Vísir - 04.09.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 04.09.1980, Blaðsíða 8
VÍSIR Fimmtudagur 4. september 1980. 8 Utgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: DavIA Guómundsson. Rihetjórar: Olafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmunasson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup,' Friða Astvaldsdóttlr, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónina Michaelsdóttir, Kristln Þorsteinsdóttir, AAagdalena Schram, Páll AAagnússon, Sigurjón Valdimarsson, Sæmundur Guðvlnsson. Þórunn J. Hafstein. Blaðamaöur á Akureyri: Gisll Sigur- geirsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson, Kjartan l_. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi 'Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. úflit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson og AAagnús Olafsson. Auglysinga og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson. Ritstjórn: Siðumúla 14 slmi 8óóll 7 llnur. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8 simar 86ól 1 og 822Ó0. Afgreiösla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Askriftargjald er kr.5000 á mánuöi innanlands og verö i lausasölu 250 krónur ein- íakið. Vísir er prentaöur I Blaðaprenti h.f. Siöumúla 14. RíKlsrekio flugfélag Afskipti félagsmálaráðuneytisins og alþýðubandalagsmanna þar af málefnum Flug- leiba eru hin undariegustu, en eiga sér þá skýringu, að nú á aö undirbúa jarðveginn fyrir rfkisrekið fiugfélag. Miklar og tíðar fréttir berast af vettvangi flugmála. Sam- drátturinn í Atlantshafsfluginu og uppsagnir starfsliðs Flugleiða hafa haft í för með sér ringul- reið og hverskyns æsifréttir. Um það er eitt að segja að hvatvísi kann aldrei góðri lukku að stýra og vonandi ber kappið ekki skyn- semina ofurliði í þeim eftirleik sem fyrirsjáanlegur er. í því fréttaflóði og frásögnum sem yfir dynja vekur að sjálf- sögðu mesta athygli að yfir 300 starfsmenn hjá Flugleiðum hafa óskað eftir því að fá flug- rekstrarleyfi á umræddri leið og félagsmálaráðuneytið hefur haft milligöngu um viðræður þar að lútandi. Fer þar ekkert milli mála að það er með það í huga að rikið gerist beinn eða óbeinn að- ili, að því flugfélagi. Nú er ekkert við því að segja, að f lugmenn og aðrir, sem unnið hafa við f lugrekstur taki höndum saman og setji á fót nýtt fyrir- tæki. Það er mönnum sem betur fer frjálst að hef ja atvinnurekst- ur. Þó verður að segja það ærlega, og með fullum velvilja gagnvart áhugasömum flugmönnum, að ekki er í f Ijótu bragði unnt að sjá, hvernig þeim á að takast að halda uppi flugi yfir Atlantshaf- ið, þegar hvert f lugfélagið á fæt- ur öðru upplýsir um stórfellt tap vegna þessa sama flugrekstrar. A árinu 1978 var hagnaður amerískra flugfélaga af Atlants- hafsflugi fimm hundruð milljarðar króna, en nú er þvi spáð að tapið á þessu ári verði tvö hundruð milljarðar króna. Þetta er ískyggileg þróun, og hvernig á lítið flugfélag á íslandi, sem hefur takmarkaða aðstöðu til samkeppni, engan bakhjarl og nánast óþekkt með öllu, að bera sig við þessar að- stæður? Slikar ráðagerðir eru mikil dirfska og áhættuspil. Undarleg eru einnig afskipti félagsmálaráðuneytisins. Það er nýtt og einkar frumlegt að það ráðuneyti skuli taka samgöngu- mál upp á sína arma þegar til er heiltráðuneyti sem fer með sam- göngumál. Skýringin á þessu frumkvæði alþýðubandalagsmanna í félags- málaráðuneytinu er án alls vafa sú, að notfæra sér ringulreiðina og hrinda af stað ríkisreknm flugrekstri. Það er full ástæða til að vara alvarlega við þessum ráðagerð- um. Hvað sem líður erfiðleikum Flugleiða, sem vonandi eru að- eins tímabundnir, er f ráleitt með öllu að rikið þjóðnýti fyrirtækið eða hefji sambærilegan flug- rekstur. Ríkisrekstur er ekki hót- inu betri eða Iíklegri til árangurs eins og á stendur. Atvinnurekstur sem ekki ber sig, er aðeins atvinnubótavinna, dulbúið atvinnuleysi, sem fjár- magnað er með ríkisstyrkjum og skattpeningum. íslendingar leysa ekki sín vandamál með slíkum aðgerð- um. Það er sjálfsagt markmið só- síalista sem sölsað hafa undir sig flest völd með tilstyrk nytsamra sakleysingja, að færa atvinnu- rekstur á flestum sviðum yfir á hendur ríkisins. En sósíalismi og gervilausnir í atvinnumálum er ekki leiðin út úr ógöngunum. Það er flestum Ijóst og ekki síst flug- mönnum. Sú stétt er sjálf stæð og á allt undir eigin hæfni og starf i. Því verður ekki trúað að flug- menn vilji eiga þátt í því, að þróa íslenskt þjóðfélag í átt til só- sfalisma og þjóðnýtingar. Flugmenn Flugleiða og annað starfsfólk sem nú hefur fengið uppsagnarbréf á alla samúð skil- ið. Menn hafa skilning á þeirra á- hyggjum. En vandi augnabliks- ins má ekki verða vatn á myllu sósfalista. Það er að fara úr ösk- unni í eldinn. FÁMljárWm Undanfarið hefur félk fylgst opinmynnt og undrandi með tlð- indum af Isienskum flugmálum. Atvinnuvegur er á heljarþröm. Hann hefur að visu ekki verið stór i þrengstu merkingu en hef- ur engu að siður mikil áhrif á þjóöarbúskap okkar. Fyrirtæki það, sem annast hefur allar flugsamgöngur okkar við um- heiminn slöustu árin, virðist ' vera að liðast I sundur, sárafáir virðast lengur taka mark á yfir- lýsingum forráðamanna þess, starfsmenn horfa með tor- tryggni hver á annan. Venjuleg- ir menn hljóta brátt að fara að hugsa sig tvisvar um áöur en þeir stlga upp I flugvélar fyrir- tækisins, þvi sá æsingur og óvild sem rikir meöal flugliösins get- ur varla talist heppilegt vega- nesti, sé eitthvaö að marka yfir- lýsingar þess um álag og streitu hinna vandasömu starfa við eðlileg skilyröi. Kaflaskipti Þaö er ljóst að kaflaskipti eru aö veröa I Islenskum feröamál- um. Aratuga hugsjónastarf margra manna viröist vera aö engu oröiö. Menn sem hafa unn- iö nær heila starfsæfi aö flug- málum eru nær fyrirvaralaust reknir úr störfum. Grundvallar- reglur mannúöarþjóöfélags eru þverbrotnar viö uppsagnir, reynslu og starfsaldri fómaö á altari mammons, og þaö eina sem forráöamennirnir hafa fram aö færa er að þrástagast á þvi aö þaö sé óskemmtilegt aö vera boðberar válegra tiöinda! Vissulega hafa erfiðleikar steðjaö aö Flugleiðum. Þver- hausar i flugmannastétt fyrir- tækisins hafa til dæmis unniö þvl glfurlegt tjón, þannig aö samúö almennings meö flug- mönnum nú, þegar þeim er sagt upp störfum, er ákaflega tak- mörkuö. En þaö sem verst hefur farið meö fyrirtækiö er aö for- ráöamenn þess viröast orönir svo makráöir af þeirri ein- okunaraöstööu sem félagiö hefur veriö f, aö þegar þeir þurfa aö taka þátt i frjálsri samkeppni er flótti það eina sem þeim dettur í hug. Svar þeirra viö „frumskóga- neöanmáls Magnús Bjarnfreðsson ræðir um þau kaf laskipti, sem eru að verða í ís- lenskum . ferðamálum. Hann segir að það sé ó- verjandi að verja meira af almannafé til styrktar Flugleiðum, nema fyrir- tækið sjálft reyni að endurheimta sjálfsvirð- ingu sína. Fyrirtæki, sem njóti ekki trausts eigin starfsmanna sé dauða- dæmt. J^þvi glfurlegt tjón, þannig aö dæmt. hemaöinum” á flugleiöum yfir Atlantshafiö er aö færa hann inn i innri starfsemi félagsins. Fr jáls samkeppni í orði og á borði Hvort sem okkur likar betur eöa verr þá ríkir frjáls sam- keppni á alþjóölegum flug- leiöum, einkum i atlantshafs- fluginu. En annars staðar þurfa forráöamenn Flugleiöa ekki aö kvarta undan henni. Sann- leikurinn er sá að margir for- ráöamenn fyrirtækisins eru frá fornu fari örugustu einokunar- sinnar, svo sem dæmin sanna. Hér skulu aöeins fá nefnd. Þeg- ar Loftleiöir tóku á sínum tíma aö veita Flugfélagi íslands samkeppni I innanlandsflugi varrikisvaldiö látiö setja reglur um skiptingu flugleiöanna, svo Loftleiöir hröktust Ut Ur sam- keppninni. Þá geröust Loftleiöir stórveldi i millilandaflugi þar sem lögmál frjálsrar sam- keppni giltu. Þegar Flugfélag tslands, var illa komiö i milli- landafluginu var rikisvaldiö enn notaö og I þetta skipti til aö sameina félögin — sem aldrei skyldi veriö hafa. Þegar átök voru um völd I nýja félaginu voru atkvæöi rikisvaldsins sem hluthafa notuö þessum sömu mönnum I hag. Svo langt hefur þetta gengiö aö þegar flugfélag, sem heföi getaö veitt Flug- leiöum samkeppni i millilanda- flugi rak á fjörur samvinnu- manna sat framsóknarráöherra svo kyrfilega á öllum flugleyf- um aö þeir uröu aö láta Flug- leiöir fá meirihluta I hinu nýja flugfélagi! I hvert skipti sem djarfhuga menn hafa stofnaö fyrirtæki til aö veita félaginu samkeppni innanlands hefur þaö meö einhverjum dularfull- um hætti eignast meirihluta i þeim fljótlega, þrátt fyrir allt væliö um tap á innanlandsflug- inu. „Flug er ekki hverfandi atvinnuvegur heldur stöðugt vaxandi. Ungir og vaskir menn vilja spreyta sig á þeim vettvangi og hafa vlt- in til þess að varast”. Risa flugmálin að nýju úr öskustó? Nú er um þaö spurt hvort Is- lensk flugmál muni aö nýju risa úr öskustó. Ljóst er aö til þess aö svo geti oröiö þurfa þeir mennaö stjórna þeim, sem geta tekiö þátt I frjálsri samkeppni. An þess er engin von. Islensk stjórnvöld þurfa nú aö taka á honum stóra sinum til þess aö hjálpa til við endurreisnina. En stjórnvöld veröa aö gera sér grein fyrir aö hugtakiö flug og fyrirtækiö Flugleiöir eru ikk* óaöskiljanleg. Þau verða aö gera sér grein fyrir því aö séu undirstööur fúnar þýöir ekki aö bæta fleiri fúaspýtum viö þær. Þaö er óverjandi aö verja meira almannafé til styrktar Flug- leiðum, nema fyrirtækiö sjálft reyni aö endurheimta sjálfs- virðingu sina. Fyrirtæki, sem ekki nýtur trausts eigin starfs- manna er dauöadæmt. Þvi má ekki gleyma að fleiri vilja tak- ast á viö vandann. Flug er ekki hverfandi atvinnuvegur heldur stööugt vaxandi. Ungir og vask- irmenn vilja spreyta sig á þeim vettvangi og hafa vitin til þess að varast. Gömlu Loftleiöa- jaxlarnir eru sumir enn i fullu fjöri og margir lærisveinar þeirra ganga um atvinnulausir þessa dagana. Þaö skyldi nú aldrei vera aö Luxemborgarar kannist við þá suma hverja? Þegar ráöamenn okkar halda til fundar viö Luxemborgara á næstunni þurfa þeir aö knýja á meö aö fá fullnægjandi og hrein- skilin svör um þaö hvaö veldur þvi aö þarlendir vilja ekki sam- starf viö Flugleiöir. Frá svörum eiga þeir aö skýra hreinskilnis- lega, þegar heim kemur, þvl 'sannleikurinn kemur hvort eð er i ljós fyrr eöa siöar i frjálsu þjóöfélagi. Varla eru fjármála- menn I höfuövlgi Efnahags- bandalagsins hræddir viö frjálsa samkeppni. En hvort sem Luxemborgarar veröa samstarfsaöilar okkar I framtiöinni munu íslendingar taka þátt I flugrekstri fram- tiöarinnar. Þótt borgir hrynji og brenni rísa aðrar, annaö hvort á rústum þeirra eöa á nýjum grunni og þar hafa menn gömul viti til aö varast.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.