Vísir - 23.08.1980, Blaðsíða 21

Vísir - 23.08.1980, Blaðsíða 21
vtsm Laugardagur 23. ágúst 1980 21 sandkassinn Gisli Sigur- i geirsson, I, blaöamaöur Vísis á Akur- eyri, skrifar. •Hil og sæl, nú býð ég upp í ræl, passiði ykkur bara á að fá ekki sand í skóna. Best er að vera berfættur. •Löggan er alltaf annað slagið að kvekkja þá ökumenn, sem verður það á að fara yfir lög-' boðinn hámarkshraða. Þeir stoppuðu eina vin- konu mína á dögunum. Lögregluþjónninn sagði brúnaþungur: „Þetta megið þér ekki, kona góð, þér ókuð á 90 km hraða". Vinkona mín rak upp undrunaróp og svaraði: „Ég trúi þér ekki. Heyrðu, viltu gefa mér það skriflegt. Þau trúa því nefnilega ekki heima, að ég þori að aka svona hratt". • Eins og við höfum áður séð hér í Sandkassanum, þá eru ótrúlega oft ein- hverjir leyniþræðir á milli fyrirsagna í Þjóð- viljanum. Efst á forsíð- unni á föstudaginn stóð: „Sömu verðbætur á öll laun undir 345 þús- und" Neðst á síðunni blasti svo við þessi fyr- irsögn: „Aukning slysa". • „Atlantshafsflugið verður tæpast lagt niður nema í samráði við rík- istjórn", segir í frétt í Dagblaðinu. Ég get vel skilið ríkisstjórnina. Það getur verið gott að eiga örugga undan- komuleið. • „Það borgar sig ekki að aka í veg fyrir strætó", segir Dagblaðið í flenni- fyrirsögn á f östudaginn. Næsta ábending blaðs- ins til vegfarenda verð- ur sennilega: „Það er ekki gott að verða undir valtara" •„Kennarar læra að lesa", segir Mogginn. Nú skil ég hvers vegna kennararnir voru alltaf að láta mig lesa upphátt fyrir sig.þegar ég var í skóla. • „ Dansherrann rotaði hana", segir Mogginn. Hvað eru hanar að gera á böll, og það lika hænu- lausir. • Hermann Gunnarsson er einn vinsælasti út- varpsmaðurinn okkar þessa dagana, og það ekki að ósek j u. Ég heyrði eina góða sögu af Her- manni, sem ég sel ekki dýrari en ég keypti. Hermann var á ferð í „Köben" fyrir nokkrum árum, ásamt nokkrum félögum sínum. Komu þeir m.a. í heljarmikla byggingu: ég veitekkert hvað þar var til húsa, enda skiptir það ekki máli. Þar rekast þeir fé- lagarnirá hjólastól, sem þá langaði að reyna. Var ■ ^V.V.W.V/.V.V.V.W.V.VAV^V.VA^V.VV.V.V.V Til sölu Hermann settur i stól- inn, en hinir ýttu. Gekk þetta vel, þar til þeir koma að mörgum og breiðum tröppum, þar sem margt manna var á gangi. Létu vinirnir Hermann vaða fram af tröppunum, eins og f yrir slysni. Tapp-trapp- trapp-trapp og Her- manni tókst að halda jafnvægi fyrstu tröpp- urnar — en síðan — krass — og Hermann og stóllinn uitu niður á þær tröppur sem eftir voru, þar til báðir stöðvuðust á sléttu gólfinu. Fólkið starði agndofa á, hélt að vesalings fatlaði mað- urinn væri stórslasaður. Þá spratt Hermann upp og hrópaði: „Krafta- verk, kraftaverk, ég get gengið, ég get geng- ið"!!!! • „Viltu spara 56 þúsund krónur í sturtunni?", spyr Tíminn á laugar- daginn. Ég tók Tímann trúanlegan, aldrei þessu vant, stóð í sturtu alla helgina. Alveg sama, ég er alltaf jafn blankur. • „Stalín, Marx, Engels og Lenín fjarlægðir í Kina", segir Mogginn dulítið hróðugur á sunnudaginn. Ég sem hélt þessir kallar væru allir dauðir. En hvert ætli þeir hafi farið með þá? • „Talaðu við plönturnar, þá koma jarðaberin", segir í Dagblaðinu. Ég er búinn að rífa stólpa- kjaftvið kaktusinn minn alla vikuna, en ekkert gerist. • Það er alltaf verið að tala um að við Akureyr- ingar séum svo fjári montnir og lokaðir per- sónuleikar, að það sé ekki nokkur leið fyrir aðkomumenn að kynn- ast okkur. Þetta var tek- ið til vísindalegrar um- ræðu við hringborðið á „teríunni" í vikunni. Niðurstaðan varð sú, að þetta væri eintóm vit- leysa, allavega var það mataðf luttra við borðið. Hins vegar var það álit borðfélga, að við ættum sjálfir erfitt með að kynnast inn á við. Ástæðan væri einfald- lega sú, að við þekktum hvern annan allt of vel, til að hafa áhuga á f rek- ari kunningsskap!! •„Fleiri læknar, verri heilsa", segir Marteinn Skaftfells i Dagblaðinu. Hárrétt, eða eins og nafni minn læknir á Húsavík sagði: „Eftir því sem við byggjum fleiri heilsugæslustöðv- ar, því fleiri verða veik- ir. „Samþykkti gólfið", segir Þjóðviljinn um viðræðunefnd BSRB. Gárungarnir sögðu að það hafi verið með ólund, þar sem gólfið hafi verið illa þvegið og óbónað. •„Langt í frá að samn- ingarnir frá 1977 séu komnir í gildi", segir í Dagblaðinu. Hvaða máli skiptir það, það er allt önnur ríkisstjórn núna.... •„Laxar bíða bana", seg- ir rauði Dagur á Akur- eyri. Ja, það er þó ekki mér að kenna, því ég kom með öngulinn í rassinum úr Laxá á dög- unum. •„Dagur í lit", segir Tim- inn. Það er munur fyrir framsóknarmenn, að lifa loks dag í lit. Fram til þessa hafa allir mínir dagar verið í lit, mis- munandi björtum að vísu. Þá er nóg komið að sinni. Þakka fyrir dansinn. Bless. í I I HONDA ACCORD 4ra dyra árg. '76 Ekinn 26.000 km o meginlandi Evrópu 5 gíro, beinskiptur Allar nánari upplýsingar í síma 41760 næstu daga ÍaV/.W.W.V.W.'.SW.V.V.W.V.VAV.W.V.V.W.'.Í' Tilboð óskast DODGE ÁRG. 1942 BiHinn er ti/ sýnis við Súðavog 7 Upp/ýsingar i sima 33855 næstu daga frá k/. 9.00 ti/ kl. 16.00 Jbúð óskast Óska eftir að taka á leigu íbúð í 6 mánuði frá og með 1. okt. Helst í Breiðholti. Uppl. í síma 71518 Biaðburðarfólk óskast: Þórsgata Baldursgata Freyjugata Sjafnargata Aðalstræti Garðastræti Hávallagata Bræðraborgarstigur Ásvallagata Hávallagata Holtsgata Sólheimar Sólheimar Goðheimar Bergstaðarstræti Hallveigarstígur Ingólfsstræti Þingholtsstræti Kópavogur Aust. II Bröttubrekka Bræðratunga Hlíðarvegur AFLEYSINGAR 1. SEPT. OKT. Laugarneshverfi Laugarnesvegur Hrísateigur. ■V.V/.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VV.V.V.V.V.V.V.V.VV.V.V.V.V,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.