Morgunblaðið - 09.04.2002, Page 45

Morgunblaðið - 09.04.2002, Page 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2002 45 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. við Nýbýlaveg, Kópavogi ✝ Ása Andersenfæddist 27. júní 1932 í Kaupmanna- höfn. Hún lést 29. mars síðastliðinn á líknardeild Landspít- alans í Kópavogi. Móðir hennar var Jacobine Catharine Nissen, f. 12. apríl 1909, d. 19. nóvem- ber 1946. Faðir er óþekktur. Haustið 1933 fluttist Ása til Íslands til kjörfor- eldra sinna sem voru hjónin Axel Ander- sen klæðskerameistari, f. 15. nóv- ember 1886, d. 16. janúar 1975, og Guðbjörg G. Andersen, f. 9. janúar 1893, d. 27. nóvember 1976. Dætur Ásu eru: 1) Guðbjörg Ása Andersen, f. 18. ágúst 1954, gift Stefáni Magnússyni. Börn þeirra eru: a) Vilborg, f. 9. júlí 1975, sam- býlismaður hennar er Friðrik Ell- ert Jónsson, sonur þeirra er Dan- íel Már, f. 19. maí 1999. b) Jóhann Axel Andersen, f. 25. október 1979. 2) Regína Vilhjálms- dóttir, f. 25. nóvem- ber 1965, sambýlis- maður hennar er Sigurbjörn Hlíðar Jakobsson. Börn Regínu eru: Bene- dikt Axel Pétursson, f. 10. janúar 1986 og Rebekka Hafþórs- dóttir, f. 21. janúar 1991. Eftir skólagöngu vann Ása ýmis skrif- stofu- og verslunar- störf. Um nokkurra ára skeið var Ása flugfreyja hjá Flugfélagi Ís- lands og vann síðar á skrifstofu fé- lagsins. Einnig starfaði hún lengi hjá Hagtryggingu hf. Ása hóf störf hjá Flugmálastjórn árið 1982 og gegndi því starfi þar til hún lét af störfum í september 1999 vegna veikinda. Útför Ásu fer fram í dag frá Neskirkju og hefst athöfnin kl. 15. Elsku Ása mín, nú hefurðu fundið friðinn. Þú varst hetja alla tíð og létt í lund, kom það ekki hvað síst í ljós þegar hin erfiðu veikindi höfðu næst- um fullkomnað verk sitt. Mér er það óskiljanlegt hvernig þú gast gert að gamni þínu allt fram á síðustu stund. Á stundum sem þessum verður manni oftast hugsað til baka, þá man ég er við hittumst fyrst. Ég og Reg- ína dóttir þín vorum í tilhugalífinu og hún bauð mér í heimsókn til þín, þarna varst þú í öllu þínu veldi að syngja „What am I living for, if not for you“ fullum hálsi, báðar línurnar. Þessar tvær sönglínur urðu mér gullnar og tengdust ævinlega þér. Það varð hins vegar ekki fyrr en fimmtán árum seinna að ég gaf þér plötuna með öllu laginu og þú fórst að syngja allt lagið með bros á vör. Á þessum tíma áttir þú tvo afar trygga, lata og feita vini en það voru kettirnir Babus og Limbó. Þeir kumpánar lifðu í vellystingum á Víði- melnum, því þú varst eins og allir vita einstakur dýravinur. Eitt verð ég að segja, að þótt skíða- sportið hafi heillað þig, þá kunni það oftast ekki góðri lukku að stýra, hug- takið „hrakfallabálkur“ fékk nýja og dýpri merkingu þegar þú steigst á skíðin. Sundið átti betur við, þar varstu svo sannarlega á heimavelli. Vestur- bæjarlaugin var nánast þitt annað heimili og var mikið af þér tekið þeg- ar heilsan batt enda á þennan hluta í lífi þínu. Nú ertu sofnuð svefninum langa, elsku Ása mín. Kveð ég þar með kær- an vin og félaga. Allar stundirnar sem við áttum saman við ýmist gam- an eða alvörumál verða mér ævinlega dýrmæt eign. Nú rökkrið hefur fallið, úr fjarska barst þér kallið, friður gætir augna þinna, frjáls þú ferð til drauma þinna, þögnin ríkir, allt er hljótt, ég kyssi þig á enni, góða nótt. Góða nótt, elsku Ása mín, og sofðu rótt. Þinn Hafþór. Í dag kveðjum við kæra vinkonu. Æskuminningar mínar eru fullar af minningarbrotum frá Víðimel 38. Ég fór þar í bakgarðinn og í gegnum gat á girðingunni hjá kartöflugarðinum til að heimsækja vin á Hringbraut. En oftar en ekki hitti ég þá Ásu eða Regínu dóttur hennar. Alltaf mætti ég þar einstakri hlýju og væntum- þykju og oftar en ekki lá leið mín til þeirra mæðgina til að kíkja á kettina þeirra, en þeir voru þeir mýkstu og pattaralegustu sem fyrir fundust. Al- gerir hefðarkettir sem fóru þó ekki lengra út en á svalirnar. Mörgum finnst skondið hvernig fólk talar um gæludýrin sín, eins og þau séu manneskjur, þrátt fyrir fjóra fætur, skott og loðinn feld. Ása átti einstök tengsl við þau dýr sem hún átti um ævina og það sá ég oft sjálf. Hún hafði einstakt lag á mönnum og dýrum. Þegar einhver nýr flutti á Víðimel- inn var Ása fyrst til að bjóða þá að- fluttu velkomna og í gegnum Ásu hef- ur maður orðið þess heiðurs að- njótandi að kynnast mörgu góðu fólki sem hefur búið á Víðimelnum. Lífsgleði hennar var svo einkenn- andi fyrir hana að ég man hana ekki öðruvísi en káta og að segja að hún hafi tilheyrt einhverri kynslóð frekar en annari er erfitt að slá föstu. Allir mínir vinir þekkja Ásu og flesta þekkti hún líka. Í september 1999 gekk ég í hjóna- band, ekki gátum við hjónin hugsað okkur veisluna án Ásu. Þegar ég skoða myndirnar úr veislunni bregð- ur Ásu oftar en ekki fyrir, þá bros- andi út að eyrum, annaðhvort að dansa við mömmu, vinkonur mínar eða einhvern annan. Á öllum stærri viðburðum lífs míns var Ása ávallt nærri og mun ég sakna þessarar góðu vinkonu minnar mikið. Konunnar sem minnti á komu að- ventunnar með stórri stjörnu, mislit- um perum, sem logaði á í svefnher- bergisglugganum frá 1. desember til 6. janúar ár hvert. Konunnar sem flaggaði alla tylli- daga lögbundna sem og ólögbundna, líka þegar nágranni hennar varð stúdent. Konunnar sem kom svo oft í morg- unkaffi um helgar og að loknum vinnudegi. Ása Andersen var einstök kona, mikill mann- og dýravinur sem ég er þakklát fyrir að hafa kynnst. Elsku Ása og Regína, mína inni- legustu samúð sendi ég ykkur og fjöl- skyldum ykkar. Vilborg, Jóhann Ax- el, Benedikt Axel og Rebekka, eitt megið þið vita að þegar amma ykkar talaði um einhvert ykkar þá lýstist andlit hennar upp eins og sól á fal- legum vetrarmorgni. Hún var alltaf svo stolt af ykkur, hverju því sem þið tókuð ykkur fyrir hendur. Guð styrki ykkur einnig. Þórhildur Ýr. Á föstudaginn langa, 29. mars sl., lést vinkona okkar eftir langa og harða baráttu við erfiðan sjúkdóm. Við kynntumst Ásu fyrst er hún hóf starf hjá Flugmálastjórn árið 1982. Ása var afar félagslynd og glaðlynd og tók þátt í félags- og skemmtanalífi starfsfólksins og var hrókur alls fagnaðar. Okkur eru ofarlega í huga ferðir er nokkrir starfsmenn FMS fóru á vor- in í nokkur ár og var Ása aðaldrif- fjöðrin í þeim ferðum og minnumst við þeirra með þakklæti. Ása var mikið náttúrubarn og vildi að öll dýr og allur gróður nyti virð- ingar og umhyggju. Hún elskaði öll dýr og það síðasta var köttur sem heitir Tommi, samband hennar við Tomma var einstakt og auðséð ástúð á báða bóga. Ása kom oft með okkur í sumarbústað okkar og kom þá oft með einhverja afleggjara af blómum eða öðrum gróðri og gróðursetti þar. Þá ræktuðu við saman karföflur í nokkur ár. Öll svona störf þótti Ásu svo áhugaverð og skemmtileg og var sérstaklega ánægjulegt að taka þátt í þessu með henni. Allar minningar okkar um Ásu eru góðar minningar og þrátt fyrir erf- iðan sjúkdóm var tæpast hægt að sjá að hún missti nokkurn tímann kjark- inn. Hún sagði stundum: „Ég nenni ekki lengur þessum Pollýönnuleik“ en hún hélt honum samt áfram til loka. Hún var hetja í baráttunni. Dætrum Ásu og fjölskyldum þeirra vottum við okkar innilegustu samúð. Þín lund var svo glöð og þín lífsskoðun góð, þó leikurinn harnaði nokkuð á stundum, Að öllum þú gafst af þeim alsnægta sjóð með örlátum, stórtækum höfð- ingjamundum. Er dagsljósið hverfur, hið dýrasta á storð, þá daprast oss hinum flugið með árum. En þú mæltir aldrei eitt einasta orð af æðru, í þjáningum löngum og sárum. (P.H.) Í guðs friði. Guðrún og Magnús. Í dag erum við sorgmædd og hníp- in en um leið þakklát. Baráttu vin- konu okkar Ásu Andersen er lokið. Ég kynnist Ásu fyrst þegar hún var táningur. Hún var vinkona og skólasystir eldri systur minnar. Fyrstu minningarnar um Ásu eru þar hún sat við píanóið heima hjá okkur og spilaði dægurlög þess tíma. Klassísku verkin lék hún á sinn hátt dálítið djössuð. Það varð nú að vera meira líf og fjör í klassíkinni að henn- ar mati. Hún Ása okkar var nú engin hversdagsmanneskja og það var aldrei nein lognmolla í kringum hana. Ása sagði okkur að í raun væri hún nú dálítið spes, hún væri nefnilega dönsk. Ása var tveggja ára ættleidd hingað til lands af hjónunum Guð- björgu og Axel Andersen. Var hún þeim mikill gleðigjafi og ríkti alla tíð gagnkvæm ástúð og virðing milli þeirra allra. Ása hafði mikla samúð með móður sinni að þurfa að gefa barnið sitt vegna erfiðra aðstæðna eins og víða voru á þessum árum. Ása fann til með þeim sem erfitt áttu og gladdist með glöðum. Ása fór ung til Danmerkur og vann þar á barnaheimili í um eitt ár. Hafði hún þá upp á móðurfólki sínu en móðir hennar var þá látin. Ása hélt sam- bandi við móðursystur sína meðan sú síðastnefnda lifði. Eftir heimkomuna frá Danmörku gerðist Ása flugfreyja hjá Flugfélagi Íslands. Hún naut starfsins, sérstak- lega þegar leiðin lá til Tule í Græn- landi. Þær ferðir áttu vel við nátt- úrubarnið og ævintýrakonuna Ásu. Árin liðu og sáum við lítið hvor til annarrar. En árið nítján hundruð sjö- tíu og sex endurnýjaðist vinátta okk- ar er við urðum nágrannar á Víði- melum. Ása var enn sama glaðværa og hispurslausa konan sem ég þekkti frá unglingsárunum. Guðbjörg Ása, dóttir Ásu, var þá gift og búin að stofna eigin heimili en Regína yngri dóttir Ásu var táningur og bjó enn heima. Mjög kært var með þeim mæðgum. Ása var rík kona að eiga þessar yndislegu dætur og fjögur barnabörn. Fyrir um tveim árum greindist Ása með krabbamein. Hún tók því sem að höndum bar með þvílíku hug- rekki og jafnaðargeði að undrun sætti. Þetta var hennar stíll í lífinu. Að lifa lífinu meðan stætt var og glata aldrei húmornum á hverju sem gekk. Þegar Ásu var ljóst að hennar tími var takmarkaður var hún ekki að tví- nóna við hlutina. Hún undirbjó útför sína með því að velja sér prest, sálma og þá tónlist sem hún hafði dálæti á. Ætlaði ekki öðrum það sem hún gat gert sjálf. Ása gleymdi ekki sínum nánustu né vinum sínum. Hún hófst handa við að prjóna hlýja og fallega trefla handa vinum og vandmönnum, eins konar kveðjugjöf. Litina valdi hún sérstaklega fyrir hvern og einn. Mér gaf hún rauðan trefil sem ég mun bera í dag. Ása hafði ánægju af að gefa en mest gaf hún af sjálfri sér. Hún hafði orð á því við mig að henni þætti frem- ur leitt að hafa ekki tíma til að skrifa æviminningar sínar. Sú bók hefði vafalaust orðið metsölubók, skrifuð af hreinskilni, heiðarleika og húmor. Húmornum glataði Ása aldrei, sama hvað á gekk. Það er sárt að sjá á bak góðrar vin- konu, en minningarnar lifa. Ég vil leyfa mér að þakka þeim læknum og hjúkrunarfólki sem ann- aðist Ásu af mannkærleika og virð- inu. Ásu var tíðrætt um þá umhyggju og alúð sem henni var sýnd. Ekki get ég látið hjá líða að minnast á vinkonu og frænku Ásu, Ernu Nilsen sem stóð eins og klettur við hlið Ásu og fylgdi henni í þær ótal læknismeð- ferðir sem nauðsynlegar voru í bar- áttunni við krabbameinið. Dæturnar Guðbjörg og Regína voru hjá móður sinni nótt og dag síð- ustu vikurnar, allt þar til yfir lauk. Elsku Guðbjörg Ása, Regína og föl- skyldur. Missir ykkar er mikill og bið ég guð að blessa ykkur og veita ykk- ur styrk. Ég enda þetta minningar- brot síðustu kveðjuorðum Ásu til mín „I love you and have a nice day“. Blessuð sé minning Ásu Andersen. Ólöf Erla Kristinsdóttir. Elsku Ása. Þá er þinni löngu þrautagöngu lokið. Við vinkonurnar þökkum þér fyrir að fá að njóta þinnar vináttu sem gaf okkur svo mikið, þú varst svo mikill gleðigjafi, ráðagóð og frábær félagi, þegar eitthvað var að, þá þurfti ekki að segja þér það þú vissir það á und- an okkur. Þú hafðir áhuga á öllu sama hvað það var, fjölskyldan, dýr- in, náttúran, fólkið, flugið og tónlist- in. Ef farið var í ferðalag hérlendis eða erlendis þá vildir þú fá uppgefið nákvæma tímaáætlun því þú ferðað- ist með okkur í huganum. Ekki má gleyma Pollýönnuleikn- um sem þú notaðir svo mikið til að fá það jákvæða fram í lífinu. Á svona stundu kemur margt upp í hugann t.d. sumarbústaðaferðir, „Mafíuferð- ir“ og ýmsar skemmtanir hjá Flug- málastjórn að ógleymdum heimsókn- um til þín á Víðimelinn þar sem hlustað var á KK, Mannakorn og margt, margt fleira. Áhugi þinn á tónlist var mikill, þú spilaðir á munn- hörpu og gítar og ef þú sást píanó þá var sest niður og spilað og sungið lag- ið „What am I living for“. Við munum aldrei gleyma þér því þú átt stað í okkar hjarta. Elsku Ása okkar, við vitum að þú hefur nóg að gera þar sem þú ert núna stödd og þar eigum við eftir að hittast, megi guð geyma þig. Regínu, Ásu og fjölskyldum send- um við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Hrönn og Jóhanna. Við skrifum þetta til minningar um kæra samstarfskonu og vin. Ása okkar lést á föstudaginn langa eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Margt kemur upp í hugann eftir náið samstarf til fjölda ára. Ása var lífskúnstner og bóhem. Mjög auðvelt var að þykja vænt um hana, hún var hreinskiptin og glaðleg. Alls staðar þar sem Ása kom þekkti hún ein- hvern og var hrókur alls fagnaðar. Hún var ekkert að spara hrós og hlýju ef svo bar undir, hins vegar gat hún verið óvægin ef henni mislíkaði. Hún stóð á sinni meiningu. Ása var hress í framkomu og vinsæl. Í nánari samskiptum kom í ljós djúp viðkvæm persóna gædd miklum mannkostum og djúpum skilningi á lífinu. Mannleg samskipti voru Ásu ofarlega í huga og þótti henni þau mikilvæg. Eitt af hennar verkefnum var að fara á milli yfirmanna og fá uppáskrifaða reikn- inga. Þegar hún kom til baka, sagði hún gjarnan „ég var í mannlegum samskiptum“ og hló. Þeir höfðu ýmist fengið broskarl eða fýlukarl fyrir frammistöðuna. Unga fólkið sem kom til vinnu hjá Flugmálastjórn laðaðist mjög að henni og skipti aldursmunur þar engu. Það má segja að frá henni lægju rætur undir Reykjavíkurflug- völl, þar sem hún þekkti svo marga, bæði frá Flugfélagi Íslands og Flug- málastjórn. Hún var góður samstarfsfélagi og hafði mikinn metnað í starfi. Ása var hetja í þeirri baráttu sem hún háði síðustu ár lífs síns. Dýravin- urinn og náttúrubarnið Ása hugðist hætta störfum og njóta þess sem framundan var en margt fer öðru vísi en ætlað er. Nú er næsta víst að hún Ása okkar er að sinna „mannlegum samskiptum“ af krafti og sinnir því ábyggilega vel. Hver á nú skamma okkur fyrir skítugt kaffiborðið, papp- írinn út um allt, „okkur vantar nöldr- ið okkar“ Við kveðjum með söknuði elsku Ásu okkar og vottum dætrum hennar og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa.) Samstarfsfólk hjá Flugmálastjórn Íslands. ÁSA ANDERSEN  Fleiri minningargreinar um Ásu Andersen bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.