Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á MIÐJUM Klappar- stígnum eða þar um bil stendur hús sem hýst hefur marga starfsemi í gegnum tíðina og ólíka. Þar var til að mynda eitt sinn aðsetur félags heyrnarlausra og þar sótti ég námskeið í táknmáli fyrir margt löngu. Það var og aðset- ur auglýsingastofunnar hans Áma og Smekkleysa var með aðsetur þar, aukinheldur sem netfyrirtækið Hiper var þar, skrifstofur búllunnar mætu Grandrokk og margmiðlunar- fyrirtæki sem kallaðist Loki Marg- miðlun ehf. Nú er á Klapparstíg 28 fyrirtækið CCP, útleggst víst Crowd Control Productions, og er afkomandi Loka. Á verkalýðsdaginn er nóg um að vera í húsakynnum CCP, menn eru þar að vinna á öllum hæðum. CCP er nefnilega nýbúið að gera samn- ing við bandarískt risafyrirtæki sem tryggir að draumur stofnenda fyr- irtækisins rætist. Þessi draumur hefur svo hrifið alla þá sem starfa hjá CCP að þeir hafa verið til í að leggja mikið af mörkum til að hann verði að veruleika. Það er nefnilega draumur þeirra líka að geta lokið við frumraun CCP, að koma saman og út leiknum EVE Online: The Second Genesis, sem er ekki bara tölvuleikur, heldur heimur, stjörnu- kerfi 50.000 pláneta sem gera má ráð fyrir að hundruð þúsunda eigi eftir að dvelja í dag hvern. Framandlegt fólk og furðuverur Þegar komið er inn í CCP blasir við gríðarstórt fiskabúr með fjöllit- um hitabeltisfiskum en annað þar inni er hefðbundnara, hvarvetna tölvur og tölvutól og upp um alla veggi teikningar, skissur og út- prentaðar myndir af framandlegu fólki, furðuverum, geimskipum og óttalegum vopnum. Ekki fer á milli mála hvað þarna fer fram. Menn eru að leggja síðustu hönd á tölvu- leik sem leikinn verður yfir Netið, sem menn tengjast til að bregða sér í gervi geimveru, kynþátta sem orð- ið hafa viðskila við Jörðina í fjar- lægri framtíð, og síðan stunda þeir verslun og viðskipti, smygla og stela, berjast og braska. Eins og getið er kallast leikurinn EVE og hefur verið í þróun árum saman, en aðalvinna við leikinn, teiknivinna og forritun, hefur staðið í þrjú ár eða svo. Vinnuaðstaðan er eins og best verður á kosið, stutt á milli manna enda þurfa þeir að vinna náið sam- an. Fyrirtækinu virðist farnast vel í þessu gamla húsi með starfsemi á mörgum hæðum. Starfsmenn láta vel af sér, finnst bráðgott að vera í miðbænum. Það ýtir undir þægileg- an blæ CCP að á vinnustaðnum eru allar innréttingar hannaðar og smíðaðar innanhúss, í stað þess að eyða rekstrarfé í stál og gler. Það spillir ekki fyrir að meðal starfs- manna er matráðskona, óvenjulegt á ekki stærri vinnustað, en þjátíu manns vinna hjá CCP sem stendur, en gefur óneitanlega viðkunnalegan blæ dags daglega. Sigrast á vegalengdum alheimsins Söguþráður EVE er einhvern veginn á þá leið að þegar geimferðir verða hagkvæmar vegna loftsteina- námavinnslu líður ekki á löngu að menn setjast að á öðrum reiki- stjörnum og tunglum sólkerfisins. Aukin velmegun leiðir til enn meiri útþenslu og þegar geimstökkstækni kemur til sögunnar á 25. öldinni sigrast mannkyn loks á vegalengd- um alheimsins. Með því að beita geimstökkstækninni og neikvæðri orku tekst að búa til svonefnd orm- agöng sem gera mönnum kleift að stytta sér leið, ef svo má segja, og komast á svipstundu milli tveggja hnita í geimnum. Geimstökks- tækninni vindur svo fram að menn beisla hana til að nota í geimskipa- vélar og á 28. öld hefur mannkynið haslað sér völl í hundruðum stjörnukerfa og komið upp tugum plánetunemabyggða. Þegar hér er komið sögu var far- ið að sneiðast um hentugar plánetur í stjörnukerfi okkar og komust færri að en vildu. Þá bar það við að menn uppgötvuðu náttúruleg orm- agöng sem lágu inn í annað stjörnu- kerfi, en ekki gott að gera sér grein fyrir því hvar það kerfi væri að finna, hvort það sé meðal kerfa á vetrarbrautinni, stjörnukerfi í ann- arri vetrarbrautaþyrpingu eða jafn- vel stjörnukerfi í annarri vídd. Eftir umfangsmiklar rannsóknir komust menn að þeirri niðurstöðu að óhætt væri að nýta þetta stjörnukerfi, settu upp ormahlið við hvorn enda ganganna, enda ekki á færi nema öflugustu skipa að nýta göngin, sem fengu nafnið Eva, EVE upp á ensku, eins og til að undirstrika að þau táknuðu nýtt upphaf nýs heims. Mestu mannvirki mannkyns Um 200 ár tók að byggja orma- gangahliðin, enda voru þau mestu mannvirki mannkyns frá upphafi. Margir vísindamenn spáðu því að göngin myndu ekki endast nema í nokkra áratugi og stóð á endum að þau lokuðust áður en smíði hliðanna var lokið. Það virtist þó ekki koma að sök því hliðin virkuðu eins og ekkert hefði í skorist og miklir þjóð- flutningar hófust enda byggðist út- hlutun bestu íverustaða á fyrstir koma, fyrstir fá. Sólkerfið sem göngin lágu til var almennt kallað Nýi-Edensgarður og út frá því leituðu menn síðan til annarra sólkerfa í stjörnukerfinu. Eftir sjötíu ára samfelldan straum landnema varð EVE óforvarandis umlukin segulþyngdarsviði sem eyðilagði ormagangahliðin og eyddi öllu lífi í Nýja-Edensgarði. Nýlend- ur í öðrum sólkerfum sluppu við ósköpin, en sátu nú eftir án þess stuðnings sem þær höfðu haft af há- þróuðu tæknisamfélaginu í Nýja- Edensgarði, því þótt EVE-hliðið væri enn á sínum stað þoldu engin skip þyngdaraflsstormana sem þar geisuðu. Byrjað upp á nýtt Getur nærri að þessar hörmung- ar allar hafi haft ill áhrif á viðgang nýlendna í ólíkum sólkerfum og reyndar eyddust flestar byggðir á skömmum tíma. Þær sem héldu velli þurftu síðan að byrja upp á nýtt, þróa tæknisamfélag að segja frá grunni og um leið nýjar þjóð- félagsgerðir til að bregðast við mis- munandi aðstæðum í hverju sólkerfi fyrir sig. Við komum þar til sög- unnar að þúsundir ára hafa liðið frá Sum geimskip eru beinlínis búin til voðaverka. Amarr-geimskip leggur upp í langferð. Þátttakendur í leiknum velja sér persónu og skreyta hana síðan sem þeim sýn- ist, velja hárgreiðslu, andlitsflúr og svo má lengi telja. Í fjarlægri framtíð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.