Morgunblaðið - 09.04.2002, Page 64

Morgunblaðið - 09.04.2002, Page 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. ÞEIR sem eiga leið niður Banka- stræti og Skólavörðustíg þessa dag- ana gætu lent í vandræðum við að komast leiðar sinnar þar sem stór- virkar vinnuvélar vinna nú við end- urbætur á svæðinu. Þessar konur virðast þó ekki eiga í teljandi erfiðleikum þótt þær þurfi að skáskjóta sér framhjá rörum, vinnuvélum og öðru sem fylgir framkvæmdunum. Sundurgrafnar götur miðborg- arinnar eru ákveðið merki um að sumarið sé á næsta leiti þar sem veturinn þykir ekki heppilegur tími til slíkra stórframkvæmda. Gert er ráð fyrir að verkinu ljúki í lok ágúst. Morgunblaðið/Ómar Illfært um Bankastræti SALA á lambakjöti hefur dregist saman um næstum þriðjung á fyrstu mánuðum þessa árs. Sam- drátturinn á síðustu 12 mánuðum er 10,3%. Aukist salan ekki á síðari hluta ársins verður að auka útflutn- ingsskyldu verulega en það þýðir tekjurýrnun fyrir bændur. Útflutn- ingsskyldan var í fyrra 21% en gæti orðið 25–30% í haust. Sölutölur fyrir mars liggja ekki fyrir en sala í desember, janúar og febrúar var 31,5% minni en sömu mánuði árið áður. Özur Lárusson, framkvæmda- stjóri Landssamtaka sauð- fjárbænda, segir að endalok Kjöt- umboðsins, áður Goða, hafi haft neikvæð áhrif á söluna. Kjöt- umboðið hafi verið stærsti söluaðili lambakjöts á landinu og sá órói sem varð á markaðinum þegar fyrir- tækið komst í þrot hafi spillt fyrir sölu. Hann segir að einnig skipti máli að svínakjötsframleiðendur, sem hafa aukið framleiðslugetu sína mikið á síðustu misserum, hafi lækkað verð. Svo er einnig að sjá að minni um- svif í efnahagslífinu eigi sinn þátt í minni sölu á kjöti, en svo virðist sem almenningur beini nú neyslu sinni að nokkru leyti í ódýrari mat- væli. Almenn sala á kjöti er núna minni en hún var á sama tíma í fyrra.  Erfitt að selja/32Morgunblaðið/Þorkell Samdráttur í sölu lambakjöts PÓST- og fjarskiptastofnun er með til umfjöllunar erindi Tals hf. frá því í febrúar sl. þar sem farið var fram á sérstaka athugun á meint- um eignatengslum Landssímans og Íslandssíma í gegnum ríkissjóð. Ríkið á um 95% hlutafjár í Síman- um og er eigandi um 68% hlutafjár í Landsbankanum, sem er stærsti einstaki hluthafinn í Íslandssíma með alls ríflega 25% hlut, þar af á Landsbankinn-Fjárfesting hf. 19,3%. Fulltrúi bankans er stjórn- arformaður Íslandssíma. Í rekstrarleyfum símafyrirtækj- anna tveggja er kveðið á um að þau megi ekki eiga beinan eða óbeinan hlut í öðrum símafyrirtækjum sem hafa leyfi til farsímaþjónustu. Í leyfi Íslandssíma er t.d. sett há- mark við 10% eignaraðild í öðrum fyrirtækjum á farsímamarkaði. Komist stofnunin að því að skilyrð- um rekstrarleyfa sé ekki fullnægt getur hún svipt viðkomandi fyrir- tæki leyfinu og beitt það dagsekt- um allt að hálfri milljón króna. Póst- og fjarskiptastofnun gaf fyrirtækjunum frest til 5. apríl sl. til að skila inn greinargerð vegna erindis Tals. Íslandssími hefur skil- að en Síminn fékk vikufrest til að skila sínu svari. „Ekki hægt að lifa við enn meiri ríkisvæðingu“ Lögmaður Tals, Ragnar Aðal- steinsson, bendir á eftirfarandi í 4. gr. starfsleyfis Símans, sem gefið var út 5. júní sl.: „Leyfishafi eða eigendur hans skulu ekki eiga beina eða óbeina hlutdeild að hlutafé neins annars leyfishafa á sviði þjónustu þar sem fjöldi leyf- ishafa er takmarkaður af tæknileg- um ástæðum.“ Þórólfur Árnason, forstjóri Tals, segist í samtali við Morgunblaðið hafa staðið í þeirri trú að sala Landssímans hafi verið liður í sam- keppnisvæðingu í fjarskiptum. Nú þegar ríkið hafi hætt við sölu Sím- ans í bili sé ekki hægt að lifa við enn meiri ríkisvæðingu. Eitt þurfi yfir alla að ganga á markaðnum. Vonar Þórólfur að „skynsamlega“ verði tekið á erindi þeirra. Óskar Magnússon, forstjóri Ís- landssíma, segir fyrirtækið vera skráð á markaði og geti engu ráðið um hverjir eignist hlut í því. Ef í ljós komi að fjarskiptafyrirtæki kaupi bréf hljóti því að verða refsað en ekki Íslandssíma. Heiðrún Jónsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Landssímans, segir að á meðan málið sé til umfjöllunar muni forsvarsmenn fyrirtækisins ekki tjá sig. Póst- og fjarskiptastofnun fjallar um erindi Tals Bent er á eignatengsl Símans og Íslandssíma RÍKISSTJÓRNIN lagði fram á Al- þingi síðdegis í gær frumvarp sem miðar að því að Þjóðhagsstofnun verði lögð niður og verkefni hennar verði m.a. færð yfir til skyldra sviða í fjármálaráðuneytinu og Hagstofu Ís- lands. Verður starfsmönnum Þjóð- hagsstofnunar boðið annað starf hjá þeim stofnunum er taka við verkefn- um hennar. Gera má ráð fyrir að ein- hver biðlaunakostnaður kunni að falla á ríkissjóð við það að Þjóðhagsstofn- un verður lögð niður. Gæti hann orðið á bilinu 20 til 25 milljónir króna. Að sögn Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra og starfandi for- sætisráðherra í fjarveru Davíðs Oddssonar, er stefnt að því að gera frumvarpið að lögum á þessu löggjaf- arþingi. Miðað er við að lögin öðlist gildi 1. júlí 2002. „Það er samkomulag milli stjórn- arflokkanna að leggja fram frumvarp um að Þjóðhagsstofnun verði lögð niður,“ sagði Halldór á Alþingi í gær. „Verkefnum Þjóðhagsstofnunar verður komið fyrir hjá öðrum stofn- unum. Að því er varðar ráðgjöf, t.d. við Alþingi og stjórnmálaflokka, ráð- gjöf við aðila vinnumarkaðarins, þá verða þeir þættir í höndum Seðla- banka Íslands. [...]Það hefur líka tek- ist gott samstarf með Alþýðusam- bandi Íslands út af þessu máli þannig að ASÍ getur tekið að sér aukið hlut- verk á sviði efnahagsmála og aðilar vinnumarkaðarins, þ.e. samtök at- vinnurekenda og samtök launafólks innan vébanda ASÍ, styðja þessa breytingu og telja hana mikilvæga.“ Halldór sagði ennfremur að Þjóð- hagsstofnun væri í „ákveðinni upp- lausn í dag“, eins og hann orðaði það og að starfsfólk stofnunarinnar hefði margt sagt upp störfum. Í athugasemdum með frumvarpinu segir m.a. að á síðustu tíu til fimmtán árum hafi orðið þær breytingar á sviði efnahagsmála að nauðsynlegt sé að endurskoða verkaskiptingu opin- berra stofnana á þessu sviði. „Ein stofnun með margvísleg verkefni eins og Þjóðhagsstofnun sinnti þessu hlut- verki vel við þær aðstæður sem áður ríktu. Nú hafa aðrar stofnanir á þessu sviði, fjármálaráðuneyti, Seðlabanki og Hagstofa, eflst og tekið við nýjum verkefnum. Þær eru því vel í stakk búnar til að taka við helstu verkefnum Þjóðhagsstofnunar og með því yrði verkaskipting opinberra stofnana á þessu sviði skýrari og til lengdar hag- kvæmari en nú er.“ Í athugasemdum segir einnig að til þess að styrkja upplýsingamiðlun og efla faglega umræðu enn frekar sé stefnt að því að gera helstu reikni- líkön og gagnasöfn sem notuð eru við gerð þjóðhagsspár o.fl. öllum að- gengileg, t.d. á Netinu. Fjármálaráðuneyti og Hagstofa taka við flestum verkefnum Þjóðhagsstofnunar skv. lagafrumvarpi Seðlabanki og ASÍ fái stærra hlutverk  Stefnt að/10 EMBÆTTI yfirdýralæknis og Að- fangaeftirlitið hafa sótt um styrk til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins um að fá hingað til lands sænskan sér- fræðing til að efla eftirlit með fóður- framleiðslu og fóðurnotkun, sem og varnir við að salmonella berist með fóðri. Halldór Runólfsson yfirdýra- læknir segir embættið hafa haft grun um að salmonella hafi borist á bæi hér á landi með fóðri, en erfitt hafi reynst að sanna það. Því segir hann fyrir- byggjandi aðgerðir mjög mikilvægar bæði hvað fóðurframleiðslu og fóður- notkun varðar. Sérgrein sænska sérfræðingsins er eftirlit með fóðri með tilliti til salmon- ellumengunar og segir Halldór emb- ættið vilja bæta það eftirlit sem fyrir er með því að fá hann í heimsókn. „Við höfum einnig náð miklum árangri í baráttu okkar við salmon- ellu en þarna viljum við bæta okkur,“ segir hann. Halldór segir fyrirbyggjandi að- gerðir fyrst og fremst byggjast á svo- kölluðu GÁMES-eftirlitskerfi sem mikið er notað í matvælaiðnaði. „Það er farið að líta á fóður sem fyrsta hlekkinn í fæðukeðjunni og því þurfi að beita sömu aðferðum þar og ann- ars staðar í keðjunni. Það er krafa um það í matvælaframleiðslufyrirtækj- um að þessi aðferðafræði sé notuð við innra eftirlit og hafa fóðurfyrirtækin hér á landi notað slíkar aðferðir. Hug- myndin er að reyna að styrkja þetta eftirlit og bæta ef það mætti verða til þess að tryggja að ekki geti farið út salmonella með fóðri,“ segir Halldór. Hann segir að sérfræðingurinn muni einkum heimsækja fóðurframleiðslu- fyrirtækin, komi hann hingað til lands, en einnig skoða fóðurflutninga og geymslu fóðurs á bæjunum. Hann segir salmonellu geta leynst í öllu kjarnfóðri, en vandamálið snerti einkum alifugla- og svínabændur. Hann segir þetta þekkt vandamál um allan heim en Svíar séu mjög fram- arlega á þessu sviði og því sé sótt til þeirra eftir þekkingu. Styrkbeiðnin hljóðar upp á hálfa milljón króna og verður hún tekin fyrir á fundi Framleiðnisjóðs á morg- un. Varnir gegn salm- onellu í fóðri efldar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.