Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.05.2002, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MAÍ 2002 B 9 GUÐMUNDUR sat ínorður. Hann situralltaf í norður. Endaíhaldsmaður af guðsnáð, flokkshollur og fastur fyrir. Norður átti sögnina og Guðmundur fór sér að engu óðs- lega, skoðaði spilin vel og sagði svo stundarhátt: „Jæja, drengir, nú á að kjósa um aðra helgi. Ekki get ímyndað mér að Reykvíkingar ætli sér að kjósa aftur yfir sig þessa skuldakónga á R-listanum, það þarf að gefa þeim gott spark. Sér- staklega Ingi- björgu.“ Pétur sat í aust- ur. Pétur var viðr- ini í pólitík. Það eina sem hann lagði til málanna var að stríða hinum. Auk þess er Pétur pípari að atvinnu og sjálfs sín ráðandi. „Ætlar þú að fara að þvarga um þessi borgarmál í fyrstu bertu, þú sem hefur hvort sem er aldrei kosið annað en íhaldið? Hverju breyta þessar skuldir, þú kýst alltaf eins, hvað sem snýr upp og niður í skuldamálum? Var ekki íhaldið með allt niðrum sig, þegar þeir skildu við borgina hér um árið? Það er sami rassinn undir þeim öll- um,“ fussaði í Pétri og heimtaði sögn frá Guðmundi. „Eitt lauf,“ sagði Guðmundur og fussaði á móti. Í suðri sat Eyjólfur, kallaður Eyji, kommi á sínum yngri árum, en var farinn að spekjast. Opnaði eiginlega aldrei munninn um stjórnmál í seinni tíð, rétt eins og hin pólitíska andagift hefði hlotið hljóðlátt andlát með hruni Berl- ínarmúrsins. En aldrei þessu vant, lagði Eyji frá sér spilin, hallaði sér fram á borðið og sagði: „Ég hef ver- ið að hugsa um þessar kosningar, strákar, og það er alltaf verið að segja við okkur kjósendurna, að það séu hagsmunir okkar að þessi list- inn eða hinn listinn, skipti sköpum fyrir okkur. Allt verði svo miklu betra eftir kosningar heldur en það var fyrir kosningar. Getið þið nú sagt mér, hvað það verður sem þið græðið á því að R-listinn eða D- listinn komist að? Þeir eru að tala um skuldirnar en eru ekki skuldir í öllum bæj- arfélögum, ríkissjóði og heimilum? Og hvað með ríkisábyrgðina fyrir Kára, er það ekki skuldsetning, ef allt fer á versta veg? Og vænt- anlega verðum við löngu dauðir þegar kemur að þeim skuldadög- um. Hvort heldur hjá Kára eða Ingibjörgu. Svo eru þeir að masa um að leik- skólar og elliheimili hafi forgang. Hvað græðum við á því, miðaldra mennirnir, og hvað varðar okkur um það hvort þeir velti grjóti út af Eiðisgranda eða byggja íbúðarhús í rokrassinum í Geldinganesi? Ekki er þar byggt fyrir mig. Ekki lækkar útsvarið, ekki lækka fasteigna- skattarnir, ekki verð ég var við það að frambjóðendurnir taki mikið mark á því sem ég hef að segja, eða hvað ég er að gera og ekki minnist ég þess að hafa fundið neina hlut- tekningu af hálfu þessara mannvina allra, þegar mér var sagt upp á Símanum eftir tuttugu og fimm ára starf í þeirri stofnun. Á ég að þakka þeim fyrir sparkið, með því að kyssa vöndinn? Nei, það er ekki verið að kjósa um mína hagsmuni. Það er verið að kjósa um völd.“ Eyji þagnaði og fékk sér í nefið og sagðist ekki nenna þessari um- ræðu. Eitt grand. Sigurjón sat í vestur. Hann var verstur. Sagði aldrei neitt. Í raun- inni var á því einföld skýring: Sig- urjón hafði aldrei neitt að segja. Annaðhvort var hann sammála síð- asta ræðumanni eða var svo und- irgefinn og kurteis að skoðanir voru ekki í hans deild og kannski hafði hann aldrei komið sér upp skoðun, því Sigurjón var náttúrugreindur að upplagi og hafði áttað sig á því að skoðanir voru óþarfar eða í besta falli óþægilegar og hann var ánægð- astur ef hann gat sagt pass. „Pass,“ sagði Sigurjón og leit ekki upp frá spilunum. „Björn ber af,“ sagði Guð- mundur. „Björn er alvöru pólitíkus og það er hneyksli ef Reykvíkingar hafna honum.“ „Ingibjörg Sólrún er ágæt,“ and- mælti Eyji en Pétur hló og reri sér í stólnum. „Það er sami rassinn undir þeim báðum. Það breytir engu hver verður kosinn. Þeir segja eitt í dag og annað á morgun. Enginn rík- isábyrgð í dag, ríkisábyrgð á morg- un. Og svo rétta þeir allir upp hönd- ina, þegar flokkarnir skipa þeim. Ætlarðu ekki að fara að segja, Guð- mundur, það er komið eitt grand til þín?“ „Ég segi tvö hjörtu,“ gall í Guð- mundi, „en má ég minna þig á alla biðlistana í leikskólunum, í hjúkr- unarheimilunum, í félagslegu íbúð- unum, í lóðaúthlutununum. Þetta er einn allsherjar biðlisti.“ „Síðan hvenær hefur þú haft áhyggjur af biðlistum í leikskóla, barnlaus maðurinn?“ datt út úr Eyja. Sigurjón þagði og leit á Guð- mund og Guðmundur leit á Pétur og svo á Eyja og aftur á Pétur og hækkaði róminn: „Það er algjör hneisa að börn skuli ekki fá inni í leikskólum, ég er ábyrgur borgari, ég horfi ekki bara í klofið á sjálfum mér eins og þú. Ég hlýt að krefjast þess fyrir unga fjöl- skyldufólkið að það komi börnunum sínum fyrir á leikskólum, það verð- ur að hafa frelsi til að velja og hafna.“ „Byrjar hann á þessu frelsishjali sínu,“ sagði Eyji og dæsti. „Þú ætl- ar sem sagt að kjósa D-listann út af leikskólunum?“ „Ég kýs D af því að ég vil ekki þetta kommastóð í meirihluta. Ég vil almennilegt fólk, fulltrúa frelsis og framfara. Ég er á móti þessu fé- lagshyggjufólki, sem sífellt er að tönnlast á að samfélagið verði að jafna allt út, vera góðir við alla minnihlutahópa, skríða fyrir svo- kölluðum smælingjum og lifa á því í pólitíkinni að stunda hrossakaup og klíkuskap.“ Þetta var mikil ræða hjá Guð- mundi, enda flokkshollur maður og reyndur og hafði átt sæti í hverf- afélagi hjá flokknum í tuttugu ár. „Þrjú hjörtu,“ sagði Eyji, og sat á sér við að svara þessari pólitísku hitaræðu Guðmundar. „Við höfum þau fjögur,“ sagði Guðmundur áður en Sigurjón gat skotið inn passinu. „Helvítis fíflin,“ fauk út úr Guðmundi, án þess að nærstaddir gerðu sér grein fyrir því, við hvern hann átti. Pass sagði Pétur, pass sagði Eyji og það var ekki einu sinni haft fyrir því að bíða eftir passinu hjá Sig- urjóni. Pétur lagði út laufaþrist og Eyji lagði upp. Sigurjón var enn að skoða spilin, áður en hann sagði pass, leit upp í allri sinni hógværð og muldraði si sona: „Æ, strákar mínir við skulum ekki rífast út af þessu. Við kjósum hvort sem er eins og við kusum síð- ast.“ Spáð í spilin Teikning/Andrés HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Ellert B. Schram Ef flú ert í lífeyrisspar na›i Sparisjó›sins og byrjar a› spara 25 ára átt flú 21.365.990 kr. vi› 65 ára aldur.* *m.v. 4% lífeyrissparn a›, mána›artekjur 175 .000 kr. og 6% ávöxtun . Far›u á www.spar.i s og reikna›u út líf eyrinn flinn í reiknivél Sparisjó ›sins. 21.365.9 90 milljónir? Vilt flú eiga ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S S P A 1 7 2 0 7 0 5 /2 0 0 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.