Vísir - 14.07.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 14.07.1980, Blaðsíða 8
8 vtsm Mánudagur 14. JúU 1980. Otgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Davifl Guflmundsson. " Ritstjórar: ólafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragl Guflmundsson. Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guflmundur G. Pétursson. Blaflamenn: Axel Ammendrup, Frlfla Astvaldsdóttlr, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónlna Mlchaelsdóttlr, Krlstln Þorstelnsdóttlr, AAagdalena Schram, Píll AAagnússon, Slgurjón Valdlmarsson, Sæmundur Guðvlnsson, Þórunn J. Hafsteln. Blaflamaflur á Akureyri: Gtsll Slgur- gelrsson. Iþróttir: Gylfl Krlstjánsson, Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndlr: Bragl wuuinuiiuaauii, »• /~»i iui vjjvi i/ jci io niCAC Gunnar Trausti Guðbjörnsson og Magnús Ölafsson. Auglvsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurflur R. Pétursson. Ritstjórn: Siðumúla 14 slmi 86611 7 llnur. Auglýsingar og skrifstofur: Slðumúla 8 simar 8óóll og822ó0. Afgreiflsla: Stakkholtl 2-4slmi8óóll. Askriftargjald er kr.soooá mánuði innanlands og verð F lausasölu 250 krónur ein- takið. Visirer prentaflur I Blaðaprenti h.f. Sföumúla 14. Lýst eftir stjðrnarandstðDu Tapað — fundift. Lýst er eftir stjórnarandstöftu á Islandi. Siðast þegar sást til hennar varhúná leiðútúrþinghúsinulmaf. Finnandi vinsamlegast láti kjósendur vita. Blaðinu hefur borist eftirfar- andi smáauglýsing tíl birtingar: „Tapað — Fundið. Týnst hefur st jórnarandstaða á islandi. Síðast þegar sást til hennar með Iffsmarki, var hún á leið út úr þinghúsinu í maí. Finnandi vin- samlegast láti kjósendur vita". I öllum lýðræðisríkjum þykir það sjálfsagt að stjórnarand- staða sé virk. Réttur hennar er tryggður með margvrslegum hætti, og því má jafnvel halda fram, að stjórnarandstaða sé ekki síður mikilvæg en ríkis- stjórnin. Hún á að veita aðhald, sýna kjósendum fram á valkosti og draga fram röksemdir og sjónarmið, sem ríkisstjórnin lætur liggja í þagnargildi. Hún er þáttur í hinu lýðræðislega stjórn- kerfi og hefur skyldum að gegna sem slík. Á fslandi hefur stjórnarand- stöðuflokkum löngum verið legið á hálsi fyrir óbilgirni og á- byrgðarleysi þar sem andstöðu hefur verið beitt andstöðunnar vegna. Tvískinnungs hefur gætt eftir því hvorumegin borðsins f lokkar hafa setið, eíns og afstaða Alþýðubandalagsins varðandi kjaramálin er gleggsta og nýj- asta dæmið um. En nú bregður svo við að stjórnarandstaðan liggur ekki undir þessum ámælum. Henni er heldur ekki hægt að hrósa fyrir ábyrgð og sanngirni, einfaldlega vegna þess að hún hefur ekkert aðhafst F langan tíma. Hún er horfin. Þó hefði mátt ætla, að tilefnin væru aerin. Allt veður á súðum. Frystihúsin eru að stöðvast, at- vinnuleysi er framundan, iðnaði er haldið niðri, niðurtalningin hefur misheppnast, kjara- samningar eru lausir og verð- bólgan veður uppi. Nú síðast hafa ráðherrar lýst yfir þvf, að afskiptaleysi þeirra megi skoðast sem stjórnarat- höfn. Þögn þeirra sé sama og samþykki. Nútfðkastsemsagtekki lengur hin breiðu spjótin. Nú verður tekist á með þögninni! Þetta er óneitanlega frumleg barðttuaðferð, en það verður að afsaka almenning, enda þótt hann hafi ekki ennþá áttað sig á þessari nýstárlegu kænsku. Þingflokkur Alþýðuf lokksins kom að vísu saman í sfðustu viku, en sendi frá sér heldur lítilf jör- lega yfirlýsingu, þar sem raðað var saman gömlum klisjum og föðurlegum umvöndunum. Sá hluti Sjálfstæðisflokksins, sem hef ur lýst yf ir andstöðu við ríkis- stjórnina, hefur hinsvegar tekið sumarfrf sitt svo alvarlega, að það er eins og talsmenn hans haf i horfið af yfirborði jarðar. Það er gott og blessað að taka sér frí, enda hefur sjálfstæðis- mönnum sjálfsagt ekki veitt af eftir langan og strangan vetur, en þó hefði mátt ætla að þeir hefðu eitthvað um hina nýju þagnarstefnu stjórnarinnar að segja. Hver er skoðun stjórnarand- stöðunnar á fóðurbætisskattin- um? Hvað með vanda frystihús- anna eða atvinnuuppsagnirnar? Hvernig á að leysa hnútinn f kjaradeilunni? Hér er ekki verið að hvetja til yfirboða eða lýðskrums af hálfu stjórnarandstöðunnar, en ríkis- stjórnin má vel vita að með henni er fylgst og það ríkir enginn fögnuður með frammistöðu hennar. Það eru ekki allir dús við stjórnarathafnir sem felast f af- skiptaleysi. Þögnin er beittasta vopn ein- ræðisstjórna. I slíkum löndum er þaggað niður f stjórnarandstöðu, gagnrýni bönnuð. Svo illa er ekki komið fyrir okkur Islendingum, en er það mikið betra ef stjórnar- andstaðan þaggar niður f sér sjálfri? Sannleikurinn er sá, að það má ekki á milli sjá, hvor er máttlaus- ari, ríkisstjórnin eða stjórnar- andstaðan. [NÖKKupÖPð'áíg'éinutííéinn Mánudaginn 7. jiili s.l. birtist I dbl. Visi grein eftir Armann Kr. Einarsson rithöfund sem nefnist „Hvers eiga barnabókahöf- undar aö gjalda?” Þar gefur aB lita nöfn okkar i eftirfarandi: „1 þessu greinarkorni hef ég leitast við að fjalla um blá- kaldar staðreyndir án þess að nefna nöfn einstakra höfunda. Þö get ég ekki stillt mig um að bregða hér útaf, þögnin er svo hrdpandi. Jenna og Hreiðar Stefánsson sem hafa skrifaö á þriðja tug bdka og eru á meðal vinsælustu barnabdkahöfunda þjdðarinnar komast ekki einu sinni á blað.” Af mörgum samtölum við okkur veit greinarhöfundur að við höfum aldrei sdtt um hin svonefndu starfslaun _ hjá Launasjdði rithöfunda (þe. 3 mán. efta meira) en um laun fyrir áður útkomna bók (2 mán.) höfum við sótt, en ekki hin slðustu ár, þar sem aðeins hefur verið um endurútgáfur á bdkum okkar að ræða. Siðast sóttum við: Jenna fyrir ljóöa- bók útkomna 1975 og Hreiðar fyrir barnabók útkomna 1977. 1 báðum tilfellum voru umsóknir okkar teknar til greina. Hvaö viðkemur viðurkenning- um til rithöfunda viljum við upplýsa að við vorum fyrstu höfundamir sem hlutu verölaun Fræöslurdös Reykjavlkur fyrir fmmsamda barnabók, var það 1973. Viöurkenningu hlutum við úr Rithöfundasjóöi Rlkisút- varpsins 1974. Viðurkenningar höfum við einnig fengið frá Rit- Barnabókahöfundarnir Jenna Jensdóttir og Hreiðar Stefánsson hafa sent blaðinu meðfylgjandi grein, vegna hugleiðinga Ármanns Kr. Einarssonar i Visi á dögunum um listamanna- og starfslaun rithöfunda. höfundasjóði lslands (Hreiöar 1977 — Jenna 1979). Um listamannalaun er það að segja að þar vorum við á skrá 1972 og sföan ekki meir. 1 aðra röndina þykir okkur það bros- legt, þar eð við vitum að bækur okkar em hvorki verri né betri en margra höfunda sem þar eru á lista að staðaldri. Þetta hefur samt aldrei farið fyrir brjóstið á okkur þar sem við teljum það ekki til neinna llfsverömæta. Viö höfum orðiö þeirrar gæfu aðnjdtandi gegnum árin að bækur okkar (sem nú eru orðn- ar 30 aö tölu) hafa selst vel og viðhöfum af þeim góðar tekjur. Hér fyrr á árum voru sumar þeirra metsölubækur. öddu- bækurnar hafa komið út I mörg- um útgáfum, sumar 1 6. útg. enda upplag þeirra orðið yfir 50 þúsund. Fyrir nokkrum árum var mjög harkalega á okkur deilt opinberlega fyrir þjóöfélags- skoðanir I bókum okkar. A sama tima sendum viö samkvæmt beiðni erlendra aöila tvær bæk- ur til útlanda þar sem sérfræð- ingurrannsakaöi gaumgæfilega samvinnu okkar I ritstörfum. Niðurstööur voru okkur sendar ásamt jákvæðum umsögnum, sem við mátum mikils vegna ábyrgra vinnubragöa. Hvort tveggja varð okkur þetta til góðs. Það er ekki að okkar skapi að skrifa um okkur sjálf svo sem við gerum hér. En eins og okkur þykir það leiðinlegt — þykir okkur lika nauösynlegt að fram komi, að I áður nefndri grein eru nöfn okkar notuð I algerri óþökk okkar — og á fölskum forsend- um. Að endingu frábiðjum við okkur að slikt endurtaki sig I framtiðinni. Jenna Jensdóttir og Hreiftar Stefánsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.