Vísir - 23.08.1980, Blaðsíða 6

Vísir - 23.08.1980, Blaðsíða 6
vtsm rmmm Laugardagur 23. ágúst 1980 b Nefnd sú, sem forsætisráb- hcrra skipa&i i sumar til aö gera ■ tillögur i efnahagsmálum, hefur ■ lokið störfum og hafa tillögurn- ar verið lagðar fyrir rikisstjörn- ina til umfjöllunar. Formaður ■ nefndarinnar, Jón Ormur ■ Halldórsson, er 26 ára gamali, ■ aðstoðarmaður forsætisráö- herra. Hann er menntaður í stjórnmálafræði og hagsögu í Bretlandi, hefur verið virkur forystumaður i starfi ungra sjálfstæöismanna og situr nú f stjórn S.U.S. sem fyrsti vara- formaöur. Jón Ormur er í Fréttaljósi Helgarblaðsins að _ þessu sinni. Nú hefur mikil leynd hviit yfir m efnisinnihaldi þeirra tillagna ■ sem efnahagsmálanefnd hefur ■j iagt fyrir ríkisstjórnina. Er ein- 1 hver sérstök skýring á því? ■ „Skýringin á þvi'er I sjálfu sér ■ mjög einföld. Hér er um að ræöa ■ trúnaöarmál sem hafa ekki enn- ■ þá veriö rædd til hlitar i rikis- I stjórninni. 1 þessum tillögum ' eru atriöi sem geta veldiö I ágreiningi og nefndarmenn hafa ' fyrirvara um einstök a triði. Það I er þvi ljóst, aö betra er að við- 1 komandi aöilar hafi séð tillög- I urnar og rætt þær áður en þeir sjá ótimabærar yfirlýsing- ar i fjölmiðlum. Það hefur _ reyndar sýnt sig, aö ótimabær g málgleöi ráöamanna hefur , aldrei kunnað góðri lukku að | stýra og ein af ástæöunum fýrir m þvi, að siðasta vinstri stjórn I sprakk var, að sumir ráöherr- ■ ana voru of málglaöir i fjölmiðl- ■ um.” Þaö er ekkert I þessum tillögum sem brýtur f bága viö mina pólitisku Hfsskoðun eöa frjálshyggju jónarmið.” (Vísismynd:EP) lögur um breytingar á afuröa- lánakerfinu. Hvaö varðar kerfisbreyting- una má einnig nefna.að við ger- um ráð fyrir að gerð verði Uttekt á stærstu fyrirtækjum og stofn- unum rikisins og stefnt að veru- legum sparnaði i rekstri þessara stofnanna. -Geriö þið ráð fyrir, ef tillög- urnarná fram að ganga, að allir muni samþykkja þær þegjandi og hljóðalaust? „Þaö eru allir sammála um að það þurfi að gera eitthvað róttækt i efnahagsmálum. Stað- reyndiner hins vegar sú, að um leið og kemur að þeim sjálfum þá er allt ómögulegt og vitlaust, þannig aö það má búast við, að einhverjir rísi upp og mótmæli. Égtelhinsvegar þýöingarmikiö ef árangur á að nást, aö til- lögurnar i heild nái fram aö ganga, en ekki sé verið að kroppaUr þeim mikilvæg atriði. Hins vegarer alveg ljóst, aö það veröur ekki ráðið við veröbólgu nema meö samdráttaraðgerð- um. -En svo við víkjum aö frjáls- hyggju- og sjálfstæðismannin- um Jóni Ormi. Getur maöur með þinar li'fsskoðanir unniö að efnahagsmálatillögum með félagshyggjumönnum svo eitt- hvert vit sé i og án þess aö gefa hugsjónir upp á bátinn? „Ég vil fyrst taka það fram, aö samvinnan i nefndinni var mjög góö. Það er ekkert i þessum tillögum sem brýtur i bága viö mina pólitisku lifs- skoðun eöa frjálshyggju-sjönar- mið. Ef eitthvaö er, þá hniga ,,Ekki verdur ráðið við verðbólguna nema með samdráttaraðgerðum ” — rætt við Jón Orm Halldórsson, formann efnahagsmálanefndar L Þú talar um atriði sem geta valdið ágreiningi. Þýöir þetta ekki það, að hér sé einungis á ferðinni skemmtileg skrá yfir hugmyndir sem aldrei komast tii framkvæmda vegna þess að menn geta ekki komið sér sam- an? „Svo gæti fariö. Þaö sem gerir mig hins vegar bjartsýnan er, að það var eining 1 nefndinni um ástæöurnar fyrir veröbólg- unni og þaö var eining um aö lita á veröbólguna sem tækni- legt vandamál sem yrði aö leysa á tæknilegum grunni án þess aö breyta þjóöfélaginu i leiðinni. Hvaö áttu viö meö þvi að veröbólgan sé tæknilegt fyrirbrigði? „Ég á viö þaö, að ástæöur fyrir verðbólgunni eru i fyrsta- lagi beinlínis hagrænar ástæður, t.d. miklar sveiflur i peningamálum, útflutningstekj- um o.f.frv. i öðru lagi má rekja orsakir verðbólgunnar til hreinna mistaka i beitingu hag- stjórnar tækja og skorts á sam- hæfingu i beitingu þeirra hag- stjórnar-tækja sem fyrir hendi eru.Ogiþriðja lagi, og ekki sist, má rekja ástandið til þess verð- bólgu hugsunarháttar- sem hef- ur gegnsýrt allt þjóðfélagiö og hefur leitt til þess sem ég kalla f járfestingareyðslu. Tillögur nefnarinnar gera þá væntanlega ráð fyrir gagnger- um breytingum hvað þetta varöar? „Við tillögugerðina var gengiðút frá þessum forsendum en á þessu stigi get ég ekki farið úti' þaö I smáatriöum hvað felst i tillögunum. Ég get þó nefnt nokkur dæmi. Þetta stööuga gengisstig sem hér hefur veriö um langt skeiö, hefur veriö einn helsti verð- bólgu hvatinn. Nefndarmenn voru sammála um. aö gengissig væri röng leið og þess vegna er lagt til að gengiö verði sett fast, og gengisaölögun á hálfs eöa eins árs fresti sé mun heppi- legri. Þetta er töluvert róttæk breyting frá þvi sem veriö hef- ur. Þá er einnig gert ráð fyrir þvi itillögunum.aðrjúfa sjálfvirkni veröhækkana. Hins vegar telj- um við ekki grundvöll fyrir þvi aö afnema verðbóta visitölu- kerfið. I einföldu máli má kannski skýra þetta þannig, aö tillögurnar gangi út á þaö, að i stað þess að fella stöðugt gengið til að bjarga vanda Utflutnings- atvinnuveganna, veröi reynt að draga úr kostnaðartilefnum innanlands. SU ráöstöfun aö festa gengiö, verður þannig framkvæmanleg meö þvi m.a. aðdraga Ur kostnaði innanlands vegna útfiutningsatvinnuveg- anna. t fréttaljósinu Texti: Sveinn Guðjónsson Verður Framkvæmda- stofnunin lögð niður? Já, ef tillögurnar ná óbreyttar fram að ganga. Ég geröi það aö tillögu minniaðsú ágæta stofn- un yrði lögð niður i núverandi mynd og þaö kemur fram i til- lögum nefndarinnar. t núverandi mynd, — er þetta ekki dulbúin ráðstöfun til aö koma Sverri Hermannssyni frá en aö i raun muni starfsemi Framkvæmdastofnunar halda áfram? „Nei, þetta þýðir nákvæm- lega eins og þaö er sagt, að Framkvæmdastofnunin verður lögö niður. Þaö er hins vegar rétt, að það kom fram, að ein- staka nefndarmenn höfðu fyrir- vara á þessu atriði. Það var ekki full eining i nefndinni um þetta atriði. Þetta er partur af þeirri kerfisbreytingu, sem við viljum gera sem miðar að þvi að hagstjórn veröi markvissari. Þú talar um kefisbreytingu, geturöu útskýrt þaö nánar? „Viö gerum m.a. tillögu um kerfisbreytingu i bankakerfinu með þvi að fækka rikisbönkum úr þremur I tvo. I þvi eru ýmsar leiöir færar. 1 tillögunum er einnig aö finna ákveðin atriði. sem miða aö þvi aö koma i veg fyrir aö útlán bankanna fari fram úr innlánum eins og tiðkast hefur að undanförnu. Samhliða þessu eru geröar til- þær fremur i frjálslyndis átt heldur en hitt. Hvernig finnst þér sjálf- stæðismennirnir i rikisstjórn- inni hafa komið stefnumálum Sjálfstæöisflokksins til skila þaö sem af er valdaferli stjórnar- innar? „Svo ég tali hreint út, þá finnst mér aö stefna þessarar rikisstjórnar brjóti minna i bága við min pólitisku sjónar- mið og reyndar stefnumið Sjálf- stæðisflokksins heldur en stefna rikisstjórnar Geirs Hallgrims- sonar 1974-1978. Fullyröingar um, aö sjálfstæöismenn i þess- ari rikisstjórn séu áhrifalausir eru út i hött. Hins vegar gætu áhrif þeirra verið mun meiri.ef þeir heföu viðtækari stuöning frá þingflokknum. Ég tel.aö þaö sem kom í veg fyrir, aö Sjálf- stæðisflokkurinn gekk til sam- starfs við núverandi stjórnar- liöa hafi verið ágreiningur um menn en ekki málefni. Og með þessari afstöðu dæmdi meiri- hluti þingmanna flokksins sig til áhrifaleysis I islenskum stjórn- málum, að minum dómi að til- efnislausu.” —Sv.G. Telknarl: Krls Jackson , _ HLVTUR flo VERfl BMÁLfíb AbGEM i V/INNUNNLc'G €R Bt)|M AD UERA í SUMðRFRil í ÞRJ^R VIKUR, op ÞAOGfTUR EWGIflW

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.