Morgunblaðið - 09.04.2002, Side 40

Morgunblaðið - 09.04.2002, Side 40
MINNINGAR 40 ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hildur Einarsdótt-ir fæddist á Akra- nesi hinn 6. október 1927. Hún andaðist á líknardeild Landspít- alans hinn 25. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Lísbet Guðbjörg, f. 12. janúar 1887, d. 1. september 1979, Kristjánsdóttir bónda á Haukabrekku í Fróðárhreppi, Snæ- fellsnesi og móðir Sig- urlín Þórðardóttir, Þorsteinssonar – og Einar Jónsson, f. 21. apríl 1885, d. 29. júlí 1969 – Einarssonar prófasts Hjörleifsson- ar í Vallanesi og móðir Guðlaug Einarsdóttir bónda Halldórssonar, Firði, Mjóafirði. Einar var kennari á Hvanneyri og vegaverkstjóri á Austurlandi. Systur Hildar eru: Þóra, f. 10. febrúar 1913, d. 14. apr- íl 2000, Hulda, f. 18. júní 1914, d. 25. ágúst 1982, Þórdís, f. 18. apríl 1916, d. 9. febrúar 1983, Guðlaug, f. 3. maí 1918, Sigurlín, f. 3. október 1919, d. 12. mars 2001, Anna, f. 4. nóvember 1921, d. 11. nóvember 1998, Beta, f. 17. apríl 1923, og Hjördís, f. 11. júní 1930. Hinn 7. desember 1946 giftist Hildur Magnúsi Björnssyni tré- smiði, f. 3. maí 1923, d. 7. janúar Jóhanna Seljan, f. 1978, hennar sambýlismaður er Kjartan Vil- bergsson, f. 1975. 5) Hjördís, íþróttafræðingur, f. 29. mars 1960, gift Benedikt Höskuldssyni hag- fræðingi, f. 12. maí 1957. Börn þeirra eru a) Einar Hjörvar, f. 1983, b) Ólöf Ruth, f. 1986, og c) Magnús Otti, f. 1994. 6) Sverrir, vélamaður í lyfjaframleiðslu, f. 10. desember 1968, sambýliskona hans er Hafrún Lilja Víðisdóttir hús- móðir, f. 22. júní 1971. Hildur ólst upp á Akranesi í for- eldrahúsum, en dvaldi mörg sumur með fjölskyldu sinni á Austurlandi. Þar starfaði hún m.a. sem ráðskona í vegagerð. Hún stundaði nám við Húsmæðraskólann á Hallormsstað og Verslunarskólann í Reykjavík. Hildur og Magnús hófu búskap sinn í Reykjavík en fluttu í Kópavog 1966. Þar starfaði hún sem bað- vörður í íþróttahúsum Kópavogs- bæjar og síðar sem bókavörður í Menntaskólanum í Kópavogi. Hild- ur tók þátt í margs konar fé- lagsstörfum. Hún sat í stjórn BSRB um árabil og gegndi trúnaðarstörf- um fyrir Starfsmannafélag Kópa- vogs og Kópavogsbæ. Eftir að hún hætti störfum í Menntaskólanum opnaði hún Saumagallerí Hildar á heimili sínu og tók að hanna og sauma föt fyrir konur á öllum aldri. Hún hélt sína fyrstu tískusýningu 1997 og hélt því áfram meðan heilsa hennar leyfði. Útför Hildar fer fram frá Kópa- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. 1990. Foreldrar hans voru Björn Jóhannsson, f. 9. september 1891, d. 28. júní 1968, og Anna Magnúsdóttir, f. 19. des- ember 1892, d. 17. októ- ber 1967. Börn Hildar og Magnúsar eru: 1) Björn læknir, f. 17. júní 1947, kvæntur Önnu Sigur- veigu Ólafsdóttur hjúkr- unarfræðingi, f. 24. sept- ember 1952. Börn þeirra eru a) Hildur, f. 1971, gift Kristni Péturssyni, f. 1969, börn þeirra eru Anna Mínerva og Arnar Reyr, b) Arnar, f. 1973, c) Ólafur, f. 1979, og d) Erla, f. 1982. 2) Einar lyfjafræðingur, f. 10. ágúst 1949, kvæntur Guðnýju Helgu Gunn- arsdóttur kennara, f. 17. apríl 1952. Dætur þeirra eru a) Þóra, f. 1971, gift Birni Jónssyni, f. 1966, sonur þeirra er Einar. b) Gunnhildur, f. 1977. 3) Anna, bókasafnsfræðingur, f. 9. maí 1952, synir hennar eru a) Magnús Þór Þorbergsson, f. 1971, kvæntur Eirúnu Sigurðardóttur, f. 1971, dóttir þeirra er Anna, f. 2000. b) Karl Ágúst Þorbergsson, f. 1982. 4) Hildur kennari, f. 29. mars 1960, gift Þóroddi Helgasyni skólastjóra, f. 8. september 1956. Börn þeirra eru a) Snær Seljan, f. 1983, og b) Hjördís Helga, f. 1989. c) dóttir Þórodds er Ég var ekki nema sautján ára göm- ul þegar ég kynntist Hildi tengda- móður minni. Mér leið strax vel í ná- vist hennar og fann að hún tók ekki bara mér opnum örmum, heldur líka öllu mínu fólki. Móðir mín varð strax góð vinkona Hildar og eins hafa syst- ur mínar tengst henni náið. Ég vissi þó að henni fannst sonur sinn, sem þá var nýbyrjaður í læknanámi, eyða of miklum tíma með mér í stað þess að lesa námsbækurnar. Ég hreifst strax af heimili hennar þar sem óvenju mikið var af fallegum og framandi hlutum, enda Hildur mikill fagurkeri. Það vakti athygli mína hvað samband tengdaforeldra minna var náið. Á hverjum föstudegi færði Magnús tengdafaðir minn henni blóm en ég hafði ekki vanist slíkum gjöfum nema af sérstöku tilefni. Þegar elstu börnin voru uppkomin byrjuðu tengdafor- eldrar mínir að ferðast til útlanda og þá átti Magnús það til að bregða sér frá og færa Hildi óvenjulega skart- gripi. Ekkert var of gott eða of fínt fyrir Hildi hans. Það var því mikill missir þegar hann dó ekki nema 66 ára gamall eftir stutta en erfiða sjúk- dómslegu. Hildur tengdamóðir mín var að mörgu leyti óvenjuleg kona. Hún fór ekki troðnar slóðir á lífsferli sínum. Þegar hún komst á ellilífeyrisaldur settist hún ekki í helgan stein heldur fylltist eldmóði og stofnaði sauma- gallerí. Hún hafði alltaf saumað mikið á sína stóru fjölskyldu en núna ákvað hún að sauma það sem henni fannst skemmtilegast, fallega og glæsilega kjóla. Hún hélt margar tískusýningar sem voru eiginlega hálfgerðar veislur þar sem veitingar voru ekki skornar við nögl. Ógleymanlegt er þegar hún kom austur til mín með troðfullar töskur af samkvæmiskjólum sem hún sýndi hérna heima hjá okkur í Nes- kaupstað. Keyptir voru nokkrir kass- ar af freyðivíni og konfekti og húsið síðan fyllt af kvenfólki á öllum aldri. Hildur hafði sterkar taugar til Aust- urlands, þar hafði hún dvalið, þar hafði hún kynnst æskuástinni Magn- úsi manninum sínum, og þar voru hennar rætur. Hún sagði oft við mig hvað hún væri ánægð að tvö af henn- ar börnum skyldu búa á Austurlandi. Þó hafði hún áhyggjur af því að mér borgarbarninu myndi leiðast hérna í fámenninu og hvatti mig að koma oft- ar í heimsókn. Hildur var mikil samkvæmisrófa og naut þess að taka þátt í veislum og undirbúa þær. Henni fannst klént ef ekki var haldið upp á öll afmæli og gerður dagamunur þegar tækifæri gáfust. Hún lét heldur ekki veikindin aftra sér frá því að koma austur til að vera við útskrift sona minna tveggja. Áhugamálin voru óþrjótandi og fróðleiksþörfin mikil, enda var aldrei komið að tómum kofunum hjá henni Hildi. Hún hafði skoðanir á öllu og var ófeimin að tjá hug sinn hvort sem menn voru henni fylgjandi eða á önd- verðum meiði. Hún var einnig djörf í klæðaburði og var ekki hrædd við að vera öðruvísi og áberandi. Lífsviljinn var mikill, það var svo margt sem hún vildi gera og átti eftir að gera. Þrátt fyrir stóran uppskurð og mikil veikindi dreif hún sig með systradætrum sínum til Víetnam að heimsækja Einar son sinn og Guð- nýju. Hún talaði mikið um þessa ferð, hún hreifst mjög af landinu og fólkinu sem býr þar. Hún hvatti mig og Bjössa að drífa okkur þangað og vildi helst koma með okkur. Á sjúkrabeð- inum var lífsorkan svo mikil að hún bað mig að koma með nýjustu tísku- blöðin svo hún gæti hjálpað mér að velja föt til að láta sauma á mig í Víet- nam. Á ferðalagi okkar þar skildi ég hrifningu Hildar á þessu stórkost- lega landi og ekki leið sá dagur að ég hugsaði ekki til hennar. Hildur kom úr stórum systrahópi, næstyngst níu systra. Henni leið allt- af best þegar hún hafði sem flest af sínu fólki í kringum sig, það var því gott að hún hafði mörg okkar hjá sér þegar hún kvaddi þetta líf. Elsku Hildur, ég kveð þig með miklum söknuði en líka þakklæti fyr- ir allt sem þú hefur verið mér. Minn- ing þín mun lifa áfram í hjörtum okk- ar allra. Anna Sigurveig. Mig langar að minnast þín, elsku- lega tengdamamma, með nokkrum orðum um leið og ég þakka fyrir allt það hrós og alla þá hvatningu sem þú veittir mér og mínum í svo ríkum mæli. Það var mikil hamingja fyrir mig að fá að komast inn í fjölskyldu ykkar Magnúsar á Hrauntungunni, fá að sitja við eldhúsborðið og ræða stjórn- málin við tengdamömmu, þig, þessa skeleggu baráttukonu fyrir réttind- um og bættum hag alþýðufólks eða skella sér í heita pottinn með tengda- pabba sem hann hafði gert sér úti á svölum eða sitja í uppljómaðri blóma- stofunni á kvöldin og ræða um spenn- andi ferðalög og fjölskylduhagi. Það var hið hlýja viðmót, lífsgleðin og krafturinn sem gaf öllum sem ykkur umgengust svo ótrúlega mikla hvatn- ingu og vakti með manni svo mikla bjartsýni á lífið og tilveruna. Þær eru ófáar myndirnar sem leita á hugann þegar mér verður hugsað til þín, sólskinsdagurinn í Oddsskarði þegar þú komst upp á skíðasvæðið í háhæluðum skóm, í kápu og með hatt og drakkst með okkur kaffi, aðfanga- dagur þar sem þú, höfuð fjölskyld- unnar, sast og last á jólapakkana, kvöldstundirnar þegar gripið var í spil við börn og barnabörn, hlegið og barið í borðið og ekkert gefið eftir, tískusýningarnar þar sem þú stjórn- aðir dætrum, tengdadætrum og vin- konum, sem sýndu allan glæsilega fatnaðinn sem þú hafðir hannað og saumað. Þú lést þér ekkert fyrir brjósti brenna, með þinn sterka vilja, dugn- að og þor léstu þú drauma þína ræt- ast um leið og þú hvattir aðra til dáða. Við eigum eftir að sakna þín mikið, elsku tengdamamma, þinna réttsýnu skoðana, þinnar bjartsýni og lífsgleði, þinnar umhyggju og alúðar. Hafðu þökk fyrir allt. Þinn tengdasonur, Þóroddur Helgason. Mig langar að minnast tengdamóð- ur minnar, Hildar Einarsdóttur sem lést á líknardeild Landspítalans þann 25. mars sl. Hildur var á margan hátt mjög óvenjuleg kona, kona sem sam- fylgdarmenn hennar tóku eftir. Mér er það mjög í fersku minni þegar ég fyrst kynntist Hildi og tengdaföður mínum, Magnúsi Björnssyni, sem lést fyrir réttum tólf árum. Minning sú sem kemur fyrst upp í huga minn um Hildi er um sterka konu sem hélt þétt utan um fjölskylduna. Hildur var ótvíræður foringi stórrar fjölskyldu en börn þeirra Magnúsar urðu sex. Alla tíð lét Hildur sig miklu varða hvaða menntunar fólkið hennar aflaði sér og alltaf var hún reiðubúin til að liðsinna hverjum sem vildi leita til hennar um hvað skyldi lært, við hvað ætti að starfa eða aðrar ráðleggingar varðandi framtíðina. Börnin, tengda- börnin og barnabörnin hafa öll þann- ig fengið notið góðra ráða hennar og velvildar um framtíðina. Hildur lét samtíðina sig miklu varða og gerði þá kröfu til fólks að það gerði slíkt hið sama. Hildi mislík- aði ef fólk lét sig engu varða sitt nán- asta umhverfi. Margar stundir sat hún við eldhúsborðið, fyrst í Hraun- tungu og síðar á Digranesvegi, þar sem hún ræddi landsins gagn og nauðsynjar og var alltaf tilbúin að takast á við hvern þann sem treysti sér að fara yfir mál líðandi stundar. Oft var tekist og skipst á skoðunum og margir bestu vina hennar voru á öndverðum meiði í pólitík. Þannig var hún Hildur og þannig lifir minningin hjá mér um afar sterka og hlýja konu. Í rúm tvö ár barðist Hildur við skæðan sjúkdóm af mikilli einurð og trú á að henni tækist að hafa hann undir að lokum. Og þótt hún hafi þurft að lokum að lúta undan honum þá skilaði baráttan henni ágætis lífi um tveggja ára skeið eftir að hún greindist með sjúkdóminn. Í lífi hvers manns eru einstakling- ar sem varða þá meira en annað fólk. Slík kona var Hildur í mínu lífi. Ég bið Hildi Guðs blessunar. Megi hún hvíla í friði. Benedikt Höskuldsson. Við fráfall Hildar Einarsdóttur leitar hugur minn til upphafs kynna okkar, er leiðir dóttur minnar, Önnu Sigurveigar, og sonar Hildar, Björns, þá læknanema, lágu saman. Síðan eru liðnir rúmir þrír áratugir. Við Hildur urðum fljótt hinar bestu vin- konur, og á ég margar dýrmætar minningar frá kynnum okkar, þ.á m. um stuðning hennar og skilning þeg- ar ég átti erfitt. Hversu vel hún reyndist mér gleymi ég seint. Hildur var mjög vel gefin og víðsýn. Listræn var hún enda bar heimili hennar þess ávallt merki. Við áttum ótal margar gleðistundir á heimili hennar og Magnúsar, eiginmanns hennar, er hans naut við. Voru þau einstaklega samhent í öllu. Eitt sumarið þegar ég var að fara til útlanda kom ég til Hild- ar og var eitthvað að tala um hvað ég ætti að hafa með mér af fötum, þá brá hún strax við með orðunum: „Komdu og lítum í fataskápinn minn.“ Og ég fór með fangið fullt af fötum, auðvitað allt nýjustu tískuföt, sem hún hann- aði og saumaði sjálf. Eftirminnilegar eru tískusýningarnar sem Hildur hélt á heimili sínu. Naut hún sín vel við þær aðstæður og einstaklega glæsileg sjálf þegar hún var komin í slána og með flottan hatt. Hildur átti gæfu að fagna í lífi sínu, eignaðist Magnús sem sinn lífsförunaut og áttu þau sex mannvænleg börn sem öll eru til fyrirmyndar í lífi sínu og starfi enda var hún stolt af börnum sínum og barnabörnum og langömmubörn- um. Nú að leiðarlokum vil ég þakka Hildi fyrir allt sem hún var mér og mínum. Guð veri með þér. Erla. Kveðja frá Mennta- skólanum í Kópavogi Við fráfall Hildar Einarsdóttur fv. bókavarðar við Menntaskólann í Kópavogi langar okkur í MK að heiðra minningu hennar með nokkr- um fátæklegum orðum. Við erum enn óþyrmilega minnt á hve lítils megnug við erum andspænis dauðanum nú þegar ævisól hennar hnígur til viðar. Með Hildi er gengin merk kona sem lét sér fátt óviðkomandi svo fjölhæf og áhugasöm sem hún var um alla hluti. Hildur starfaði á bókasafni Menntaskólans í Kópavogi síðasta áratug starfsævi sinnar. Það er vandasamt verk að vera í þjónustu- starfi í stórum skóla þar sem verk- sviðið er vítt en Hildi tókst sem bóka- verði að rata þann gullna meðalveg í samskiptum sínum við nemendur og kennara sem er svo mikilvægur í öllu skólastarfi. Hún sýndi ótrúlega um- hyggju og þjónustulund en jafnframt fullt aðhald þegar kom að því að nem- endur stæðu skil á eigum safnsins. Hildur var afskaplega vel lesin og bar virðingu fyrir starfi sínu og sam- starfsfólki. En það var ekki aðeins að hún sinnti starfi sínu af eldmóði held- ur var hún mikill félagi okkar allra. Á góðum stundum var Hildur hrókur alls fagnaðar og létti okkur oft lífið m.a. með ógleymanlegum þorrablót- um starfsmanna sem haldin voru á heimili hennar um áraskeið. Það var einstaklega gaman að fylgjast með Hildi eftir að hún lét af störfum í MK fyrir aldurs sakir því þá blómstruðu hennar listrænu hæfileikar í hönnun og saumaskap svo eftir var tekið á landsvísu. Hún kunni að njóta lífsins, ferðaðist um heiminn en alltaf rækt- aði hún tengslin við okkur í MK þó að mikið væri að gera og víða farið. Að leiðarlokum viljum við þakka allt það sem Hildur var okkur. Í MK ríkir söknuður eftir góðan samstarfs- mann og vin en eftir lifa minningar og þakklæti fyrir að hafa notið samvist- anna við hana. Fyrir hönd allra í Menntaskólanum í Kópavogi sendi ég börnum hennar og aðstandendum samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja þá í sorg þeirra. Margrét Friðriksdóttir skólameistari. Ég man þegar við Kiddi fengum að gista nokkrar vikur hjá ömmu. Þá vann ég sem flugfreyja og í hvert skipti sem ég kom úr flugi þá kom amma fagnandi á móti mér og sagði hvað ég væri glæsileg. Skildi svo ekk- ert í því af hverju maðurinn minn skyldi ekki bíða með blóm í hendi í hvert sinn sem ég kæmi heim úr vinnunni, á hvaða tíma sem væri, því það hefði hann afi gert, sem elskaði hana og dáði. Hún amma var nefnilega gæfurík kona, alla tíð umvafin ást eiginmanns, barna og barnabarna. Hún var fé- lagsvera, átti líka marga vini og þannig vildi hún hafa það. Vera um- kringd fólkinu sínu sem safnaðist saman við kringlótta eldhúsborðið hennar og naut þessa að spjalla við hana um allt milli himins og jarðar, því amma hafði áhuga á öllu, tísku, pólitík, fótbolta. Hún var sólgin í fréttir og fylgdist vel með gangi mála í þjóðfélaginu. „Farðu nú og segðu við þingmann þeirra Austfirðinga að Samfylkingin muni stórtapa fylgi ef það verður ekki virkjað fyrir austan.“ Þessa kveðju bað hún mig fyrir þegar ég byrjaði að vinna á Alþingi. En það sem vakti mestan áhuga hennar voru auðvitað börnin og barnabörnin og hvað þau voru að gera hverju sinni. Þau voru öll „stór- glæsileg“ og „stórgáfuð“. Henni ömmu vöknaði oft um augu og hún fylltist miklum eldmóði þegar hún talaði um afrek barna sinna og barna- barna. „Að eiga barn er það yndisleg- asta í heimi,“ sagði hún mér þegar ég átti mín börn. Og það held ég að sé það mikilvægasta sem hún kenndi mér í lífinu. „Ég verð að kaupa stærri dótakassa,“ sagði hún við mig á spít- alanum, stuttu áður en hún dó, alltaf með hugann hjá börnunum sínum. Elsku amma mín, ég kveð þig með þessum orðum og með kvæði sem þú lést fylgja með í korti til okkar Kidda á brúðkaupsdaginn: Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg; en anda sem unnast fær aldregi eilífð að skilið. (Jónas Hallgr.) Þín Hildur. Amma mín. Ég hef aldrei á ævi minni hitt eins frjálslynda og róttæka manneskju eins og þig. Þú varst bar- áttukona, hugsjónakona og hafðir skoðun á öllu milli himins og jarðar. Á hverjum einasta degi labbaði ég yfir til þín úr skólanum. Það leið aldrei á löngu áður en við vorum komin í hörku samræður. Umræðuefnin voru fjölbreytt, allt frá pólitík og skólamál- um til bókmennta og jafnvel íþrótta. Þú hafðir svo brennandi áhuga á skólamálum mínum að það var heilög skylda mín að hlaupa yfir til þín strax og ég fékk niðurstöður úr prófum. Þú lagðir alltaf gríðarlega áherslu á að við börnin næðum góðum árangri í skólanum og svo gastu montað þig rosalega af árangri barna þinna og okkar barnabarnanna. Ég man sér- staklega eftir einni setningu sem þú varst vön að segja: „Þú færð allt þitt vit úr bókum, Einar minn, líttu bara á börnin mín.“ Það var ekkert verið að skafa utan af hlutunum. Ég hafði verulega gaman af að heyra þig segja frá því hvernig lífið var hérna áður fyrr. Skólinn, stríðið, ástin, uppeldið, stjórnmálin. Mig grunar að það hafi ekki verið neitt grín að lenda í rifrildi við þig. Þar hef- ur verið við ramman reip að draga. Þú stóðst alltaf föst á þínu. En alltaf varstu þó hress. Skemmtilegast þótti mér að heyra af fyrstu kynnum þín- um við Magga afa. Það var á sveita- balli fyrir austan. Hann var að spila í hljómsveitinni á ballinu og þú 17 ára fylgdist agndofa með. Stuttu seinna varstu trúlofuð honum og oft bent- irðu mér á að það væri rétti tíminn til að festa ráð sitt. Ég benti þér á að tímarnir væru aðeins breyttir. Amma mín, takk fyrir að vera eins og þú varst. Ég veit að Maggi hefur tekið vel á móti þér á himnum. Einar Hjörvar. HILDUR EINARSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Hildi Einarsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.