Morgunblaðið - 09.04.2002, Side 47

Morgunblaðið - 09.04.2002, Side 47
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2002 47 Áskirkja: Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10–14 í neðri safnaðarsal. Skemmti- ganga um Laugardalinn eða upplestur kl. 10.30. Umsjón Þóranna Þórarinsdóttir. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12 í kirkj- unni. Umsjón Guðrún K. Þórsdóttir. Léttur hádegisverður að stundinni lokinni. Sam- vera foreldra ungra barna kl. 14–16 í neðri safnaðarsal. Kynning á 12 spora starfi kl. 19 í kirkjunni. Bústaðakirkja: TTT-starf (starf fyrir 10–12 ára) kl. 17. Grensáskirkja: Kyrrðarstund í hádegi kl. 12.10. Orgelleikur, ritningarlestur, altaris- ganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimili eftir stundina. Hallgrímskirkja: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Háteigskirkja: Ævintýraklúbburinn kl. 17. Fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir börn úr 1.–3. bekk í umsjón Guðrúnar Helgu, Sigrúnar, Völu og Jóhönnu. Öll börn vel- komin og alltaf hægt að bætast í hópinn. Unglingaklúbburinn MeMe kl. 19.30. Kröftugt starf fyrir unglinga í umsjón Gunn- fríðar og Jóhönnu. Laugarneskirkja: Morgunbænir kl. 6.45– 7.05 alla virka daga nema mánudaga. TTT-fundur kl. 16 (5.–7.bekkur). Fullorð- insfræðslan kl. 20. Guðfræðingurinn og sálfræðingurinn Tho van der Weele talar. Aðgangur ókeypis og öllum heimill, gengið inn um dyr á austurgafli kirkjunnar. Þriðju- dagur með Þorvaldi kl. 21. Lofgjörðar- stund, þar sem Þorvaldur Halldórsson leiðir sönginn við undirleik Gunnars Gunn- arssonar. Sóknarprestur flytur Guðs orð og bæn. Fyrirbænaþjónusta kl. 21.30 í umsjá Margrétar Scheving sálgæsluþjóns og hennar samstarfsfólks. (Sjá síðu 650 í Textavarpi.) Neskirkja: Litli kórinn – kór eldri borgara kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. Foreldramorgunn miðvikudag kl. 10–12. Fræðsla: Ofvirkni barna. Ragna F. Karls- dóttir sérkennari fjallar um efnið. Umsjón Elínborg Lárusdóttir. Seltjarnarneskirkja: Foreldramorgunn kl. 10–12. Starf fyrir 7–9 ára kl. 16 og fyrir 10–12 ára kl. 17.30. Fríkirkjan í Reykjavík: Kyrrðar- og bæna- stund í dag þriðjudag kl. 12 í kapellu safn- aðarins á 2. hæð í safnaðarheimili kirkj- unnar, Laufásvegi 13. Allir velkomnir til þátttöku. Árbæjarkirkja: Foreldramorgnar kl. 10– 12. Hittumst, kynnumst, fræðumst. TTT- klúbburinn í Ártúnsskóla kl. 14.20– 15.20. Barnakóraæfing kl. 17–18. Breiðholtskirkja: Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl.18.30. Bænaefnum má koma til sóknarprests í viðtalstímum hans. Digraneskirkja: Kirkjustarf aldraðra. Leik- fimi ÍAK kl. 11.15. Léttur hádegisverður, samvera. Þorsteinn H. Þorsteinsson toll- vörður kemur í heimsókn á samverustund ásamt hundinum Bassa. Kaffi. Starf fyrir 10–12 ára börn á vegum KFU&K og Digra- neskirkju kl. 16.30–18.15. Fella- og Hólakirkja: Starf fyrir 11–12 ára drengi kl. 17. Grafarvogskirkja: Opið hús fyrir eldri borg- ara kl. 13.30–16.30 Helgistund, handa- vinna, spil og spjall. Kaffiveitingar og allt- af eitthvað gott með kaffinu. TTT (10–12 ára) í Engjaskóla kl. 18.30–19.30. Kirkju- krakkar í Engjaskóla fyrir börn 7–9 ára, kl. 17.30-18.30. Æskulýðsfélag í Grafar- vogskirkju, eldri deild, kl. 20–22. Hjallakirkja: Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Kópavogskirkja: Foreldramorgunn í dag í safnaðarheimilinu Borgum kl. 10–12. Seljakirkja: Mömmumorgunn. Opið hús milli kl. 10 og 12. Kaffi og spjall. Vídalínskirkja: Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13.30–16 í Kirkjuhvoli. Spilað og spjallað. Helgistund í kirkjunni kl. 16. Fjöl- breytt kristilegt starf fyrir 9–12 ára stúlkur í Kirkjuhvoli kl. 17.30 í umsjón KFUK. Bessastaðasókn: TTT – kristilegt æsku- lýðsstarf fyrir 10–12 ára – í Álftanesskóla, stofu 104, kl. 17.30. Rúta ekur börnun- um heim. Fríkirkjan í Hafnarfirði: Opið hús kl. 17– 18.30 fyrir 7–9 ára. Kl. 20–22 æskulýðs- félag yngri félaga. Víðistaðakirkja: Barnastarf fyrir 8–9 ára börn í dag kl 17. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund með Taizé-söngvum í dag kl. 18. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Hafnarfjarðarkirkja: Opið hús fyrir 10–12 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30. Lágafellskirkja: Kirkjukrakkafundur í Lágafellsskóla frá kl. 13.15–14.30. Landakirkja í Vestmannaeyjum: Kl. 16.30 Kirkjuprakkarar, fullt af fjöri undir stjórn Hjördísar Kristinsdóttur. Kl. 17.30 TTT, tíu til tólf ára. Grindavíkurkirkja: Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10–12. Hveragerðiskirkja: Foreldramorgnar þriðjudagsmorgna kl. 10–11.30. Borgarneskirkja: TTT – tíu til tólf ára starf – alla þriðjudaga kl. 17–18. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15– 19. Þorlákskirkja: Fermingarfræðsla í dag kl. 13.40. Hvammstangakirkja: Æskulýðsfundur í Hrakhólum í kvöld kl. 20. Krossinn: Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Kefas: Brauðsbrotning og bænastund kl. 20.30. Allir velkomnir. Akureyrarkirkja: Morgunsöngur kl. 9. Mömmumorgunn kl. 10 í safnaðarheim- ilinu. TTT-starf kl. 17. Glerárkirkja: Kyrrðarstund í dag kl. 18.10. Hjálpræðisherinn, Akureyri: Kl. 20 hjálp- arflokkur fyrir konur. Safnaðarstarf KYNNING á tólf spora starfi Ás- kirkju fer fram í kvöld, þriðju- daginn 9. apríl. Þetta starf er ætlað fólki sem kann að hafa orð- ið fyrir einhverri neikvæðri reynslu og vill einfaldlega byggja sig upp á jákvæðum forsendum. Þetta er andleg leiðsögn þar sem byggt er á hinum 12 reynslu- sporum AA-samtakanna og boð- skap Biblíunnar. Fólk sem hefur áhuga á að kynna sér þessa aðferð er hvatt til að mæta kl. 19 í Áskirkju. Hér er um einstakt tækifæri að ræða fyrir alla sem vilja vaxa hið innra með markvissum hætti og þiggja styrk trúarinnar og reynslu annarra í veganesti. Guðrún Kr. Þórsdóttir, djákni. Sporin tólf – andlegt ferðalag AT V I N N U A U G LÝ S I N G A R Háskóli Íslands Skrifstofu- og rekstrarstjóri Heimspekideildar Háskóla Íslands Við heimspekideild er laust til umsóknar starf skrifstofu- og rekstrarstjóra sem er ætlað að annast rekstur deildarinnar, þar á meðal Hugvísindastofnunar (rannsóknastofnun heim- spekideildar). Starfið felur í sér margvísleg verkefni, þ. á m. fjármálaumsýslu, í fjölmennri háskóladeild. Menntun á sviði hugvísinda og reynsla af stjórnun æskileg. Meistarapróf eða samsvarandi menntun er nauðsynleg. Laun eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi. Umsóknarfrestur er til 21. apríl 2002 og skal umsóknum skilað til Aðalskrifstofu Háskóla Íslands, Aðalbyggingu, við Suðurgötu, 101 Reykjavík. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfs- ins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Nánari upplýsingar gefa Vilhjálmur Árnason, forseti heimspekideildar í síma 525 4356, tölvu- póstfang vilhjarn@hi.is og María Jóhanns- dóttir í síma 525 4401, tölvupóstfang mariaj@hi.is . Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun háskólans. http://www.starf.hi.is  Samkeppnisstofnun Starfsmaður óskast Samkeppnisstofnun óskar eftir að ráða starfs- mann sem fyrst til að annast tölvuvinnslu, upp- færslu á heimasíðu, skjalavörslu o.fl. Viðkomandi þarf að vera með háskólamenntun eða svipaða menntun og starfsreynslu. Hann þarf að hafa góða íslensku- og tölvukunnáttu og vera með kunnáttu í ensku og Norðurlanda- máli. Krafist er skipulagshæfni og nákvæmra vinnubragða. Vinnutími er frá kl. 9—17. Laun eru samkvæmt kjarasamningum við ríkisstarfsmenn. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Samkeppnis- stofnun, Rauðarárstíg 10, pósthólf 5120, 125 Reykjavík fyrir 23. apríl 2002. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 552 7422. Samkeppnisstofnun. Yfirþjálfari Sunddeild KR óskar eftir að ráða yfirþjálfara frá 1. ágúst 2002 nk. Yfirþjálfari hefur umsjón með þjálfun allra sundmanna deildarinnar auk þjálf- unar Úrvalshóps sem æfir 6 daga vikunnar. Um fullt starf getur verið að ræða. Auk yfirþjálfara starfa 4—6 þjálfarar hjá deildinni. Fjöldi iðkenda hjá KR er tæplega 200 á aldrinum 6—22 ára. Umsóknum skal skilað til auglýsingadeildar Mbl. eða á box@mbl.is merktum: „Y — 12164“. Laun og réttindi samkvæmt samkomulagi. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál sé þess óskað. Frekari upplýsingar um starfsemi deildarinnar má finna á www.kr.is/sund . Umsóknarfrestur er til 22. apríl 2002.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.