Morgunblaðið - 09.04.2002, Síða 38

Morgunblaðið - 09.04.2002, Síða 38
MINNINGAR 38 ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þórarinn Einars-son fæddist á Nesi í Norðfirði 7. júlí 1917. Hann lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 2. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Einar Þorvaldsson sjómað- ur og verkamaður, f. á Hofsstöðum á Mýr- um 28.6. 1887, d. 8.8. 1954, og kona hans Ólöf Bjarnadóttir húsfreyja, f. á Stóru- Vatnsleysu 2.10. 1882, d. 10.5. 1966. Albróðir Þórarins var Þorvaldur Helgi Einarsson sjómaður, f. á Norðfirði 29.8. 1915, fórst 14.12. 1935 með mb. Kjartani Ólafssyni frá Akranesi. Þórarinn átti eina hálfsystur, samfeðra, Steinunni Lovísu Einarsdóttur húsfr. á Þernunesi við Reyðarfjörð, f. 7.9. 1911, d. 30.4. 1973, og þrjár hálf- systur sammæðra, Sigríði Sigfús- dóttur húsfr. á Akranesi, f. 10.6. 1904, d. 8.1. 1994, Halldóru Sig- fúsd. húsfr. á Norðfirði, f. 19.5. 1906, d. 14.3. 1944, og Ástu Sig- urbjörgu Sigfúsd. húsfr. á Akra- nesi, f. 23.6. 1912, d. 13.7. 1980. Þórarinn fluttist til Akraness með foreldrum sínum haustið 1917 og þar ólst hann upp. Hinn 20. nóvember 1948 kvæntist Þórarinn Auði Ásdísi Sæmundsdóttur, f. í Vestri-Leir- árgörðum 2.8. 1925. Foreldrar hennar voru Sæmundur Eggerts- son, f. 26.5. 1896, d. 8.7. 1969, og kona hans Karólína Stefánsdótt- ir, f. 18.5. 1891, d. 7.1. 1986. Synir Þórarins og Auðar eru: 1) Einar, kennari og jarð- fræðingur í Nes- kaupstað, f. 23.3. 1949, kvæntur Lilju Aðalsteinsdóttur hjúkrunarforstjóra, f. 3.11. 1951, og eiga þau fjögur börn og eitt barna- barn. 2) Helgi, framkvæmdastjóri í Hafnarfirði, f. 29.4. 1950, kvæntur Guð- mundu M. Svavars- dóttur, kennara, f. 1.1. 1951, og eiga þau tvær dæt- ur og tvö barnabörn. 3) Þórar- inn, bóndi á Hlíðarfæti í Svína- dal, f. 16.9. 1953, kvæntur Birgittu Guðnadóttur, matráðs- konu í Heiðarskóla, f. 25.7. 1952, og eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn. 4) Reynir, húsgagna- smiður í Reykjavík, f. 1.4. 1962, kvæntur Jónu B. H. Jónsdóttur, húsfr., f. 4.8. 1958, og eiga þau eina dóttur. Jóna á eina dóttur frá fyrri sambúð og eitt barna- barn. Þórarinn fór ungur að stunda sjóinn og fór í Stýrimannaskól- ann og lauk þar fiskimannaprófi 1941. Hann varð að hætta sjó- mennsku 1946 vegna heilsu- brests en næstu árin vann hann við olíuafgreiðslu á Akranesi. Hann var bóndi í Ási í Melasveit 1964 til 1986 en síðan búsettur á Höfðagrund 7 á Akranesi. Útför Þórarins fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Á sama tíma og fyrstu farfugl- arnir koma úr sinni langferð og vor- ið virðist á næsta leiti lagði tengda- faðir minn í sína langferð og kvaddi þennan heim. Á slíkum stundum fara minningabrot um hugann, sem enginn tekur frá manni. Fyrir rúm- lega 30 árum hitti ég hann fyrst þar sem ég, ásamt samferðafólki, þurfti að fá leyfi til þess að fara í fjöruna, sem tilheyrði Ási í Melasveit. Ekki grunaði mig þá að hann ætti síðar eftir að verða tengdafaðir minn. Við fyrstu kynni fannst mér hann svip- mikill og brúnaþungur og var ég hálffeimin við hann. Síðar kynntist ég öllum hans mannkostum. Þór- arinn eða Daddi eins og hann var alltaf kallaður var mjög háttvís og einstakt snyrtimenni, það var nóg að fara í skemmuna hjá honum til þess að sjá að allt var á sínum stað. Hann var hávaxinn, beinn í baki og fylgdi honum mikil reisn. Augnsvip- urinn var sterkur og oft sást bregða fyrir mikilli glettni. Daddi las mikið og fylgdist vel með, hann hafði ein- staklega gaman af allri þjóðmála- umræðu og hafði skoðun á hlut- unum án þess að hnjóða í nokkurn mann. Það var gaman að gleðja hann og þurfti mjög lítið til, eins og þegar ég færði honum koníakspela eða spægipylsu úr ferðum mínum þá varð hann mjög þakklátur. Daddi var af þeirri kynslóð sem þurfti að vinna mikið. Hann var að- eins 15 ára þegar hann réð sig fyrst til sjós. Síðar fór hann í Stýri- mannaskólann til að afla sér skip- stjórnarréttinda. Daddi stundaði sjóinn til 1947 en þá þurfti hann, vegna heilsubrests, að fá sér vinnu í landi. Lengst af starfsævi sinni bjó hann ásamt Auði konu sinni að Ási þar sem þau voru með búskap og voru þau hjón einstaklega samhent og samstiga við öll störf og féll þeim aldrei verk úr hendi. Á þessum ár- um fór ég með honum til sjós til að vitja neta þegar hann var við hrognkelsaveiðar og þegar reynt var að veiða lúðu kenndi hann mér að sjómannasið að taka mið á sjó. Þá kom sjómaðurinn upp í honum. Góðar og eftirminnilegar voru stundirnar með þeim hjónum í lax- veiði í Langá og þegar við renndum fyrir silung í Hreðavatni og Fiski- lækjarvatni á fallegum sumardög- um. Eftir að þau hjón brugðu búi fluttu þau aftur á Akranes. Ætlunin var ekki að slá slöku við og keypti Daddi þá Sómabát sem hann ætlaði að gera út, en varð því miður að láta bátinn frá sér vegna heilsubrests. Síðustu árin varði hann flestum stundum sínum í túnjaðrinum á Hlíðarfæti hjá syni sínum og tengdadóttur við að rækta upp skika í kringum sumarhús og rækta silung í tjörnum. Þetta veitti Dadda ómælda gleði og ber að þakka þeim hjónum Dodda og Birgittu alla þeirra aðstoð og hugulsemi við hann. Hvíld er ljúf að loknum degi. Lífsins hringrás eilíf er. Gleði, tilhlökkun, tregi, tár og bros, í heimi hér. Ljós og skuggi, líf og dauði, látlaust skiptast hér á. Er sígur svefn á brá, sökkt’ þér þá, í draumsins dá, þar sem sérhver ósk þín rætast má. Sofðu, sofðu. Svífðu frjáls um draumaheim. Sofðu, sofðu. Sæl er för um alvalds geim. Englar vaka og þig í faðm sér taka. Sofðu, sofðu . Svífðu frjáls um draumaheim. (Ómar Ragnarsson.) Að leiðarlokum vil ég þakka sam- fylgdina og votta Auði tengdamóður minni samúð mína. Guðmunda M. Svavarsdóttir (Mummý). Afa í Ási kölluðum við systkinin þig til að aðgreina þig frá hinum afa okkar. Þið amma bjugguð lengi vel í Ási í Melasveit en þið fluttuð þaðan til Akraness þar sem þið hafið búið síðan. Það var ákaflega gaman að sækja ykkur ömmu heim að Ási. Þar höfðum við krakkarnir alltaf nóg fyrir stafni og leiksvæðið var ólíkt því sem við áttum að venjast heima í Neskaupstað. Mjög gaman var að leika sér í hlöðunni en þar voru búin til heyhús og göng. Einn- ig sveifluðum við okkur gjarnan á kaðli sem hékk niður úr mæni og létum okkur svo detta í mjúkt heyið. Þið amma áttuð nokkra hesta og voruð þið bæði dugleg að ríða út. Óhætt er að segja að áhugi okkar á hestum og hestamennsku sé sprott- inn upp í Ási. Þá vorum við ekki há í loftinu þegar sá áhugi fór að koma fram en Katrín var t.a.m. aðeins tveggja ára gömul þegar hún hljóp á eftir hestunum og kallaði „bak, bak, bak“. Þú áttir alltaf tíma aflögu handa okkur og varst t.d. mjög duglegur að spila við okkur. Eftirminnilegt er þegar þú leyfðir okkur að sitja með þér í traktornum en það var alltaf feiknagaman og stundum fengum við að stýra sem sló nú öllu við. Heimsóknunum suður til ykkar ömmu linnti ekkert eftir að þið fluttuð á Skagann. Síður en svo, þeim fjölgaði með árunum. Fljót- lega eftir að þú og amma voruð komin út á Akranes festuð þið kaup á hjólhýsi sem var plantað niður í móanum hjá Dodda frænda og Birgittu uppi í Svínadal. En Doddi hafði áður grafið fyrir tjörn á staðn- um sem í var sleppt silungi. Fleiri tjarnir voru gerðar og við hjólhýsið gróðursettuð þið amma plöntur og gerðuð Tjörn að þeim stað sem hann er í dag. Minningarnar frá Tjörninni eru okkur mjög dýrmæt- ar. Það var svo yndislegt að verja tíma með ykkur ömmu uppi í bú- stað. Þið amma hafið mikið sótt í að vera við Tjörnina og það skilja allir sem hafa dvalið þar og upplifað þá fegurð og ró sem staðurinn býr yfir. Þið amma hafið alltaf verið mikl- ar veiðiklær og þið létuð ekki ykkar eftir liggja þegar kom að því að kenna okkur krökkunum að kasta stöng og draga. Tjarnirnar voru mjög hentugur kennslustaður og hefur margur silungurinn verið dreginn þar að landi síðan kennslan byrjaði. Þá þarf vart að taka fram að silungur var ævinlega hafður á borðum eftir góða veiði. Veiðiáhugi ykkar ömmu var smitandi og nú þykir okkur ekkert sumar vera ef við berjum ekki einhverja ána eða vatnið. Þú varst gríðarlega mikill húm- oristi og komst manni alltaf til að hlæja. Við höfðum líka harla gaman af því er þú varst að stríða ömmu og glottið sem kom á þig þegar þú varst að stríða henni er ógleym- anlegt. Frásagnir þínar eru okkur ómetanlegar og þeim munum við seint gleyma. En þar sagðir þú okk- ur frá sjálfum þér á þínum yngri ár- um og hvernig allt tíðkaðist í þá daga. Það gjöfula ár 2000 fjölgaði barnabarnabörnunum þínum úr einu í fjögur. Lilja Hrönn var ein af þeim (dóttir Karólínu). Í janúar komum við systur í heimsókn upp á Skaga með Lilju Hrönn með okkur. Það voru okkar síðustu stundir saman áður en þú fórst á sjúkra- húsið. Lilja Hrönn sóttist þá mikið eftir nærveru þinni, sem er nú ekk- ert undarlegt þar sem þú hefur ætíð búið yfir svo mikilli hlýju og umhyggju. Þrátt fyrir að þú varst illa farinn vegna veikinda þinna tókstu hana í kjöltu þér, hlóst og skoðaðir bók með henni, rétt eins og þú hafðir gert við okkur krakk- ana fyrir meira en tuttugu árum. Elsku afi, við þökkum þér fyrir allt, við munum sakna þín sárt. Okkur langar til að kveðja þig með þessum línum sem urðu til er fregn- in um andlát þitt barst okkur: Komið er að kveðjustund, klukka þín hætt er að tifa, kvaddur varst á friðarfund, fögur minning þín mun lifa. (Karólína.) Elsku amma. Hugur okkar dvel- ur hjá þér á erfiðum tímamótum. Katrín og Karólína Einarsdætur. Akranes millistríðsáranna er í minningunni tvenns konar byggð- arlag. Annars vegar harðsækinn út- gerðarbær, sjávarpláss þar sem al- vörugefnir menn sóttu sjóinn og sóttu fast. Fóru á sjó nánast hve- nær sem var nema þegar „flaggað var fyrir Sundin“ og engum fært inn á Lambhúsasund, þar sem ver- tíðarbátarnir lágu við ból eða bundnir við bryggju. Á hinn bóginn Akranes sumars- ins bjart og hlýtt. Milli húsanna í bænum grænir kartöflugarðar og ilmur frá fiskreitunum sem barst um bæinn með norðangolunni. Þá var Langisandur vinsæll sólbaðs- staður og börn og fullorðnir syntu í sjónum, sem hlýnaði þegar féll að. Á þennan hátt minnist ég æskunnar á Akranesi og þannig man ég líka fyrst eftir Þórarni mági mínum Einarssyni. Hár og myndarlegur var hann og bar sig vel. Ég vissi snemma að hann var sjómaður og það sagði nokkuð. Á þessum tíma fengu menn ekki „pláss“ á bátunum nema þeir væru afbragðsmenn. Hann hafði numið við Stýrimanna- skólann í Reykjavík og tók þar próf, var síðan stýrimaður og um tíma skipstjóri. Nokkurra ára aldurs- munur kom um sinn í veg fyrir nán- ari kynni. Þau tókust þegar hann kvæntist Auði systur minni en þá urðum við fljótt vinir. Þórarinn Einarsson fæddist á Norðfirði hinn 7. júlí árið 1917 son- ur hjónanna Ólafar Bjarnadóttur og Einars Þorvaldssonar. Foreldrar hans fluttu til Akraness sama ár og þar bjó fjölskyldan upp frá því. Á þessum árum báru öll hús á Akra- nesi nafn. Þau Einar Þorvaldsson og Ölöf Bjarnadóttir keyptu húsið Brekkukot og fluttu þangað 1918. Æska ungra stúlkna og drengja á tíma millistríðsáranna leið við leik og störf. Skólinn á vetrum og hjá flestum sveitavera á sumrum. Þá var ekki kominn tími Evrópusam- bandsins sem bannaði börnunum að taka til hendi. Vinna á fiskreit var vel þegin og eftirsótt. Önnur störf, flest í sambandi við sjóinn tóku við. Flesta unga menn dreymdi um að verða dugandi sjómenn. Fjölskyld- an í Brekkukoti komst vel af með dugnaði og ráðdeild. Börnin uxu úr grasi og synirnir fóru á sjóinn. Mik- ill harmur var kveðinn að þessu góða fólki þegar vélbáturinn Kjart- an Ólafsson fórst með allri áhöfn árið 1935. Einn þeirra sem fórst var Þorvaldur eldri sonur Einars og Ólafar í Brekkukoti, tvítugur að aldri. Þórarinn hélt áfram á sjónum uns hann varð að fara í land vegna meiðsla sem höfðu hrjáð hann í all- mörg ár. Eftir það starfaði hann um árabil hjá Olíuverslun Íslands. Þau Auður og Þórarinn byggðu sér myndarlegt hús á Akranesi og brátt fjölgaði í fjölskyldunni. Þau eignuðust fjóra myndarlega syni. Elstur er Einar, þá Helgi, síðan Þórarinn og yngstur er Reynir. Þegar hér var komið var Auður systir mín hætt að vinna ut- an heimilis en hún hafði um árabil stundað verslunar- og skrifstofu- störf meðfram húsmóðurstarfinu. Fjórir fjörmiklir piltar eru mikið uppeldisverkefni sem þeim Þórarni og Auði tókst með afbrigðum vel. Þórarinn og fjölskylda brugðu á það ráð að flytja í sveit og hefja bú- skap. Kannski var þar gamall draumur að rætast. Þau seldu húsið sitt á Skaganum og keyptu jörðina Ás í Melasveit. Hófu þar búskap vorið 1964. Sem bóndi var Þórarinn í essinu sínu. Hann var sérstaklega mikil- virkur, duglegur og útsjónarsamur og búskapurinn virtist ekki síður leikur en starf, eða þannig fannst áhorfandanum og gestinum þetta. Allt sem við kom búskapnum var fínt og snyrtilegt. Hvergi utan húss né í útihúsum var eitthvað sem þar væri ofaukið. Hvergi drasl eða dót. Snyrtimennskan í fyrirrúmi. Árin þeirra hjónanna í Ási í Melasveit held ég að hafi verið hamingjutími, eins og reyndar allur tími þeirra saman. Þau féllu einkar vel inn í það samfélag sem nú varð þeirra heima- byggð. Tóku þátt í félagsstörfum og flestu sem til framfara horfði. Áttu þar vini fyrir og eignuðust fleiri sem kunnu vel að meta þessa nýju bændur í Leirár- og Melasveit. Eftir farsælan búskap í Ási í 22 ár kom að því að þau ákváðu að breyta til á nýjan leik og flytja til Akraness. Synirnir voru allir farnir að heiman, kvæntir menn og búnir að eignast fjölskyldur. Þau Þórar- inn og Auður keyptu hús í nágrenni við Höfða, dvalarheimili aldraðra á Akranesi, sem þá var í uppbygg- ingu. Þórarinn hóf að nýju sjósókn, nú á eigin báti. Heilsubrestur batt enda á þetta ævintýri og enda þótt ekki væri vitað hvað olli þá þótti ekki ráðlegt að halda áfram á sjón- um. Það var upp úr þessu sem þau systir mín og mágur leituðu á nýjar slóðir. Þórarinn sonur þeirra og tengdadóttirin Birgitta voru búandi fólk í Hlíðarfæti í Svínadal. Þarna fengu þau spildu til afnota. Reistu sér sumarhús og hófu fiskeldi. Þennan stað nefndu þau Tjörn og þegar fram liðu stundir varð Tjörn vinsæll veiðistaður. Þar var jafnan fjölmennt um helgar á sumrin og trúlega hafa ýmsir upprennandi veiðimenn fengið þar sinn fyrsta fisk á flugu. Þau hjónin notuðu tímann vel og eftir að búskapnum í Ási lauk fóru þau nokkrum sinnum á vetrum í hlýrra loftslag. Enginn má sköpum renna, segir máltækið og nú skilur leiðir um sinn. Þórarinn Einarsson var ein- staklega vel gerður maður og sá sem vildi allra vanda leysa. Hann var sannur heiðursmaður sem aldr- ei lagði hnjóðsyrði til nokkurrar persónu heldur bætti hlut þess sem um var rætt hverju sinni. Slíkra er gott að minnast. Við María sendum Auði og son- um þeirra Þórarins og fjölskyldum okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum þeim Guðs blessunar. Sveinn Sæmundsson. Lítil hnáta í sveitinni hjá afa og ömmu. Afi gengur eftir túninu með hendur fyrir aftan bak og blístrar. Hnátan röltir á eftir, reynir að ná höndunum saman fyrir aftan bak og gengur illa. Blístrið heyrist alls ekki. Þetta er það fyrsta sem kemur í hugann þegar hugsað er til afa Dadda. Hann unni jörðinni sinni og naut þess að ganga um hana. Afi var mjög vinnusamur, var farinn út að sinna skepnum og girðingum eldsnemma að morgni, rétt skaust inn til að fá sér bita í hádeginu og sást svo varla fyrr en undir kvöld. Þegar hann átti lausa stund notaði hann hana jafnan til að spila, leggja kapla eða lesa. Hestar voru einnig líf hans og yndi og þá ástríðu endurvakti hann fyrir fáum árum þegar hann fór að stunda hestamennsku aftur þrátt fyrir slæma heilsu. Sömuleiðis hafði afi gaman af stangveiði, sem end- urspeglaðist í afmælisgjöfinni þeg- ar hann varð 75 ára. Þá hafði komið til tals hvort ekki væri rétt að af- komendurnir færðu honum fána- stöng að gjöf. Afa leist vel á að fá stöng, en heldur vildi hann nú flugustöng en fánastöng. Afi hafði eins og áður sagði gam- an af að spila og leggja kapla. Þeg- ar Ásdís var yngri lærði hún ný spil og kapla af bókum og kenndi svo afa sínum. Seinna kom hún í heim- sókn á Höfðagrundina með kærasta upp á arminn og þá var spiluð vist. Lifnaði þá aldeilis yfir gamla mann- inum, hann reytti af sér brandarana um leið og slagirnir hlóðust inn. Það var ekki eins og þar færi maður um áttrætt, miklu frekar var líkt og unglingur sæti við spil. Þegar afi og amma höfðu brugðið búi að Ási og flutt aftur á Akraness, eignuðust þau sumarhús að Tjörn í landi Dodda og Birgittu. Þar átti afi margar af sínum bestu stundum við silunga- og trjárækt. Hann undi sér ætíð vel í nánum tengslum við nátt- úruna. Alltaf var gaman fyrir okkur barnabörnin að koma í heimsókn að Tjörn og rölta á eftir afa milli tjarn- anna og þiggja aðstoð hans við að renna fyrir silung. Nú hefur afi lokið tíma sínum hér hjá okkur og er farinn á vit nýrra gönguslóða. Elsku amma, við systurnar ásamt Halli, Kristni og langömmustelpun- um biðjum þess að æðri máttur veiti þér huggun og styrk í sorginni. Ásdís Huld og Tinna. ÞÓRARINN EINARSSON  Fleiri minningargreinar um Þór- arin Einarsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.