Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 24
Jim Carrey spreytir sig enn á dramatík Kvikmynd Franks Darabont, The Maj- estic, frumsýnd hér- lendis um helgina. VIÐ mörlandar sem sólgnirerum í meira en stóru út-blásnu og stjörnum prýddu Hollywood-myndirnar, eigum ósjaldan um sárt að binda. Þótt þær myndir séu að sjálfsögðu góðra gjalda verðar og ein meg- inforsenda þess að markaður kvikmynda í heiminum er eins öfl- ugur og raun ber vitni er sá galli á gjöf Njarðar að umfang þeirra vill kæfa tilvist annarra mynda, eins og t.a.m. þeirra sem bíóstjórarnir okkar telja óvænlegar tekjulind- ir og láta því vera að sýna í bíó- um sínum. Griðastaður þess- ara mynda er myndbandaleigurnar – eða ætti allavega að vera það. Sem betur fer er oftast nær eðlileg skýring á því að myndir frumsýndar á myndbandi rötuðu ekki í bíó, þær eru einfald- lega ekki nógu góðar eða höfða til alltof fámenns hóps. En það kem- ur samt fulloft fyrir að maður KVIKMYNDIR voru í töluverðri sókn, bæði hvað varðar framleiðslu og aðsókn, í Evrópulöndum árið 2001. Samkvæmt upplýsingum frá Evrópusambandinu gild- ir þetta jafnt um aðildarlönd þess og önn- ur. Um 625 bíómyndir voru framleiddar í Evrópu 2001, en 595 árið 2000. Mest er framleiðsluaukningin í Frakk- landi eða úr 145 í 172, en hún var einnig talsverð í Þýskalandi, Spáni og Hollandi. Framleiðsla dróst hins vegar mest saman á Ítalíu, í Svíþjóð og Austurríki. Aðsókn að evrópskum kvikmyndahús- um jókst einnig verulega á síðasta ári og komst nálægt þeirri sem var snemma á 9. áratugnum. Aukningin nemur í heild 9,4% en mest var hún í Þýskalandi (16,7%), Danmörku (11,5%), Frakklandi (11,4%) og Hollandi (11,2%). Aðeins Finn- ar fóru mun minna í bíó en árið áður (-8,5%) og er það rakið til hækkunar miðaverðs og færri vinsælla finnskra mynda á fyrra helmingi ársins. Markaðshlutdeild evrópskra mynda í fyrra var nokkuð sterk andspænis amer- ískum, óx úr 22,8% árið 2000 upp í 31,1% 2001. Þessi vöxtur er rakinn til velgengni fjölmargra mynda í eigin framleiðslulönd- um. Innlend framleiðsla á eigin markaði fékk 27% meiri aðsókn 2001 en 2000. Evrópsk kvikmyndamenning í sókn árið 2001 5% aukning í fram- leiðslu – 9% í aðsókn KYNNING á íslenskum kvikmynd- um á kvikmyndahátíðinni í Cannes, sem hefst á miðvikudag, verður umfangsminni en oft áður. „Það er vegna þess að þrjár þeirra mynda sem við höfðum í vetur bundið von- ir við að sýna verða ekki með tilbú- in filmueintök í tæka tíð,“ segir Þorfinnur Ómarsson, fram- kvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs, í samtali við Morgunblaðið. Þessar myndir eru Hafið eftir Baltasar Kormák, Fálkar eftir Friðrik Þór Friðriksson, sem þó verður hugs- anlega sýnd á lokaðri sýningu, og Nói albínói eftir Dag Kára. „Við munum samt kynna þessar myndir, sem væntanlegar á næst- unni,“ segir Þorfinnur, „og auk þeirra Regínu eftir Maríu Sigurð- ardóttur, sem sýnd verður á mark- aðnum í Cannes í enskri útgáfu, og Mávahlátur eftir Ágúst Guðmunds- son, sem ekki síst verður kynnt á þeim forsendum að ein af helstu hátíðum Evrópu, Karlovy Vary- hátíðin í Tékklandi, hefur boðið henni þátttöku í keppni sinni í júlí. Karlovy Vary er svokölluð A-hátíð og þar hafa áður keppt Djöflaeyjan og Englar alheimsins sem vann þar til tveggja verðlauna. Mávahlátri hefur verið boðin þátttaka í fjölda hátíða eftir Cannes, m.a. í Montreal. ÍCannes munum við einnig vera með upplýsingaefni um Maður eins og ég, Gemsa og Reykjavík Guest- house.“ Að sögn Þorfinns munu Ís- lendingar ekki taka þátt í framleið- endakynningu European Film Promotion í Cannes að þessu sinni, einkum af sparnaðarástæðum. Mávahlátri boðið til keppni á kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary Morgunblaðið/Árni Sæberg Mávahlátur fer nú víða: Ugla Egilsdóttir og Ágúst Guðmundsson við tökurnar. Fimm íslenskar myndir kynntar í Cannes  THE Ladykill- ers (1954) er ein sögufrægasta gamanmynd sem Bretar hafa gert, en þar léku Alec Guinness og Pet- er Sellers ræn- ingja sem hyggjast stúta konunni sem þeir leigja hjá, en hún reynist þeim ekki auðsveipt fórnarlamb. Nú standa yfir viðræður við bræðurna Joel og Ethan Coen um að þeir endurgeri The Ladykillers og semji handritið sjálfir. Upprunalega ætlaði Barry Sonnenfeld að leikstýra endurgerðinni en hefur nú sest í framleiðandasætið í staðinn. Þeir Coen- bræður og Sonnenfeld eru gamlir samstarfsmenn því Sonnenfeld var tökumaður á myndum þeirra, Blood Simple, Raising Arizona og Miller’s Cross- ing, áður en hann gerðist sjálfur leikstjóri. Endurgera Coen-bræður Ladykillers? Coen-bræður: Endurgera breska klassík?  LEIKSTJÓRINN Roger Don- aldson er vanur því að þurfa að byggja eftirlíkingar af kunnum opinberum byggingum. Hann reisti bandaríska varn- armálaráðuneytið í kvikmynda- veri fyrir samsæristryllinn No Way out (1987) og Hvíta húsið fyrir síðustu mynd sína Thir- teen Days sem fjallaði um Kúbudeiluna. Nú gerir hann nýj- an trylli sem heitir The Farm og dregur nafn sitt af þjálf- unarbúðum bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, í Camp Peary í Virginíu. Þessar búðir endurbyggði hann í Toronto í Kanada og sviðsetur þar spennu- mynd um ungan efnisnjósnara (Colin Farrell), sem ekki líkar allskostar við dvölina þarna þegar yf- irmaður búðanna (Al Pacino) felur honum verkefni sem hann getur ekki hafnað – að finna gagnnjósn- ara í eigin röðum. Donaldsson gerir njósnatrylli Colin Farrell: Njósnar um njósnara.  FINNSKI leikstjórinn Aki Kaurismäki er eini Norðurlandabúinn sem á mynd í keppninni nú á Cannes-hátíðinni. Hún heitir Maður án fortíðar eða Mies vailla menneis- yyttä og er annar hluti svokallaðs „Finnlandsþrí- leiks“ leikstjórans. Þar segir frá manni sem kem- ur til Helsinki með lest en missir minnið eftir að hafa verið barinn til óbóta. Sá sögufrægi sænski meistari Ingmar Bergman, sem senn hyggst snúa aftur til kvikmyndaleikstjórnar úr helgum steini, verður einnig í sviðsljósinu í Cannes vegna nýrrar heimildarmyndar um hann, sem Gunnar Bergdahl, fráfarandi yfirmaður Gautaborg- arhátíðarinnar, gerir. Ingmar Bergman: Ný heimildarmynd. Kaurismäki keppir um pálmann  HINN fjölhæfi Steve Martin er að ganga frá handriti kvikmyndar sem byggist á metsöluskáld- sögu hans Shopgirl, en tökur hefjast í haust undir stjórn breska leikstjórans Anands Tucker, sem gerði Hilary og Jackie. Sagan fjallar um búðarstúlkuna Mira- belle, sem selur hanska og þess háttar en vill vera lista- maður. Tveir karlmenn berjast um hylli hennar, tónlist- armaður og fráskilinn auðmaður, sem Martin mun leika sjálfur. Steve Martin og búðarstúlkan Vísindaskáldskap- urinn The Matrix var óvæntur smellur um allan heim fyrir nokkrum árum og græddi tæplega 500 milljónir dollara. Höfundarnir, bræð- urnir Larry og Andy Wachowski, höfðu litið á hana sem fyrsta hluta þríleiks og nú eru hinir hlutarnir tveir í tökum samtímis í Ástralíu. Þeir heita Matrix Reloaded og Matrix Revolutions. Fátt er látið uppi um efni nýju myndanna en aðalleikarinn Keanu Reeves hefur látið hafa eftir sér:„Fyrsti hlutinn var um fæðingu, annar hlutinn er um lífið og sá þriðji um dauðann.“ Myndirnar verða báðar frumsýndar á næsta ári en þær munu kosta um 300 milljónir dollara í framleiðslu. Í aðalhlutverkum eru auk Reeves Laurence Fishburne, Carrie-Anne Moss, Jada Pinkett-Smith og Nona Gaye. Úr nýju myndinni Matrix Reloaded: Keanu Reeves í loftfimleikum. Matrix 2 og 3 í fæðingu klórar sér í hausnum og skilur ekki hvers vegna sumar myndir fengust ekki sýndar í bíó. Það var t.d. alveg magnað, eða réttara sagt sorglegt, að sjá verðlaunaða gæðamynd á borð við Ghost World frumsýnda á myndbandi á dögunum, mynd sem sannarlega átti skilið að vera sýnd á breið- tjaldi - er meira að segja gam- anmynd og það hið aðgengileg- asta. En nei, frekar er annálað rusl á borð við Slackers og Evil Woman, sem báðar kolféllu í að- sókn úti í heimi, sýnt í bíó. Og læð- ist að mann sá óþægilegi grunum að skýringin á þessi sé falin í aug- lýsingafræðunum - að það hafi verið hægt að markaðssetja þær sem böku-myndir. Að örlög Ghost World hafi ráðist af því hversu erfitt er að negla niður markhóp hennar því hún er ekki „frá nein- um sem færðu okkur hinn eða þennan smellinn“. Þannig hefur maður stundum á tilfinningunni að markaðssetningin ráði því fyrst og fremst hvort myndir nái í bíó, hversu auðvelt það sé að finna markhópinn en ekki gæðin. Auð- vitað eiga bíómenn sína skýringu, á eins litlum bíómarkaði og þeim íslenska sé ekki nægilegt bolmagn til að veðja stórt á mynd eins og Ghost World. Og við slíkar kring- umstæður þakkar maður guði fyr- ir myndbandstækið. Sem myndbandagagnrýnandi hef ég haft allgóða sýn yfir mynd- bandamarkaðinn íslenska und- anfarin ár og vissulega eru mynd- bandaframleiðendur, upp að vissu marki, að þjóna þessu mikilvæga hlutverki, þ.e. að gefa út myndir sem ekki hlutu náð fyrir augum bíóstjóranna. Og fyrir það eiga þeir hrós skilið. Nú bara í síðustu viku voru t.a.m. frumsýndar á myndbandi allnokkrar evrópskar ræmur – frönsk, sænsk, bresk og ítölsk – myndir sem aldrei hefðu komið fyrir sjónir okkar ef ekki væri fyrir myndbandaleigurnar (sjónvarpsstöðvarnar hafa verið skammarlega latar við að sýna nýjar kvikmyndir sem ekki voru sýndar í bíó). Og þessa þjónustu bjóða mynd- bandaframleiðendur upp á, jafn- vel þótt hin blákalda staðreynd sé sú að myndirnar sem voru í bíó ganga alltaf miklu betur á mynd- bandi en hinar – ekki vegna þess að þær eru svona miklu betri held- ur einkum vegna þess að þær hafa fengið miklu meiri auglýsingu og athygli. Að viðbættu litlu óháðu myndunum og myndum á annarri tungu en allsráðandi eng- ilsaxnesku hafa myndbandamenn verið duglegir að færa okkur hin- ar þrælvönduðu bandarísku kap- alstöðvamyndir frá HBO, Show- time og TNT m.a., sjónvarpsmyndir sem íslensku sjónvarpsstöðvarnar hafa ein- hverra hluta vegna sýnt lítinn áhuga. Vissulega er of mikið af drasli gefið út á myndbandi, myndir sem maður getur ekki ímyndað sér að myndbandamenn hérlendir hafi fengist til að borga fyrir, heldur hljóta hreinlega að hafa fylgt með stærri myndum í einhverjum pakka. Oft alveg hundómerki- legar og með öllu metnaðarlausar myndir með kóngum og drottn- ingum á borð við Michael Dudikoff, Eric Roberts og Shannon Tweed, sem framleiddar hafa verið með mynd- bandaútgáfu í huga fyrst og síð- ast, en virðast þrátt fyrir það óvíða ná alla leið á mynd- bandaleigur líkt og þær gera hér á Íslandi – forvitnileg staðreynd sem ég hef margoft sannreynt með aðstoð Netsins. Maður veit ekki alveg hvað veldur en ein skýringin hlýtur að tengjast því hversu mörg leigumyndbönd eru gefin úr á Íslandi í viku hverri (á milli 10–20 myndir). Reyndar sýn- ir það bara hversu öflugur íslenski myndbandamarkaðurinn er og hversu mikil eftirspurnin eftir fjölbreyttum bíómyndum er í raun á þeim ótrúlega mörgu myndbandaleigum landsins, sem leynast nánast á hverju götuhorni. Sem aftur er frábært fyrir okkur sem þráum meiri fjölbreytni því á meðan svo er ástatt þá höfum við enn færi á að að sjá góðu mynd- irnar sem áttu alltaf að fara í bíó. Drottinn blessi heimilisbíóið. Drottinn blessi heimilisbíóið Frá leikstjóra sem sá báðar Böku- myndirnar kemur ný léttgeggjuð menntaskólamynd - Ghost World! Á því leikur ekki vafi að flestir bíó- unnendur kjósa frekar að sjá kvik- mynd á breiðtjaldi í myrkvuðum bíó- salnum en heima í litla imbakassanum. En það er samt ekki hægt að hugsa sér bíólíf án mynd- banda og DVD því þau þjóna nauðsyn- legu hlutverki við að auðga fábreytta flóru mynda sem ná í kvikmyndahús hér á landi. SJÓNARHORN Skarphéðinn Guðmundsson Steve Martin: Semur og leikur eftir eigin sögu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.