Vísir - 01.08.1980, Page 13
vtsm Föstudagur 1. ágúst 1980,
12
\'S
vísm
Föstudagur 1. ágúst 1980.
17
'1
. '
: ■
, i 7-0, <:
.
■
'
.
'
’fi ' \ " , '
..... . Jr..... .'. .........
!
r -.1
X ' S ' jj
■
íV' '
■
■
i■£' i % M#fe 'V' Pfí I$ 'Vs' i
• -
.,. áfe.. s *. mmmm&.»
- ■' • ;K'" - '.Vv-^ 'V.-,, > ^--
lliSllÍPSIÍIB
ÍlllllliilÍlÍBíiiÍlliipllÍÍISBillll
V'í x'v>, , ' ''
- vvc-, - V' '■'""' "<' ' /'; '''' 0 v-"
■ ■ • •■■■■■.
.
*/■' ' ' '
.
.
■
■ í-:' / ÍVPP' ■■'/"' ,,íi
1 flugstjórnarklefanum: Hannes Thorarensen, eini Islendingurinn meö einkaflugmannspróf, sem hefur ,,tékk” á
/,Við Landgræðslu-
menn viljum meina, að
við höfum betur en eyð-
ingaröf lin, að við vinnum
meira en við töpum",
sagði Stefán H. Sigfús-
son, fulltrúi hjá Land-
græðslu ríkisins, i viðtali
við Vísi. Blaðamaður Vís-
is hitti Stefán á flugvell-
inum i Aðaldal fyrir
skömmu, en þá voru hann
og félagar hans hjá Land-
græðslunni, ásamt tveim-
ur flugmönnum i sjálf-
boðaliðavinnu, að Ijúka
við að dreifa 520 tonnum
af áburði og fræi í girð-
ingar þar nyrðra. Var það
gert með flugvél Land-
græðslunnar, Páli Sveins-
syni, sem Flugfélag is-
landsgaf á sinum tíma og
er eini gangfæri „þristur-
inn", sem eftir er hér-
lendis.
Taliö er fullvist aö gróður
landsins hafi tekið að eyðast
fljótlega eftir að landið var full-
byggt. Þá var sagt að landið
væri skógi vaxið „milli fjalls og
fjöru”. En skógurinn var misk-
unnarlaust höggvin niður af
landnemum og afkomendum
þeirra, sem siðari afkomendur
þrist”, og Sverrir Þórólfsson, flugstjóri. e*ga langt I land meö aö græöa
upp aftur, þó myndarleg átök
hafi verið gerð. I kjölfar skógar-
eyöingarinnar kom gróður- og
jarövegseyðing á stórum svæö-
um. Auk óvægins atgangs
manna naut aðstoöar búfénaös
viö eyöinguna.
Eldf jallasvæðin þurr og
viðnámslitil gegn upp-
blæstri
Það veröur heldur ekki gengið
fram hjá þvi, aö tsland er harð-
býlt land. óblið veðrátta og fok-
gjarn eldfjallajarðvegur gerir
stór svæði viönámslitil gegn
hvers kyns álagi eöa nytjum.
Ljóst er að I Þingeyjarsýslum
og i Rangárþingi hefur gróöur-
eyðing geysað um aldir. 1 þeim
sveitum eru lika flestar girðing-
ar Landgræöslunnar. Sam-
kvæmtupplýsingum Stefáns eru
giröingarnar i Þingeyjarsýslum
25, flestar á sprungusvæðinu
sem liggur frá Mývatni til sjáv-
ar i Kelduhverfi. Sunnanlands
er framhald sömu sprungunnar
og þar eru lika flestar giröing-
arnar. Alls hefur Landgræðslan
girt og friöað 100 svæöi i 12 sýsl-
um landsins. Innan þeirra girð-
inga er um 2% af flatarmáli
landsins. Upphaflega var það
Sandgræöslan sem stóð fyrir
þessum aögerðum, en sam-
kvæmt lögum frá 1965 var starf-
semi stofnunarinnar breytt og
nafninu um leiö, i Landgræðslu
rikisins. Sveinn Runólfsson er
landgræðslustjóri.
.....
• •• •• . ' '• '..■• ■." !0r . •• •• • '. : ' >• .' ■'.•• |
........
"11
.....liö*®'
irmiiiiii—
» < & ;■"X',' V'í"/ \ >"<?/ ,'■ ■ ■- ' ,,,
ifclfciÉiBl®
Árangurinn sannar gagn-
semi verksins
„Viö erum að ljúka við að
dreifa héðan af Aðaldalsflug-
velli 510 tonnum af áburöi og
11.5 tonnum af fræi”, sagði
Stefán Sigfússon. „Það hefur
verið svipaöur skammtur, sem
fariö hefur hérna i girðingarnar
á ári, allt siðan við fengum
„þristinn” og fjárveitingar til
landgræðslu jukust með tilkomu
„þjóðargjafarinnar” I tilefni
1100 ára afmælis Islandsbyggö-
ar 1974.
Allt i allt höfum við dreift um
3.000 tonnum á ári, héðan og frá
Gunnarsholti. Megninu af þessu
hefur veriö dreift með „þristin-
um”, en 800 tonnum hefur veriö
dreift með TF-Tún, en sú vél var
endurnýjuð i vor. 60% af heild-
armagninu fara I giröingar
Landgræöslunnar, en annað
hefur farið á beitilönd. Árang-
urinn af þessu er geysilegur,
sérstaklega siöustu árin eftir aö
við urðum stórtækari með aukn-
um vélakosti. Þetta er siðasta
árið sem við njótum þjóðargjaf-
arinnar, en ég vona aö sama
fjármagn verði tryggt áfram til
landgræöslu, þannig að viö get-
um að minnsta kosti haldiö I
horfinu”, sagði Stefán.
Einvalalið hjá Land-
græðslunni
„Það er mikið álag á mann-
skapinn á meöan á dreifingunni
■
x .|> :>> | ::>.:;•'
Myndir
og texti:
GIsli
Sigurgeirsson
stendur”, helt Stefán áfram.
„Við byrjum um miðjan mai og
reynum að vera búnir fyrir júli-
lok. Það skiptir miklu máli að
áburðurinn komist i jöröina á
þessum tima til þess að hann
komi að fullum notum. Þess
vegna vinnum við myrkranna á
milli á meöan á þessu stendur.
Þá veltur lika á miklu að hafa
gott starfsliö og það hefur ekki
brugðist öll þessi ár. Flugmenn
Flugleiða hafa flogið „þristin-
um” i sjálfboöaliöavinnu frá þvi
að við fengum hann. Auk þess
gripur flugvirkinn okkar,
Hannes Thorarensen, i hann
með þeim þegar á þarf að halda.
Þar höfum við fjölhæfan og dug-
legan mann.
Við höfum lika alltaf verið
einstaklega heppnir með stráka
við hleöslustörfin. Nú starfa við
það Þorbjörn Helgi Magnússon,
Skúli Haukur Skúlason, Guð-
mundur Asgeir Björnsson og
Hannes Arnason. Þetta eru kát-
ir og hressir strákar, sem óþarfi
er að hvetja til vinnu”.
Árangurinn greinilegur
Blaöamaður VIsis brá sér
eina ferö með „þristinum”, sem
raunar heitir Páll Sveinsson.
Flugmenn voru Hannes
Thorarensen, sem leysti Jón
Karl Snorrason af þessa ferð, og
Sverrir Þórólfsson, sem var
flugstjóri.
„Ég hef flogið „þristinum”
fyrir Landgræðsluna fjögur
sumur”, sagöi Sverrir I spjalli
við blaöið á meðan við flugum
upp yfir sandana i átt aö Mý-
vatnssveit. „Þessi ár hef ég séð
mikinn árangur af þessu starfi
og það verður manni hvatning
til áframhalds. Auk þess er allt-
af gaman að gripa i „þristinn”.
Þaö er nú einu sinni svo að þeir
flugmenn sem hafa einu sinni
kynnst honum, þykir vænt um
hann eftir þaö. Þannig er þvi
varið með mig. Ég byrjaöi mitt
atvinnuflug hjá Flugfélagi Is-
lands á „þristi” 1965. Fljótlega
lá leiðin yfir á „sexurnar” og
Fokkerana en ég hef alltaf
gaman af að gripa i „þristinn”.
Ég á ekki von á öðru en áfram-
hald geti oröiö á okkar starfi, þó
flugmenn Landgræðslunnar
komi til með að koma meira inn
I myndina en veriö hefur”, sagöi
Sverrir. Nú flugum viö yfir
giröingar Landgræðslunnar
hverja af annarri. Það mátti sjá
greinilegan mun utan og innan
girðingar, þaö var raunar eins
og svart og hvitt. Farmurinn
sem við vorum með var látinn
fara I girðingu austan við
Námaskarð. Þar var svartur
sandurinn umhverfis girðing-
una en innan hennar var gróður
farinn að vinna á svo um
munaöi.
Mikiö verk að viðhalda
girðingunum
Sveinn Þórarinsson I Krossdal
I Kelduhverfi sér um girðingar
Landgræðslunnar i Þingeyjar-
sýslum. Hann sagði að samtals
væri vegalengd giröinganna um
300 km og i sumar verður bætt
við giröingu skammt frá Grlms-
stöðum á Fjöllum. Það er þvi
mikið verk að ganga meö þeim
og gera við það sem aflaga fer
yfir veturinn.
Sveinn sagði að árangurinn
væri mikill af þessu starfi.
Raunar þyrfti ekki annað en
friða landið fyrir ágangi sauö-
fénaöar, þá stöövaöist upp-
blásturinn og gróður færi að
vinna á aftur. Melgrasfrei er
sáö i girðingarnar af landi, þar
sem nauðsynlegt er að herfa þaö
niöur. Arangurinn af þvi skilar
sér á fjórum árum, þar sem
melgrasið tekur ekki fyllilega
viö sér fyrr en þaö hefur safnað
2-3 fetum af jarðvegi yfir rót.
Melgrasið er harðgerð jurt, fell-
ir fræ á 5. ári og sagði Sveinn
dæmi um að rót einnar mel-
grasplöntu hafi verið 200 metra
löng. Hentar plantan þvi vel til
að binda jarðveginn.
Hér hefur veriö tiplað á stóru i
starfsemi Landgræöslunnar.
0
m m
Harðsnúið liö viö „þristinn”. Lengst tii vinstri eru hleðslumennirnir fjórir, Guðmundur Asgeir Björns-
son, Þorbjörn Helgi Magnússon, sem raunar gegndi Helga nafninu, Skúli Haukur Skúlason og Hannes
Arnason. Sverrir Þórólfsson, flugstjóri, er I glugga flugstjórnarklefans og Jón Karl Snorrason, flug-
maöur, á leiðinni upp stigann. Siðan kemur Stefán H. Sigfússon og loks Hannes Thorarensen, flugvirki.
Þessa dagana eru Stefán og
félagar hans aö ljúka við að
dreifa sumarskammtinum frá
Gunnarsholti, þar sem eru aðal-
bækistöðvar Landgræðslunnar.
■-. '"‘C-L ••••••••'^•'. . —•••"■^*
Þar með er lokiö þeirri áætlun
sem gerð var um landgræöslu i
sambandi við „þjóöargjöfina”,
en ekki veröur öðru trúað en ný
landgræösluaætlun verði lögð
fyrir Alþingi i haust. Miöaö viö
þann árangur sem hefur náðst
hlýtur sú áætlun að veröa enn
myndarlegri en veriö hefur.
—G.S.
Hleðslumennirnir að störfum: Guömundur, Helgi, Hannes og Skúli.