Vísir - 04.09.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 04.09.1980, Blaðsíða 2
2 VÍSIR Fimmtudagur 4. september 1980. Hvað er skemmtilegast i tivoli? Sigvaldi Torfason. Ætli þaö sé ekki stóra hringekjan. Etfn Gunnarsdóttir. Stóra hring- ekjan og ballerinan. Ég er búin aö fara tvisvar i bæöi. Andri Marteinsson. Regnhlifin eöa stóra hringekjan og svo bilarnir. Rögnvaldur Rögnvaldsson: Aö sparka i boltana og svo stóra hringekjan og ballerinan. Bergþóra Guömundsdóttir. Ballerinan og stóra hringekjan og svo lukkuhjóliö. eins og tónverk Af hasarkroppum í Holiywoofl Hvaða leikkonur i Hollywood eru mestu kropparnir i ár? — Kvikmyndaspekúlant- ar og „sexológar” vestra glima ár hvert við þessa spurningu enda riður á miklu að velja réttu stjörnurnar i kyntáknshlutverkin. Kvikmyndaleikkonurnar Bo Derek, Jacqueline Bisset, Loni Anderson, Cheryl Ladd og Su- zanne Somers eru sterklega oröaöar viö toppinn i dag ef eitt- hvaö má marka ummæli leik- stjórans Marvin Paige og kvik- myndaframleiöandans Monroe Sachson. Bo lék hlutverk hinnar full- komnu konu i kvikmyndinni „10” og aö sögn Paige og Sach- son er hún toppurinn I dag. Þessi feguröargyöja hefur svo fullkomlega skapaöan likama aö þar er ekkert „of eöa van” eins og Paige oröaöi þaö. Og honum svelgist á er hann heldur áfram: „Hún er einhver feg- ursta kona, sem ég hef augum litiö. Likami hennar er eins og tónverk” (?). — Sachson sagöi aö hún heföi sigildan likama og sakleysislegur vöxturinn verk- aöi mjög aölaöandi. En Paige viöurkenndi þó aö ýmsir starfsfélagar sinir heföu augastaö á Jacqueline Bisset og héldu þvi fram aö kroppur hennar tæki öörum kroppum fram þar vestra. „Hún skvettir ekki kynþokkanum i kringum sig þegar hún gengur heldur Bo Derek: „Meö einkunina 10”. leynir kroppur hennar á sér”, — eins og þeir oröa þaö. Hinar stúlkurnar sem nefndar Suzanne Somers: „EÖIilegri en móöir Náttúra”. voru hér fá einnig sinn skammt af fagurgala. Þannig segja spekúlantarnir aö Loni Ander- son minni á Marilyn Monroe og Jayne Mansfield (ef einhver man lengur eftir þeim) — og aö likami hennar sé þannig af guöi geröur aö hún viröist hreyfast jafnvel þótt hún standi kyrr. Cheryl Ladd er með „diskó-kropp”, aö sögn Sach- son. „Hún er mjög frlskleg, Iturvaxin og lifleg”. Og þá er aðeins eftir aö vitna til ummæla um Suzanne Sommers en hennar styrkur er sagöur liggja 1 þvi hvernig hún beitir likamanum viö hinar ýmsu aöstæöur. Paige segir aö hún hafi hæfileika til aö fram- kalla 100% kyntáknssjón- hverfingar, hvernig svo sem má skilja þaö. Og Sachson bætir viö: „Hún er eölilegri en móöir Náttúra þegar hún dillar mjöömunum og sveiflar rassin- »» um... Já þaö veröur ekki annaö sagt en þeir dundi sér viö margt skemmtilegt vestur i henni Ameriku. —Sv.G. Loni Anderson: „Minnir á Marlyn Monroe”. Jacqueline Bisset: „Kroppurinn leynir á sér”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.