Vísir - 30.08.1980, Page 16
látur
Hetgarvid
2S0S0
25050
’STÖÐin Hf.
—.25050
WsTOÐM Nf.
VÍSJR
Laugardagur 30. ágúst 1980
VÍSIR
Laugardagur 30. ágúst 1980
„Jón GunnlaugssonnáOi mér sérstakiega vel. Gott.ef hann náöi mér ekki á stundum
betur en ég sjáifur”
,,Að borða góðan mat er með því
skemmtilegasta sem ég geri
Sumir menn hafa ákaf-
lega sterka persónulega
ímynd i hugum fólks.
Þannig dettur mér til
dæmis alltaf í hug hlátur
og megrunarkúr er ég
heyri Kristins Hallssonar
óper usöngvara getið.
Kristinn gefur mér gott
sýnishorn af hlátrinum
þegar ég nefni þetta við
hann:
„Þetta með hláturinn
hefur eiginlega fylgt mér
siðan ég var barn og ég
man eftir að fólk hafði
gaman af að láta mig
hlæja. Tónninn var að visu
ekki eins djúpur þá, en
engu að síður hentu menn
gamanaðþessu. Nú, ýmsir
ágætir menn hafa síðan á
seinni árum gert eitthvað
af þvi að herma eftir
hlátrinum opinberlega og
kannski hafa eftirhermur
á einhvern hátt stuðlað að
því að festa þessa ímynd
við mig. Jón Gunnlaugsson
náði mér sérstaklega vel.
Gott ef hann náði mér ekki
á stundum betur en ég
sjálfur".
„En talandi um hláturinn og
eftirhermur dettur mér i hug þeg-
ar kunningi minn stoppaöi mig á
götu og hafði á oröi aö ég liti bara
furöu vel út miöað viö aö hafa
verið aö skemmta mér svona vel
og lengi frameftir nóttina áöur.
Hann heföi heyrt til min á
ákveönum staö nokkuö lengi vel
nætur þar sem ég var bæöi aö
syngja og hlæja og skemmti mér
greinilega vel. En þarna hefur
einhver veriö á feröinni sem aö
náöi mér svona vel þvl aö ég var
alveg saklaus af þvi aö hafa veriö
aö skemmta mér þessa nótt. Ég
bar þetta nú einhvern tima upp á
Jón Gunnlaugsson en hann
neitaði þvi staöfastlega”.
„Þetta var mjög hag-
stæður megrunarkúr"
„Þetta meö megrunarkúrinn
tengistsjálfsagt því, aö viö fórum
i frægan megrunarkúr,sem þjóöin
fékk aö fylgjast meö i Vikunni á
sinum tima. Viö vorum saman i
þessu gamni þrir þéttir menn.
Jón Gunnlaugsson var einmitt
meö i þessu og Albert Guömunds-
son. Þetta var einhver ný aöferö
sem þeir vildu prófa á okkur
þarna hjá Vikunni. Ég man aö
þetta var ákaflega hagstæöur
megrunarkúr, þvl aö viö máttum
boröa eins mikiö og viö vildum,
þaö er aö segja af fiski og kjöti en
hins vegar áttum viö aö sleppa
öllum mjölmat, kartöflum og
þess háttar.
Þaö dæmalausa viö þetta var,
aö viö máttum frekar boröa
smjör heldur en smjörllki og
frekar drekka rjóma heldur en
mjólk. Þeir þóttust hafa fundið
þaö út aö fita væri uppsafnaö kol-
vetni en ekki kaloriur og aöferöin
var miöuö viö þaö. Þannig var
kenningin sú, aö ef maöur boröaöi
ekki kolvetnarika fæöu átti
maöur ekki aö fitna. En eins og ég
sagöi var þetta ákaflega þægi-
legur kúr þvi aö maöur gat alltaf
boröaö sig saddan. Þaö upphófst
náttúrulega snörp samkeppni
þarna á milli okkar og Albert
vann auövitaö, — hann er svo
mikill keppnismaöur. Mig minnir
aö á þeim þremur vikum sem viö
vorum I þessu hafi hann léttst um
átta kfló. Ég náöi þvi aö léttast
um sjö klló, ef ég man rétt.
Þetta er I fyrsta og einasta
skiptiö sem ég hef fariö I svona
megrunarkúr. Þegar maöur finn-
ur ekki hjá sér neina heilsufars-
lega ástæöu til aö fara I megrun
þá þarf ansi mikinn móralskan
styrkleika til aö standa I svona og
ég held hreinlega aö ég hafi hann
ekki, — alla vega ekki til aö berj-
ast viö þetta upp á hvern einasta
dag. Mér líður alltaf illa þegar ég
hugsa til þess hvaö margir leggja
mikiö á sig I sambandi við svona
nokkuö”.
1 framhaldi af þessu komumst
viö ekki hjá einni samvisku
spurningu. Finnst þér gott aö
borða?
„Mér finnst mjög gott aö borða.
Aö boröa góöan mat er bara meö
þvi skemmtilegasta sem ég geri.
Annars skal ég viöurkenna aö
þyngslin koma auðvitað niöur á
manni i sambandi viö ýmislegt.
Mér finnst til dæmis óskaplega
gaman aö spila golf og ég finn
auövitaö aö ég er ekki eins lipur
viö þaö og ég gæti verið”.
Þegar hér var komiö I samtali
okkar Kristins kom húsfreyjan,
Hjördis Siguröardóttir, inn með
rjúkandi kaffi og góögjöröir og
átti það vel viö umræöuefniö.
Undirritaöur stóö þó sjálfan sig
aö þvi aö vera mun djarftækari til
matarins en Kristinn og voru þaö
einkum afar ljúffengar kleinur
sem þar áttu hlut aö máli.
„Ég tók þetta allt i arf"
Viö vikjum nú taiinu aö öörum
áhugamálum Kristins, en hann
hefur um árabil veriö mikill
áhugamaöur um knattspyrnu og
hefur þar fylgt Val aö málum i
gegnum þykkt og þunnt. Viö
spyrjum hann nánar út i þetta:
„Þaö má segja að ég hafi
nánast tekiö þetta i arf þvl faöir
minn var einn af stofnendum
Vals. KFUM drengirnir, sem
upphaflega byrjuöu meö séra
Friörik Friörikssyni, létu margt
af sér leiöa á sinum tlma og
meöal annars stofnuöu þeir Val.
A veturna sungu þeir og út frá þvl
var stofnaöur karlakór KFUM
sem aö núna er karlakórinn Fóst-
bræöur. Faöir minn, Hallur Þor-
leifsson, var nátengdur öllu þessu
starfi þannig aö þetta kom allt
fram I uppeldinu og ég geröi mik-
iö af þvi aö spila fótbolta þegar ég
var strákur.
Eins má segja aö tónlistin hafi
veriö mjög sterkur þáttur I mlnu
uppeldi enda voru báöir foreldrar
minir virkir þátttakendur I tón-
listarlifinu hér I bænum. Faöir
minn geröi mikið af þvl aö stjórna
kórum og meöal annars var hann
einn af stofnendum Fóstbræöra.
Nú, móöir mln, Guörún Agústs-
dóttir söng einnig mikiö á tónleik-
um og bæöi náöu þau þvl afreki aö
synigja fimmtiu jól I Dómkirkju-
kórnum.
Þaö gefur þvi auga leiö aö tón-
listin var rlkur þáttur i heimilis-
lifinu og þaö fór ekki hjá þvl aö ég
smitaöist af þvl. Ég byrjaöi aö
læra á pianó þegar ég var átta ára
gamall en þaö varö nú minna úr
þvi en efni stóöu til. Ég skipti
fljótlega yfir i celló og var I Tón-
listarskólanum I nokkur ár I
cellónámi. Um svipaö leyti fór ég
einnig aö syngja i barnakórum”.
„Ætlaði mér aldrei að taka
sönginn alvarlega"
„En þaö er ekki fyrr en ég er
kominn úr mútum aö ég fer fyrst
aö finna mig I aö syngja eitthvaö
að ráöi. Ég ætlaöi mér aldrei aö
taka sönginn alvarlega og upp-
haflega varþetta einungis hugsaö
sem tómstundagaman.
Texti: Sveinn Gudjónsson
Ég hóf verslunarstörf eftir aö
ég lauk prófi frá Verslunar-
skólanum og söng þá meö Fóst-
bræörum I fristundum. En þetta
jókst svona hægt og slgandi og ég
fór meira og meira aö koma fram
sem einsöngvari. Svo áriö 1950
geröist þaö, mér til mikillar
undrunar, aö ég fékk hlutverk
Sparafucile, eöa moröingjans, I
Rigoletto sem var fært upp I Þjóö-
leikhúsinu.
Þaö var eiginlega upphafiö aö
minum söngferli þvl aö eftir þetta
fóru ýmsir góöir menn aö hvetja
mig til aö fara út i söngnám. Og
þaö varö úr aö ég kannaöi máliö
og komst inn á „Royal Academy
of Music” I London þar sem ég
stundaöi nám næstu þrjú árin.
Þaö má segja aö þetta hafi
veriö hálfgerö ævintýramennska
á þessum tima þvi aö fjárráö voru
takmörkuö og námiö dýrt. Auk
þess var ég kvæntur þegar hér
var komiö og átti oröiö eina dótt-
ur þannig aö þetta var töluvert
rask á fjölskyldulifinu. Ég reyndi
þvl aö flýta náminu eins og kostur
var og lagöi mikiö á mig fyrir
þetta nám”.
„Hélt að hann ætlaði að
ráðast á mig"
„Eftir aö náminu lauk var mér
boöiö starf bæöi við Sadlers Wells
óperuna og Doyle Carte óperuna
en sú ópera flutti eingöngu óperur
eftir Gilbert O’Sullivan. En þaö
var erfitt aö fá atvinnuleyfi i Eng-
landi og þaö kom i veg fyrir aö ég
settist þar aö. Annars heföi ég
sjálfsagt getaö fengiö starfiö hjá
Doyle Carte óperunni þvi aö þeir
störfuöu mikiö utan Englands. Ég
var hins vegar ekki mjög spennt-
ur fyrir þvi þar sem þaö heföi
kostaö mikil feröalög og hálf-
geröa upplausn á fjölskyldullfi.
Þetta fór þvi þannig aö ég fór i
mánaöarferö meö Fóstbræörum
um Evröpu og kom síöan hingaö
heim til Islands.
Ekki þar fyrir, aö ég hef ferðast
ákaflega mikiö i sambandi viö
sönginn og hef haft af þessum
ferðum bæöi gagn og gaman. Þaö
er sjálfsagt ekki ástæöa til aö
telja allar þessar feröir upp hér
en ég á vel yfir 200 erlenda blaöa-
dóma um minn söng.
Margar þessara feröa eru mér
ákaflega minnisstæöar og I þvi
sambandi dettur mér I hug
skemmtileg ferö sem ég fór I til
Sovétrikjanna ásamt Láru Rafns-
dótturpianóleikara. 1 þessari ferö
héldum viö meöal annars tónleika
I Siberiu og ég held aö mér sé
óhætt að fullyröa aö viö séum einu
islensku listamennirnir sem þaö
höfum gert. Viö vorum gestir
sovéska tónleikasambandsins.
1 þessari ferö geröist þaö einnig
I fyrsta og eina skiptiö aö ég var
hræddur um lif mitt. Þaö var á
tónleikum I Riga og ég var búinn
aö syngja nokkur lög.þegar ég sé
aö maöur stendur upp I salnum og
gengur hinn vlgalegasti i áttina
aö sviöinu. Hann sem sagt tróöst
þarna i gegnum salinn og þegar
hann kom aö sviöinu þar sem ég
stóö, fannst mér hann gera sig
liklegan til aö ráöast á mig. En
þess I staö rétti hann mér tvo litla
postulinsfiska aö gjöf. Þetta var
þá hans aöferö til aö láta i ljós
ánægju sina meö sönginn”.
„ Byrjaði í þrígang á sama
laginu"
I framhaldi af þessari sögu
rifjast upp fyrir Kristni ýmis
spaugileg atvik sem hafa hent
hann i gegnum árin og þaö er
greinilegt aö hann á manna létt-
ast meö aö segja frá:
„Jú, þaö hefur ýmislegt óvænt
komið upp á viö hin óllklegustu
tækifæri og I sumum tilfellum var
þaö hreint helviti á meðan á þvl
stóö, þótt maöur geti hlegiö aö þvi
eftir á.
Einu sinni var ég aö syngja á
fullveldishátlö i Háskólanum.
Prógramminu minu var skipt i
tvennt, þannig aö ég átti aö
syngja á undan aöalræöumanni
og svo aftur strax á eftir. Ræöu-
maðurinn aö þessu sinni var GIsli
heitinn Sveinsson og á meöan
hann flutti ræöu sína, vorum viö
undirleikarinn á bak viö, þannig
aö viö gátum ekkert fyígst meö
hvað ræöumaöur var aö segja.
Hann lauk ræöu sinni meö oröun-
um: „tslendingar, vakiö, vakiö”.
Ég haföi ekkert tekiö eftir þessu
en aö lokinni ræöunni var mér
gefiö merki um aö koma inn og ég
byrjaöi auövitaö á laginu
„Mamma ætlar aö sofna”. Þetta
vakti auövitaö mikla kátlnu og
þaö sem aö kórónaöi þetta var aö
þessu var öllu útvarpaö.
Einhverju sinni var ég aö
syngja á afmælistónleikum
Lúörasveitar Hafnarfjaröar sem
þá lék undir stjórn Alberts heitins
Klan. Ég var aö syngja Sverri
konung og þá sá ég hvar tveir
strákar I salnum voru aö blása
upp sælgætispoka og á réttum
staö i laginu sprengdu strákarnir
pokann. Þetta kom nú ekki svo
mikiö viö mig þar sem ég sá aö
hverju stefndi en stjórnandinn
hrökk illilega viö og ég sárvor-
kenndi Eiriki meö stórtrommuna
þegar aö Albert Klan leit á hann
og hélt aö hann heföi óvart lamiö
skakkt högg.
t eitt sinn byrjaöi ég I þrigang á
sama laginu og alltaf slökknuöu
ljósin á sama staö I laginu. Þetta
var lag „Noröur viö heimsskaut”
og var þetta á tónleikum vestur á
ísafirði. Carl Billich lék undir á
planó og alltaf I fyrstu linunni
fóru ljósin. Ég reyndi nú eitthvaö
aö syngja áfram og Carl aö spila
meö en hann sá ekki á nóturnar
svo aö þaö var ekki hægt. Þegar
ljósin höföu fariö I þriöja skipti
ákváöum viö aö breyta pró-
gramminu og tókum hin og þessi
létt lög sem viö kunnum báöir
blindandi og þarna i myrkrinu
skapaöist mjög rómantisk og
skemmtileg stemmning”.
„Einhver besta krítik” sem ég
hef fengið, var þegar ég var
stoppaður á bílnum eftir sýningu
á Leðurblökunni og látinn blása i
poka. Ég lék fangelsisstjórann og
i lokaatriöinu haföi hann fengiö
sér einum of mikiö i staupinu og
var oröinn dauöadrukkinn. Ég
lagöi mig mikiö fram i þessu at-
riöi og á þessari tilteknu sýningu
hlýtur mér aö hafa tekist afskap-
lega vel upp þvi aö einhver gest-
anna sem sá mig fara út I bilinn
eftir sýninguna geröi lögreglunni
aðvart, — og þeir sátu fyrir mér
með blööruna. Þetta er sú besta
gagnrýni sem ég hef fengiö fyrir
leik”.
Talandi um gagnrýni. Hvernig
hafa samskipti þin viö gagnrýn-
endur veriö i gegnum árin?
„Þau hafa veriö góö og ég tel
mig hafa veriö lánsaman hvaö
þaö snertir, aö ég hef yfirleitt
fengið jákvæöa dóma. Ég man i
fljótu bragöi ekki eftir neinu til-
teknu atviki þar sem ég hef veriö
hakkaöur niöur.
Hins vegar verður maöur aö
viröa gagnrýnendum þaö til vor-
kunnar aö þeir hafa ekki tekist á
viö hlutina á sama hátt og flytj-
endurnir. Þannig gera þeir sér oft
ekki grein fyrir þeim vandamál-
um sem viö er aö etja og lenda
þess vegna óvart i þvi aö skrifa
tóma dellu. En eins og ég sagöi,
hef ég ekki haft yfir neinu aö
kvarta þeirra vegna”.
,/Menn þurfa að læra að
njóta lifsins"
Viö vikjum nú talinu inn á aörar
brautir og spyrjum Kristin hvort
eitthvaö sé til i þvl sem stundum
| er sagt, aö tenórar séu heimskari
en aörir menn. Kristinn hlær hátt
viö þessari spurningu:
„Þeir hafa nú allir fengiö sinn
skammt af svona fullyröingum
um þaö, aö söngraddir svari til
ákveöinna „karaktereinkenna”.
Þannig eru tenórar sagöir
heimskir, barritónar kvenna-
menn og bassar eiga aö vera
miklir drykkjumenn. Þess vegna
eru allir drykkjusöngvar
skrifaöir fyrir bassa.
En án gamans held ég aö rétt-
ast sé aö fara varlega i allar
svona fullyröingar. Þaö er eflaust
hægt aö finna dæmi sem styöja
svona kenningar, en ef ég færi aö
gera þaö I svona blaöaviötali,
myndi ég um leiö brjóta eitt af
minum llfsmottóum, ef svo má aö
orði komast. Þessi lifsspeki er
þannig, aö maöur á aldrei aö særa
aðra komist maöur hjá þvi. Ég
hef reynt aö fara eftir þessu og
reynt aö haga oröum minum og
geröum I samræmi viö þaö.
En þar sem viö erum farnir aö
tala um llfsspeki dettur mér
annaö i hug sem ég hef oft hugsaö
um. Þaö er aö menn eiga ekki
siöur aö læra aö njóta Hfsins eins
ogaötakastá viöþaö.I öllu skóla-
kerfinu er veriö aö kenna mönn-
um aö takast á viö lifiö en þaö
gleymist aö mínum dómi aö
kenna mönnum aö njóta þess.
Þetta á til dæmis vel viö um
listir, þvi ef fólk á aö geta notiö
þeirra þá þarf aö kenna þvl þaö,
til dæmis aö njóta fallegra lita i
málverki eöa aö njóta góörar tón-
listar. En i öllum þessum hraöa
og öllu þessu stressi sem fylgir
lifsbaráttunni gleymir fólk þvi aö
njóta þess sem llfiö hefur upp á aö
bjóöa og þaö er vegna þess aö fólk
hefur aldrei lært þaö”.
„Nú fer maður að hætta"
Nú er tíminn aö hlaupa frá okk-
ur og viö spyrjum Kristin svona
aö lokum hvaö sé framundan hjá
honum i sönglistinni?
„Ekkert nema þaö aö nú fer aö
halla undan fæti og maður fer aÖ
hætta aö syngja. Röddin kemur á
gelgjuskeiöinu og hverfur aftur
um fimmtugt enda er sjaldgæft
aö söngvarar syngi lengi fram
yfir þann aldur.
Ertu aö tala I alvöru?
„Ég er aö tala i alvöru, já, já. —
Listamannsævi söngvarans er
sjaldnast lengri en þetta og I
sannleika sagt finnst mér hún allt
of stutt. Manni finnst það alla
vega svona eftir á þegar maöur
finnur aö listamannsævin er aö
renna sitt skeiö á enda.
Ég finn lika fyrir þvi aö þaö er
mun erfiöara fyrir mig aö syngja
núna heldur en áöur og þegar sú
tilfinning kemur aö maöur sé aö
dala þá á maöur auövitaö aö
hætta. Annars verö ég sjálfsagt
eitthvaö viöloöandi sönginn á
komandi árum,
Ég var aö ræöa þetta viö kunn-
ingja minn um daginn og hann
hughreysti mig meö þvi aö segja,
að þaö væri allt I lagi aö dala svo
fremi maöur yrði ekki verri en
allir hinir. En um leiö og söngvari
hefur dalaö svo mikiö aö hann er
oröinn verri en allir hinir, þá á
hann auðvitað aö hætta.
Annars er ég sáttur við mlna
listamannsævi og get alveg sætt
mig viö aö draga mig smátt og
smátt I hlé. Það eina sem ég
sakna kannski er ég lit til baka er,
aö hafa ekki getað veriö heill og
óskiptur i þessu. Hér á landi hefur
aldrei veriö hægt aö lifa á söngn-
um eingöngu og ég hef alltaf oröiö
aö vinna almenna vinnu jafnhliöa
söngnum. En þetta er nú einu
sinni saga margra islenskra lista-
manna og kannski I sumum til-
fellum harmsaga ef út i þaö er
fariö”.
Myndir: Einar Pétursson
og
f¥i • i I ' n,i i
..Gagnrýnendur lenda stundum
óvart í þvi aö skrifa tóma dellu..’*
m*
kúr
„Maöur á aldrei
komist maöur hjá
vi.„’
—
i saaa
„Albert vann auövitaö, — hann er
svo mikill keppnismaöur...”
„Til aö kóróna þaö var, aö þessu
var öilu útvarpaö...”
Aiat
ta;