Vísir - 26.07.1980, Page 20

Vísir - 26.07.1980, Page 20
VISIR Laugardagur 26. júli 1980 hœ krakkar! Gamli stráhatturinn Gamli hesturinn hann Skjóni var hreykinn af fína stráhattinum sínum. Honum fannst hatturinn klæða sig vel og svo skýldi hann honum fyrir sól og regni. En dag nokkurn tók vindurinn hattinn og bar hann í hvarf. Skjóni gamli gekk langar leiðir til að leita að hattinum. Hann var marga daga í burtu/ en loks gafst hann uppog lagði af stað heim. Þegar hann kom heim á bóndabæinn aftur, hitti hann brúnu hænuna, sem var nýkomin frá því að liggja á eggjum. Ungarn- ir hennar voru komnir úr eggjunum, og hún var að kenna þeim að ná sér í mat. Þeir voru svo svang- ir, að Skjóni gamli fann að hann var glorsoltinn, þegar hann sá þá. „Má ég fá svolítið hey hjá þér?" spurði hann brúnu hænuna. „Gjörðu svo vel", sagði brúna hænan. „Nú þarf ég ekkert hreiður, úr því að börnin mín eru komin úr eggjunum". Skjóni gamli hámaði í sig heyið og þegar það var búið, sá hann, að brúna hænan hafði búið hreiðrið sitt í gamla strá- hattinum hans. Hann hneggjaði ánægð- ur og skellti hattinum upp í loft með flipanum, og hatturinn datt beint á hausinn á honum. Svo hljóp hann um allt hlaðið og var rígmontinn með fína hattinn sinn. Berglind, l.G. I Kópavogsskóla geröi þessa skemmtilegu mynd af stelpu meö blóm f hattinum. t>iö sjáiö sjálfsagt aö þessi fjögur hafa ekki fariö i sina réttu skó. í fljótubragöi viröast þessartvœr myndir alveg eins, en svo er þó ekki. Nú átt þú aö finna sex hluti sem Hver á hvaöa skó? (Svar bls. 22) . ekki eru eins á myndunum. Svarábls.22.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.