Vísir - 14.07.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 14.07.1980, Blaðsíða 3
VÍSIR Mánudagur 14/júli 1980. Hafsteinn og Kári náðu öðru sæti i keppninni. (Visism. ó.G.) Hörkukeppni í Hötelralli Bifreiðaiþróttaklúbbur Húsa- vikur og Hótel Húsavik stóðu fyrir svonefndu Hótelralli um helgina. Hér var um að ræða 500 km akstur um erfiða vegi. Þaulvanir rallkappar voru mættir til leiks og hélst keppnin mjög spennandi allt til loka. ör- stuttar tafir hjá einhverjum keppenda, hefðu getað breytt endanlegri röð bilanna, svo hörð var keppnin. Leiðin sem ekin var hófst á Húsavik, þaðan i Aðaldalshraun, um Reykjaheiði# i Kelduhverfi, og þaðan yfir Axarfjarðarheiði. Þá var ekið úr Þistilfirði að Vestara-Landi i Axarfirði, niður Hólssand i Mývatnssveit og þar um stutta sérleið. Úr Mývatnssveit lá svo seinni hluti leiðarinnar niður i Laxár- dal, Hvammsheiði og Aðaldals- hraunið. Að lokum var ekið um Reykjahérað til Húsavikur. 19 keppendur hófu keppni en 14 luku henni. Fjöldi fólks fylgd- ist með i hinu ágæta veðri um helgina. í efsta sæti urðu þeir Ómar Þ. Ragnarsson og Jón R. Ragnars- son á 8:30 min. Næstir komu svo Hafsteinn Haukssonog Kári Gunnarsson á 10:15 min. I þriðja sæti komu þeir Úlfar Hinriksson og Sigurður Sigurðs- son, 12:48.Nr. 4. Eggert Sveins- son og Magnús Jónsson 13:18 min. og 5. Gunnlaugur Bjarna- sonog Ragnar Bjarnason, 13:51 min. —ÁS. Sinfónían: BelDni um fararslyrk afgreidd viD næstu fjárhagsáætlun „Það er meira en heilt ár i þessa ferð, það er nýbúiö að gera fjárhagsáætlun hjá borginni og skammt I aðra og ef þetta er bara ein umsókn, sem gildir I eitt skipti og föst fjárupphæö, þá kemur hún til afgreiðslu viö gerð næstu f jár- hagsáætlunar eins og venja er”, sagöi Daviö Oddsson oddviti minnihlutans i borgarstjórn i samtali viö Visi vegna fregna um að borgarráð hafi synjað Sinfóniuhljómsveit Islands um ferðastyrk að upphæö 3 milljónir króna. Davið kvaðst ekki kannast við allan þann undirbúning, sem sagt er að legið hafi á bakvið þessa umsókn. Til sinnar vitundar hefði málið komiö á borgarráðsfundin- um þar sem það var afgreitt á 5 minútum meö þremur atkvæðum gegn tveimur. -ÓM opnum nýjan afgreióslusal Við höfum opnað nýjan afgreiðslusal á jarð- hæð þar sem annars vegar er gengið inn Tryggvagötumegin gegnt skrifstofum toll- stjóra og hins vegar gengið inn Hafnar- strætismegin þar sem öil bankafyrirgreiðsla er fyrir hendi. Við væntum þess að þetta nýja fyrirkomulag verði viðskiptavinum okkar til mikils hægðar- auka, spari þeim sporin og flýti mjög fyrir allri afgreiðslu. Hafóu samband p ' EIMSKIP m SÍMI 27100 Gisli BBjomsson k

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.