Vísir - 23.08.1980, Blaðsíða 20

Vísir - 23.08.1980, Blaðsíða 20
VÍSIR Laugardagur 23. ágúst 1980 hœ krcdtkar! Ljóðid i dag er FYLGD eftir Guðmund Böðvarsson Komdu, litli ljúfur, labbi, pabba stúfur, látum draumsins dúfur dvelja inni um sinn, — heiður er himinninn. Blærinn faðmar bæinn, býður út i daginn. Komdu, kalli minn. Göngum upp með ánni, inn hjá mosaflánni, fram með gljúfragjánni, gegnum móans lyng, — heyrirðu, hvað ég syng, — likt og lambamóðir leiti á fornar slóðir innst i hliðahring. Héðan sérðu hafið hvitum ljóma vafið, það á geymt og grafið gull og perluskel, ef þú veiðir vel. En frammi á fjöllum háum, fjarri sævi bláum, sefur gamalt sel. Glitrar grund og vangur, glóir sund og drangur. Litli ferðalangur, láttu vakna nú þina tryggð og trú. — Lind i lautu streymir, lyng á heiði dreymir, — þetta land átt þú. Hér bjó afi og amma eins og pabbi og mamma. Eina ævi og skamma eignast hver um sig, — stundum þröngan stig. En þú átt að muna, alla tilveruna, að þetta land á þig. Ef að illar vættir inn um myrkragættir bjóða svika sættir, svo sem löngum ber við i heimi hér, þá er ei þörf að velja: Þú mátt aldrei selja það úr hendi þér. Göngum langar leiðir, landið faðminn breiðir. Allar götur greiðir gamla landið mitt, sýnir hjarta sitt. Mundu, mömmu ljúfur, mundu, pabba stúfur, að þetta er landið þitt. Litill stúfur að leik á hlaðinu á Kirkjubóli i Hvitársiðu. Litli stúfurinn heitir Þorkell AndréSson og er á öðru ári. Hann var i heimsókn hjá afa sinum og ömmu, þeim Sigurði Guðmundssyni og Erlu Ragnarsdóttur á Kirkjubóli. (Mynd: tJlfar Harri.) Skrýtlur Mó&ir (viO litinn son sinn): Hva& er orðiO af kökunni sem var hérna á diskinum áOan? Drengurinn: Ég gaf hana litl- um dreng, sem var ósköp svang- ur. Mamman: Þaö var fallega gert af þér. En hver var drengurinn? Drengurinn: Þú þekkir hann vel, mamma. — Þaö var ég. A heimili einu var fólkiö aö tala um ættarnöfn, sem enda ,,an” og ,,on”. Litill drengur hlustaOi á samtaliö, þangaO til hann sagöi. ,,Ég veit, hvaöa ættarnafn ég vil taka mér.” ,,Hvaö er þaö, vinur minn?” spuröi móöir hans. ,,Ég ætla aö kenna mig viö þig og kalla mig Mammon”. A.: Þegar ég var sestur i sætiö mitt í leikhúsinu, settist maöur á næsta bekk fyrir aftan mig. — Þegar fariö var aö leika, teygöi hann alltaf höfuöiö fram yfir öxl- ina á mér og var mér til óþæg- inda. Ég tók þá upp vasaklútinn minn, brá honum um nefiö á hon- um og togaði og kreisti fast. Maöurinn rak upp öskur, kippti a& sér höföinu og spuröi, hvaö þetta ætti aö þýöa. „Fyrirgefið”, sagöi ég. ,,Ég ætlaöi aö snýta sjálfum mér, en hefi villst og tekið yöar nef i staðinn fyrir mitt, af þvi aö þaö var svo nærri minu”. Hvaða leið á fuglinn að fara til að ná i orminn? Umsjón: Anna Brynjúlfsdóttir Slörgullfiskur. Fisk- ar ■ búri Það er alltaf mjög vinsælt að eiga fiska í fiskabúrum. Fiskabúrið verðum við að hafa á góðum stað. Það má ekki standa í kulda og það má heldur ekki vera, þar sem sól skín á það. Fiskabúrin eru mjög þung og þess vegna verðum við að gæta þess að borð þau, sem við höfum búrin á séu nógu sterk. 1 lítri af vatni vegur 1 kg. Þar við bætist svo möl eða sand- ur í botni búrsins, þann- ig að t.d. 100 lítra fiska- búr vegur um 120 kg. Hafið þið hugleitt, hvað fiskabúrin ykkar eru þung? Þegar þið ætlið að fá ykkur f iskabúr og f iska, skuluð þið fyrst ákveða, hvaða fiskategundir þið viljið fá. Síðan er að ákveða hversu marga fiska þið ætlið að fá og eftir því fer hversu stórt búr þið þurfið fyrir f isk- ana. Heilbrigðir fiskar þurfa mikið svigrúm. Það er ein góð regla til að fara eftir, þegar búr er valið. 1 cm af fisk- lengd á móti 1 lítra af vatni. Best er að byrja með 45 lítra f iskabúr og helst stærra. Það koma upp færri vandamál, ef f iskabúrið er stórt og þá eru líka möguleikar á að hafa margar tegundir af fiskum og plöntum. Ef þið ætlið að kaupa slörgullf iska, sem eru mjög fallegir fiskar, þá á búrið að vera minnst 80 cm á lengd. Sama gildir um eldhala. Sverðdrekar þurfa 50 cm búr. Guppy fiskar geta látið sér nægja lítið búr, þó í minnsta lagi 30 cm. Slörgullfiskar og eld- halar verða fullvaxnir um 10 cm langir, en Guppy- fiskar verða mest um 4 cm langir. Guppy-fiskar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.