Vísir - 23.08.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 23.08.1980, Blaðsíða 4
VÍSTR r— Laugardagur 23. ágúst 1980 Á göngu um Hornstrandir með búslódina á bakinu: t Aðalvtk á Hornströndum var eitt sinn blómleg byggö en þar fór allt I eyöi skömmu eftir strlö. Vélin í rækjubátnum Hauki frá Bolungavík rumdi ánægjulega þegar báturinn skreið letilega í gegnum þokuna í Isa- f jarðardjúpi. Framundan mátti sjá glitta í Grænu- hlíðina, útvörð Horn- stranda í suður, þar sem hún reis úr sjó brött og ógnarleg. Innanborðs i rækjubátnum voru gestir á átthagamót í Aðalvík, sem haldið var helgina 12.-13. júlí, en að auki fjórir ferðalangar, en ætluðu að leggja land undir fót og þramma um Hornstrandir á tveimur jafnfljótum, með búslóðina á bakinu. Fyrir þann, sem aldrei hefur komiö á Hornstrandir, hljómar sjálft nafniö eins og þar blási ei- lifir noröanvindar og þar sé kom- iö út fyrir mörk hins byggilega heims. Þaö varö okkur feröalöng- um þvi nokkurt undunarefni aö hitta fyrir hátt á annaö hundraö manns i grösugum löndum Aöal- vikur. Voru þar samankomnir gamlir Aöalvikingar og afkom- endur þeirra, en þegar best lét bjuggu i Aöalvikinni ekki tugir heldur hundruö manna. Sveitaball og messuferð í eyðibyggð Ég haföi haldiö i borgaralegri einfeldni minni aö á Hornströnd- um fyndi ég sveitir mannlausar eöa mannlitlar og þvi var þaö nokkuö merkileg upplifun aö lenda á sveitaballi i Aöalvikinni þessa helgi. 1 björgunarskýli, sem Slysa- varnarfélag tslands á þarna á staönum, var slegiö upp i sveita- ball börnum og fullorönum aö leik, en eins og oftlega er siöur á slikum samkomum tók öll sveitin þátt i hátiöarhöldunum. Fyrir dansi lék Vagn Hrólfsson úr Bolungarvik, betur þekktur sem Aggi á rækjubátnum Hauki, en það vareinmitt hann, sem lóösaði okkur úr Bolungarvik i Aöalvik- ina. Aggi þandi harmonikkuna af eldmóö miklum allt kvöldiö og nötraöi húsiö á undirstöðum sin- um þegar Aöalvikingar stigu vals, polka eöa ræl, rétt eins og gert haföi veriö á þessum staö áratugum fyrr, áöur en striöiö kom og átthagaböndin voru rofin meö þeim afleiöingum aö sveitin fór i eyöi. Cti fyrir undir lágum hól sátu öldungar sveitarinnar og rifjuöu upp hina gömlu daga i Aöalvikinni, áöur en Bretinn kom og einangrun sveitarinnar var rofin aö fullu og öllu. T e x t i o g myndir: Hall- dór Reynis- son. Næsta dag, sem var sunnudagur, var efnt til messu á Staö i Aöal- vik, þar sem eitt sinn var prest- setur. Var kirkjan þéttsetin og uröu sumir aö standa utan dyra. Sr. Ólafur Skúlason, dómprófast- ur i Reykjavik, messaöi, en hon- um hafði sérstaklega veriö boöiö aö koma og syngja messu fyrir Aöalvikinga á átthagamóti þeirra. Eftir messuna var svo boöiö upp á kaffi og meö þvi. Bandarískur imperíalismi og hundasúrur Eftir aö hafa uppfyllt siðalög- mál sveitarinnar og belgt sig út af kaffi og kökum lögöum viö göngu- menn loks af staö I hina iöngu göngu, sem endast skyldi allt að Hornbjargi. Fyrst i staö vorum viö sporlétt- ir og fórum mikinn. Komum við aö Látrum nyrst i Aöalvik á rösk- um tveimur timum og sögöu kunnugir er við mættum aö þar væri vel aö verki staöiö. Hvort þaö var hólið eöa forvitni sem réö, þá var strax ákveöið aö ganga á Straumnesfjall og skoöa þar mannvirki þau, er Banda rikjamenn reistu á sinum tima og sögö voru merkilega. Þarna á Straumnesfjall komu Bandarikjamenn strax áriö 1951 og hófu að reisa þar ratsjárstöö til eftirlits i Noröurhöfum. Stóöu framkvæmdir þessar yfir allt til ársins 1960, en þá var loksins lok- ið viö aö reisa þarna yst á fjallinu geysimikil mannvirki, auk þess sem góöur vegur var gerður upp á fjalliö og litill flugvöllur niöri i Aöalvik. Framkvæmdum var þó varla lokiö viö stööina þegar aö hún var lögö niöur. Haföi tækninni fleygt þaö mikiö fram á viö á þeim tima, L Ilornbjargsviti heimsóttur: T.v. Siguröur Arni Þóröarson, Björg Kristjánsdóttir meö Agúst son sinn, Jóhann vitavöröur Pétursson, Agnar Gunnarsson og Auöunn Eiriksson. Texti og myndir: Halldór Reynisson. sem þaö tók aö reisa stööina, aö hún var oröin úrelt um leiö og hún var tekin i notkun. Við máttum ganga I hátt á þriöja tima áöur en viö komum aö þessum útveröi bandariskra áhrifa á noröurslóöum. Var gang- an þá oröin lengri en viö höföum búist viö og viö matarlausir. Þeg- ar viö loksins komum aö þessum nöturlegu byggingum, sem voru engin smásmiöi, varö hungriö forvitninni yfirsterkari. Uröu hundasúrurnar á heiöinni skyndi- lega áhugaveröari en hin miklu mannvirki. Smávaxnir ferjumenn Eftir aö hafa náttað i Rekavik bak Látrum, héldum viö um fjall- veg og yfir i Fljótavik. Var gönguleiö sú fremur greiöfær, enda viöa um Hornstrandir ágæt- ar gönguslóöir, þótt fáir séu þar vegirnir. Þegar yfir i Fljótavik kom höföum viö mestar áhyggjur af þvi hvernig viö kæmumst yfir á þar eina breiöa og djúpa. Þær áhyggjur reyndust þó ástæöu- lausar þvi á ánni voru börn að leik i litlum gúmmbát. Þessir rösku krakkar, sem voru frá bænum Atlastööum i Fljóti, björguöu okkur yfir fljótiö hiö snarasta i bát sinum, sem var nánast ekki stærri en sundkútur. Þennan sama dag héldum viö upp Þorleifsskaröiö yfir Almenn- inga og linntum ekki göngunni fyrr en viö höföum farið alla leið i Hlööuvik. Höföum viö þá veriö á gangi I fjórtán tima og geri aðrir betur. Diskúterað við Jóhann vitavörð Næsta dag var dagleiöin frem- ur stutt og greiöfær, en þá var haldiöyfir I Hornvik, sem er milli Hælavikurbjargs og Horn- bjargs. Þangað koma flestir þeir feröahópar, sem koma viö á Hornströndum, enda rákumst viö þar á hóp frá Útivist, sem haföi þar aösetur. Enginn hefur þó komiö al- mennilega viö á Hornströndum fyrr en hann hefur heimsótt Jó- hann vitavörð Pétursson i Horn- bjargsvita, enda lá leiðin næsta dag um fjallveg og heim i vitann, sem er viö suöurenda Horn- bjargs. Þegar þangaö kom var aöstoðarvitavöröurinn, Björg Kristjánsdóttir, aö störfum en Jó- hann svaf svefni hinna réttlátu, enda búinn aö vera á vakt alla nóttina. 1 Hornbjargsvita er engum i kot vísað og Björg aöstoöarvitavörö- ur bauö okkur i kaffi og aö hlöönu boröi. Þetta boröhald átti eftir aö standa lengi, þvi aö vörmu spori kom Jóhann og þá upphófst hiö skemmtilegasta skraf um allt frá ljósavélum til heimspeki. Þaö var ekki fyrr en sólarhring seinna aö viö stóöum upp frá borðum — aö visu meö svefnhléi inn á milli. Fórum viö úr Horn-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.