Vísir - 12.07.1980, Blaðsíða 30
VISIR Laugardagur 12. júll 1980.
Myndsegulböndin i"
í fjölbýlishúsum:
30
"1
Fremstá myndinni má sjá nýtt hrauniö og glóandi hraunstrauminn i fjarska þar sem hann liöast noröur hæöina. (VisismyndirGS).
• i
Hratt landris byriað á Kröttusvæðinu:
Hríngrásin ættar
að endurtaka slg
99
segir Páll Einarsson iarðeöiistræðingur
uvarps-
stióri
skoðar
málið
Að sögn Andrésar Björnssonar,
útvarpsstjóra er ekki von á þvi aö
neinar afdrifarikar ákvarðanir
veröi teknar i bráð varðandi sjðn-
varpsstarfsemi i fjölbýlishúsum.
Eins og Visir skýrði frá á sinum
tima sendi útvarpsstjóri bréf til
Rannsóknarlögreglu rikisins hinn
9. janúar i ár þar sem óskað var
rannsóknar á slikum sýningum
og tiðni þeirra.
Eftir itarlega rannsókn Rann-
sóknarlögreglu að beiðni rikis-
saksóknara, voru niðurstöður
sendir til rikissaksóknars, sem
sendi málið i hendur útvarps-
stjóra til umsagnar. Þar liggur
þvi máliö nú. -AS
Fjórir á
hvalafund
Arsfundur Alþjóða hval-
veiðiráðsins verður haldinn hinn
24. júli næstkomandi. Fjórir full-
trúar Islands munu mæta á fund-
inn, þeir Jón Jónsson forstjóri
Hafrannsóknarstofnunar, Þóröur
Asgeirsson skrifstofustjóri i
sjávarútvegsráöuneytinu, Eyþór
Einarsson formaður Náttúru-
verndarfélags Islands og Kristján
Loftsson forstjóri Hvals hf.
Langreiðarkvótinn fyrir Island
rennur út árið 1982 en hann var
ákveöinn 1524 hvalir áriö 1976, til
næstu 6 ára.
Að sögn Þórðar Asgeirssonar er
leyfilegt að breyta þessari tölu
hvenær sem er, en hann kvaðst
ekki vita til þess aö slikar ákvarð-
anir væru fyrirhugaðar. _as
Visisbfó
Visisbió verður klukk-
an þrjú i dag i Hafnar-
biói. Flöskuandinn heitir
myndin sem þá verður
sýnd, gamanmynd i lit-
um án íslensks texta.
Vinningshafar
í sumar-
getrauninni
Dregiö hefur veriö i sumarget-
raun Visis, er birtist 27. júni s.l.
Vinningar dagsins eru 2 stk.
Walky Synthesiser RP-99
útvarpstæki aö heildarverömæti
kr. 128.000.-
Vinningshafar eru.
Ingibjörg Ragnarsdóttir,
Hafnarbraut 40, Vopnafirði
Aöalheiöur Sigurðardóttir,
Kleppsveg 118, Reykjavlk.
Vinningarnir eru frá Einari
Farestveit & Co H.F.
Leiðrétting
1 spurningaleiknum sem birtist
I siðasta helgarblaði var spurt um
hæsta fjallveg á Islandi. Svariö
sem gefið var er rangt. Hæsti
fjallvegur á íslandi er ekki Odds-
skarð, heldur Eyjabakkavegur
eöa Hólafjalla og Sprengisands-
leiö til Eyjafjaröar, en hún er 1002
m. Lesendur eru beönir afsökun-
ar á þessum mistökum.
„Þaö hefur dregiö smátt og
smátt úr virkni á gosstöövunum
i dag, en ennþá er eitthvaö i
gangi”, sagöi Páll Einarsson
jaröeölisfræöingur i samtali viö
VIsi i gær.
„Um sjö leytiö i morgun hætti
einnig landssigiö og landris
hófst á ný, eins og þróunin hefur
veriö I fyrri gosum”, sagöi Páll.
„Landrisiö er hratt og mjög
svipaö og var eftir umbrotin i
mars. Þaö er þvi allt, sem
bendir til þess núna, aö sama
hringrásin ætli aö endurtaka
sig”.
Eins og fram hefur komiö er
gosiö, sem hófst I Gjástykki á
fimmtudaginn, þaö stærsta af
þeim fimm, sem komiö hafa siö-
an umbrotin þar hófust i
desember 1975. Sagöi Páll, aö
aldrei hafi jafnmikiö hlutfall af
kvikuhlaupinu komiö upp á yfir-
boröiö og núna. Svo hefur lika
oröiö þróunin i gosunum, hlut-
fall kvikunnar, sem kemur upp
á yfirboröiö hefur stækkaö gos
frá gosi. Spurningin er siöan,
hvaö gerist I næstu hrinu.
Stækkar þaö enn?
Skjálftavirkni minni en
áður.
Litil skjálftavirkni hefur fylgt
þessari hrinu. Einhverjir
skjálftar fundust á gossvæöinu
sjálfu á fimmtudag, þegar gosiö
stóö hæst, en engir skjálftar
hafa fundist i byggö. Hins vegar
hafa vægar skjálftahrinur kom-
iöfram á mælum. Sagöi Páll, aö
þetta gæti veriö eölilegt, þar
sem spennan i jaröskorpunni
yröi minni eftir þvi, sem landiö
risi meira og opnaöist.
Blaöamaöur Visis var á gos-
stöðvunum aöfaramótt föstu-
dagsins. Var gosiö þá tilkomu-
mikiö. „Maöur fer bara aö trúa
póstkortunum”, sagöi einn af
samferöamönnum blaöamanns,
þegar hann sá dýrðina.
Slóöin aö gosstöövunum frá
Kisilveginum austur meö Gæsa-
fjöllum er óslétt og seinfarin.
En þaö var þess viröi aö hossast
þetta, þótt það tæki á þolinmæö-
ina. 1 forgrunni voru gossprung-
urnar spúandi, glóandi hraun-
yrjunni og á milli þeirra belj-
andi hraunáin i á aö giska 7-800
metra til noröurs frá nyrstu
sprungunni. Þar fossaöi hraun-
straumurinn ofan i gjá. Þessu
fylgdi eins og þungur fossniöur
meö mismunandi miklum drun-
um og dynkjum á milli. Viö sól-
setur var sólin eins og glóandi
eldhnöttur i bakgrunni viö ysta
sjóndeildarhring. Þaö er engin
leiö aö lýsa þessu i oröum.
Köttur sem varð að
tígrisdýri.
Þaö var stundum hálfóhugn-
anlegt aö klöngrast meöfram
gossvæöinu, sem allt er sundur-
tætt af nýjum og gömlum
sprungum. Hvaö vissi maöur
um, hvar hraunið kæmi upp
næst? Þessu samsinnti Páll og
sagöi hann, aö landiö heföi
gliönaö um 3-5 metra siöan um-
brotin hófust 1975, allt frá Hver-
fjalli I Mývatnssveit norður i
sjó.
Þessu til áréttingar var
blaðamanni sögö sú saga i Mý-
vatnssveit, aö eitt sinn hafi kött-
ur dottiö i slika sprungu i Keldu-
hverfi. Hann hafi skilaö sér I
Mývatnssveit og var þá oröinn
aö tigrisdýri!
Eins og sagöi áöan hvarf
hrauniö niöur i gjá, sem virtist
taka endalaust viö og hefur hún
gleypt bróöurpartinn af þvi
hrauni, sem upp hefur komiö i
gosinu. Sagöist Páll ekki kunna
neina skýringu á þvi, hvert
þetta hraun hafi fariö. Þaö væri
hins vegar ekki óhugsandi, aö
þaö hafi haldiö áfram aö renna i
gjánni og þá sennilega tiltölu-
lega grunnt.
G.S.: Akureyri/K.Þ.
Gosmökkurinn teygöi sig hátt tii lofts
AB