Vísir - 19.06.1980, Side 16

Vísir - 19.06.1980, Side 16
16 VISIR Fimmtudagur 19. júni 1980 Umsjón: Magdalena Schram Frá æfingu á dagskránni um Jóhann Sigurjónsson. „Reyni að bregða Ijósi á mannlnn Jóhann Sigurjónsson 99 „Væri ég aðeins einn af þess- um fáu” heitir dagskrá sem flutt verður i Þjóðleikhúsinu i kvöld og telst hluti af Listahátið. Dagskrá þessi er flutt i tilefni af þvi að i dag eru eitt hundrað ár frá þvi að Jóhann nokkur Sigur- jónsson leit fyrst dagsins ljós. Jóhann þessi var sem kunnugt er einn af fremstu leikritahöf- undum islenskum og þótti þvi tilhlýðilegt að minnast hans rækilega. Jóhann lést ungur að árum úr hjartveiki, hann varð aðeins þrjátiu og niu ára. Aður hafði hann þó aíkastað tals- verðu og skrifað fimm leikrit, Dr. Rung, Bóndinn á Hrauni, Fjalla-Eyvindur, Galda-Loftur og Mörður Valgarðsson. Eru leikrit þessi, og þá sérstaklega Fjalla-Eyvindur og Galda-Loft- ur, jafnan talin með bestu is- lensku leikritunum. Jafnframt leikritagerðinni skrifaði Jóhann ljóð. Það eru tiu leikarar Þjóðleik- hússins sem taka þátt i dag- skránni, þau Arnar Jónsson, Guðrún Þorbjarnardóttir, Gunnar Eyjólfsson, Helga Bachmann, Helga Jónsdóttir, Herdis Þorvaldsdóttir, Krist- björg Kjeld, Jón Gunnarsson, Randver Þorláksson og Þórunn Magnea Magnúsdóttir en yfir- umsjón og leikstjórn annast þeir Þórhallur Sigurðsson og Arni Ibsen. Visir lagði um daginn leið sina niður i Þjóðleikhús þegar þar stóð yfir æfing á dagskránni og spurði þá Þórhall og Arna um tildrögin. „Við komum saman i vinnu- hóp til þess að semja þessa dag- skrá og það atvikaðist þannig að við tveir stóðum utan við og höfðum umsjón með verkinu. Annars var þetta unnið þannig að við lásum verk Jóhanns holt og bolt, glugguðum meðal annars i handrit á Landsbóka- safninu og þess háttar. Siðan tindum við þá staði i verkunum sem okkur fannst mundu koma að gagni en einnig notuðum við, bréf Jóhanns. Það má segja aö við reynum i þessari dagskrá fremur að bregða ljósi á mann- inn Jóhann Sigurjónsson en rit- höfundinn”. Auk þess sem lesið verður upp úr bréfum og Ijóðum Jóhanns verða fluttir stuttir kaflar úr leikritum hans, Fjalla-Eyvindi og svo tveimur sem ekki hafa birst fyrr. Eru það annars vegar æskuverkið Skugginn og hins vegar Frú Elsa en að þvi leikriti var Jóhann að vinna þegar hann lést og auðnaðist ekki að klára. Þá kváðust þeir Þórhallur og Arni nota kafla úr Fjallkirkj- unni, sjálfsævisögu Gunnars Gunnarssonar, en hann var mikill vinur Jóhanns og fjallaði um hann i bók sinni. Loks verður stuðst við formála Gunnars að ritsafni Jóhanns Sigurjónssonar. ,, Gunnar skrifaði mjög skemmtilega um Jóhann án þess að reyna að gera hann á nokkurn hátt heilagan”. — Teljið þið ykkur geta gefið góða mynd af þessum manni með svona brotum úr verkum hans? „Já, okkur finnst dæmið hafa gengið upp”. „Væri ég aðeins einn af þessum fáu”verður aðeins flutt i þetta eina sinn, i kvöld, og á stóra sviði Þjóðleikhússins _ij. Góð senúing Leikfélag Akureyrar sýnir Beðið eftir Godot eftir Samuel Becket Þýðandi: Indriði G. Þorsteinsson Lýsing: Ingvar B. Björnsson Leikmynd og búningar: Magnús Tómasson Leikstjóri: Oddur Björnsson Um hvað fjallar „Beðið eftir Godot”? Allir spyrja þessarar sömu spurningar án þess að fá nokkurn tíma fullnægjandi svar. Þvi að galdur þessarar hrollvekju er i þvi fólginn, að svörin eru svo mörg, sem mennirnir eru margir. Og það er eiginlega afstaða hvers og eins til lifsins, sem sker úr um, hvert svarið verður. Sumum finnst þeir skilja það, afar fáir skynja það, eða hafa upplifað þær tilfinningar, sem eru kveikjan að þessu verki. Um hvað fjallar „Beðið eftir Godot”? Það fjallar i rauninni ekki um neitt. Samt fjallar það um allt, sem máli skiptir: lifið sjálft. Lifið i sinu miskunnar- lausa, fáránlega tilgangsleysi, sem við reynum að gera þolan- legra með þvi aö trúa á eitthvað. Bara eitthvað. Trúa á betri tima, lif eftir þetta, eða Guð. Og allt okkar lif erum við að biða eftir einhverju, sem aldrei verður. Jean Paul Sartre kallaði þessa trú flótta frá raunveruleikanum. Hann sagði að viö tryöum af þvi að við hefðum ekki kjark til þess aðhorfast i augu við tilgangsleys- ið. 1 hans augum var frelsið fólgið i þvi að taka ákvarðanir einn og óstuddur, trúa á ekkert, þvi að lif- ið væri ekki annað en það, sem við gerðum úr þvi sjálf. „Beðið eftir Godot” segir ekki sögu, það hefur ekkert upphaf og engan endi, ekkert þema og enga lausn. Það lýsir aðeins mannlegu ástandi, angistarfullu ástandi: „ekkert gerist, enginn kemur, engin fer: það er voðalegt”. Þeir félagar Estragon og Vladi- mir eiga sér aðeins eina von, von- Tap eða gróðl? „Það mun algerlega ráðast af.... tónleikum Stan Getz, Wolfe Tones, Pavarotti og Clash”. Njörður P. Njarövik, Visir 14.6. 1980. Listahátiö i Reykjavik 1980. Tónleikar i Laugardalshöii 14.6. A sviöi: Stan Getz, tenór/sópran sax. Chuck Loeb, gitar Andy Laverne, hljómborð Brian Bromberg, bassi Mike Hyman, trommur Vilmar Pedersen, sjónvarps- myndavél Ægir Geirdal, „kaplameistari” Electro-Voice hljómburðartæki (ca 32 hátalarar) Kók-kassi o.fl. Ný tónlistarstefna Yfirlýsingar forráðamanna Listahátiðar i Reykjavik, bæði fyrir og eftir tónleika Stan Getz kvintettsins, bera það með sér, að jazztónlist hefur öðlast sér- stakan sess á Listahátiöum okkar. Jazzleikarar eru metnir eftir peningaskala, en ekki eftir listrænum hæfileikum þeirra. Listahátið viröist standa og falla með jazztónleikum og popptónleikum. Tónleikar Jazz- leikara eru úndantekningar- laust haldnir í Laugardalshöll, án þess að nokkuð tillit sé tekið til tónlistarinnar, sem viðkom- andi jazzleikarar leika. Jazz er bara jazz — og jazzinn á að vera i höllinrii. Guðinn sem brást |) Arangur þessarar stefnu kom greinilega i ljós s.l. laugardag. Þeir, sem létu sig hafa það að hlýða á Benny Goodman og Oscar Peterson i glymjand- anum i Laugardalshöllinni áður fyrr, treystu sér ekki til að njóta tónlistar Getz i sliku umhverfi. Enda kom þaö strax i ljós að þeir, sem heima sátu, höfðu rétt fyrir sér. Glymjandinn var óskaplegur, hljóðstjórn og jafn- vægi i hljómburði fyrir neðan allar hellur — og leiðinda ráp á sjónvarpsmönnum fram og aftur um sviðið bætti ekki úr skák. Stan Getz, fyrirmynd heillar kynslóðar af tenóristum, lék fyrir hálf-fullu húsi. Maður, sem best nýtur sin i minni tónleikasölum, lék i þetta sinn við aðstæður, sem helst mætti likja við vöruskála. Um daginn og veginn Fyrri hluta hljómleikanna sat ég mjög aftarlega i salnum. Þar var hljómburðurinn hroðalegur, og ekki bætti það úr, að einn af þekktustu tónskáldum okkar sat nokkrum sætum fyrir aftan mig og notaði tækifærið til að ræða um daginn og veginn við kunningja sina á meðan kvintettinn lék. Skarkalinn i húsinu varð auðvitað til þess að tónskáldið þurfti að ræða málin nokkuð háum rómi. Einhvern veginn finnst mér að þetta hefði ekki gerst, ef tón- skáldið hefði veriö á tónleikum kammersveitar i Háskólabiói. Afburðamaður af ann- arri kynslóð Va! Listahátiðar á jazzlista- tónlist Ólafur Stephen- sen skrifar um jazz. manni er dálitið einkennilegt. Víst er að Stan Getz er heims- frægur. En Stan Getz tilheyrir kynslóð tenórista, sem fetuðu dyggilega i farveg Lesters Young, en þeirra á meðal voru þeir Zoot Sims, A1 Cohn, Benny Golson, o.fl. Þótt Getz sé óum- deilanlega afburðamaður á hljóðfæri sitt, hefur ný kynslóð af tenóristum yfirtekið það sæti, sem hann skipaði i jazzheim- inum fyrir 20 árum. Bossanova Kvintettinn skipuðu korn- ungir jazzleikarar, sem voru langt frá þvi að vera á sömu „bylgjulengd” og Getz. Þar báru af gitarleikarinn Chuck Loeb, og bassaleikarinn Brian Bromberg. Pianóleikarinn Andy Laverne spilaði nokkuð kaldan og ópersónulegan stil, sem mér fannst ekki við hæfi i kvintett með Getz, en trommu- leikarinn Mike Hyman átti i vandræðum með þau fáu lög, sem Getz fékk tækifæri til að leika á sinn gamla og góða hátt. Það var ljóst að margir áheyr- enda komu einmitt til að hlusta á „gömlu góðu lögin”, enda klöppuðu þeir óspart um leið og þeir báru kennsl á „Desafin- ado” og „Autumn Leaves”. Loeb og Laverne Tónsmiðarnar, sem Getz og félagar léku, voru flestar eftir Loeb og Laverne. Þær voru margar hverjar bráðskemmti- legar, og sérstaklega þær, sem Getz lék á sópransax. Getz hefur ekki áður leikið á sópransax opinberlega að mér skilst, en hann sýndi hér á sér nýja hlið, sem minnti oft á tið- um á Pony Poindexter, sam- tímamann sinn, og afburða sópranleikara. Þrátt fyrir hið auðheyrilega kynslóðabil á milli þeirra félaga, var leikur þeirra i heild bráðskemmtilegur og ánægjulegur. Það er þvi bæði synd og skömm að ekki var hægtað fá að hlýða á þá félaga i betra umhverfi, þar sem tónlist þeirra hefði fengið að njóta sin betur. Lokaóskir Það er ekki ósennilegt að að- dáendahópur óperutónlistar hérlendis sé af svipaðri stæröargráðu og islenskir jazz- unnendur. Það væri þvi óskandi að þessi hópur fengi að njóta tónleika Pavarottis annars staðar en i iþróttahöll — án glymjanda, sjónvarpsvéla og annars búnaðar, sem farinn er að teljast sjálfsagður hlutur á sambærilegum jazztónleikum Listahátiðar. ina um Godot. Þeir hanga i henni eins og örvita menn, sem vita þó innst inni, að hann er ekki til. Lif- iðerekki annað en tómarúm, sem maður verður að fylla. Og biðin fyllir upp i tómarúmið og dregur úr tilgangsleysi tilverunnar. leiklist Bryndis !?■ Schram skrifar Til þess að undirstrika þessa grátbroslegu heimsmynd verður allt að haldast i hendur: umgerð, lýsing og túlkun. Oddur Björns- son fer nærfærum listamanns- höndum um þetta verk, hann nálgast það eins og ljóð, hann velur þvi skáldlegt form og liti, stillinn er knappur, hreyfingar fáar en þaulunnar, og það sem einkennir sýninguna i heild er hógværð. Oddur fer einnig nærfærum höndum um túlkendur sina. Ég minnist þess t.d. ekki að hafa séð Arna Tryggvason leika á þennan háttfyrr. Allir taktar, hreyfingar og talsmáti, sem við þekkjum hjá Arna frá fyrri tið eru máðir burt. Það er unnið út frá kjarnanum, hvergi ofleikið, heldur spilað á veikustu strengi, og áhrifin þvi sterkari. Sama er að segja um Bjarna Steingrimsson. Hann vinnur samúð okkar á hógværan en elskuverðan hátt. Theodór Júliusson og Viðar Eggertsson eru báðir tiltölulegir nýliðar á sviði, en koma mjög á óvart með framlagi sinu. Leikur þeirra beggja var mjög hreinn og ákveðinn, gervin frábær og fram- sögn skýr. Hvergi hik né ráðleysi. Indriði G. Þorsteinsson þýddi þetta verk á sinum tima. Einnig hann nálgast það eins og ljóð og leggur þar með grunninn að túlk- un Odds. I leikmynd Magnúsar er grái liturinn rikjandi, litur veru- leikans, stálkaldur og miskunn- arlaus. Hann ásamt ljósamanni, Ingvari B. Björnssyni skapa ljóð- inu viðeigandi umgerð. Norðanmenn mega vera stoltir af framlagi sinu til Listahátiðar 1980. Bryndis Schram. 1 kvöld veröur önnur aukasýn- ing á Beðið eftir Godot i Iðnó kl. 20.30. Miðasala er i Iðnó frá kl. 14 i dag. Primissimo tenore Luciano Pavarotti syngur i Laugar- dalshöll annað kvöld meö Sin- fóniuhljómsveit tslands undir stjórn Kurt Herberg Adler, óperustjóra i San Fransisco. „Rödd Pavarottis er eitt af þessum afbrigðum náttúrunn- ar, sem skjóta upp kollinum einu sinni á öld”. Látiö ekki happ úr hendi sleppa — enn eru til miðar á tónleikana. „Væri ég aðeins einn af þessum fáu” — dagskráin um Jóhann Sigurjónsson skáid er i kvöld i Þjóöieikhúsinu. Ms.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.