Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2002 B 7 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S S P A 1 7 2 0 7 0 5 /2 0 0 2 Lífeyrissparna›ur er fjölskyldumál Ánægjuleg tí›indi fyr ir vi›skiptavini Sparisjó›sins á næstu sí›u Besta verðið til Barcelona í beinu morgunflugi Heimsferðir bjóða nú vikulegt flug til Barcelona 10 sumarið í röð til þessarar heillandi borgar við Miðjarðarhafið. Borgin er vettvangur fyrir lífskúnstnera því hér er að finna ótrúlegt úrval listasafna, veitingastaða, fagurra garða, iðandi mannlífs jafnt að nóttu sem degi, frægustu veitingastaði og skemmtistaði Spánar, tónlistarlíf í blóma og síðast en ekki síst, frábært veðurfar. Við bjóðum þér vinsælustu gististaðina, spennandi kynnisferðir í fríinu og þjónustu reyndra fararstjóra Heimsferða til að tryggja þér ánægjulega dvöl í fríinu. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 34.365 M.v. hjón með 2 börn, 21. maí, flugsæti, skattar innifaldir. Alm. verð kr. 36.085. Verð kr. 59.950 Flug og gisting, vikuferð, 21. maí, Hotel Paralell með morgunmat. Alm. verð kr. 62.950. Síðustu sætin í maí 10 ár til Barcelona 21. maí til Barcelona frá 34.365 kr. Til skamms tíma skildi ég heldurekki hvaða þýðingu fótabað hefði almennt. En svo var það að ég fór með konu sem ég þekki í Ikea. Segir ekki af ferðum okkar fyrr en konan stað- næmist, mjög hrif- in, við stórt, kringlótt, emilerað vaskafat, hvítt með svartri rönd. „Svona ætla ég að fá mér,“ sagði hún. „Til hvers?“ spurði ég. „Til dæmis til þess að ég geti fengið mér fótabað eins og almenni- leg manneskja.“ „Ætlar þú að segja mér að þú hafir ekki getað þvegið á þér fæt- urna,“ sagði ég. „Nei, ekki fæturna sérstaklega, þeir hafa bara þvegist með hinu þegar ég hef farið í bað,“ svaraði hún og greip emileraða vaskafatið tveim höndum. „Fáðu þér svona líka,“ sagði hún yfir öxlina á sér, þegar hún fór með fatið sitt að afgreiðslukassa til að verða löglegur eigandi þess. Umrætt fat var ekki dýrt. Ég horfði tvíátta á samskonar vaskafat og minntist æskuáranna. Þar sem ég var í sveit á sumrin voru til mörg emileruð vaskaföt og þar með eitt gulleitt sem notað var til fótabaða. Full angurværðar yfir hverfulleik heimsins og saknaðar eftir liðnum sumardögum keypti ég vaskafatið og hugsaði jafnframt með mér að nú gæti ég setið í fótabaði meðan ég horfði á fréttir og hlustaði á fram- bjóðendur „leiða saman hesta sína“ í Silfri Egils og Kastljósi. Glaðar í bragði ókum við burt frá Ikea með vaskafötin, nú var betri tíð í uppsiglingu og fæturnir á sam- ferðakonu minni beinlínis iðuðu í skónum af einskærri tilhlökkun eft- ir fótabaðinu, að því er hún upp- lýsti. „Mundu að það er gott að setja bæði olíu og salt í heita vatnið þegar maður fær sér fótabað,“ sagði sam- ferðakona mín í kveðjuskyni áður en hún snaraðist út með vaskafatið sitt í hendinni. Ég fór heim og ákvað snemm- indis að fá mér nú fótabað. Meðan ég lét renna í vaskafatið rifjaði ég upp heilræði sjúkraþjálfaranna: Þú skalt ekki standa ef þú getur setið og ekki sitja ef þú getur legið. Ég yrði nú líklega að láta duga að sitja í fótabaðinu – enginn fer liggj- andi í fótabað í vaskafati. Það tók á að bera vaskafatið fullt af heitu vatni inn í stofu að sjón- varpinu, en þetta hafðist án þess að hella niður. Síðan fór ég úr sokkunum og hlassaði mér í sófann og setti fæt- urna niður í heitt vatnið. Þarna sat ég svo og lét þreytu dagsins líða úr mér við notalegt loforða- og ásak- anaspjall frambjóðenda í sjónvarp- inu. Víst yrði lífið skemmtilegt ef þeir efndu loforð sín og löguðu jafn- framt allt óstandið sem andstæð- ingarnir voru valdir að. En jafnvel þótt sú gósentíð rynni upp yrði lífið varla notalegra en þessi stund í fótabaðinu. Það rann upp fyrir mér að gamla fólkið í sveitinni, amma og mamma og aðrir aðdáendur fótabaða sem ég hafði þekkt um ævina hefðu kunnað að eiga með þessum hætti notalega stund án annars tilkostnaðar en láta heitt vatn renna í vaskafat. Það er nefnilega þannig að maður neyðist til að slappa af í fótabaði. Maður stekkur ekkert af stað með báða fætur í heitu vatni. Það er tals- vert mál að ljúka þessari athöfn og svo verður maður smám saman svo rólegur þegar manni er heitt á fót- unum. Reyndar var leiðinlegasti hluti þessarar athafnar sá að rogast með hálfkalt vatnið í vaskafatinu fram á bað og hella því í vaskinn, þrífa vaskafatið og troða því inn í skáp sem þegar hýsti alltof marga hluti. En það er engin rós á þyrna – allt hefur sínar skuggahliðar. Ég segi ekki að ég sitji daglega í fótabaði, raunar fjarri því, en það er ágætt að eiga þennan möguleika á notalegri stund þegar syrtir að í erli hversdagsins. Á tímum þegar mikil óvissa ríkir, t.d. þegar ófriður geisar eða ham- farir verða, er mikilvægt að grípa hvert tækifæri sem gefst til að slaka á strekktum taugum – það getur beinlínis skipt sköpum hvað úthaldið snertir. Ég er kannski ekki að leggja slíkt hörmungarástand að jöfnu við þá léttu og fiðrandi spennu sem ríkir á kosningatímabili – ég er þó á því að það skaði ekki æstar taugar kjós- enda og þreyttra frambjóðenda að ljúka deginum með því að fá sér heitt fótabað. ÞJÓÐLÍFSÞANKAR / Hvað er svona merkilegt við fótabað? Róar trekktar taugar eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur MÉR hefur alltaf þótt merkileg sagan um fótabað Jesú Krists. Til dæmis það að hann þvoði sér ekki sjálfur heldur þvoði María Magdalena honum um fæt- urna. Eins hitt að Marta skyldi heldur vilja þvo fæturna á Jesú heldur en þvo upp í eldhúsinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.