Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2002 B 27 bíó að um alvarlegan leik sé að ræða. Starfsgleði Lofts og atorka bera það með sér að hann hefur litið á störf sín sem leik. Æskuvinur hans hefur látið svo ummælt að Loftur hafi varðveitt í sér barnið fram í andlátið. Orð hans sjálfs undir- strika þetta, þegar hann lýsir störf- um sínum sem erfiðu gríni. En þegar rýnt er undir yfirborð- ið sjáum við að grínið kostaði bæði svita og tár. Kvikmyndagerð er óhugsandi án baráttu. Nokkrir sigr- ar vinnast, eins og þegar „pitsið“ tókst svo vel á skrifstofu Kveldúlfs að voldugasti forstjóri landsins brosti í kampinn og ákvað að styrkja þennan nýgræðing í kvik- myndagerð með svo hárri upphæð að hann gat keypt sér nýja kvik- myndatökuvél og filmur og byrjað á Íslandi í lifandi myndum haustið 1923. Mótgjörðir og sólskinsstundir Vonbrigði eru tíðari og ósigrar sem stafa af skilningsleysi og tak- markaðri yfirsýn þeirra sem ráða. Beiðni um stuðning til að endur- bæta Ísland í lifandi myndum áður en hún yrði seld til útlanda var hafnað. Beiðni um styrk til að taka kvik- mynd af þúsund ára afmælishátíð Alþingis á Þingvöllum var hafnað. Ekkert er fyrirhafnarlaust og stundum er við ofurefli að etja eins og þegar menn höfnuðu tilboði hans um að kvikmynda lýðveldishátíðina á Þingvöllum 1944 á 35mm breið- filmu með tali og tónum en völdu í staðinn aðra menn til að kvikmynda á 16mm mjófilmu. Loftur er eini ís- lenski kvikmyndagerðarmaðurinn um sína daga sem freistaði þess að berjast fyrir þeim staðreyndum að breiðfilman væri betri kostur held- ur en mjófilman og hann streittist á móti tísku samtímans hvað þetta varðar. Hann varð að lúta í lægra haldi í því stríði. Hann venti þá sínu kvæði í kross og tók mjófilmuna sjálfur í brúk. Frekar bogna en brotna, hefði getað verið slagorð hans sjálfs í baráttunni fyrir að halda velli í kvikmyndagerðinni. Samkvæmt því boðorði kvik- myndaði hann á eigin reikning Lýð- veldishátíðina 1944 á mjófilmu en tók líka efni á breiðfilmu. Þótt heimurinn sé jafnan upp- fullur af mótgjörðum, þá rúmast í honum sólskinsstundirnar og einnig þær komu inn í líf Lofts Guð- mundssonar og endurnýjuðu krafta hans til frekari átaka. Reykjavík- urborg tók tilboði hans 1943 um að gera mynd um borgina. Kodak í Ameríku bar hann á höndum sér í heilt ár 1944–45 og kynnti honum allt það nýjasta í kvikmynda- og ljósmyndatækni. Og þótt seint væri ákvað ríkisstjórnin að þakka honum fyrir það gagn sem landið hafði af Íslandi í lifandi myndum með kr. 3000 viðurkenningu. Loftur hafði að vísu óskað eftir 10 þús. kr. styrk og sveið það nokkuð að Kamban skyldi fá nokkrum árum síðar meira en kr. 50000 til að gera sína Íslands- mynd á mjófilmu, sem síðan varð ónothæf. Ástarjátningar Í rauninni var viðfangsefni kvik- myndagerðarmannsins Lofts Guð- mundssonar aðeins eitt: Fóstur- landið. Fölskvalaus ást hans á landi sínu og þjóð setur afgerandi mark sitt á alla kvikmyndaframleiðslu hans. Íslandsmyndir hans voru ást- arjátning til fegurðar landsins og óður til lífsbjargar þjóðarinnar og atvinnuvega hennar til sjávar og sveita. Það segir sína sögu að Lofti nægði ekki að gera eina Íslands- kvikmynd heldur urðu þær tvær, 20 ár á milli og seinni myndin tekin í lit og á mjófilmu, sú fyrri á svart- hvíta breiðfilmu. Víðfeðmi þessa ástarsambands hans og fósturlandsins birtist í þjóðhátíðarmyndum hans jafnt og í áhuga hans á að filma iðnvæðingu og tækniframfarir landsins enda Loftur sjálfur fyrrum iðrekandi eft- ir að hafa verið eigandi og forstjóri gosdrykkjaverksmiðjunnar Sanitas áður en hann lét heillast af film- unni. Áhugi hans á þessum hlutum kemur fram í áformum um að búa til viðamikla iðnaðarmynd í nokkr- um hlutum. Einungis fyrsti hlutinn komst upp á tjald. Myndin gekk í tvo daga. Ef till vill var hin mikla Fiskimynd hans frá síðari hluta kreppuáratugarins (1936–39) liður í þessum áformum því henni var ætl- að að góma hina raunverulegu iðn- byltingu Íslands sem var að eiga sér stað í sjávarútveginum, einkum í síldariðnaði. Þó var umgjörð iðn- væðingarinnar ef til vill sterkust í Reykjavík en þar var bakland kvik- myndagerðarmannsins á ljós- myndastofu hans sem allir í bænum þekktu og því hlaut Loftur að syngja borg sinni lof og prís og dásama tækniframfarir hennar og þá ekki síst það mikla undur að finna upp á því að hita borgina upp með heitu vatni úr iðrum jarðar, sem hann lýsir í hitaveitumynd sinni. Reykjavik 1944 var síðasta kvikmyndin sem Loftur tók á breið- filmu (35mm) Eftirleiðis varð óhjá- kvæmilegt fyrir hann að snúa sér að „mjófilmunni“ (16mm), þó svo hann gerði sér allra manna best grein fyrir því að það þýddi aft- urför og afturhvarf til minni mynd- gæða. Sambærileg átök á milli mis- munandi tækni í kvikmyndagerð komu upp þegar myndbandið kom til sögunnar löngu eftir hans dag og nú síðast með tilkomu stafrænu tækninnar sem mikið er umtöluð nú um stundir. Kapphlaupið við Sláttumanninn slynga Ekkert er nýtt undir sólinni, stendur skrifað. Það er eins og Loftur hafi sagt við sjálfan sig: „Í upphafi skyldi endinn skoða.“ Sama árið sem hann byrjar undirbúning skiptir meira máli fyrir okkur nú heimildarkvikmyndir Lofts eða tæknilega vanbúnu leiknu myndir hans? Eru þær slæmar af því að hljóðupptökutæknin sem notast var við var í rauninni ónothæf? Eða vegna þess að oft á tíðum er lýs- ingin misheppnuð og klipping sömuleiðis? Nokkur Reykjavíkur- blaðanna hrópa snilld, snilld, þegar kvikmyndir Lofts eru annars vegar. Samt koma menn auga á gallana en þeir eru í flestum tilvikum afsak- aðir. Sennilega er ekkert listform jafnvanmáttugt gagnvart dómi tím- ans en um leið er ekkert form jafn- máttugt við að klófesta tímann og varðveita hann. Það er meira en umhugsunarvert hvort ekki væri ástæða til að end- urnýja hljóðrás leiknu mynda Lofts frá grunni með nýjum leikröddum og bakgrunnshljóðum eins og þau geta best orðið, snurfusa klipp- inguna og stækka þær síðan upp í 35mm. Þá fyrst myndi raunveru- lega sjást hvað fyrir Lofti vakti og nýjar forsendur sköpuðust til að meta og njóta þessara verka hans, sem búa yfir margvíslegum gæðum, sem nú komast ekki til skila. Væri það ekki verðug skuldajöfnun fyrir stórt framlag til þróunar íslenskrar kvikmyndagerðar? Heimildarmyndir Lofts eru ómetanleg menningarverðmæti, hvort sem Ólafur L. Jónsson, sýn- ingarmaður í Nýja bíói hafði rétt fyrir sér eða ekki, þegar hann gagnrýndi listræn gæði þeirra og þá vankunnáttu, sem gerð þeirra byggðist á undir lok þriðja áratug- arins. Brýnt er að ljúka viðgerð- arstarfi Kvikmyndasafns Íslands á þessum myndum svo þær fái notið sín sem sjálfstæð verk. Notkun þessara mynda í sögulegum heim- ildarmyndum hin síðari ár er hins vegar enn ein sönnun þess að Loft- ur hefur haft rétt fyrir sér þegar hann fullyrti að enginn getur lifað án Lofts. fyrir fyrstu kvikmynd sína í fullri bíómyndalengd, Ísland í lifandi myndum, þá tekur hann til við að skrifa sveitarsöguna Milli fjalls og fjöru, sem fjallar um réttlætið, valdið og þá sem minna mega sín í samfélaginu. Kvikmyndaferill Lofts stefnir síðan svo fagurlega til þess- arar myndar og þar með upphafs- ins í margföldum skilningi, túnsins hans heima, þar sem honum tókst um síðir að gera fyrstu íslensku leiknu talkvikmyndina og endur- bæta hana stuttu síðar án þess að unna sér hvíldar með svanasöng sínum um Niðursetninginn, seinna tilbrigði hans við sama stef. Hann vildi nýta reynsluna og bæta fyrir ágalla fyrri myndarinnar. En nú gerði það honum erfitt fyrir að hann var kominn í kapp- hlaup við Sláttumanninn slynga sem stendur fyrir ofan aðra tún- sláttumenn þessa heims og fellir þá unnvörpum til jarðar þegar honum hentar. Þannig á sveitin og þjóð- hættir Íslands í þúsund ár hug Lofts allan áður en yfir lýkur og krafturinn og áræðið virðist ekki eiga sér nein takmörk við að ná þeim markmiðum, sem þessi skiln- aðaróður hans til lands og þjóðar krefst af honum. Hann veðsetur aleiguna, lætur setja undir sig hest til að komast með tól sín upp í fjallshlíðar, sem hann hefur ekki kraft til að klífa. Fáeinum vikum eftir frumsýningu er hann allur, að- eins 59 ára að aldri. Verðug skuldajöfnun Hvaða mat á að leggja á kvik- myndir? Og hvaða mat skiptir máli þegar upp er staðið? Hvernig á að bregðast við því að kvikmynd sem allir eru hrifnir af á einhverjum tíma er hlægileg og hallærisleg á öðrum tíma. Kvikmyndin er það listform sem vandasamast er að af- tengja tískustraumum tímans og búa þannig úr garði að hún standist tímans tönn, – verði sígild. Hvort Allar nánari upplýsingar á www.ru.is eða í síma 510 6200 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H IR 1 77 49 0 5/ 20 02 Opinn kynningarfundur þriðjudaginn 14. maí kl. 17:15 Háskólanám með vinnu – þitt tækifæri til að ná lengra Nemendur í Háskólanámi með vinnu geta valið um eftirfarandi námsleiðir: • BS-próf í viðskiptafræði - (90 ein.) • Fjármál og rekstur - diploma (45 ein.) • Stjórnun og starfsmannamál - diploma (45 ein.) • Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti - diploma (45 ein.) Björg Birgisdóttir, námsráðgjafi Háskólans í Reykjavík Kristín Leopoldína Bjarnadóttir, deildarfulltrúi viðskiptadeildar Reynir S. Gíslason núverandi nemandi í Háskólanámi með vinnu og hugbúnaðarrágjafi hjá Hópvinnukerfum ehf. Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík Háskólanám með vinnu í viðskiptafræði – þitt tækifæri til að stunda fullgilt háskólanám í viðskiptafræði samhliða vinnu. Á fundinum munu þau kynna í hverju Háskólanám með vinnu felst og svara spurningum þínum varðandi námið: Kennsla fer fram þrjá daga í hverri viku kl. 16:15 – 19:00. Þrjár námsannir eru á hverju ári (sumarfrí í júlí og ágúst) Í ágúst stendur nemendum til boða að sækja undirbúnings- námskeið í stærðfræði og notkun helstu tölvuforrita, s.s. Excel, Word, Power Point. Umsóknarfrestur er til 5. júní. * Innifali›: Flug, flugvallarskattar, gisting, fer›ir til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. kr. *48.467 m.v. tvo fullor›na og tvö börn í viku Ver›: Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 • Keflavík: 420 6000 Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 • og hjá umbo›smönnum um land allt www.urvalutsyn.is Úrval-Úts‡n Betri fer›ir – betra frí ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 1 77 50 05 /2 00 2 kr. *59.900 m.v. tvo fullor›na í viku Ver›: Stökkpallur Sí›ustu sætin til Portúgals 21. og 28. maí Gistista›ur gefinn upp 4 dögum fyrir brottför. Á stökkpalli getur flú jafnt lent á d‡rustu sem ód‡rustu íbú›argistingu okkar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.