Vísir - 04.09.1980, Blaðsíða 24

Vísir - 04.09.1980, Blaðsíða 24
vtsm Fimmtudagur4. september 1980 síminnerðóóll Veöurspá dagsins 500 km suðaustur af landinu er 993 mb lægð, sem þokast norðaustur en 1017 mb hæð yfir Norður-Grænlandi, áfram verður fremur hlýtt i veðri. Suðurland og suðvesturmið: austan og norðaustan kaldi eöa stinningskaldi, viða dálitil rigning framan af degi, en léttir til siðdegis. Faxaflói og Faxaflóamið: norðaustan gola eða kaldi og smá-skúrir sunnan til, léttir þó til siðdegis. Breiðafjörður og Breiða- fjarðarmið:Norðaustan kaldi, skýjað að mestu, en úrkomu- laust. Vestfirðir og Vestfjarðamið: norðaustan gola eða kaldi dálitil súld norðan tii. Strandir og Norðurland vestra til Austurlands að Glettingi, norðvesturmið til austurmiða: austan og norðaustan kaldi og súld eða rigning, einkum á miðum og annesjum. Austfirðir, Suð-Austurland og mið: norðaustan kaldi eða stinningskaldi, rigning austan til. Veörið hér og har Klukkan 6 í morgun: Akureyrisúld 8, Bergen þoka 11, Helsinki rigning 9, Kaup- mannahöfn þokumóða 13, Osló þoka 12, Reykjavik skúr 10, Stokkhólmur þokumóða 14, Þórshöfn rigning 11. Klukkan 18 i gær.: Aþena skýjað 22, Berlin heiðrikt 19, Chicagoléttskýjað 28, Feneyjar hálfskýjað 20, Frankfurt heiðrikt 22, Godthaabþoka 5, Londonlétt- skýjað22, Luxemburgheiðrikt 19, Las Palmas léttskýjaö 24, Mallorka léttskýjað 25, New York léttskýjað 30, Paris heiðrikt 25, Róm heiðrikt 23, Malaga léttskýjað 25. Loki segir „Helur þagað i þrjú og hálft ár”, segir Mogginn i morgun um mann einn I Bandarikjun- um. Þrr sem „blaður” er sagt eitt af efnahagsvandamálum rfkisstjórnarinnar, væri sennilega rétt að ráða þennan mann hingað sem sérfræðing I efnahagsmálum! BlLAR HVERFA SPOR- - begar tllkynnt var um bílpjófnað. kom í ijðs að Gjaidheimtan hafðl hirt bílana Að minnsta kosti fimm borgarbúar hrukku upp við það i morgun, að bilar þeirra voru horfnir sporlaust af stæðunum, þar sem eim hafði verið lagt völdið áður. Visir hafði spurnir af einum þessara bileigenda, sem umsvifa- laust hafði samband við lögregl- una og kærði þjófnaðinn. Eins og venja er til, var hann kvaddur á lögreglustöðina til að gefa skýrslu, og hinn seki fannst von bráðar. Gjaldheimtan hafði verið á ferðinni. „Við reynum alltaf að draga þetta i lengstu lög og tökum ekki bilana fyrr en mjög skömmu fyrir auglýst bilauppboð”, sagði Guð- mundur Vignir Jósefsson, gjald- heimtustjóri, i samtali við Visi. „Gangurinn i þessum málum er sá, að viðkomandi einstaklingur fær tilkynningu um lögtak, þar sem segir, að verði skuldin ekki greidd innan ákveðins tima, venjulega viku eða hálfs mánaðar, þá muni verða send uppboðsbeiðni til borgarfógeta. Siðan geta liðið margar vikur, þangað til bilauppboðið er haldið og til vörslusviptingar kemur. Sjaldnast kemur til uppboða fyrr en viðkomandi hefur fengið greiðslufresti margsinnis áður”, sagði Guðmundur Vignir. —P.M. Kjartan Trausti Sigurðsson, framkvæmdastjóri KSt, hefur hér lokað hiiðinu inn á Laugardalsvöllinn svo aö sjónvarpsbillinn, sem sést bak viöhliöið, kemst ekki inn. Vlsismynd: EP. &8&ss&aær jfij ; Hraðbátur strandar Ungs manns á hraðbáti var saknað i gær, en hann var á leið frá Bakkafirði til Isafjarðar og hafði ætlað að hafa viðkomu á Siglufirði i gærkvöldi. Er bátur- inn kom ekki fram á tilteknum tima var hafin leit frá Siglufirði og bar hún árangur i birtingu i morgun er báturinn fannst strandaður norðan i Siglunesi. Var skipbrotsmaðurinn i bátn- um heill á húfi. —Sv.G. Lést al hjarta- slagi á hafl úti Skipverji á Hval 7 lést af hjartaslagi um borð i skipinu, er það var við veiðar vestur af Látrabjargi i gær. Slysavarnar- félagi Islands barst beiðni um að- stoð um ellefuleytið og flugu þyrla og hjálparvél frá varnarlið- inu til skipsins. Þyrlan kom að Hval 7 um eittleytið og var læknir og sjúkraliöi sendur um borö, en maðurinn var þá látinn. Hann var 48 ára gamall Reykvikingur. —Sv.G. Slónvarpshíiiinn stöðvaður við hlið Laugardalsvallar: „Vorum að mðtmæla yflrgangl” Deilur Rikisútvarpsins og Knattspyrnusambands Islands náðu hámarki i gærkvöldi, þegar Kjartan Trausti Sigurðsson, framkvæmdastjóri KSl, meinaði sjónvarpsmönnum með sjón- varpsbil, aðgang á Laugardals- völlinn, en þar fór fram leikur Sovétmanna og Islendinga. „Okkur þykir ekki vera stætt á þvi að fara að semja fyrst við þau tvö félög, sem ekki vilja vera i heildarsamningum yfirgnæfandi meirihluta sérsambanda, meðan ekki hefur verið gengið frá samn- ingum við meirihlutann”, sagði Hörður Vilhjálmsson, fjármála- stjóri Rikisútvarpsins, i samtali við Visi i morgun. ,,Ég tel, að fréttamaður sjón- varps hafi veriö þarna með full- um rétti og þaö sem fylgdi hon- um, eru þau tæki, sem hann vinn- ur með. Það gildir gamall samningur milli Evrópubandalags útvarps- stöðva og knattspyrnusambands Evrópu um aðgang fyrir frétta- menn að öllum knattspyrnuleikj- um á þeirra vegum, um töku fréttamynda, sem ekki eru lengri en 3 minútur”, sagði Hörður Vil- hjálmsson. 1 samtali við Ellert Schram i morgun benti hann á, að vegna afstöðu örfárra ráðamanna Rikisútvarpsins hefði engum knattspyrnuleik hér á landi verið lýst eða sjónvarpað i sumar, en Rikisútvarpið neitar að viður- kenna KSÍ sem samningsaðila um leiki sambandsins. „A sama tima telur sjónvarpið sig hafa rétt til að vaða inn á á- horfendasvæði, þegar þvi þóknast án þess að spyrja kóng eða prest, með bifreiðar og upptökutæki. Þessum yfirgangi vorum við að mótmæla”, sagði Ellert. „Upplýsingar um alþjóðlegt samkomulag eru órökstuddar staðhæfingar. Ég sé enga ástæðu fyrir KSl að sýna einhverjum al- þjóðlegum samningum sjón- varpsins virðingu, þegar Rikisút- varpið hundsar þann samnings- rétt, sem við sjálfir höfum yfir okkar eigin leikjum”, sagði Ellert B. Schram. —AS. Er EgiisstaDasilfrið iðngu týnt erfðagóss? Skyldu silfurmunirnir, sem fundust á Egilsstööum nú i vik- unni, vera erföagripir, sem týnd- ust á Fjarðarheiði um siðustu aldamót? Þaö datt aö minnsta kosti Mattheu Einarsdóttur á Fljóts- bakka i hug, þegar hún frétti af fornleifafundinum. Þannig er mál með vexti, að móðir Mattheu, Jónina Jónsdóttir, fékk um sið- ustu aldamót, i arf eftir móður- bróðir sinn, vænan silfursjóð. Jónina átti heima á Seyðisfirði og þurfti að sækja sjóðinn norður i Fell, sem er skammt frá Egils- stöðum. Þegar hún lagði af stað heim aftur setti hún silfrið i hnakktöskuna, og hélt siöan sem leið lá austui' yfir Fjarðar*eiöi. Þegar Jónina kom i áfangastaö, uppgötvaði hún, að silfrið var horfið úr hnakktöskunni og þrátt fyrir mikla leit spurðist aldrei til þess aftur. —P.M.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.