Vísir - 04.09.1980, Blaðsíða 22

Vísir - 04.09.1980, Blaðsíða 22
vtsm Fimmtudagur 4. september 1980. - - ■ Bjarni Aðalgeirsson, bæjarstjóri Frá upphafi Fjórðungsþings Norölendinga, sem haldið var á Akureyri. á Húsavik. FiórDungsbíngl Horðlendinga lauk á ðriðjudaginn: Bjarni Aöalgeirsson kjörinn formaður sambandsins Fjórðungsþingi Norðlendinga lauká Akureyri á þriðjudaginn. Formaöur Fjórðungssam- bandsins var kosinn Bjarni Aðalgeirsson, bæjarstjóri á Húsavlk. Er hann kosinn til tveggja ára, samkvæmt laga- breytingum sem gerðar voru á þinginu. Er þar meö brotin ára- gömul hefð þess efnis, að bæjar- eöa sveitarstjóri þingstaðar, sé kosinn formaður. Einnig var kosið i fjórðungs- ráð, 6 menn frá Noröurlandi eystra og jafn margir frá Norðurlandi vestra. Einnig var kosið I milliþinganefndir. Að ári verður Fjórðungsþing Norð- lendinga haldið á Húsavflc. ........J HVflÐ SEGJft ÞEIR UM KJARASAMNINGA BÆJARSTARFSMANNA! „Getum vel við unað með bessum samningum" - seglr fliöert Krlstinsson, formaður Starfsmannalélags Hafnarfjarðar „Fjðgurðæjar- starfsmanna- léidg hafa begar samið” - segir Þðrhallur Halldðrsson vara- lormaður BSRB „Starfsmannafélögin i Reykja- vik, Hafnarfiröi, á Suðurnesjum og Akureyri eru þau félög, sem búin eru að gera samning. Hjá öðrum bæjarstarfsmannafélög- um er þetta styttra á veg komiö”, sagði Þórhallur Halldórsson, varaformaður BSRB, i samtali við VIsi um, hversu langt samningar starfsmanna bæjar- félaganna væru komnir. Hjá öllum félögunum biöa samningsdrögin félagsfunda eða allsherjaratkvæðagreiðslu og I Reykjavik, Hafnarfirði, á Suöur- nesjum og Akureyri verða samningarnir lagðir undir at- kvæðagreiðslu i dag og næstu daga. A öörum stöðum eru viö- ræöur i fullum gangi, að sögn Þórhalls. —KÞ „Það sem ég met almest 1 þess- um samningum er hin félagslega hlið, að vera ekki lengur lögbund- in samningstimabili til tveggja ára, atvinnuleysisbæturnar og leiöréttingarnar, sem eru á llf- eyrissjóösmálum”, sagði Albert Kristinsson, formaöur Starfs- mannafélags Hafnarfjarðar, i samtali viö Visi er leitaö var álits hans á þeim samningum, sem lagöir verða fyrir Starfsmanna- félag Hafnarfjarðar I kvöld. „Þetta eru veigamiklar kjara- bætur og þess vegna vona ég, að samningarnir verði samþykktir”. „Samningarnir hjá okkur eru I meginatriðum byggöir á samningum rikisins með smá- vægUegum breytingum og varð- andi þá samninga tel ég, að við getum vel við unað miöaö við þá stöðu, sem er i launamálum og þjóðfélaginu i heild. En þvi er ekki að leyna að vissir hlutir þar eru mun lakari en stefnt var að. Þar á ég við launastigann, að ekki skyldi nást meiri hækkun miðaö við þá kaupmáttarrýnun, sem orðið hefur. En upp á móti vega það þungt þau félagslegu réttindi sem samningarnir fela I sér, að þau réttlæta fyllilega þá niður- stööu, sem samninganefnd BSRB komst aö. Þvi held ég að við ger- um rétt I þvi aö samþykkja þenn- an samning”. Albert sagöi, að hann sjálfur heföi greitt atkvæði með samningunum i aðalsamninga- nefnd BSRB aö mjög vel athug- uöu máli, og jafnframt væri hann sammála þeim, er skipuðu átta manna samninganefndina, að ekki væri hægt að komast lengra á þessari braut án þess að gripa til verkfallsboðunar. Albert sagöi ennfremur, að sér virtist mikill áhugi um þessi mál manna á meðal I Hafnarfirði. Það væri einkum tvennt, sem fólk væri óánægt meö, annars vegar, að ekki hefði tekist nógu vel að vernda kaupmáttinn og hins veg- ar sæi það nú endanlega, að það hefði trúað um of á stóru oröin „samningana I gildi”, sem á eng- an hátt hefði verið staðið við. Hann sagöist vona, að fólk mætti á fundinn og gerði upp hug sinn. „Af tvennu illu vil ég fremur hvetja fólk til aö samþykkja þennan samning, en leggja út i þá áhættu sem verkfailsboðun hefur óhjákvæmUega I för með sér”, sagöi Albert Kristinsson. —KÞ „Betri kostur að samþykkja samn- ingana” segir Eybór Fannberg, formaður Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar „Ég tel betri kost að sam- þykkja BSRB samningana til skemmri tima, heldur en að beita verkfallsvopninu viö þær að- stæður, sem nú rikja”, sagði Ey- þór Fannberg, formaður Starfs- mannafélags Reykjavikurborg- ar, I samtali við Visi, en i dag og á morgun verður gengið til kosninga i Reykjavik um BSRB samningana. Eyþór sagði, aö aöalforsendur sins álits væru þær helstar, að þær bætur sem gert væri ráð fyrir Isamkomulaginu, kæmu þar sem þeirra er mest þörf. Möguleiki á launahækkunum, sem ráð væri fyrir gert, kæmi þar sem fjöl- mennustu flokkarnir væru, og persónuuppbót kæmi eftir 8 ára starfsaldur og einnig fyrir hluta- störf, sem væri nýmæli, og kæmi fjölmörgum til góða. „Launaliöir samkomulagsins eru þó aö minu mati alltof litlir”, sagöi Eýþór aftur á móti að væri það, sem mælti gegn samkomu- laginu. Hann sagðist þó vona, að þetta yrði samþykkt, þrátt fyrir að almenn deyfð virtist rikja um þessi mál meðal félagsmanna. Úrslit kosninganna ættu að liggja fyrir um eða eftir helgi. —KÞ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.