Morgunblaðið - 09.04.2002, Síða 43
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2002 43
✝ Björgvin Har-aldsson fæddist á
Kolfreyjustað í Fá-
skrúðsfirði 14. maí
1938. Hann lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 1. apríl síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Haraldur
Jónasson, prófastur
á Kolfreyjustað, f. 6.
ágúst 1885 í Sauð-
lauksdal við Pat-
reksfjörð, d. 22. des-
ember 1954, og kona
hans, Guðrún Val-
borg Haraldsdóttir,
f. 5. desember 1901 í Neskaupstað,
d. 20. september 1990. Foreldrar
Haralds Jónassonar voru Jónas
Björnsson, sóknarprestur í Sauð-
lauksdal, og kona hans, Rannveig
Gísladóttir. Foreldrar Guðrúnar
Valborgar voru Haraldur Brynj-
ólfsson, fiskimatsmaður í Nes-
kaupstað, og kona hans, Þórey
Jónsdóttir. Börn sr. Haralds og
Guðrúnar Valborgar voru, auk
Björgvins, Sigrún, f. 14. desember
1923, Ragnar, f. 29. nóvember
1925, Jenný, f. 12. ágúst 1928, Þór-
ey, f. 7. ágúst 1930, Rannveig, f.
25. júní 1933, Haraldur, f. 10. júlí
heimavinnandi húsmóðir, en hún
er gift Jökli Heiðdal Úlfssyni, f.
20. júlí 1963, viðskiptafræðingi og
eru börn þeirra Úlfur Arnar Jök-
ulsson, f. 16. desember 1983,
Tinna Jökulsdóttir, f. 21. júní
1990, og Andri Jökulsson, f. 6.
mars 1997. 3) Björgvin Arnar
Björgvinsson, f. 27. júní 1972,
tölvusérfræðingur, kona hans er
Guðrún Sverrisdóttir, f. 26. des-
ember 1971, skrifstofustjóri og er
barn þeirra Arna Björgvinsdóttir,
f. 16. maí 1994.
Björgvin ólst upp á Kolfreyju-
stað á fjölmennu heimili þeirra
prestshjóna. Hann stundaði öll
venjuleg sveitastörf og vann við
eyjabúskap heimilisins. Þegar sr.
Haraldur andaðist fluttist fjöl-
skyldan til Reykjavíkur. Björgvin
hóf þá iðnnám og lauk sveinsprófi
í Reykjavík 1961 og prófi frá
Meistaraskólanum 1964. Hann
starfaði að iðn sinni alla tíð í
Reykjavík og allmörg ár á Ísafirði.
Hann var mælingafulltrúi múrara
á Ísafirði 1977-1990, tók þátt í
stofnun Múrarafélags Ísafjarðar
og var fyrsti formaður þess.
Á yngri árum starfaði Björgvin í
JC hreyfingunni og var meðlimur í
Kiwanis á Ísafirði á þeim árum er
hann bjó þar en síðan 1995 var
hann félagi í Oddfellow-reglunni,
stúku nr. 10, Þorfinni karlsefni.
Útför Björgvins verður gerð frá
Bústaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
1936, Hilmar, f. 1.
mars 1940, og Helga,
f. 25. september 1941,
d. 3. janúar 1991. Son-
ur sr. Haralds Jónas-
sonar og fyrri konu
hans, Sigrúnar Jóns-
dóttur, f. 14. apríl
1881, d. 23. desember
1919, var Jónas, raf-
virki í Reykjavík, f.
30. janúar 1916, d. 25.
apríl 1998.
Björgvin kvæntist
20. september 1958
Arndísi Magnúsdóttur
hárgreiðslumeistara,
f. 12. apríl 1940. Hún er dóttir
Magnúsar Hákonarsonar, bónda
og verkamanns í Reykjavík, og
konu hans, Ingunnar Jónasdóttur
matráðskonu og húsmóður. Börn
Björgvins og Arndísar eru: 1) Ing-
unn Björgvinsdóttir, f. 15. nóvem-
ber 1958, læknafulltrúi, en hún
var gift Jóni Aðalsteini Sæbjörns-
syni, f. 9. ágúst 1957, vélstjóra og
eru börn þeirra Sæbjörn Jónsson,
f. 8. júní 1977, d. 28. maí 1999,
Björgvin Jónsson, f. 3. júní 1979,
og Arndís Oddfríður Jónsdóttir, f.
14. ágúst 1984. 2) Guðrún Valborg
Björgvinsdóttir, f. 5. október 1962,
Elsku afi okkar. Þú varst búinn
að liggja mikið veikur í tvo mánuði
og var það mjög erfitt fyrir þig og
okkur öll en nú ertu búinn að fá
hvíldina og við vitum að þér líður
betur. Við erum þakklát fyrir að
hafa fengið þessa tvo mánuði með
þér, þótt erfiðir hafi verið, því þá
fengum við tækifæri til að sjá þig og
segja þér hug okkar sem við vitum
að þú heyrðir þótt þú værir svona
mikið veikur, en það fengum við
ekki þegar Bubbi bróðir okkar dó
og það var svo erfitt. Nú vitum við
að þið eruð saman og gætið hvor
annars.
Við systkinin vorum á Blönduósi
hjá pabba þegar þú svo kvaddir
þennan heim og vorum við ósátt við
að geta ekki verið með þér síðustu
dagana en nú fáum við að kveðja
þig og kyssa við kistulagninguna og
fyrir það erum við þakklát. Við
finnum hvað það er gott að geta
kvatt og séð sína nánustu en það
var það sem við söknuðum svo þeg-
ar Bubbi okkar fór.
Elsku afi, þú varst okkur sem
pabbi nr. 2 og munum við sakna þín
alveg rosalega mikið. Það er stórt
tómarúm í hjarta okkar en við mun-
um reyna að fylla það með fullt af
góðum minningum sem gætu fyllt
margar síður. Til dæmis eigum við
eftir að minnast þín þegar við heyr-
um harmónikuleik því þú elskaðir
að spila fyrir okkur á nikkuna og
það var svo gaman.
Það verður skrítið að koma á
Eyjabakkann nú þegar þig vantar
en við vitum að þú munt vera þar
með okkur í anda. Og við munum
vera góð við hana ömmu og gæta
hennar fyrir þig, þótt við vitum að
það munt þú líka halda áfram að
gera.
Megir þú hvíla í friði, elsku hjart-
ans afi okkar.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Við elskum þig.
Þín afabörn,
Björgvin og Arndís.
Elsku besti afi. Við munum sakna
þín mjög mikið og hugsa alltaf til
þín. Þú varst svo skemmtilegur,
alltaf að spila og leggja kapal með
okkur. Alltaf þegar við gistum hjá
þér og ömmu, horfðir þú á barna-
myndirnar í sjónvarpinu á kvöldin
með okkur. Þá sagði amma alltaf:
„Björgvin, þú ert svo mikið barn!“
Hver fögur dyggð í fari manns
er fyrst af rótum kærleikans.
Af kærleik sprottin auðmýkt er,
við aðra vægð og góðvild hver
og friðsemd hrein og hógvært geð
og hjartaprýði stilling með.
(Þýð. H. Hálfd.)
Nú legg ég augun aftur
ó, Guð þinn, náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson.)
Far þú í friði, afi minn, og takk
fyrir gamlar stundir. Ég sakna þín
mjög mikið og mun alltaf hugsa
hlýtt til þín hvar sem ég er.
Tinna og Andri.
Elsku afi. Það er skrýtið að
hugsa til þess að þú sért farinn frá
okkur. Ég man eins og gerst hafi í
gær þegar við vorum öll saman í
sumarbústaðnum hjá Stínu og
Sigga. Þú varst að spila á harm-
onikuna, ég og Addý frænka döns-
uðum og allir hlógu að okkur. Það
var ótrúlega gaman þetta kvöld og
ég mun alltaf minnast þess. Það var
gaman þegar við, þú og amma, Ing-
unn, Addý, Bubbi og Bjöggi áttum
öll heima í Breiðholti. Við Addý lék-
um okkur oft fyrir utan Eyjabakk-
ann og þegar þú komst heim úr
vinnunni fórum við með þér inn og
borðuðum öll saman kvöldmat sem
amma hafði eldað.
Ég efast ekki um að það verður
tekið vel á móti þér í himnaríki af
Bubba frænda, ömmu í Ljósó og
fleirum. Ég mun alltaf sakna þín og
geyma allar yndislegu minningarn-
ar sem ég á um þig.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Guð varðveiti minningu þína,
elsku afi.
Úlfur Arnar.
Hann var einn af þeim Íslend-
ingum sem þénuðu brauð sitt í
sveita síns andlitis. Orðatiltækið á
rætur sínar í Biblíunni (1. Mós. 3/
19).
Björgvin Haraldsson múrara-
meistari er fallinn frá langt fyrir
aldur fram. Enginn veit sitt skapa-
dægur. Hvern hefði órað fyrir, að
þessi góði drengur væri nú allur og
horfinn yfir móðuna miklu? Fyrir
tveimur árum þurfti Björgvin að
gangast undir skurðaðgerð vegna
þrengsla í hálsæðum. Eftir aðgerð
þessa og meðhöndlun lækna virtist
hann hafa náð sér allvel. Ekki var
annað að sjá en hann hefði sigrast á
þessum alvarlegu veikindum og
hlotið bærilega starfskrafta á nýjan
leik. Hann var ósérhlífinn og dugn-
aðarforkur að eðlisfari og trúlega
hefur hann ekki hlíft sér sem
skyldi. Hann lét sig nær aldrei
vanta í vinnu þótt hann væri ekki
alltaf heill heilsu.
Björgvin byrjaði ungur að árum
að nema múrverk hjá Sigmundi
Lárussyni múrarameistara. Sig-
mundur var mjög góður fagmaður
og lærði Björgvin strax réttu hand-
tökin og stóð undir þeim vænting-
um, sem gerðar eru til góðs fag-
manns. Björgvin varð vissulega
meistara sínum til sóma. Það sýndi
hann með verkum sínum. Hann var
alla tíð álitinn ágætur múrari og af-
kastamikill í starfi. Sl. áratug vann
hann að mestu við fínni verk s.s.
flísalagnir og af hvers kyns gerð.
Engan þekkjum við sem lofaði ekki
í hvívetna handbragð hans. Í verk-
um hans kom fram mikil vandvirkni
og kunnátta.
Björgvin var alla tíð virkur í fé-
lagsstörfum. Hann var meðal ann-
ars formaður Múrarafélags Ísa-
fjarðar og félagi í kiwanisklúbbnum
á sama stað. Einnig var hann virkur
félagi í Oddfellowreglunni hér
syðra.
Björgvin var sérstaklega hlýr og
gefandi persónuleiki og hvers
manns hugljúfi. Aldrei heyrði mað-
ur hann tala illa um nokkurn mann
eða nota ljótan munnsöfnuð. Hann
var gleðimaður og naut þess að um-
gangast vini og kunningja á góðum
degi. Hann gat verið hrókur alls
fagnaðar án þess að það væri á
kostnað annarra. Stóryrði og gróft
tal voru honum ekki að skapi, enda
snyrtimenni til orðs og æðis. Trú-
lega hefur prestssonurinn Björgvin
haft í genunum þessa hófsemd og
trú á hið góða í lífinu. Slíkir menn
hugsa og tala mestmegnis á hinum
ljúfu nótum. Björgvin hafði næma
tilfinnningu fyrir tónlist og átti
margar góðar stundir með harm-
onikunni sinni. Þessi kliðmjúka tón-
list var honum ætíð ofarlega í huga
og veitti sálu hans ró og minning-
unni endurnýjun og hvíld.
Björgvin naut trausts fjölskyldu
sinnar sem ávallt sýndi samheldni
við lausn þeirra vandamála sem upp
komu á hverjum tíma. Þau hjónin
Arndís Magnúsdóttir og Björgvin
Haraldsson hófu snemma búskap.
Þau giftu sig 20. sept. 1958 og
bjuggu í Reykjavík til ársins 1978.
Þau eignuðust þrjú mannvænleg
börn. Árið 1978 flytja þau vestur í
Hnífsdal. Þar kunnu þau vel við sig
og áttu þaðan góðar minningar.
Eftir 12 ára dvöl á Vestfjörðum
flytja þau aftur til Reykjavíkur og
kaupa sér íbúð í Eyjabakka 2 í
Breiðholti. Þau höfðu verið í hjóna-
bandi í rúmlega 43 ár þegar Björg-
vin lést.
Óþarfi er að tíunda hér hve öll
fjölskyldan vann fórnfúst starf við
sjúkrabeð Björgvins þessar síðustu
og erfiðu vikur lífs hans. Á engan er
hallað í fjölskyldunni þótt hér sé
fullyrt, að þær mæðgur Arndís og
Ingunn hafi sýnt ótrúlegan sálar-
styrk og fórnfýsi við dánarbeð
elskulegs eiginmanns og föður.
Slíka umhyggju og fölskvalausa ást
er lítið hægt að tjá sig um í orðum.
Við systkini Arndísar, makar og
börn sendum Arndísi og fjölskyldu
hennar ásamt öðrum aðstandend-
um Björgvins hugheilar samúðar-
kveðjur. Minningunni um tryggan
og góðan dreng munum við halda á
loft. Hún verður okkur mildi í sorg.
Hákon, Gunnhildur,
Kristín, Margrét,
makar og börn.
Mágur minn, Björgvin Haralds-
son múrarameistari, er látinn. Fall-
inn frá langt um aldur fram. Mikill
mannskaði er við fráfall hans.
Vel er, að fauskar fúnir klofni,
felli þeir ei hinn nýja skóg,
en hér féll grein af góðum stofni,
grisjaði dauði meir en nóg.
(Sig. Sigurðsson frá Arnarholti.)
Kynni okkar Björgvins hófust
fyrir liðlega 34 árum er ég kvæntist
systur hans Rannveigu. Tókst með
okkur góð vinátta sem aldrei bar
skugga á. Björgvin var lipur og ljúf-
ur maður í framgöngu allri, greið-
vikinn og afkastamikill í verkum
sínum. Frábær fagmaður þótti
hann og lýsti samverkamaður hans
því yfir, við undirritaðan, að Björg-
vin hefði verið flinkasti múrari sem
hann hefði unnið með. Öll verk í
faginu léku í höndum hans.
Í dag hljóta því margir sem nutu
vinnu hans að hugsa til Björgvins
með hlýhug. Á þeim árum sem
Björgvin bjó á Ísafirði naut hann
þess trúnaðar, að vera valinn mæl-
ingamaður múrara. Mér er kunn-
ugt um það, að því starfi sinnti hann
af mikilli alúð og ábyrgð.
Ljóst er að hinn látni vinur var í
fremstu röð í sinni iðngrein og naut
virðingar sem slíkur. Hann var
hamingjumaður í einkalífi, kvæntist
ágætri konu, Arndísi Magnúsdóttur
hárgreiðslumeistara, og eignuðust
þau þrjú börn eins og að ofan grein-
ir og sjö barnabörn.
Björgvin var mjög félagslyndur,
hafði mikinn áhuga á þjóðmálum og
var einlægur kirkjunnar maður. Oft
var gestkvæmt á heimili þeirra
Arndísar og glatt á hjalla tíðum.
Voru þau hjónin mjög samtaka í
gestrisni sinni. Minnumst við hjón-
in ánægjulegra daga fyrir vestan og
sunnan.
Á þessum tímum sorgar nýtur
Arndís barna sinna og tengda-
barna, því fjölskylduböndin eru
sterk.
Margir í hinni fjölmennu fjöl-
skyldu, þ.e. afkomenda þeirra sr.
Haralds á Kolfreyjustað og konu
hans, Guðrúnar Valborgar, hafa
beðið mig að koma á framfæri ein-
lægum samúðarkveðjum til Arndís-
ar, barna, tengdabarna og barna-
barna. Í þeirri trú að endurfundir
muni eiga sér stað er Björgvin nú
kvaddur með þökk fyrir samfylgd-
ina á lífsgöngunni og í hugann kem-
ur hið snjalla ljóð Árna Pálssonar:
Seiðir moldin svört og köld,
sigrinum allir hrósa.
Bak við hennar hlífiskjöld,
hníga sá ég öld af öld.
Í moldinni glitrar gullið
rauða og ljósa.
Vertu Guði falinn, kæri mágur.
Hilmar Björgvinsson.
Mig langar að minnast svila
míns, Björgvins Haraldssonar múr-
arameistara, sem lést á hjartadeild
Landspítalans – háskólasjúkrahúss
hinn 1. apríl sl. Á hugann leita
margar góðar minningar um góðan
og einstaklega jákvæðan og hjálp-
saman fjölskylduvin.
Ég kynntist Björgvini og Addý
eiginkonu hans þegar ég kom fyrst
inn í þessa fjölskyldu fyrir um það
bil 40 árum. Við Bjarni Magnússon
eiginmaður minn, sem lést fyrir
nokkrum árum, og Björgvin og
Addý bjuggum í mörg ár saman í
Hnífsdal. Kynni okkar urðu þá mik-
il og það var okkur ómetanlegt að
eiga svo góða vini að.
Fyrir vestan áttum við margar
ánægjustundir saman. Það var oft
kátt á hjalla við spil og söng og
ósjaldan fórum við í yndislegar
ferðir saman á sumrin þar sem
tjaldað var úti í fagurri náttúru
Vestfjarða. Þá var Björgvin alltaf
hrókur alls fagnaðar þar sem lífs-
gleðin og hamingjan var allsráð-
andi. Oft tók hann þá hljóðfæri sér í
hönd.
Björgvin var ætíð vinnusamur og
líf hans snerist um vinnuna og
heimilið og alltaf var hann tilbúinn
að aðstoða vini sína og kunningja.
Björgvin og Bjarni voru saman í
Kiwanisklúbbnum fyrir vestan og
þátttaka í þeim félagsskap var þeim
báðum mikils virði.
Björgvin og Addý fluttu suður
fyrir nokkuð mörgum árum,
skömmu áður en Bjarni eiginmaður
minn varð bráðkvaddur, og þá var
eins og skarð hefði verið skilið eftir
í mannlífinu í Hnífsdal. Ég hélt aft-
ur á móti alltaf góðum tengslum við
þau eftir að þau fluttu suður og
heimsótti ég þau alltaf í Eyjabakk-
ann þegar ég var fyrir sunnan. Þar
fékk ég alltaf sömu góðu móttök-
urnar.
Kæri Björgvin. Þú kvaddir okkar
heim skyndilega. Við vitum ekki af
hverju, en lífið er óútreiknanlegt og
við erum stundum kölluð burt úr
þessum heimi fyrirvaralaust. Ég
veit að leiðir ykkar Bjarna munu nú
liggja saman. Megi Guð gefa að þið
megið hvíla í friði og gleði. Ég
þakka fyrir allar góðu samveru-
stundir okkar undanfarna áratugi
sem hafa verið mér ómetanlegar.
Þær munu ávallt lifa í mínu hjarta.
Addý, eiginkonu Björgvins,
börnum þeirra, fjölskyldum, barna-
börnum og öðrum ættingjum sendi
ég innilegar samúðarkveðjur.
Sæunn Guðmundsdóttir.
BJÖRGVIN
HARALDSSON
Fleiri minningargreinar
um Björgvin Haraldsson bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
S. 555 4477 555 4424
Erfisdrykkjur
Sími 562 0200
Erfisdrykkjur
Blómastofa Friðfinns,
Suðurlandsbraut 10,
sími 553 1099, fax 568 4499.
Opið til kl. 19 öll kvöld
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar