Vísir - 06.09.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 06.09.1980, Blaðsíða 5
Laugardagur 6. september 1980. CURITAS SF.? HVAÐ ER SECURITAS SF.? HVAÐ ER SECURITAS SF.? öryggisvöröurinn stimplar inn i vaktmannsklukkuna Hér þurfti aö athuga hvort lok væru skrúfuö á sýrubrúsa. Aö mörgu er aö hyggja.... timasetningu á ákveönum stööum i byggingunni. Á eftirlitsferd með öryggisverdi Þaö er hráslagalegt rigningar- kvöld er við lögðum leiö okkar I eitt af stærri fyrirtækjum borgar- innar i þvi skyni að fylgjast meö störfum öryggisvaröar hjá Securitas sf. Samkvæmt umtaii var okkur hleypt inn I bygginguna á fyrirfram ákveðnum tima og i fylgd varöarins hófum viö hina reglubundnu yfirreiö um'vinnu- sali og skrifstofur fyrirtækisins, sem rekur starfsemi sbia á mörg- um hæöum i stórri byggingu. Þetta var fyrsta eftirlitsferö öryggisvarðarins þetta kvöld i þessu fyrirtæki en fyrsta ferðin er jafnan nefnd eldvarnaryfirferö og er þá farið mjög nákvæmlega á alla staði i byggingunni sem telja má að séu varhugaveröir hvaö eldhættu snertir. Eldvarnaryfirferð öryggisvörðurinn þetta kvöld var Arni Guðmundsson og hóf hann ferðina með þvi að yfirfara eldvarnartöflu byggingarinnar. Arni var þá þegar búinn að ganga úr skugga um að alar útidyr fyrirtækisins væru lokaðar svo og gluggar á neðstu hæðinni. Sagði hann að það brynni oft við að menn gleymdu að læsa á eftir sér og loka gluggum en slikt kann að sjálfsögðu ekki góðri lukku að stýra þegar þjófar eru annars vegar. A einum stað komum við að opinni eldvarnarhurð en skilyrði til að slikar hurðir komi að gagni er að þær séu lokaðar. Hurðinni var að sjálfsögðu lokað eins og lög gera ráö fyrir. A öðrum stað kom- um viö að stórri vél sem gleymst hafði að slökkva á. Sagði Arni að slikt væri nokkuð algengt og i mörgum tilfellum getur þetta haft eldhættu i för með sér. Árni nefndi okkur mörg dæmi um at- riði sem hafa ber i huga I eftirlits- ferð sem þessari en of langt mál er að geta alls þess hér. Vaktmannsklukkan Það vakti fljótlega athygli okk- ar að Arni gekk á ákveðna staði i byggingunni með vissu millibili þar sem að lyklar voru bundir við veggi. 1 hvert sinn sem hann kom að slikum lykli stakk hann honum i tæki sem hann bar sér við hlið. Aðspurður sagði hann að þetta væri svokölluð vaktmannsklukka sem stimplar inn á strimil klukk- an hvaö öryggisvöröurinn er á vissum stööum i byggingunni. Stimpillyklarnir eru staðsettir á ákveðnum stöðum i bygging- unni i samráði við verkkaupanda og eldvarnareftirlit. Lyklarnir eru númeraðir og um leið og þeim er stungið i vaktmannsklukkuna, sem öryggisvörðurinn ber með sér, stimplast inn á strimil i klukkunni, númer lykilsins og sá timi sem öryggisvörðurinn er staddur á hverjum stað. Að lok- inni vakt er strimillinn siðan tek- inn úr klukkunni og er hann bor- inn saman við ákveðnar töflur og skýrslur sem færðar eru á hverri vakt. Er þetta gert á skrifstofu Securitas og þjónar þeim tilgangi að hægt er að fylgjast með þvi hvort öryggisvörðurinn hefur staðið vaktina samkvæmt áætlun. Þetta kemur m.a. i veg fyrir að menn geti sofið á vaktinni. Þjálfun Aður en öryggisverðir hjá Securitas hefja störf fara þeir á námskeið hjá Eldvarnareftirlit- inu sem er fólgið i fyrirlestrum um eldvarnarmál og verklegri þjálfun i meðferð tækja og búnaðar. Þá eru þeir einnig látnir kynna sér ýmsar aðferðir sem notaðar eru erlendis við eftirlit eins og hér um ræðir. Arni sagði okkur að reynslan væri einnig góður skóli þvi ýmislegt óvænt gæti komið upp. Til dæmis lærðu menn fljótt að nota skynfærin og væri sá þáttur ekki sist mikilvæg- ur. öryggisverðirhjá Securitas eru látnir vinna sérstakt þagnar- og trúnaðarheit áður en þeir hefja störf hjá fyrirtækinu. Þar af leiðandi gat Árni ekki farið út i það i smáatriðum eftir hvernig forskrift hann ynni varðandi þetta ákveðna fyrirtæki. Fyrstu eftirlitsferðinni var lokið þetta kvöld og hann var á leið i annað stórfyrirtæki i svipaða yfirferð. Hvort hann kæmi aftur eftir hálf- tima eða þrjár klukkustundir vildi hann ekkert segja um enda hefði hann með þvi brotið trúnaðarheitið. —Sv.G. KALMAR '80 □ Við höfum nú gjörbreytt og stækkað sýningarhús- næði okkar í Skeifunni 8, Reykjavík. □ Þar er nú veröld innréttinga í vistlegu húsnæði, sem á sér enga hliðstæðu hérlendis. □ Kalmar innréttingar eru staðlaðar einingar sem notast í allt húsið og einnig sumarbústaðinn. □ Hringiðeða skrifiðeftir nýjum bækl frá Kalmar. j kalmar pnj innréttingar hf. ■ SKEIFUNNI8. SÍMI 82011 Opið í dag kl. 10-18

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.