Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2002 B 17 ferðalög ar fengnir til þess að hanna nútíma- íbúðahverfi í Saalgasse skammt frá sem eykur mjög á byggingaflóruna í gamla bænum. Frá hinu sögulega Römerberg-torgi má sjá Frankfurt- kirkju, sem í augum heimamanna er hið eiginlega sögutákn borgarinnar. Í St. Bartholomew-kirkju skammt frá fóru fram krýningarathafnir þýska keisaratímabilsins, sem nær allt aftur til 15. aldar. Nokkrum metrum frá Römerberg stendur hin fornfræga evangelíska Pálskirkja í öllum sínum skrúða, en byggingu hennar lauk árið 1833 og þar í maí árið 1848 kom saman 600 manna löggjafarsamkunda með það að markmiði að koma á lýðræði í land- inu. Fyrsta stjórnarskrá Þjóðverja var þarna samin sem varð síðan að engu aðeins ári síðar þegar lýðræð- isþrár Þjóðverja urðu að engu fyrir tilverknað Prússa og Þjóðverja. Pálskirkja varð fyrir sprengjum í seinni heimsstyrjöldinni og skemmdist mikið, en var endur- byggð á árunum 1947–1948 sem minnisvarði um hið veika og vand- meðfarna lýðræði. Anddyri kirkj- unnar er nú skreytt með 33 metra háu olíumálverki sem sýnir skop- mynd af löggjafarsamkundunni. Að aflokinni kirkjuheimsókninni, getur leið ferðamannsins hæglega legið í hið fjögurra hæða tilkomu- mikla Goethehús, sem Goethe-fjöl- skyldan festi kaup á árið 1733. Í þessu húsi, sem nú hýsir safnahús og nokkuð af upprunalegum hús- gögnum fjölskyldunnar, eyddi einn frægasti skáldsagnahöfundur og heimsspekingur Þjóðverja, Goethe (1749–1832), ungdómsárum sínum og skrifaði sín fyrstu verk, sem gerði hann að einum þekktasta rit- höfundi Þjóðverja og þar með fræg- asta syni Frankfurtar aðeins 24 ára að aldri. Þrátt fyrir að hafa eytt meirihluta ævi sinnar í Weimar, skrifaði hann mörg helstu verk sín í Frankfurt, m.a. „Götz von Berlich- ingen“, „The Tribulations of Young Werther“ og „Ancient Faust“, en auk þess er Goethe þekktur fyrir að hafa verið kvennamaður og hafa brotið margt kvenmannshjartað. Goethe-húsið í Frankfurt var end- urbyggt eftir stríðið og sækja þang- að um 130.000 gestir árlega. Verslanir á Zeil Í gegnum miðborg Frankfurt liggur aðalverslunargatan Zeil. Næst óperubyggingunni eru búð- irnar dýrastar og glæsilegastar enda er þar um merkjavöru að ræða, en eftir því sem fjær dregur, lækkar verðið og endar gatan þar sem verslunarkeðjurnar C&A og Woolworths eru. Inn á milli versl- ana, eru freistandi veitingastaðir og kaffihús sem gott er að hvíla lúin bein, en fyrir erlenda ferðamenn, kann að vera sérlega erfitt að ganga fram hjá öllum þýsku bakaríunum með góðu brauðunum sem eru á hverju horni og ekki má heldur gleyma öllu „konfektinu“ sem glep- ur augað í litlu, sætu, þýsku gjafa- vöruverslununum, sem virðast vera út um allt. Við Römerberg-torgið er nú aðsetur borgaryfirvalda. Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir Hæstu skýjakljúfarnir í Frankfurt eru um 300 metrar á hæð. Fornminjar frá keisaratímabilinu blasa við í gamla borgarhlutanum. Royal Breath Ferskur andardráttur innanfrá tímunum saman Fæst í öllum apótekum og Fríhöfninn Á góðum bíl í Danmörku Hringdu til AVIS í síma 591-4000 Pantaðu AVIS bílinn þinn áður en þú ferðast – Það borgar sig Innifalið í verði er ótakmarkaður akstur, trygging, vsk. og flugvallargjald. Flokkur A Opel Corsa kr. 3.500,- á dag (miðað við lágmarksleigu 7 daga) Flokkur A Opel Corsa kr. 4.700,- á dag (miðað við lágmarksleigu 3 daga) Einnig tilboð á öðrum tegundum bíla. Ef þú ert með farseðil til Kaupmanna- hafnar áttu möguleika á glaðningi. www.avis.is Við reynum betur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.