Vísir - 04.09.1980, Blaðsíða 6

Vísir - 04.09.1980, Blaðsíða 6
Flmmtudagur 4. september 1980. 6 ■ K«ll‘ Karísson HELDUR SAMKOMUR í FÍLADELFÍU HÁTÚNI 2, REYKJAVÍK 10. — 14. SEPTEMBER 1980 HVERT KVÖLD KL. 20:00 FJÖLBREYTTUR SÖNGUR FYRIRBÆNIR ALLIR VELKOMNIR MEÐAN HÚSRÚM LEYFIR BÓMULLAR- ÆFINGA- A GALLAR blússa með rennilás, litir dökkblátt og grátt Verð kr. 19.300.- Póstsendum Sportvöruverslun INGÓLFS ÓSKARSSONAR Klapparstig 44 Sími 11783 VERÐLAUNAGRIPIR OG FÉLAGSMERKI Framleiðl alls konar verðlaunagripi og félagsmerki. Hefi ávallt fyrirliggjandi ýmsar staerðir verðlaunabikara og verðlauna* peninga einnig styffur fyrir flestar greinar iþrófta. Leitiö upplýsinga. Magnús E. Baldvinsson ‘ L.usiy^i « - K.yki.yik _ Simi 22804 Arni Sveinsson skorabi draumamark mikiö meö hægra fæti gegn Sovétmönnum á Laugardalsvelli f gær. Þaö er þó varla hægt aö segja, aö þaö sé hans „rétti fótur”, þegar um knattspyrnu er aö ræöa. A myndinni, sem Einar tók, sést knötturinn vera aö lenda I sovéska markinu. Það gerðist því miður ekki oft, að áhorf endur að lands- leik i knattspyrnu í Laugardalnum standi upp í leikslok og gef i sínum mönnum gott klapp — síst af öllu, ef þeir hafa tapað. Það gerðist þó í ,,dal hinna heitu lauga" í gærkvöldi, þegar Sovétrikin lögðu Island að velli 2:1 í undankeppni heimsmeistarkeppninnar. Islensku piltarnir áttu lika þetta klapp skilið f rá áhorf- endum. Þeir börðust eins og forfeður þeirra hér á öldum áður gerðu, þegar þeir áttu við ofurefli að etja. Þeir bjuggu sér til sinn eigin varnarmúr og þennan múr átti „sovéski björninn" i hinum mestu erfiðleikum með að brjóta niður. tslenska liöiö tjaldaöi þvi, sem þaö átti og gat beitt I þessum leik. Þetta vopn var ódrepandi barátta og leikgleöi. A þvi vannst þaö afrek aö láta þá sovétsku svitna og skjálfa af ótta viö aö tapa einu eöa fleiri stigum á móti tslandi — nokkuö sem örugglega heföi aldrei gleymst i öllum Sovét- rikjunum og viöa um heim. Þaö lék enginn vafi á þvi strax I upphafi leiksins aö þaö var allt önnur iþrótt, sem þeir sovétsku léku léku en sú, sem islensku piltarnir buöu upp á. Knattmeð- ferö þeirra og hraöi var I allt öörum gæöaflokki, og maöur átti von á þvi aö áöur en yfir lyki yröu mörkin oröin 5 til 6 eöa jafnvel fleiri. Fyrsta markiö fóru menn aö bóka, þegar dæmd var vitaspyrna á islenska liöiö. örn Óskarsson brá þá einum sóknarmanni sovéskum og irski dómarinn Donnelly, sem var mjög rögg- samur og vel meö á nótunum, dæmdi réttilega viti. Sergei Andrev vitasérfræöing- ur Sovétmanna tók spyrnuna, en Þorsteinn Bjarnason markvöröur sá viö honum og varöi meistar- lega alveg úti viö aöra stöngina. Viö þetta léttist brúnin á landan- um, en hún seig aöeins aftur þeg- ar Sovétmenn skoruöu skömmu siöar. Sá Yuri Gavrilov um þaö — notfæröi sér mannfæö i vörninni hægra megin og mistök manna á miðjunni — komst alveg inn aö marki, og átti Þorsteinn aldrei möguleika á aö stööva skot hans. Islenskt mark kom á óvart Þaö kom allt annað islenskt liö inn á leikvöllinn I siöari hálfleikn- um, og var sýnilegt á öllu þá, að þaö haföi fengið ný fyrirmæli I hálfleik frá Guöna Kjartsnssyni, þjálfara. „Þaö voru engin ný fyrirmæli. Ég sagöi þeim einfaldlega, að .þeir bæru of mikla virðingu fyrir hinum, og aö þeir gætu og ættu aö láta boltann ganga sin á milli eins og þeir”, sagði Guöni eftir leikinn. „Þeir brugöust vel viö þessu og áttuöu sig enn betur á þessu, þegar á leikinn leiö”. Þaö er ekki ofsögum sagt hjá Guöna. Aö visu voru þeir sovésku meira með knöttinn, en þeir islensku fóru aö herja meira og meira á þá. Þegar um 30 min.voru liönar af siöari hálfleiknum jafn- aöi Arni Sveinsson fyrir ísland meö marki af löngu færi. Fékk hann knöttinn út og sendi, þegar til baka- meö hægri fæti- yfir all- an hópinn i vitateignum og inn i netiö. Þetta mark kom eins og köld vatnsgusa á alla — ekki siöur islenska áhorfendur en sovésku leikmennina — þvi aö enginn átti Slgur hjá Stand- ard Islensku landsliösmennirnir I knattspyrnu, þeir Arnór Guöjohn- sen og Ásgeir Sigurvinsson, mættust I gær á knattspyrnuvell- inum, þegar liö þeirra Standard Liege og Lokeren léku i belgisku 1. deildinni. Þeirri viðureign lauk meö sigri Asgeir & c/o 2:1 og var sá sigur sist of stór, miðaö viö gang leiks- ins. Annar „Islendingaslagur” átti sér staö i Sviþjóö i gærkvöldi. Þar mættust þeir Teitur Þóröarson, öster og Þorsteinn Ólafsson, IFK Gautaborg, i „All Svensk- an”. Lauk þeim leik meö sigri Þorsteins og félaga 4:1 og minnk- aöi þar meö forysta öster i deild- inni um 2 stig. —klp— von á marki úr þessari átt. Þaö tók þá sovésku þó ekki nema 5 minútur aö jafna sig og þaö svo, aö þeir skoruöu gullfallegt mark. Oleg Blokhin óð upp aö enda- mörkum — gaf fastan bolta fyrir og á kollinn á Sergei Andrev, sem skoraði örugglega. Islendingar áttu nokkur mark- tækifæri i þessum hálfleik. Árni átti skot úr aukaspyrnu, sem markmaöurinn bjargaöi I horn. Margnús Bergs átti skot framhjá, og einnig átti hann skalla rétt öfugu megin viö stöngina. Þeir sovésku áttu einnig sin færi — þaö besta er Oleg Blokhin stóö einn viö markiö meö knöttinn og ætlaöi honum yfir Þorstein, sem sá viö þvi á hreint ótrúlegan hátt. Spenna á síðustu sekúndu A síðustu sekúndum leiksins áttu tslendingar tvö gullin tæki- færi til aö skora, en þá voru lukkudisirnar meö þeim sovésku. Eftir langt innkast skallaöi Siguröur Halldórsson knöttinn til Sigurðar Grétarssonar sem skallaöi hann áfram. Stefndi hann i markið, þegar einum sovéskum varnarmanni tókst að koma fæti i hann á línunni. Náði hann aö spyrna honum út, en þar var Magnús Bergs mættur og skallaði hann i átt aö hinu markhorninu. Markvörður Sovétmanna náöi þar aö slæma hendi i hann á siöustu andartaki og slá hann aftur fyrir markiö. Má meö sanni segja, að þar hafi Sovétmenn sloppiö meö skrekk- inn, og islenskir áhorfendur aö vera vitni aö atviki, sem lengi yröi i minnum haft.... jöfnunar- marki íslands á siöustu sekúndu leiks gegn sjálfum Sovétrikjunum i undankeppni heimsmeistar- mótsins. Af einstökum leikmönnum islenska liösins i þetta sinn, báru þeir af öörum Þorsteinn mark- vöröurBjarnason, örn Óskarsson og Magnús Bergs. Þeir tveir siöarnefndu voru grjótharöir, og gáfu hinum harövítugu Sovét- mönnum ekkert eftir. Annars stóöu allir sig með sóma og eng- inn sló slöku viö i baráttunni. Hún hefur löngum veriö aöall Islenska landsliösins i knattspyrnu, og á meöan hún er fyrir hendi, þurfa stórþjóöir eins og Sovétrikin aö vera á varöbergi i hvért sinn, sem þær mæta íslendingum á knatt- spyrnuvellinum. VALSSTUÐARAR Fylgjum okkar mönnum alla leið Stuðmenn efna til fánum skrýddrar bílalestar einkabíla og hópferðabíla á leik Vals og IBK í Keflavík laugardaginn 6. sept. Safnast verður saman milli kl. 11.30 og 12.45 við Valsheimilið og lagt af stað kl. 12.45 eftir örstutta upphitun. Farið með hópf erðabíl kostar aðeins kr. 2.500.- Forsala aðgöngumiða á leikinn verður við Valsheimilið milli kl. 11.30 og 12.45. Mætum galvaskir! Stuðmenn Va/s

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.