Vísir - 12.07.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 12.07.1980, Blaðsíða 16
vtsrn Laugardagur 12. júli 1980. 16 VÍSIR Laugardagur 12. júll 1980. Liklega þekkja flest- ir örnólf Thorlacius af sjónvarpsþáttunum um „nýjustu tækni og vís- indi” en um þá hefur hann séð svo lengi sem elstu menn muna. Aðalstarfsvettvangur hans hefur þó verið innan fjögurra veggja kennslustofunnar: hann hefur kennt lif- fræði með meiru i Menntaskólanum við Hamrahlið i rúmlega tíu ár og þykir vinsæll og góður kennari. Og nú hefur hann verið settur rektor sama skóla, i eitt ár til að byrja með. „Það er ágætt fyrirkomulag”, segir hann. „Það kem- ur þá i ljós hvort skól- inn verður leiður á mér eða ég á skólanum”. örnólfur býr í blokk- aríbúð við Háaleitis- braut og þangað sækj- um við hann heim. Honum liggur ekki hátt rómur en talar skýrt og er greinilega litið gef- ijm fyrir stórar yfirlýs- ingar — sérstaklega um sjálfan sig — sem allt eins gæti reynst erfitt að standa undir. Líkast til er það aðals- merki visindalegrar hugsunar en ekki siður eðlislægrar hógværðar. Konurnar kusu mig allar... „Ég hef nii sjálfur veriö bla&amaBur”, segir hann þegar hann bý&ur okkur sæti I stof- unni. „ba& var hjá Skólablaöinu me&an ég var i Menntaskól- anum I Reykjavik. Viö vorum þar saman I ritnefnd, ég og for- setinn okkar væntanlegi, hún Vigdis. Þá var reyndar mikil kvenna- hreyfing I skólanum og þa& upp- hófust miklar og heitar deilur á málfundi þegar einhver hélt þvl fram a& konur gætu ekki tekiö þátt I félagsllfinu vegna þess aö þær væru ekki eins vel gefnar og karlmenn. Konurnar móögu&ust náttúrlega stórlega og stofnu&u kvenfélag til þess aö sýna okkur aö þær stæ&u okkur ekkert á sporöi. Kvenfélagiö var lokaö og þar fékk enginn karlmaöur að koma nærri. Þær skipulög&u þátttöku I félagslífinu: kaffæöru okkur til dæmis algerlega á málfundum og á dansæfingunum var sifellt dömufrl, þaö var kannski einu sinni á kvöldi sem viö gátum boöið upp stúlku. Umsvifin voru miklu meiri en meöan viö réö- um. Svo um voriö voru kosningar I embætti Skólafélagsins, eins og venja var, og kvenfélagið ákvaö aö b jóöa fram i helstu embættin. Það haföi hins vegar ekki fram- bjóöendur i öll embættin og þvi vargripiö til þess aö bjóöa fram trúnaöarmenn félagsins þar sem ekki voru konur I framboöi. Þar á meöal var ég i framboöi sem trúnaöarmaöur kvenfé- lagsins til embættis ritstjóra Skólablaðsins og náöi auövitaö kosningu, konumar kusu mig allar og væntanlega einhverjir karlmenn líka. Það munaöi aö vísu ekki miklu, bara nokkrum atkvæöum, svo ég átti kvenna- hreyfingunni embættiö aö þakka. Gekk greiðlega að safna skuldum Skólablaöiö var á þeim tima fjölritaö og viögáfum út nokkur hefti upp á 20-30 siöur i A-4. Tæknin var náttúrlega ófull- komin, viö þurftum aö lemja allt lesmáliö á vaxstensla og prenta myndir meö pinnum og hjólum, en okkur þótti þetta gott og vonandi einhverjum fleirum. Auövitað voru ýmsir andans menn I skólanum eins og venju- lega og ég hrósa mér stundum af því aö hafa fyrstur manna komiö Hannesi Péturssyni skáldi á framfæri. Hann var i ritnefnd þegar ég var ritstjóri og ég veit ekki betur en aö hann hafi birt þarnasin fyrstu ljóö”. — Félagslifiö hefur verið fjörugt? „Já já, þaövar þaö, eins og alltaf er á þessum árum, held ég”. Kona örnólfs, birtist nú meö kaffi og góögeröir á bakka. Orn- ólfur lætur þaö ekki trufla sig en fer a& segja okkur frá námsár- um sinum i Svlþjóö. „Já, ég fór út eftir stúdents- próf árið 1951 og var meira eöa minna I Lundi I tiu ár, kom al- kominn heim um 1960. Ég var aö læra llffræði en obbann af tim- anum vann ég lika meðfram skólanum, sem aöstoöarmaöur á rannsóknarstofum og þess háttar. Þaö var ákaflega heppi- legt aö fá vinnu því lltið var um námsstyrki til útlendinganna og einhver laun haf&i ma&ur. Alla vega kom ég mikiö til skuldlaus út úr mlnu námi, skuldaöi kringum 6000 krónur, sem jafn- vel á þeirra tima mælikvaröa var tiltölulega meinlaust. En svo þegar ég kom heim og fór aö byggja, þá gekk nú grei&lega að safna skuldunum...” Og örnólfur hlær með öllu andlitinu. Skopmyndir af prófess- orunum „Ojújú, stúdentalifið var auö- vitað skemmtilegur timi þó ég hafi ekki verið mikiö útá lifinu. Ég vil aö minnsta kosti ekki kannast viö þaö núna! A þessum tima voru fáir tslendingar I Lundi, mér skilst aö nú sé þar hálfgerð nýlenda, og kannski þess vegna kynntist maöur Svi- unum betur en ella — og lika þeim íslendingum sem þarna voru. Það var reyndar hringt i mig um daginn af einum kunn- ingja minum frá Lundi og hann sagöi mér a& þaö héngju þar ennþá uppi skopmyndir sem ég teiknaöi af prófessorunum min- um. Ég geröi dálitiö af þvi að teikna á háskólaárunum en er löngu hættur og var búinn aö steingleyma þessu. Enda hefur þaö sjálfsagt veriö meira af vilja en mætti...” — Og svo fórstu aö kenna þegar þú komst heim? „Já. Fyrstu árin kenndi ég bæöi I gagnfræöaskólum og lika I Iönskólanum en svo festist ég i MR nokkum tlma. Siöan fór ég aö kenna I Menntaskólanum viö Hamrahllö skömmu eftir aö hann var stofnaður, á ööru ári minnir mig, og hef veriö þar siöan. Aöallega hef ég kennt lif- fræöi, einhvern tima læröi ég þaö nú sjálfur, en eitthvaö smá- vegis af efnafræöi, stæröfræöi og eölisfræöi — meöan námsefni þeirra greina var ekki of flókiö...” A það var minnst i upphafi aö örntílfur er viökunnur fyrir þætti si'na um „nýjustu tækni og visindi” I sjónvarpinu. Hann er spuröur um þá þætti. Minnir að ég hafi hringt í Landsbankann! „Ég leiddist út I það, fljótlega eftir aö ég kom heim frá námi, aö vera meö fastan þátt I út- varpinu um visindi og tækni. Þaö eru sjálfsagt allir búnir aö gleyma þessum þáttum núna en I þeim haföi ég aö mestu innlent efni, fór á stofnanir eöa rann- sóknarstofur og kynnti fyrir hlustendum þaö sem þar var veriö a& gera. Þannig kynntist ég fjölda fólks sem ég hef haidiö kunningsskap viö alla tiö slöan. Eftir aö ég hætti þessu var ég fljótlega beöinn um aö sjá um svona þátt I sjónvarpinu en hann er náttúrlega ööruvisi þar sem þaö er mestanpart útlent efni I honum. Um þennan þátt hef ég séö meira eöa minna sí&an. Nú, þessir þættir fjalla um mjög vítt sviöog ég hef auövitaö ekki vit á nema broti af þvl. En ef mig vantar upplýsingar leita ég úrlausna annars staöar, hringitilolíufélaganna ef um er aö ræöa olíumál, I flugturninn ef þaö er eitthvaö sem snertir flug- iö og niöur I Landsbanka ef þaö er læknisfræöi. Nei, Landspital- ann auövitaö! Mig minnir reyndar aö ég hafi einhvern tima hringt niöur i Lands- banka....” Þér-ingar voru prýðilegt ráð — Finnst þér jafnskemmtilegt og áðuraö vera I skóla, nú þegar þú ert oröinn kennari? „Ég er náttúrlega hinum megin viö púltiö en ætli ég veröi ekki aö segja þaö. Þaö er yfir- leitt skemmtilegt aö kenna en svo verður þú aö spyrja aöra en mig um þaö hvernig tekst til. JUjú, þaö gerist ýmislegt i kennslunni. Einu sinni var ég aö fjalla um efnasambönd sem eru sundurgreind meö grlskum tölum — þaö eru til mono, dio og tri af hverju sambandi — og spuröi einn nemandinn hvað kæmi á eftir monofosfati. Auö- vitaö svaraöi hann: stereofos- fat! Fullkomlega rökrétt svar og ég gat ekki annað en taliö þaö lögmætt! Hitt er svo annaö mál aö þó manneskjumar séu undir niöri alltaf eins, þá er umgjörö kennslunnar ööruvisi en var áöur fyrr, meö breyttu þjóðfé- lagi. Þaö er miklu meira jafn- ræði meö nemendum og kennur- um nú en var þegar ég sat I sktíla. Þá þótti þaö nau&synlegt aö kennarinn héldi nemendum i hæfilegri fjarlægö og léti ekki vaöa yfir sig. Þéringarnar voru þá auðvitaö prýöilegt ráö vegna þess aö nemendurnir kunnu yfirleitt ekki aö þéra rétt. Kennarinn sttíö beLpr aö vigi þegar nemandi blóöroðnaöi ef hann haf&i farið vitiaust meö eitthvert persónufornafnið. Hér á íslandi hafa þéringar aldrei veriöútbreiddur siöur svo þetta varþvingandiog þess vegna lík- lega til bóta að leggja þær niður. I útlöndum er aftur á móti svo sjálfsagt aö þéra aö sums staðar þérast hjón jafnvel, skilt mér. Verkfræðingur sem hefur ekki lesið Njálu „En fáið ykkur endilega meira kaffi! Má ég rétta þér könnuna?” — Takk. Hvernig leggst þaö i þig aö vera nú or&inn rektor? „Agætlega, held ég. Þetta veröur bara að ráöast,..” Viö fórum aö tala um raunvis- indi og hlut þeirra i islenska skölakerfinu. „Visindin eru auövitað hluti menningarinnar og nau&syn- legur þáttur I almennri mennt- un, engu siður en húmanisk fræði, þö ég vilji alls ekki gera litiö úr þeim. Þaö hefur lengi viljað loöa viö Islendinga aö telja til dæmis sögu og bók- menntir miklu fremur almenna menntun en raunvisindi. Ég get nefnt sem dæmi að þegar viö tölum um fagidjót eigum viö oftast viö verkfræöing sem hefur ekki lesið Njálu en ekki kannski bókmenntafræðing sem þekkir ekki skrúfganginn. Ég hef líka tekiö eftir þvi aö þegar spumingakappleikir eru i út- varpi eöa sjónvarpi þá er mest spurt úr húmaniskum fræöum, til aö mynda sögu, örlitiö úr landafræöi en nánast ekkert úr kjarneölisfræöi! Mönnum hætt- ir til þess aö llta á raunvisindi sem sérfræöinám en húmanlsk fræði sem almenna menntun. En kannsi eru þetta fordómar I mér.Ég held alla vega aö þetta sé aö breytast”. ódýrara að framleiða lögfræðing en trésmið — En hvernig finnst þér Is- lenska skólakerfiö i stakk búiö til þess aö veita almenna menntun á öllum sviöum? „Hvaö varöar klassiska menntaskólamenntun held ég aö viö séum vel sett. Verk- menntun er hins vegar langt á eftir hér á landi þó verkmennt- unarskólarnir séu ágætir út af fyrir sig. 1 fræðslulöggjöf frá 1946, minnir mig, var kveðið á um aö bdknám og verknám skyldu vera jafnstórir þættir i gagnfræöastigsnámi en svo fór aö þeir einir voru sendir I verk- námiö sem ekki gátu lært á bók- ina. Þaö var ekki hugsaö um þaö hvernig menn væru sinn- aöir. Þaö er auövitaö miklu ódýrara fyrir þjóöfélagiö aö framleiöa lögfræöinga en tré- smiö.... Þegar talað er um þaö ljóta fyrirbæri numerus clausus, sem heldur niöri fjölda á læknum og álika stéttum, þá er þaö ekki at- hugaö aö I iönnámi er sam- keppnin miklu haröari og órétt- látari. Menn veröa aö komast á samning og þar ræöur kliku- skapurinn en maöur veröur aö vona aö erfitt háskólanám sé sæmilega réttlátur mælikvaröi á hæfileika”. Að drepa menn fljótt og vel... Mörgum stendur ógn af örum framförum I heimi visindanna og viö spyrjum örnólf hvort hann tel jli visindin ráöa of miklu I okkar nútímaþjóöfélagi. Hann hugsar sig um stundarkorn en svarar svo: „Nei, ég get ekki sagt þaö. Þau eru bara tæki en enginn allsherjarlykill aö tilverunni. Aðferöir vfsindanna eiga viö á takmörku&u sviði en alls ekki alls staöar. Visindin gefa okkur enga vlsbendingu um siögæöi eöa fegurö, svo eitthvaö sé nefnt. Visindin ákveöa ekki hvar takmörkin liggja. Maöur getur ekki lesið þaö af kennslubók hvort rétt sé aö drepa menn. En ef maöur ákve&ur aö gera þaö geta visindin hjálpað manni til aö ljúka þvl af fljótt og vel! Þau geta svo lika hjálpaö til viö aö halda manni lifandi. Akvöröun- in er pólitisk, ekki visindaleg. En hitt er svo rétt aö þaö eru mörg vandamál framundan. Mannfólkiö er á góöri leið meö a& þurrka upp ýmsar auölindir jarðarinnarog þar hafa visindin reyndar opnar leiöir til þess aö gera þaö fljótt og vel. En menn mega ekki gagnrýna visindin þó aöferöir þeirra séu ekki notaöar rétt”. Full ástæða til svartsýni — Mengun, auölindaþurrö. Erum viö á leiö nor&ur og niður? „Þaö er aö minnsta kosti full ástæöa til þess aö vera svart- sýnn. Þaö er auövitaö ljóst aö hin iönvædduVesturlönd taka of sttíran hluta af kökunni. Ef allur heimurinn notaði jafnmikiö af hráefnum og orkugjöfum og þau, myndu allar auölindir tæmast á nokkrum áratugum. Þaö er lika ljóst aö þegar talaö er um aö jafna bilið milli rikra þjóöa og fátækra, þá þýöir þaö ekki bara aö þaö þurfi aö gera fátækar þjóöir ríkari heldur veröa riku þjóöirnar aö endur- skoöa slna afstö&u. Einhvern veginn bjargast þetta nú sjálfsagt en ef til vill þarf mannkyniö aö reka sig á áöur en þaö gerist. Ég vil engu spá. Góöur maöur sagöi einu sinni aö þaö væri alltaf erfitt aö spá og sérstaklega um framtiö- ina! Auk þess reikna ég ekki meö aö þessi viötöl ykkar eigi aö vera dómsdagsprédikanir! ” örntílfur brosir breitt. Ég laug eins og ég gat! Viö tökum upp léttara hjal, vindum okkar kvæöi I kross og spyrjum örnólf — sem áhuga- mann um vlsindin almennt — hvort hann trúi á tilvist fljúg- andi diska. „Þetta er nú fjarri minu sviöi”, segir hann og hlær. „En ég skal ekki rengja þaö a& þaö er ýmislegt sem erfitt er aö „Þaö er full ástæöa til þess aö vera svartsýnn á framtiöina og ef til vill þarf mannkyniö aö reka sig á..." skýra. Mér dettur ekki i hug aö stimpla alla þá sem telja sig hafa séö eitthvaö svona annaö hvort sem sjúklega lygara eöa þá haldna ofskynjunum. Mörg tilvik má skýra sem venjulega hluti sem menn sjá undir annarlegum sjónarhorn- um en auövitaö ekki öll. Mér dettur i hug aö fyrir nokkrum árum var þaö aprilgabb I sjón- varpinu að sést heföi fljúgandi diskur hér á landi og birt fölsuð mynd af þvi. Svo var haft tilbúiö viötal viö mig og ég látinn ljúga einsog ég gat. Þaö gekk allt vel og ýmsir trúöu þessu. Litlir grænir menn En svo fór ég aö vitna I raun- verulega skýrslu ameriskra vis- indamanna um sannanlega at- buröi af þessu tagi. Og þá rann upp fyrir fólki aö þetta var gabb, þaö sem þar kom fram var svo lygilegt! Nú, en ég er sannfæröur um aö þessi fyrirbæri eru öll hluti af náttúrunni þó viö þekkjum þau ekki. Mér finnst engin ástæöa til þess aö leggja trúnaö á sögur um litla, græna menn fyrr en aörir möguleikar eru tæmdir. En auövitaö”, segir hann ibygg- inn, „gætu litlu, grænu menn- irnir veriö hluti af náttúrunni!” Orntílfur Thorlacius hefur veriökennari i fjölda ára, þaö er býsna augljóst. Þegar viö sýn- um á okkur fararsniö skellir hann höndunum á stólarmana, ris úr sæti og segir: „Jæja! Eigum viöaösegja aö viö kunnum þetta?” Auövitaö jánkum viö þvi. —IJ. helgarviötaliö ,,Ea var frambjódandi „Ég hrósa mér stundum af þvi aö hafa fyrstur komiö Hannesi „Þaö var stööugt dömufri á dansleikjum...” Péturssyni á framfseri...” kvenfélagsins” „Stereo-fosfat fannst mér fullkomiega rökrétt svar...” i.Mér finnst engin ástæöa til þess aö leggja trúnaö á sögur um litla, græna menn I fljúgandi diskum...” 17

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.