóagjald Sölufélags garðyrkju-
bænda á grænmeti veldur deilum
Gjaldið um 40
milljónir miðað
við áætlaða
framleiðslu