Vísir - 12.07.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 12.07.1980, Blaðsíða 9
VÍSIR r— Laugardagur 12. júlf 1980. Landið er gott — en þjóðfélagið sjúkt Einhversstaöar las ég þaö i blaöi, aö ungt fólk sæktist i auknum mæli eftir atvinnu er- lendis. Ef rétt reynist, er þetta dapurlegasta frétt vikunnar, ef ekki ársins. Ef svo er komiö, aö æskufólk á Islandi sér hag sin- um betur borgiö og telur fram- tiö sina öruggari I útlöndum, þá er þaö alvarlegasta sönnun þess, aö viö erum á rangri braut. I þessum efnum duga engar fortölur, engin ræöuhöld um skyldur viö fööurlandiö, engar langlokur um hagsæld og félagslegt öryggi. Sú kynslóö sem nú er aö komast til manns, er vel menntuö, víösýn og sjálf- stæö i afstööu og viðhorfum. Henni halda ekki bönd vanans eða átthagans, og ef hún er á förum, þá er þaö ekki henni aö kenna, heldur hinum eldri, þeim, sem hafa mótaö þaö um- hverfi og það þjóöfélag, sem boöiö er upp á. A undanförnum árum hef ég fylgst meö þvi hvernig straumur knattspyrnumanna, ungra manna af öllum stéttum, hefur legið til annarra landa. Fæstir þeirra hafa fariö vegna stórkostlegra gylliboöa frægra knattspyrnufélaga. Þeir eru aöeins örfáir og teljandi á fingr- um annarrar handar. Hinir skipta tugum, sem halda utan, af allt öðrum ástæðum, einfald- lega þeim, aö knattspyrnan gerir þeim kleift aö flytjast út vegna smávægilegrar fyrir- greiöslu en mun betri launaaf- komu, i þeim störfum, sem þeir hafa stundaðhérheima. Launin eru hærri, heimiliskostnaöurinn viöráöanlegri, vinnuálagiö minna. Hugarfarsbreyting Þessi þróun er aö sjálfsögðu áhyggjuefni fyrir islenska knattspymu, en það er i raun- inni aukaatriöi þvi þetta er aöeins dæmi um þaö sem er að gerast hjá ungu fólki almennt. Þar er aö veröa hugarfars- breyting, sem er afleiöing ástandsins hér heima. Ong- þveiti i efnahagsmálum, langur vinnudagur, endalaust fjár- hagslegt basl, andleg streita, niöurdrepandi afskipti hins opinbera af hverju einu, sem menn taka sér fyrir hendur. Ég gæti haldiö áfram meö þessa upptalningu lengi enn. Hér má enginn risa upp úr meöal- mennskunni, enginn skal vera efnaöri en annar, enginn getur lagt út i áhættusaman atvinnu- rekstur. S]úkdómar óðaverð- bólgu L Þaö er kominn tími til að viö horfumst i augu viö okkur sjálf og viöurkennum þetta ástand. Aöhluta til eiga slfórnmálamenn sin sök en engan veginn alla, þvi beir draga dám af þjóö- félaginu sjálfu og þvi umhverfi sem þeir hrærast i. Osætti og sundurlyndi stétta og hagsmunahópa, eiginhags- munir og sjálfsblekking þjóöar- innar á erfiöum timum eru sjúkdómar óöaveröbólgu, af- leiöing kapphlaupsins, sem allir veröa aö taka þátt I, ef þeir eiga ekki aö veröa ofurseldir lánar- drottnum og félagsmálastofn- unum. Þaö er þetta, sem unga fólkiö sættir sig ekki lengur viö, neitar aö lifa fyrir, og tekur þvi hnakk sinn og hest. Heldur burt. Auövitaö megum viöekki gef- ast upp. Þeir sem muna ævi sina lengur en siöasta áratuginn, vita aö efnahagsöngþveitiö er sjálfskaparviti og viö eðlilegar aöstæöur og heilbrigt ástand er hvergi betra aö vera en á Is- landi. Engin velsæld i útlönd- um, frjósemi gróöurs eöa fegurö landslags, jafnast áviöþaö besta sem Island hefur upp a aö bjóöa. Hér er menning, mannúö og mannfólk I öndvegi, og þaö er skylda allra ábyrgra Islend- inga, að koma þjóöfélaginu á réttan kjöl, kveöa niöur verö- bólgu og efla aö nýju trú og von á islensku samfélagi. •••••••••••• ritstjórnar pistill Ellert B. Schram ritstjóri skrif^r Að standa við stóru orðin Um þessar mundir höfum viö rikisstjórn á Islandi, sem haföi I upphafi byr meöal almennings. Forsenda hennar var þjóöar- hagur, hlutverk hennar var sigur á veröbólgunni. Þaö væri hræsni ef ég héldi þvi fram aö tilurð hennar eöa samsetning heföi veriö mér aö skapi, en þaö væri ábyrgðarleysi, ef ég hlakkaöi yfir getuleysi hennar. Framtiö Islands er miklu mikil- vægari en svo, aö máli skipti, hvort ein litil rikisstjórn stendur sig vel eöa illa i pólitisku tillíti augnabliksins. Þaö sem máli skiptir er aö islensk stjórn- völd , hverjir svo sem þar eiga hlut að máli, takist á viö vandann og valdi þvi verkefni, sem þau hafa tekiö aö sér. Enn sjást þess ekki merki, aö rikisstjórnin hafi skiliö sitt hlut- verk, eöa hyggist standa viö stóru oröin. Hún lætur veröbólg- una vaöa á súöum, en hefur enga tilburöi til stórra högga. Þetta eru ekki pólitiskir sleggjudómar stjórnarand- stööu, þetta eru staðreynöí, sem blasa viö öllum. Tómas Arnason viöskiptaráö- herra lét svo ummælt, þegar Flugleiöir hækkuðu fargjöld um 9% aö stjórnin léti þaö afskipta- laust, þögn hennar væri sam- þykki. Hróp út í eyðimörkina Stundum sýnist manni af- skiptaleysi vera einkunnarorð ráðherranna. Hvar er sú for- ysta, sem svaraöi kalli þjóöar- hags? Hvar er sú stefna, sem skyldi leiöa okkur út úr ógöng- um stjórnleysis fyrri stjórnar? Þaö er gripiö til bráöabirgða- ráöstafana i fiskvinnslumálum, gefnar út bjartsýnisskýrslur um atvinnumálin þegar uppsagnir launafólks eru daglegt brauö. Þaö er lagöur fóöurbætisskattur á svinakjöt, til að draga úr of- framleiöslu á kindakjöti og mjdlk. Ibúum hitaveitusvæöis- ins er gert aö kynda meö oliu á timum orkukreppu, og félags- málaráöherra hefurhæst, þegar farandverkafólk tmyndar sér maöka i gamalgrónum verbúö- um. I kjaramálum veit enginn lengur hvaö snýr upp eða niöur. Þetta er ekki sú forysta, sem þjóöin vænti og þarf á aö halda. Állt þaö sem aö framan er taliö er kák út i loftiö, björgunaraö- geröir frá degi til dags, ósam- ræmdar neyöarráöstafanir hróp út í eyðimörkina. Neikvæðar aðgerðir Hafa menn áttaö sig á þvi, aö allar umræöur á Islandi, nú um langan tima, hafa snúist um viönám, takmarkanir, skatt- heimtu, skuldaskil? Það er rætt um þaö hvernig frystihúsin geti fleyttsér áfram, frá einni viku til annarrar, breytt vanskilaskuldum I föst lán. Þaö eru gefnar út tilkynn- ingar frá bönkunum aö þeir þurfi aö draga úr útlánum. Þaö þarf aö leggja togurum, þaö þarf aö leggja nýja skatta á landbúnaöinn. Allt eru þetta neikvæöar aö- geröir. Þaö heyrast ekki lengur ráðageröir um stórhuga fram- kvæmdir, bjartsýnar áætlanir, fyrirheit um arösemi og efl- ingu atvinnulifs. Viö heyrum ekki lengur hvatningu til stór- ræöa og þaö er ekki lengur höföaö til sjálfsbjargarviöleitni og frumkvæöis. Allt er drepiö i dróma rikisforsjár og reglu- geröa. Karpa um keisarans skegg Hér er ekki dregin upp fögur mynd. Einhver kann aö kalla þetta úrtölur og barlóm. Þaö er hvort sem erhægt aö snúa út úr flestu. Sannleikurinn er þó sá, aö þau eru mælt af alvöru, þau eru áminning til þeirra sem stjórna, ákall til þeirra sem hafa mögu- leika og hæfileika til aö gera betur. Þaö á viö um stjórnmála- menn allra flokka, forystumenn hagsmunahópa, leiöandi menn I atvinnu- og menningarlifi. Þaö skortir reisn I þjóðmála- umræðuna, kjark til aö horfast I augu viö sannleikann og metnaö fyrir hönd þjóöarinnar. Menn einblina á aukaatriði og karpa um keisarans skegg. Blööin gera sér ómerkilegan mat úr imynduöum ágreiningi ein- hverra einstaklinga, rétt eins og velferð flokka og þjóöar veröi leyst úr læöingi ef Benedikt er kosinn f staö Jóns, Gunnar i staö Geirs eöa annaö I þeim dúr. Timaglasið að tæmast Þaö kann aö vera bráölæti, aö krefjast afsagnar rikisstjórnar eftir sex mánaða setu. En þaö er ekki bráölæti, aö krefjast þess aö hún sýni forystu og hefjist handa viö ætlunarverk sitt: aö kveöa niður veröbólguna. Þaö er skylda hennar umfram allar aörar skyldur. Viö búum I sjúku þjóðfélagi, þreyttu og uppgefnu. Þar veröur enginn breyting á meöan óöaveröbólgan geisar Atvinnulifiö veröur áfram i kyrkingi og unga fólkiö leitar á framandi slóöir ef okkur tekst ekki aö snúa blaöinu viö. Hér er ekki aðeins heiöur einnar rikis stjórnar I húfi heldur framtiö þjóöar. Hin pólitfska stjórnarand- staöa hefur ekki oröiö stjórninni til trafala. Sú andstaöa er í lág- marki. En áfram heldur sem horfir og boöiö er upp á af- skiptaleysi og bráöabirgöaráö- stafanir enn á næstunni Al- menningur og verkalýöshreyf- ing hafa sýnt af sér biölund. Þaö er enn lag. En timaglasið er svo sannarlega aö renna út, tæmast, og ef áfram heldur sem horfir i úrræöa- og afskiptaleysi, þá á þessi ríkistjórn aö fara frá. Þá veröur stjórnarandstaöa, almenningsálit og almanna- samtök aö sameinast af öllum kröftum og hrista þessa rikis- stjórn af sér. Hrista sleniö af þjóöinni. Reyna upp á nýtt. Leita nýrrar forystu. tslendingar hafa þraukaö I þessu landi i rúm ellefu hundruö ár. Viö eigum þetta land, hér eigum viö heima. Okkur er litil vorkunn I því, aö skila þvi svo af okkur, aö næsta kynslóö geti og vilji búa hér áfram.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.