Morgunblaðið - 09.04.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 09.04.2002, Blaðsíða 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ KRYDDLEGIN HJÖRTU e. Laura Esquivel Leikgerð: Guðrún Vilmundard. og Hilmar Jónss. Frumsýning 12. apr kl 20 - UPPSELT 2. sýn su 14. apr kl 20 - ÖRFÁ SÆTI 3. sýn lau 20. apr kl 20 - ÖRFÁ SÆTI BOÐORÐIN 9 eftir Ólaf Hauk Símonarson Lau 13. apr kl 20 - ÖRFÁ SÆTI Su 21. apr kl 20 - NOKKUR SÆTI MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Fö 19. apr kl 20 - AUKASÝNING Fö 26. apr kl 20 - NOKKUR SÆTI ATH: Síðustu sýningar TÓNLEIKAR - DÚNDURFRÉTTIR Pink Floyd - The Wall Mi 17. apr kl 20 og kl 22:30 Fi 18. apr kl 22 AND BJÖRK OF COURSE ... e. Þorvald Þorsteinsson Fi 11. apr kl 20 - NOKKUR SÆTI Lau 13. apr kl 20 - LAUS SÆTI FYRST ER AÐ FÆÐAST e. Line Knutzon Fö 12. apr kl 20 - ÖRFÁ SÆTI Fi 18. apr kl 20 - UPPSELT Fö 19. apr kl 20 - NOKKUR SÆTI PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler Su 21. apr kl 16 - Ath. breyttan sýn.tíma CAPUT Tónleikar Ferðalög: Shakespeare úr austri Lau 13. apr kl. 15:15 GESTURINN e. Eric-Emmanuel Schmitt Fö 12. apr kl 20 - UPPSELT Lau 13. apr kl 20 - ÖRFÁ SÆTI Fö 18. apr kl 20 - NOKKUR SÆTI Stóra svið Nýja sviðið Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Litla sviðið                                                                              ! "#       $$! ! %      !  &&$ $'((!        )   *     + ,              *      -  '.!  /$0! ! 1   #  333!   !                          !  SPENNUHRYLLIR leikstjórans Davids Finchers heldur en um sinn Ameríku í heljargreipum. Myndin neitar að bifast af toppnum, sem verður að teljast dágott á þeim tím- um þegar flestar ræmur virðast skjótast með látum á toppinn og falla þaðan jafnharðan aftur. Leikkonan Jodie Foster má því una glöð við sitt en hún hefur átt misjöfnu gengi að fagna undanfarin ár; Anna and the King, Nell og Contact – allt saman myndir sem gerðu litlar sem engar gloríur. Aftan við Foster og félaga sest enginn annar er félagi Morgan Freeman með spennumyndina High Crimes í farteskinu. Ísöldin er svo í þriðja sæti og hefur þessari glúrnu teikni- og gamanmynd vegnað von- um framar. Tvær aðrar myndir koma nýjar inn á listann. Æringjamyndin Nat- ional Lampoon’s Van Wilder kemst aðeins í fimmta sætið, töluverð von- brigði fyrir aðstandendur, í orðsins fyllstu merkingu. Mynd af svipuðum toga, Big Trouble, er líka í miklum vandræðum með afkomu sína, skrapar rétt svo áttunda sætið. Enn er óðagot arnart@mbl.is Engin miskunn! Jodie Foster stendur í ströngu í Panic Room.                                            !" " !#$  %&                           '()( +'), +-+)- .'), /)' 00)' 1/)+ .)/ .,)' +1')+   EINS og fram kom í sunnudags- blaðinu hefur Megadeth, ein áhrifamesta þungarokkssveit allra tíma, lagt upp laupana eftir tutt- uga ára starf. Ásamt Metallica, Slayer og Anthrax lagði sveitin grundvöllinn að harðari og hrað- ari hljómi en áður hafði þekkst í þungu rokki, viðhorf sem lifir góðu lífi enn, þó mestanpart neð- anjarðar nú. Það var Dave Mustaine, for- sprakki sveitarinnar, sem tók af skarið og leysti sveitina upp í síð- ustu viku. Ástæðurnar eru raktar til óhappa sem hent hafa Mustaine í byrjun þessa árs. Í janúar hóf hann að drekka á nýjan leik en hafði verið edrú í tíu ár. Hann fór í meðferð og slasaðist þar alvar- lega á hendi, það alvarlega að taug í vinstri handlegg er sem stendur afar löskuð. Mustaine segir að bati taki um ár og vonast hann að sjálfsögðu til þess að geta leikið á gítar á nýjan leik. En föð- urhlutverkið knýr þó meira á. „Pam (kona Mustaines) hefur staðið eins og klettur við hlið mér öll þessi rokk og ról ár,“ segir hann. „Ég á langt í land með að verða „gull“- eða „platínu“-pabbi en ætla að leggja hart að mér til að þokast í áttina að því.“ Mustaine hóf ferilinn sem gít- arleikari í Metallica en var rekinn í upphafi ársins 1983. Tveimur ár- um síðar kom fyrsta plata Mega- deth út, Killing Is My Business ... And Business Is Good! og ári síð- ar kom Peace Sells ... But Who’s Buying? sem er af mörgum talin þeirra besta verk. Ferill Mega- deth einkenndist nokkuð af mannabreytingum og útgáfur voru í stopulla lagi. Á plötunni Youthanasia frá 1994, drógu Mustaine og félagar nokkuð úr blindri keyrslunni og lögðu meiri natni við andrúm og melódíur. Þetta ferli náði hámarki með hinni poppuðu Risk, sem féll illa í kramið, jafnt hjá gagnrýnendum sem aðdáendum. Í fyrra vatt sveitin hins vegar kvæði sínu í kross, og leitaði aftur til rótanna á The World Needs a Hero. Nýjasta afurð sveitarinnar er svo tvöfalda tónleikaplatan Rude Awakening sem út kom fyrir stuttu. Niður- talningunni lokið arnart@mbl.is Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir Megadeth Megadeth: Í minningu Frábærir fótskemlar Verð kr. 34.000 Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mánudag-föstudag 11-18, laugardag 11-15 Derhúfa aðeins 800 kr. NETVERSLUN Á mbl.is BLAÐBERAKAPPHLAUP Morgunblaðsins er á fullu líkt og venjulega. Kapphlaupið gengur út á að blaðber- ar höfuðborgarsvæðisins keppast við að safna stigum. Þeir fá ákveðin stig við upphaf og lok blaðburðarins og ef þeir ljúka burði fyrir kl. 7 fá þeir aukastig. Þeir stigahæstu lenda svo í eins konar lukkupotti sem dregið er úr mánaðarlega. Gerður Soffía Einarsdóttir, einatt kölluð Soffía, hreppti aðalvinninginn í mars-kapp- hlaupinu og fékk hún GSM-síma frá Nokia að launum. Einnig voru nöfn tuttugu blaðbera að auki dregin út úr hópi blaðbera sem náðu bestum árangri í kapphlaup- inu. Fá þeir gjafabréf á 12 tomma flatböku hjá Hróa Hetti að launum. „Ég á heima í neðra Breiðholti,“ segir Soffía, aðspurð hvar hún beri út. „Og fer alla leið niður í Blesugróf. Ég ber út fimmtíu blöð, allt í einbýlishús.“ Hún segist búin að vera í þessu í þrjú ár. Hana hafi vantað eitthvað að gera og ekki spilli fyrir að fá laun líka. „Þetta er mín leikfimi. Og reglan er góð.“ Soffía segir útburðinn taka einn og hálfan tíma til tvo. Hún fari af stað um leið og bíllinn komi með blöðin. „Ég vakna alltaf klukkan hálfþrjú. Ég fer alltaf upp í rúm kl. tíu á kvöldin, ég þori ekki annað,“ segir Soffía. „En svo legg ég mig þegar ég kem heim. Eftir að ég er búin að fá kaffisopann minn.“ Soffía segir að það sé gott að vita til þess að maður „þurfi“ að vakna og gera eitthvað. „Þegar maður er orðinn gamall, enginn kemur til manns og maður fer aldrei til neins, þá líður manni illa,“ segir hún. „Þannig að mér finnst gott að fara út á morgnana með Moggann. Og á sumrin er þetta voða- lega gott. Þá er eins og maður sé einn í heiminum. Bara maður einn, fuglarnir, kisurnar og kannski einhverjir hundar.“ Blaðberakapphlaupið heldur áfram í apríl. Fuglar, kisur og hundar Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Örn áskriftarstjóri afhendir Soffíu vinninginn. Blaðberakapphlaup Morgunblaðsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.