Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 22
Vissir þú… …að selir eru hættulega forvitnir? Grænlendingar þurfa ekki annað en að blása nokkra hringi á vatnið og þá koma selirnir upp á yfirborðið til að forvitnast um hvað er að gerast. Og eru veiddir einsog skot. 1) Hvert af þessum orð- um er ekki nafn á fiski? a) Ýsa b) Lýsa c) Skvísa 2) Hvar býr þessi fræga hafmeyja? a) Í Reykjavík b) Í Kaupmannahöfn c) Á sjávarbotni 3) Hve mörg prósent af jörðinni eru þakin sjó? a) 7% b) 100% c) 70% 4) Hver af þessum fiskum er flatur? a) Lúða b) Áll c) Lax 5) Hvað er urðarboli? a) Furðuvera af sæskrímslakyni b) Íslensk hafmeyja c) Fagur sæmaður. 6) Hvað nota fiskar til að vinna súrefni úr vatni? a) Nasir b) Tálkn c) Sérhannaðan hraðsnúningsugga Svör neðst á síðunni Spurt um sjó og land N ú eru stjörnu- og geimspek- ingar í útlöndum farnir að segja að bráðum muni fólk flytja á eina af stjörnunum sem eru nálægt jörðinni. Hins vegar eru þeir í vandræðum þar sem sumar stjörnur hafa ekkert vatn og heldur ekki súrefni. Og það þarf mannfólk nauðsynlega til að halda lífi. En ætli það verði þá ekki alveg eins hægt að lifa neðansjávar? Þar er víst nóg vatn og þá vantar okkur bara tálkn einsog fiskarnir hafa til að vinna súrefni úr sjónum. Er nokkuð mál að redda því? Við þekkjum nokkrar sögur sem gerast neð- ansjávar, alla vega söguna af litlu hafmeyjunni. Hún gat breyst í stelpu með fætur til að giftast prinsinum. Getum við þá kannski breyst í haf- meyjur og -menn með sporð? menn upp á yfirborðið, en þeir voru kallaðir marbendlar. Ef sjómennirnir voru svo vænir að setja sæfólkið aftur ofan í sjóinn, þakkaði það fyrir sig með sækúm. Þá fundu sjómennirnir nýjar kýr á beit hjá húsinu sínu. Þær voru með blöðru á grönunum sem þurfti að sprengja ann- ars hlupu kýrnar burtu og hurfu ofan í sjóinn. Einnig er talað um urðarbola nokkurn ógurleg- an, sem var af sæskrímslakyni. Hann var mað- ur að ofan og annaðhvort selur eða naut að neðan. Greyið. Ekki væri gaman að eiga hann sem nágranna, ef maður byggi í sjónum! Selurinn hefur mannsaugu Hafmeyjur og -menn eru þekkt úr sögum um allan heim. En einsog þið vitið er það fólk með sporð í stað fóta. Margt er sagt um þau. Að þau hefðu töframátt, líka að þau elskuðu tónlist og sungu mikið. Þótt þau gætu lifað mjög lengi, dóu þau á endanum en höfðu aldrei neina sál. Þau voru oft vinaleg en vanalega voru þau þó hættuleg fólki. Óhamingja fylgdi gjöfum frá þeim, og ef sjómenn sáu hafmeyju sökk skipið. Oft plötuðu hafmeyjar líka sjó- arana ofan í sjó svo þeir drukkn- uðu. Þær reyndu líka að lokka ungt fólk til að koma og búa hjá sér neðansjávar. Ætli það sé þá hægt? Oft er sagan þann- ig að mennskur maður giftist haf- mey. Hann hef- ur þá stolið frá henni einum hlut, svo sem greiðu eða spegli. Svo lengi sem þessi hlutur er fal- inn á góðum stað, er hafmeyjan gift manninum. En um leið og hún finnur hlutinn, stekkur hún aftur út í sjó og hverfur. Þetta er ótrúlega líkt íslensku þjóðsögunni hér að neðan, Selshamnum. Ætli þetta sé okk- ar íslenska útgáfa á heimsfrægu sögunni af hafmeyjunni? Í grænum sjó Sæfólk, sækýr og sæskrímsli Í íslenskum þjóðsögum er oft sagt frá sæ- fólki. Það leit út einsog venjulegt fólk en átti heima í sjónum. Stundum veiddu karlar á ára- bát óvart ungar sækonur, þegar öngullinn þeirra festist í beltinu þeirra. Stundum drógu þeir sæ- Svör: 1) c 2) b 3) c 4) a 5) a 6) b  Amina og Þor- leifur (stundum kallaður þorsk- haus!) hafa fundið upp þetta líka skemmtilega veiði- spil. Þau settu band í fullt af papp- írsmiðum, og á helming miðanna teiknuðu þau fisk. Til skiptis draga þau þrjá miða og sá vinnur sem veiðir fleiri fiskimiða í hvort sinn.  Sigtryggur setti pappakassa á hvolf og gerði í botninn þrjú göt í laginu einsog fiskur. Hann setti svo tvo steina í band og batt við stöng. Hann keppti síðan við Jón bróður sinn um hvor þeirra yrði fljótari til að koma stein- unum ofan í sitt hvort fiskigatið á meðan mótaðil- inn telur upp að 20. Hvað haldiði? Sigtryggur vann! Eruð þið að fá ’ann?  Enginn maður hefur stolið greiðunni eða spegl- inum frá Aríel, svo hún getur gert sig fína. En hún yrði samt miklu fínni ef þú myndir lita hana fallega. Það er list að lita Aríel að snurfusa sig Einu sinni var maður nokkur að ganga hjá klettum við sjó mjög snemma um morgun. Hann kom að hellisdyrum einum og heyrði glaum og danslæti inni í hellinum og sá líka mjög marga selshami fyrir utan. Hann tók einn selshaminn með sér, bar hann heim og læsti hann ofan í kistu. Seinna um daginn kom hann aftur að hellisdyrunum og þá sat þar ung kona og lag- leg, en hún var allsber og hágrét. Þetta var selurinn sem átti haminn sem maðurinn tók. Maðurinn lét stúlkuna fá föt, huggaði hana og tók hana heim með sér. Henni þótt strax vænt um manninn, en vildi helst ekki tala við aðra. Oft sat hún lengi og horfði út á sjóinn. Eftir nokkurn tíma giftist hún manninum, og þau eignuðust börn. Bóndinn geymdi haminn alltaf læstan niður í kistu og hafði lykilinn á sér hvert sem hann fór. Mörgum árum seinna fór bóndi til kirkju á jólakvöld, en kona hans var lasin og gat ekki farið með honum. En þegar bóndinn fór í jóla- fötin hafði hann gleymt að taka lykilinn úr vasanum á hversdagsfötum sínum. Svo þeg- ar hann kom heim aftur, var kistan opin, en konan og hamurinn horfin. Hún hafði þá tekið lykilinn og forvitnast í kistuna og fundið haminn. Gat hún þá ekki staðist freistinguna, kvaddi börn sín, fór í haminn, steyptist í sjóinn og sagði: „Mér er um og ó, ég á sjö börn í sjó og sjö börn á landi.“ Sagt er að manninum hafi fundist þetta mjög leiðinlegt. Þegar hann reri til fiskjar, var selur oft að sveima í kringum bátinn hans, og var eins og tár rynnu af augum selsins. Maðurinn veiddi hins vegar alltaf nóg af fiski eftir þetta. Oft sáu menn að þegar börn þeirra hjóna gengu á ströndinni, synti þar selur fyrir framan í sjónum og kastaði upp til þeirra marglitum fiskum og fallegum skeljum. En aldrei kom móðir þeirra aftur á land. Selshamurinn Te i k n i ð h a f m e y j u o g s j ó a r a . . .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.