Vísir - 25.08.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 25.08.1980, Blaðsíða 1
 Stðriðja á Austurlandi: Kísilmálmverksmiðja sem jafn- framt framieiðir eldsneyti? „Einn af þeim valkostum, sem verið hafa til athugunar ) iðna&arrá&uneytinu og ég ger&i grein fyrir á rá&stefnunni, er klsilmálmverksmi&ja, en viB hana myndu starfa um 130 manns og orkuþörfin yr&i 50 megavött", sagði Hjörleifur Guttormsson, orku- og iðna&ar- rá&herra f samtali við biaöa- mann Visis i morgun. Samband sveitarfélaga i Austurlandskjördæmi gekkst fyrir rá&stefnu um orkumál kjördæmisins nii um helgina, og kom þar fram mikill áhugi á aö fá stóri&ju i héraðið i kjölfar virkjunarframkvæmda. Hjör- leifur Guttormsson ger&i grein fyrir þeim frumathugunum, sem fariö hafa fram I i&na&ar- ráöuneytinu, en minnti jafn- framt á þá stefnu Alþýöubanda- lagsins, aö hugsanleg stóriöja veröi i eign Islendinga, a& minnsta kosti a& meirihluta til. „Markaöslega stendur kisil- málmi&na&ur mjög vel um þessar mundir og er ekki ein- okaður I neitt svipu&um mæli og til dæmis álframleiösla. Kostnaðurinn við að koma upp slikri verksmiðju er tiltölulega litill, eða um 50 milljarðar, og ég tel að íslendingar gætu gert þetta upp á eigin spýtur. Annað sem mælir með þess- um valkosti er það, að hægt er að loka bræðsluofnunum og við það batna vinnuskilyrðin auk þess sem orkan nýtist betur. Kolefnin, sem koma úr út- blæstrinum, má svo nota til eldsneytisframleiðsluoger taliö ao þa& samsvari um 40% af nú- verandi bensinnotkun lands- manna", sag&i Hjörleifur. A rá&stefnunni var einhugur um a& Rey&arfjör&ur væri hentugasti stafturinn fyrir stór- iöju og að hún mætti ekki taka vinnukraft fleiri en 150-250 manns ef komast ætti hjá óþægilegum áhrifum. —P.M. Skóiastlóradeíian á Grundarfirði: Lausn f sjðnmáli Hreppsnefnd Eyrarhrepps boð- aði i gær fund I Grundarfirði vegna skólastjóradeilunnar og mættu til þess fundar auk hrepps- nefndar, foreldrar barna á skóla- skyldualdri, fyrrum kennarar og Orn Forberg skólastjóri. Niður- staða fundarins var á þann veg, að ákveðib var að leita sátta i málinu og var að sögn Guömund- ar ósvaldssonar sveitarstjóra 1 morgun bjartsýni rikjandi um lausn málsins að fundinum lokn- um. „Ég er mjög ánægður með þaö sem gerðist á fundinum og nu ræðst það næstu daga hvað gerist i kennaramálinu," sagði Ingvar Gislason menntamálaráðherra i samtali vib VIsi á&an, og kvað kennarana fá endurráðningu sæktu þeir um skólann. Ingvar kvað niðurstöðu fundar- ins i þeim anda sem hann hefði verið að óska eftir. „Mér finnst hafa verið tekið mikið tillit til þess sem ég hef verið að segja og greina frá," sagöi Ingvar, „og min afsta&a hefur verið sú aö skólastjórinn hafi ekki sýnt neina sannanlega vanrækslu I starfi og menn verða aö muna það, aö hann er fyrir löngu skipaöur skólastjóri, en ekki lausráðinn maður. Ef ég hefði vikið honum úr starfi, væri ég að brjóta á hon- um rétt, og ég held að reyndir menn I Grundarfirði hafi séð og áttaö sig á þessu," sagði Ingvar Gislason. Skipt um yfirkennara Tvær tillögur komu fram á fundinum i gær og voru þær báðar samþykktar með meginþorra at- kvæða. Onnur kom frá hrepps- nefnd og hin frá einstaklingi i þorpinu. Hreppsnefndartillagan gekktitá það, að eiginkona Arnar Forberg, sem gegnt hefur stöðu yfirkennara skólans, segði af sér þeim starfa og við þvi tæki ein- hver af þeim kennurum, sem störfuðu við skólann I fyrra. Hin tillagan hljoðaði þannig, að ef sættir tækjust ekki milli kennara og hjónanna, myndu hjónin sjálf- viljug óska eftir því við ráöuneyt- ið aö verða flutt til i starfi. Visir heimsótti Grundarfjörft fyrir helgi og ræddi viö heima- menn. Sjá frásögn I opnu blaös- ins. —Gsal Sigurvegararnir Ifyrstu alþjó&legu rallkeppninni, sem haldin er á tslandi, Nor&mennirnir Anderson og Johansson, sprauta hér kampavinikampakátir á áhorfendur Iporti Austurbæjarskólans I gærkvöldi. Af þeim 17, sem lögOuupp, komustaðeinssjöá áfangastað eftir a&hafa ekiö 2696km. t ö&rusæti voruHaf- steinn A&alsteinsson og Ólafur Gu&mundsson og I þri&ja sæti Bragi Guðmundsson og Matthlas Sverris- son. Sjá nánar um keppnina á bls. 6. —KÞ/MyndBG Glæsibyrjun hjá Pétri — Skoraði bæði mörk Feyenoord um helgina — FH tapaði kærunni i „Traustamálinu" — Ný stjarna á loft i golfinu — Unglingar Leicester af- greiddu Liverpool. — Lesið um þetta og aðra iþróttaviðburði helgarinnar á iþrótta- siðum bls. 14-15-16-17-18- 19. Brúðargjafirbrunnu Sumarbústaður I Grimsnesi brann til kaldra kola I nótt. A laugardeginum hafði verið haldið brúökaup I sumarbústaönum og var þvi margt góðra muna á staönum. í gærkvöldu brugöu búendur sér yfir i næsta bústað, en um klukkan 23.30 sáu þeir bú- staöin í fuðra upp, svo að ekkert varð viö ráðiör.'alið er að kviknaö hafi i út frá ollukyndingu, sem i gangi var. Eins og á&ur sgir, brunnu brúðargjafir inni, svo og ýmiss konar búnabur, er tilheyrði staðnum. Sumarbústaðurinn var i landi Félags matreiðslumanna, i Þrastaskógi. —AS. Banaslys á Hval- fiarðarströnd Banaslys varð sl. föstudags- kvöld er tvær bifreiöar rákust saman undir SaurbæjarhlB á Hvalfjar&arströnd. Bifrei&arnar voru fólksbill frá Akranesi á suöurleið og jeppabif- reiö á noröurleið. Okumaður fólksbifreiðarinnar, var einn i bilnum og er taliö að hann hafi látist samstundis. Okumaður jeppabifrei&arinnar nefbrotnaði og skarst á handlegg, en þrir farþegar sem með honum voru skrámuðust litillega. Hinn latni hét Oddur Olafsson til heimilis a& Heiðargerði 6, Akranesi. Hann var fæddur 1918 og lætur eftir sig uppkominn börn. Lögreglunni var tilkynnt um slysið kl. 23.15. Báðar bifreiðarn- ar eru gjörónýtar. SÞ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.