Vísir - 19.06.1980, Side 1
Yiirvinnugreiðsitir aðstoðarráðherra jafnháar og mánaðarlaunin?
Aðstoðarmenn ráðherra fá greidd deildarstjóra-
laun, sem greidd eru samkvæmt launaflokki BHM
nr. 113 og eru á bilinu frá 561.084 til 651.361, sam-
kvæmt upplýsingum Þorsteins Geirssonar hjá fjár-
málaráðuneytinu. Þeir fá jafnframt allt að 90 tima
yfirvinnu á mánuði.
„Það er ekki til neinn samn-
ingur um þetta, og engin
ákvörðun frá fjármálaráðuneyt-
inu, en ég get ekki svarað fyrir öll
ráðuneyti” sagði Þorsteinn
Geirsson, skrifstofustjóri i fjár-
málaráðuneytinu.
Samkvæmt upplýsingum
aðstoðarmanns fjármálaráð-
herra, Þrastar Ólafssonar, er
yfirvinna til hans greidd sam-
kvæmt framlögðum reikningi, og
væri hún mjög misjöfn.
Aðstoðarmaður félagsmálaráð-
herra, Armundur Backmann
hafði enn ekki kynnt sér yfir-
vinnugreiðslur, þar sem hann hóf
störf 1. júni s.l.
Bogi Þórðarson, aðstoðar-
maður sjávarútvegsráðherra,
sagðist fá greidda 90 tima yfir-
vinnu ómælda.
,,Ég held það sé nokkuð öruggt,
að ég sé látinn vinna þessa 90
tima, þvi að þetta er 24 tima við-
bragðsstaða á sólarhring”,
sagði Bogi.
Eirikur Tómasson, fyrrverandi
aðstoðarmaður dómsmálaráð-
herra, tjáði Visi, að 90 timarnir
hefðu verið nokkurs konar þak
— og greiðslur þar upp að hefðu
verið mjög misjafnar eftir mán-
uðum. —A.S.
Laust eftir hádegi i gær lenti þyrla frá Varnarliöinu á Reykjavikurflugvelli með ungan mann úr Garðabæ, sem slasaðist mikið, er hann ók
á brúarstólpa við bæinn Fjörð á Múlanesi i A-Barðastrandasýslu f gærmorgun.
Maðurinn gekkst undir aðgerð i gær og liggur nú á gjörgæsludeild Borgarspitalans. —Sv.G. — Visismynd: Þ.G.
Siglfírðíngar eignast
stórt listaverkasafn
Það er ekki á hverjum degi,
sem byggðarlögum eru gefin
meiriháttar listaverkasöfn, virt á
milljónatugi.
Þetta gerðist þó á Siglufirði i
byrjun vikunnar, er hjónin Arn-
grimur Ingimundarson, kaup-
maður i Reykjavik og kona hans
Bergþóra Jóelsdóttir afhentu
Siglufjarðarbæ málverkasafn
sitt, sem i eru um 120 verk eftir
milli 60-70 listamenn.
Hjónin segjast með þessu vilja
launa Siglfirðingum vinsemd og
hlýhug sem þeir sýndu foreldrum
Arngrims á erfiðum timum á
uppvaxtarárum hansá Siglufirði.
N'ánar segir frá þessu á blað-
siðu 9 i Visi i dag.
Fjöldi Siglfirðinga var viðstaddur afhendingarathöfnina I ráðhúsi
bæjarins, þar sem málverkunum hefur verið komið fyrir. Vfsismynd:
Kristján Möller.
Pavarottí kemur
með einkaðotu
um hádegisbilið
Luciano Pavarotti,
frægastur tenórsöngvari
heims, kemur til Reykjavikur
um hádegisbiliö. Lendir vél
hans á Reykjavikurflugvelli
um.þ.b. tiu minútum fyrir eitt.
1 kvöld klukkan 20.30 hefjast
svo i Laugardalshöllinni tón-
leikar þar sem Pavarotti
syngur með Sinfóniuhljóm-
sveit Islands undir stjórn Kurt
Herberts Adler. Að þeim
loknum flýgur söngvarinn
frægi fljótlega aftur til sins
heima. —IJ.
65 ár frá pvi konur
lengu kosningarétt
I dag eru 65 ár frá þvi aö
konur fengu kosningarétt.
Ekki gekk það þó fljótt fyrir
sig þvi 1915 máttu aðeins
konur 40 ára og eldri kjósa.
Reglan var sú að frá árinu
1915 teldist aldur niður um eitt
ár þar til 25 ára aldurstak-
marki var náö, — hinu sama
og hjá karlmönnum. 1920 var
þessi regla afnumin og konur
fengu kosningarétt á við
karla. —A.S.
Enn eítt
banaslysið
Enn eitt banaslysið varð I
umferðinni i fyrrinótt, er ung-
ur maður, Gunnar Valgeirs-
son, beið bana, þegar bifreið
sem hann var farþegi I, fór út
af veginum rétt fyrir utan
Hvammstanga.
Slysiö varð með þeim hætti,
að amerisk fólksbifreið, sem
Gunnar var i ásamt fjórum
öðrum, valt út af veginum
með þeim afleiðingum, aö
Gunnar beið samstundis bana,
aö þvi að talið er. Aörir i bif-
reiöinni voru fluttir á sjúkra-
húsiö á Hvammstanga, en
meiðsli þeirra reyndust ekki
vera alvarleg.
Gunnar Valgeirsson var 25
ára gamall til heimilis að
Ásbrekku á Hvammstanga.
_________________-Sv.G.
Sumargei-
raunin
Dregið hefur veriö i Sumar-
getraun Visis sem birtist 3.
júní.
Vinningshafar:
1. Brynjar Sörensen, Kringlu-
mýri 9, Akureyri. Vinningur:
H.D. 430 kr. 58.800.
2. Helga Jónatansdóttir,
Hjallalundi 17r. Akureyri.
Vinningur: H.D. 430. kr.
58.800.
3. Elisabet Gestsdóttir, Tjarn-
arlundi 15d. Akureyri. Vinn-
ingur. H.D. 414 kr. 35.580.
Vinningar eru frá Pfaff,
Borgartúni 20.